Morgunblaðið - 11.10.1980, Side 30

Morgunblaðið - 11.10.1980, Side 30
30 NORRÆNA HÚSIÐ: Jón Reykdal sýnir málverk og grafík í l>\<; opnar Jón Reykdal mál- vorka- ok KrafíksýninKU í kjallara Norra na hússins. A sýnin>{unni or 21 olíumalverk ok 27 Krafíkmvndir sem hann hefur unniö á árunum 1977 — 80. Jón Reykdal er fæddur í Reykja- vik 1945. Stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla Islands ’62— ’66 og hlaut árið 1968 styrk hol- lenska menntamálaráðuneytisins til framhaldsnáms í Kraf>k við Gerrit Rietveld Akademie í Amsterdam skólaárið ’68—'69. Stundaði síðan nám í málun og (jrafík við Konunjí- lega listaháskólann í Stokkhólmi ’69—’71, og að lokum við Teikni- kennaraskólann þar ’71—’72. Jón hefur verið kennari við Myndlista- náttúrurómantík af einhverju tagi. Og mér er hugleikið að fjalla um manninn og samband hans við náttúruna. Hér á sýningunni er t.a.m. myndaflokkur sem ég kalla „Fuglar og fólk.“ Náttúran í heild sinni er ákaflega heillandi verkefni finnst mér. Eftir þessa sýningu hyggst ég snúa mér alfarið að grafíkinni, en hún hefur legið á hillunni hjá mér undanfarið. Okkur grafíklista- mönnum hérlendum hafa borist freistandi sýningartilboð frá Banda- ríkjunum, svo að það eru skemmti- leg verkefni framundan og eins gott að spýta í lófana. Og það er hugsanlegt að vinna þetta náttúru- tema í sáldþrykki. ÞÓRSCAFÉ: Kabarettsýningar að hefjast að nýju ANNAÐ kvöld hefjast kabar- ettsýningar að nýju I Þórscafé og verða þær á sunnudags- kvöldum með svipuðu sniði og siðastliðinn vetur. Nokkrar breytingar hafa ver- ið geröar á húsinu og hefur hljómsveitarpallurinn t.d. verið færður tii svo að gestir sjái betur til skemmtikraftanna. Það eru þremenningarnir Halli, Laddi og Jörundur sem sjá um kabarettsýningarnar ásamt dansmeyjunum Birgittu Heide. Ingibjörgu Pálsdóttur og Guðrúnu Páisdóttur. Dagskráin á sunnudagskvöld- um í vetur mun verða með þeim hætti að húsið opnar kl. 19 og verður gestum boðið upp á lyst- auka við barinn þar til borðhald- ið hefst kl. 20. Að borðhaldinu loknu kl. 22 hefst kabarettsýn- ingin og stendur til kl. 23 en síðan efnir hljómsveitin til hálfrar klukkustundar dixie- landsýningar. Að henni lokinni er almennur dansleikur til kl. 01. Vegna húsrýmis er ekki hægt að selja nema 250 manns aðgang að kabarettsýningum hverju sinni. Kaupa matargestir miða sem gildir að kabarettsýningunni og greiða fyrir kvöldmat um leið. Efsta hæð hússins verður lokuð öðrum gestum þar til að kabar- ettsýningunni lokinni, kl. 23. Eigandi Þórskaffis er Ragnar Jónsson en framkvæmdastiórar þeir Björgvin Árnason og Omar Hallsson. og handíðaskóla íslands frá 1972. Hann var formaður félagsins ís- lensk grafík 1975—78 og á sæti í ráði Norrænu myndlistamiðstöðvar- innar í Sveaborg í Finnlandi og stjórn Kjarvalsstaða. Hann hefur tekið þátt í tæplega 60 sýningum á ymsum stöðum innanlands og ýms- iim l«..rgum á Norðurlöndum, auk þess sem hann hefur séð um myndskreytingar og umbrot bóka. Sýning Jóns Reykdals í kjallara Nprræna hússins stendur til 26. október. — Þetta er mín fyrsta einkasýn- ing á höfuðborgarsvæðinu, sagði Jón Reykdal, — og mín fyrsta meiriháttar sýning. Við skulum segja að náttúrutema sé ráðandi í mínum myndum. Já, sjáðu til, rót- tæk list var til skamms tíma mjög algeng á Vesturlöndum en síðan má segja að rómantíkin hafi náð yfir- höndinni og ég held að mínar myndir gætu flokkast undir í kvöld kl. 20.30 sýnir Leikfélag Kópavogs Þorlák þreytta i 44. sinn. Uppselt hefur verið á hverja sýningu i haust. 45. sýning verksins verður á mánudagskvöld. Á myndinni eru þeir Magnús Olafsson og Finnur Magnússon í hlutverkum sínum. TÓNLIST: Kammertónleikar í Norrœna húsinu Erling Blöndal Bengtsson og Anker Blyme leika saman Á MORGUN kl. 16.30 leika selló- leikarinn Erling Klöndal liengts- son og píanóleikarinn Anker Blyme saman í Norræna húsinu. Þessir tveir tónlistarmenn hafa oft komið fram saman, bæði í Danmörku og utan, á kammertón- leikum og hafa hvarvetna vakið mikla hrifningu áheyrenda. I Norræna húsinu leika þeir fyrst A-dúr-sónötuna eftir Beethoven, sem samin var 1808 og er eitt meðal þeirra stórverka, sem skrif- Erling Hlondal Bengtsson uð hafa verið fyrir selló. Síðan verður á efnisskránni sónata eftir danska tónskáldið Herman D. Koppel (1908), sem hann samdi 1956, en Herman D. Koppel hefur samið mörg verk fyrir Erling Blöndal Bengtsson, þ.á m. þessa sónötu. Eftir hlé ljúka svo lista- mennirnir þessum tónleikum með sónötu í D-dúr eftir Mendelssohn, en hún er meðal síðustu verka tónskáldsins. Aðgöngumiðar eru seldir í kaffi- stofu Norræna hússins, og við innganginn, ef eitthvað verður óselt. KVIKMYNDIR: Þessi sæti sjúkleiki Mánudagsmynd Háskólabíós Mánudagsmyndin sem Há- skólabió frumsýnir eftir helgina er franskur „þriller“, Þessi sæti sjúkleiki (This Sweet Sickness) sem Claude Milier hefur gert eftir samnefndri sögu Patriciu Highsmith. Með aðaíhlutverkin fara Gerard Depardieu, Miou- Miou, Claude Pieplu. Jacques Denis og Dominique Laffin. Myndin fjallar um ungan mann, David (Gerard Depardi- eu), sem virðist fullkomlega heil- brigður og eins og fólk er flest. En öll hans tilvera stjórnast af ást hans til stúlku, Lise (Domin- ique Laffin), sem ekkert vill með hann hafa. Stúlkan giftist öðrum manni, en David getur ekki hugsað sér að missa hana. Hann bætir sér þetta upp í eigin hugarheimi, kaupir sér hús sem stendur afskekkt í skógi nokkr- um og innréttar það eftir smekk konunnar sem hann elskar. Hann ímyndar sér síðan að hann dvelj- ist þarna hjá sinni heittelskuðu um hverja helgi, matreiðir handa þeim og talar við hana. En virka daga lifir hann eðlilegu lífi og stundar sína vinnu. Kona nokk- ur, Juliette (Miou-Miou), sem vinnur með honum verður ást- fangin af honum en hann á ekkert rúm í hjarta sínu fyrir hana, „konan hans“ er honum allt. Samverkakona hans eltir hann eitt sinn að skógarhúsinu til að ganga úr skugga um, hvort hann sé raunverulega bundinn annarri konu, en hraðar sér á brott þegar hún heyrir hann eiga orðastað við einhvern í húsinu. Ást Davids sem ekki er endur- goldin leiðir hann loks út í öngþveiti ofbeldis og örvænt- ingar. Gerard Depardieu og Miou-Miou i hlutverkum Davids og Juliettu í mánudagsmyndinni „Þessi sæti sjúkleiki“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.