Morgunblaðið - 11.10.1980, Side 25

Morgunblaðið - 11.10.1980, Side 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980 25 JMtogtmÞlfifrifr Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innaniands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Orð og efndir r Istjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir orðrétt um niðurtalningu verðlags á árinu 1980: „Verðhækkun á þeim vörum og þjónustu, sem verðlagsráð fjallar um, verði sett eftirgreind efri mörk ársfjórðungslega á árinu 1980: Til 1. maí skulu mörkin vera 8%. Til 1. ágúst 7%. Og loks til 1. nóvember 5% ...“ Ekki þarf að eyða orðum að því, hvern veg þessi fyrirheit hafa staðizt dóm reynslunnar. Raunar hefur verðbólgan ætt áfram á öllum vígstöðvum þjóðarbúskaparins nánast stjórn- laust. Framfærsluvísitalan, sem var 1162 stig í ágúst 1978, er ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar fór frá, var komin upp í 2600 stig í ágúst 1980, og hafði þá hækkað um 124% á 2ja ára stjórnarferli Alþýðubandalagsins. A þessu ári sprungu öll framangreind ársfjórðungsmörk ríkisstjórnarinnar, enda verður verðbólgan ekki vegin með orðum, og Alþýðubanda- lagið er ekki og hefur aldrei verið reiðubúið til aðgerða, sem tryggt gætu samsvarandi verðlagsþróun hér og í helztu viðskiptalöndum okkar — eða sambærilega verðlagsþróun og tókst að tryggja hér á 11 ára ferli viðreisnarstjórnarinnar 1959-1971.' Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, hélt því fram í sjónvarpsviðtali í endaðan aprílmánuð sl., að líkleg verðbólga hér á landi frá ársbyrjun 1980 til ársloka yrði 40% og alls ekki hærri en 45%. Af því tilefni bar Lárus Jónsson, alþingismaður, fram fyrirspurn á Alþingi til forsætisráð- herra, enda stangaðist þessi staðhæfing á við upplýsingar Þjóðhagsstofnunar til fjárveitinganefndar Alþingis, sem fyrirspyrjandinn á sæti í. Forsætisráðherra sagði orðrétt í svari sínu: „Það liggur alveg ljóst fyrir, að þær tölur sem ég gat um eru réttar miðað við þessar áætlanir Þjóðhagsstofnunar... Ef miðað er við árið frá byrjun til enda er samtalan 45%, þ.e. hækkun verðbólgunnar á þessu tímabili." Forsætisráðherra sagði ennfremur: „Hér eru til teknar forsendur í áætlun Þjóð- hagsstofnunar, þær forsendur, að kostnaðarbreytingar hafi áhrif á verðlag á Iíkan hátt og verið hefur. Nú er það hinsvegar augljóst að það er ætlun ríkisstjórnarinnar og stefna að breyta til og er sú starfsemi þegar hafin .. Ríkisstjórnin hefur skipað sérstaka efnahagsnefnd og ráðherranefnd til að gera tillögur um efnahagsráðstafanir. En allt situr við hið sama. Ekkert bólar á efnahagsráðstöfun- um ársins 1980, enda engin samstaða í ríkisstjórninni um slíkar ráðstafanir. Fjármálaráðherra Alþýðubandalagsins lætur hafa eftir sér í vikunni, að ákvarðanir í efnahagsmálum séu ekki væntanlegar fyrr en „öðru hvoru megin við nýárið". Naumast hafa svo síðbúnar ráðstafanir, jafnvel þó þá sjái dagsins ljós, áhrif á verðlagsþróun ársins 1980. Enda eru nýjustu upplýsingar frá Þjóðhagsstofnun um verðlagsþróun á árinu þær, að verðbólgan, mæld á mælistiku framfærsluvísi- tölu, hækki um 52—54% frá ársbyrjun til loka árs, sem þýðir 57—58% meðaltalshækkun á árinu. Stangast sú niðurstaða heldur betur á við staðhæfingu forsætisráðherra um 40—45% verðbólguvöxt en kemur hinsvegar heim og saman við verðbólguspár, sem forsætisráðherra sá ástæðu til að mótmæla í sjónvarpsviðtalinu 29. apríl sl. Kjarni málsins er sá að ekki er samstaða í ríkisstjórninni um efnahagsaðgerðir. Ábyrgari hluti þingflokks Framsóknar knýr á um aðgerðir, en Alþýðubandalagið þráast við. Það er staðráðið í því, eins og í vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar, að koma í veg fyrir hvers konar viðleitni til að hemja verðbólguna. Samstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, Viðreisnar- stjórninni, tókst að halda verðbólguvexti innan við 10%, og oft vel innan við 10%, að meðaltali, öll viðreisnarárin, eða á annan áratug, 1959—1971. Þá tók við fyrri vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar, með Alþýðubandalagið innanborðs. Á þremur árum óx verðbólgan í yfir 50%. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar tókst að koma verðbólgunni niður í 26% á miðju ári 1977, þegar óraunhæfir kjarasamningar og síðar ný vinstri stjórn komu dýrtíðardraugnum á fætur á ný. Og í lyktir þessa árs stendur núverandi ríkisstjórn í vanefndunum einum með 54% verðbólguvöxt frá ársbyrjun til loka árs og 58% meðalhækkun framfærsluvísitölunnar. Það verður oft lítið úr því högginu, sem hátt er reitt, segir máltækið. Og „niðurtalning" ríkisstjórnarinnar hefur orðið sér rækilega til skammar. Sjómenn um ákvörðun íiskverðs og olíugjaldiö: Kjartan Kristófersson í Grindavík: Sjómenn standa sameinaðir til átaka ÞAÐ VIRÐIST vera sama hverjir fara með völdin. sauöi Kjartan Kristófersson, formaður Sjó- mannafélaKs Grindavikur. Hvort sem stjórnvöld eru jjul, rauð. Kræn eða blá, þá hafa þau fyrr eða siðar reynt að hlunnfara sjómannastéttina ok þá fyrst og fremst i fiskverðsákvörðunum. Síðan það varð ljóst, að fiskur- inn var takmarkaður umhverfis landið, hefur skapast óeining milli landsfjórðunga og vegna þessarar óeiningar hefur sjómannastétt- inni ekki fundist tímabært að fara í neina hörku. Þeir hafa haft það sjónarmið, að það yrði að reyna að bjargast við það sem til væri og gera gott úr þessum litla afla. Síðustu ríkisstjórnir hafa svona druslast við að skila okkur því sem við teljum eðlilegt, en samt hafa þær alltaf gengið pínulítið á hlut okkar sjómanna. En nú held ég að ríkisstjórnin, núverandi ríkis- stjórn, hafi gengið það hraustlega til verks, að henni hafi tekist að sameina sjómannastéttina til átaka og þannig þurrkað út allar krytur milli landsfjórðunga. Þetta er mín persónulega skoðun, og það skiptir mig sem fulltrúa sjó- manna, andskotans engu máli hverjir fara með stjórn í þessu landi — þeir eru allir eins. Það stendur ekki á sjómönnum að moka flórinn. Sjómenn eru reiðubúnir að fórna sér, ef út í það færi, en það er frumskilyrði að allir landsmenn taki þátt í þeim mokstri, sagði Kjartan Kristó- fersson í Grindavík. Bjarni L. Gestsson á ísafirði: Svik hjá Steingrími „ÞETTA eru svik hjá Steingrími Hermannssyni,“ sagði Bjarni L. Gestsson, varaformaður Sjó- mannafélags ísafjarðar. „Þegar við sömdum hér fyrir vestan i vetur, þá var það einmitt til þess að liðka fyrir samningum að olíugjaldið var lækkað, þvi krafa okkar um prósentuhækkunina byggðist á oliugjaldinu og kraf- an lækkaði eftir þvi sem olíu- gjaldið var lækkað. í restina var oliugjaldið komið niður i 2,5%, svo það hafði sitt að segja, að samkomulag náðist. Eins lét Steingrimur þau orð falla á þingi, að réttast væri að oliugjaldið hyrfi, og maður hélt það væri hans stefna að láta það hverfa, en nú snýr Steingrimur Hermannsson við blaðinu og hækkar það! Við vorum að tala um það hérna fyrir vestan, að Steingrímur hefði með þessari olíugjaldshækkun fundið upp ágæta leið til þess að létta undir með Flugleiðum. Hann er líka samgönguráðherra og gæti sett lög um það, að hluti launa starfsfólks Flugleiða færi í það að greiða bensínskuldir fyrirtækis- ins!“ „Þetta er í einu orði sagt fráleitt," hélt Bjarni áfram. „Og hækkunin á aflaverðmæti til skipta er aðeins 8%, en laun landfólks hækkuðu um 8,57% og það fyrir einum og hálfum mán- uði! Samt var vitað að sjómenn hefðu dregist mikið aftur úr miðað við stéttir í landi undanfarin ár! En það hefur reyndar oft viljað gleymast að það er fleira en olíugjaldið sem er tekið af óskipt- um afla. Það hafa verið tekin í mörg ár 10% í Stofnfjársjóð til að greiða niður afborganir af fiski- skipum og vexti af lánum. Þannig, að eftir að olíugjaldið hækkaði upp í 7,5%, þá er þetta samanlagt 17,5%, sem er tekið af raunveru- legu fiskverði framhjá skiptum. Þessi 10% eru nú búin að vera lengi og sjómenn margir hverjir virðast farnir að sætta sig við þetta, en ég hef aldrei sætt mig við þessi 10%. í lokin vil ég eindregið taka undir með Ingólfi Ingólfssyni, að ég hreinlega trúi því ekki, fyrr en ég þá sé það svart á hvítu, að það sé meirihluti á þingi fyrir þessum ákvörðunum. Eg hreinlega trúi því ekki á þingmenn," sagði Bjarni L. Gestsson á ísafirði. í blaðinu hefur nýlega verið sagt frá hlutafélaginu Fiskeldi, sem er að hefja umfangsmiklar framkvæmdir i laxarækt og er að byggja iaxeldisstöð í norðanverðum Kaldbaksmel og á meðfylgjandi mynd má sjá afstöðu til Húsavíkur. l.jésm. Mbl. Spb. Matthías Bjarnason fyrrum sjávarútvegsráðhcrra: Verðlagsráð sjávarútvegs er ekki neinn leynifélagsskapur „FISKIÐNAÐURINN í land inu, og þá sérstaklega frystiiðnaðurinn, stendur nú mjög höllum fæti samkvæmt upplýsingum þeim er ég hef úr röðum fiskiðnaðarins,“ sagði Matthias Bjarnason al- þingismaður i samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður um nýja ákvörð- un um fiskverð. „Það kemur mér því mjög á óvart,“ sagði Matthias ennfremur, „að fiskvinnslan — þá á ég við fyrirtæki Sambands ísl. sam- vinnufélaga — skuli nú geta tekið á sig 13% fiskverðs- hækkun. Þetta gerist að því að sagt er, án þess að nokkur skuldbinding komi opin til frá rikisvaldinu um að bæta frystiiðnaðinum þetta upp. Þetta hlýtur að gera það að verkum, að almenningur í þessu landi spyr: Er staða frystiiðnaðarins þá eins slæm og menn vilja vera láta? — Eða ræður eitthvað annað atkvæði fulltrúa Sjávaraf- urðadeildar Sambandsins? Einnig kemur mér mjög á óvart, að fulltrúi Sölumið- stöðvarinnar greiðir ekki at- kvæði við ákvörðun um fisk- verð. Ég sé að Morgunblaðið á viðtal við fulltrúa SH þar sem hann er spurður hver sé ástæða þess að hann hafi ekki greitt atkvæði á móti fisk- verðsákvörðuninni. Fulltrúi SH svarar því til, að það sé of flókið að fara út í það af hverju hann sitji hjá. Segir hann þetta vera mál sem ekki skipti máli út á við! Síðan segir hann, að alla vega hafi hann ekki viljað standa í vegi fyrir því að málið yrði af- greitt á löglegan hátt. Ég get ekki skilið, að þótt hann hefði greitt atkvæði á móti, hefði ekki verið unnt að afgreiða málið á löglegan hátt með 3 Matthias Bjarnason atkv. gegn 2. Þetta er því út í hött. Það finnst mér á hinn bóginn undarlegt, að talsmað- ur jafn stórra samtaka og SH eru, skuli segja í blaðaviðtali að það sé of flókið að útskýra hvers vegna hann taki þessa afstöðu, og telji það ekki skipta máli út á við. Ég tel að það skipti höfuðmáli út á við að skýringar manna í verð- lagsráði komi fram. Verðlags- ráð sjávarútvegsins er enginn leynifélagsskapur. Samtök sjómanna, útgerðar eða fisk- vinnslu eru heldur engin leynisamtök. Því ber þessum aðilum skylda til að skýra það fyrir almenningi hver þeirra afstaða er. Hafi frystiiðnaðurinn feng- ið leynileg loforð frá ríkis- stjórninni um bætta stöðu, þá tel ég enga ástæðu til að liggja á þeim loforðum. En hafi þeir engin loforð fengið verður að líta svo á að full- trúar fiskiðnaðarins telji grundvöll til að greiða hærra verð fyrir fiskir.n. Hjáseta Tómas Árnason ritari Framsóknarflokksins: „Óþolinmóður að bíða eft- ir raunhæfri niðurtalningu44 „JÁ, ÉG er orðinn óþolinmóður að bíða eftir raunhæfri niður- talningu. Það er óhætt að segja það,“ sagði Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, ritari Framsóknarflokksins, er Mbl. leitaði álits hans á ummælum Þórarins Þórarinsson, Hall- dórs Ásgrímssonar og Guð- mundar G. Þórarinssonar um það, að ekki sé hægt að segja, að niðurtalning verðbólgunnar sé hafin og að fyrr en síðar þurfi ríkisstjórnin að marka heildarstefnu í efnahagsmál- unum. „Ég hef margsagt og segi enn, að raunhæf niðurtalning á að fela í sér niðurtalningu allra helztu kostnaðarliða," sagði Tómas. „Ef sett eru efri mörk, ákveðin prósenta, á verðlag og þjónustu, þá verður jafnframt að setja slík mörk á verð landbúnaðarvara, fiskverð, vexti, verðbætur á laun og til þess að gera möguleg slík efri mörk á verðbætur á laun, þarf að koma til móts við þá lægst- launuðu og eitthvað upp launa- stigann með skattabreytingum. Auðvitað verða svo ríkisfjár- málin að fylgja eftir, fjárfest- ingarmálin og peningamálapóli- tíkin. Mér finnst Islendingar ekki nægilega raunsæir, þegar þeir reyna að gera sér grein fyrir afleiðingum olíukreppunnar. Hún hefur komið niður á okkur íslendingum og það mjög hart. Ofan á þetta bætist svo veru- legur vandi í þjónustugreinun- um, þar sem til dæmis flug milli landa er stórmál, og olíukreppan hefur aukið verðbólgu í öllum okkar viðskiptalöndum, sem kemur fram í verði innfluttrar vöru. Þetta eru staðreyndir, sem menn verða að gera sér ljósar og hafa í huga. En menn verða Iíka að gera sér ljóst, að þetta viðhald verð- bólgunnar hjá okkur í meginat- riðum er stórhættulegt fyrir okkur.“ Mbl. spurði Tómas, hvað ylli því, að niðurtalningaráform rík- isstjórnarinnar væru ekki enn komin til framkvæmda betur en raun ber vitni. „Þetta er enginn mælikvarði á niðurtalninguna sem stefnu í efnahagsmálum," sagði hann. „Það þarf að fram- kvæma niðurtalninguna áður en einhver dómur er upp kveðinn. Hins vegar ber að viðurkenna að svigrúmið hefur þrengzt á marga lund vegna þess að enn er ósamið um laun í landinu og óvissan um útkomuna þar hefur gert ríkisstjórninni erfitt fyrir varðandi mótun framtíðarefna- hagsstefnu. En þegar úrslit eru fengin í kjaramálunum, er ekki eftir neinu að bíða fyrir ríkis- stjórnina." Mbl. spurði Tómas þá, hvort hann sæi fram á samstöðu stjórnarliða um nauðsynlegar aðgerðir. „Það vona ég,“ svaraði viðskiptaráðherra. ^Ég tel það ákaflega brýnt að væntanlegri gjaldmiðilsbreytingu um ára- mótin fylgi heilsteypt efna- hagsmálastefna og ég vænti þess, að þeir, sem að ríkisstjórn- inni standa, séu allir reiðubúnir til að standa við þau ákvæði stjórnarsáttmálans, sem lúta að því að telja verðbólguna niður. Til þess eru refirnir skornir með stjórnarsamningnum." þýðir sama og samþykki í þessu efni.“ Að lokum sagði Matthías, að hann hefði ekki hugmynd um hvernig þessu máli myndi reiða af á Alþingi. Svo mikið væri þó víst að ekki vissi hann til að það hefði verið rætt við Sjálfstæðisflokkinn og ekki við Alþýðuflokkinn eftir því sem hann best vissi. Af því hlyti að mega draga þá álykt- un að stjórnin hefði þegar tryggt sér stuðning allra stjórnarliðanna í málinu. „En í þessu máli vil ég taka það fram, að ég skil mjög vel gremju sjómanna vegna þessa fiskverðs. Þó ég telji að stöðva eigi allt verðlag eins og nú er ástatt, þá tel ég ekki að slíkt eigi að bitna á einni stétt — í þessu tilviki sjómannastétt- inni.“ (Vegna þrengsla í blaðinu í gær féll hluti viðtals þá við Matthías Bjarnason niður, og er hann því birtur hér. Jafn- framt er rétt að leiðrétta misskilning, sem fram kom í því viðtali, þar sem talað var um að olíugjald hefði hækkað um 5%. Þar átti að sjálfsögðu að standa 5 prósentustig, því olíugjaldið hækkaði um 200% eins og raunar kom fram síðar í viðtalinu.) Samverustundir aldraðra í Nes- kirkju í vetur SAMVERUSTUNDIR aldraöra I Nessókn voru skipulagðar I fyrsta sinn sl. vetur og gáfu góða raun. Þvi hefur nú verið ákveðið að bjóða upp á eitt og annað til fróðleiks, gagns og gamans í safnaðarheimili kirkj- unnar á laugardögum i vetur. frá klukkan 15.00 — 17.00. Auk þess verður farið í kynnisferð- ir á ýmsa staði í borginni og næsta nágrenni. Leitaí hefur verið bæði til leikra og lærða um að koma og stytta fólki stundir, jafnframt því sem konur í Kvenfélagi Nessóknar munu annast kaffiveitingar. Fyrsta sam- verustundin verður á laugardaginn 11. október n.k. i Fyrirhugað háhýsi Sam- handsins við Elliðavog 1 I. i :! . ■ ii- * i. 1 í \ l_ b Hér sjást fyrstu hugmyndir að hinu 8—10 hæða skrifstofuhúsi. sem Samband íslenzkra samvinnufélaga vill byggja neðan við Elliðavoginn. Ilefur hafnarstjórn Reykjavíkur samþykkt fyrir sitt leyti slíka byggingu á lóðinni. Þessi háa hlokk mun þá rísa á horni Holtavegar og Elliðavogs og milli götunnar og Holtagaröa. húss Sambandsins við höfnina. Holtagarðar eru til vinstri á teikningunni og með samanhurði við þá má átta sig á stærðinni. Einnig gefa bílarnir á Elliðavoginum til hægri hugmynd um stærð og fjarlægð frá götunni og þá íbúöarblokkunum á móti. í skipulagi á þessu svæði er ekki gert ráð fyrir sltku háhýsi, sem mun loka fyrir útsýni frá ibúðarbyggðinni ofan Eliiðavogar. HCLTACATOAR SKRICST0FJHÚ5 ELLÐAVC0UR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.