Morgunblaðið - 11.10.1980, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 11.10.1980, Qupperneq 31
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980 31 SAFNAHÚSIÐ Á SELFOSSI: Svava Sigríður Gests- dóttir opnar sýningu f DAG opnar Svava Sigríður Gestsdóttir sýningu i Safnahús- inu á Selfossi. Á sýningunni eru olíumálverk, pastelmyndir og myndir málaðar með kínversku bleki. Þetta er 5. einkasýning Svövu Sigríðar, en hún hefur auk þess tekið þátt í samsýningum hér heima og er- lendis. Sýningin verður opin kl. 15—21 virka daga og 14—22 um helgar og stendur til 19. þ.m. LEIKLIST: í öruggri borg Síðustu sgningar NÚ ERU síðustu forvöð að sjá leikrit Jökuls Jakohssonar í öruggri horg á Litia sviði Þjóðleik- hússins. Aðeins þrjár sýningar eru eftir á ieiknum: sunnudaginn 12. októher. miðvikudaginn 15. október og sunnudaginn 19. október. Atburðarásin gerist á heimili í Reykjavík. Æsku- vinur húsbóndans kemur í heimsókn eftir langdvöl í Þriðja heiminum. Á heimilinu ríkir hið undarlegasta ástand sem á rót sína að rekja til þess að veröldin stendur á heljarþröm og loksins er kominn tími athafna í stað orða. „Það þarf að gera eitthvað raunhæft," segir í verkinu og er raunar kunnugleg krafa úr okkar eigin samtíma. En viljum við raunhæfar aðgerðir þó svo allt sé í kalda koli? Æskuvinurinn stendur óvænt frammi fyrir þessari spurningu í leiknum og þessi spurning krefst svars og kallar á athafnir. í hlutverkunum eru Helga Bachmann, Þorsteinn Gunnarsson, Bessi Bjarnason og Bríet Héðinsdóttir Leikstjóri er Sveinn Einarsson. Leikmynd eftir Baltasar. Dóra Einarsdóttir gerði búninga, en Kristinn Daníelsson sá um lýsingu. í öruggri borg. borsteinn Gunnarsson í hlut- verki sínu. Magnús Kjartansson virðir fyrir sér plakatið sem hann hefur gert i tilefni sýningar sinnar i Djúpinu. MYNDLIST: Magnús Kjart- ansson sýnir í Djúpinu f dag opnar Magnús Kjartansson sýningu í Djúpinu við Hafnarstræti. Þar sýnir hann málverk og silkiprent sem hann hefur unnið á undanförnum þremur árum. Magnús Kjartansson er fæddur í Reykjavík 1949. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík, 1969, stundaði hann nám í Myndlista- og handíðaskóla Islands til 1972 og í Kaupmannahafnarakademíunni frá ’72—’75. Magnús sýndi ásamt Sigurði Örnólfssyni í Norræna húsinu 1972. Síðan hefur hann haldið einkasýningar á Kjarvalsstöðum 1976 og í Gallerí Sólon Islandus 1977. Þá sýndi hann í Djúpinu fyrr á þessu ári ásamt Árna Páli þrívíð myndverk, sem þeir höfðu gert í samvinnu. Sýning Magnúsar Kjartanssonar i Djúpinu stendur til 22. þ.m. Ingvar Þorvaldsson við eitt verka sinna á sýningunni i Ásmundar- sal. Lars Ilofsjö á sýningu sinni i FÍM-salnum á Laugarnesvegi 112. Galleri Langbrók, Landlæknis- húsinu á Bernhöftstorfu: Rúna, Sigrún Guðjónsdóttir, sýnir leirmyndir og teikningar. Sýn- ingin stendur til 17. þ.m. Mokka-kaffi, Skólavörðustíg: Gunnar Hjaltason sýnir 33 myndir málaðar á japanskan ríspappír. Sýningin stendur út októbermánuð. Sýningar um helgina Kjarvalsstaðir: Haustsýning FIM 1980. Á sýningunni eru teikningar, olíumálverk, vatns- litamyndir, pastelmyndir, gler- myndir, vefnaður, höggmyndir, grafík og myndir unnar í leir. Sýningunni lýkur annað kvöld. Norræna húsið: Palle Nielsen sýnir grafíkmyndir í anddyri hússins. Sýningin stendur til mánaðamóta. Jón Reykdal sýnir 21 olíumál- verk og 27 grafíkmyndir í kjall- ara hússins. Sýningin stendur til 26. þ.m. FÍM-salurinn, Laugarnesvegi 112: Lars Hofsjö sýnir teikningar af veggskreyti ngum, grafík og veggteppi. Sýningin er opin í dag og á morgun kl. 14—22 en henni lýkur annað kvöld. Djúpið, Hafnarstræti: Magnús Kjartansson sýnir málverk og silkiprent. Sýningunni lýkur 22. þ.m. Ásmundarsalur: Ingvar Þor- valdsson sýnir 32 olíumálverk. Sýningin er opin kl. 16—22 og henni lýkur annað kvöld. Bókasafnið á ísafirði: Kjeld Heltoft sýnir 19 myndir unnar með þurrnál. Sýningunni lýkur í kvöld. Safnahúsið á Selfossi. Svava Sigríður Gestsdóttir sýnif olíu- málverk, pastelmyndir og mynd- ir málaðar með kínversku bleki. Sýningin stendur til 19. þ.m. Gunnar Hjaltason við nokkur verka sinna á sýningunni í Mokkakaffi. MYNDLIST: Gunnar Hjaltason sýnir á Mokka Á þriðjudaginn opnaði Gunnar Hjaltason gulismiður i Hafnarfirði sýningu i Mokkakaffi við Skóla- vörðustíg. Þar sýnir Gunnar 33 myndir málaðar á japanskan rís- pappír. Gunnar Hjaltason er fæddur 21. nóvember 1920 að Ytri-Bakka við Eyjafjörð, en fluttist til Hafnar- fjarðar 1952 og hefur búið þar síðan. Hann stundaði nám í teikniskóla Björns Björnssonar og Marteins Guðmundsonar 1933—42 og tók einnig þátt í nokkrum námskeiðum á vegum Handíðaskólans, m.a. í tréristu hjá hans Alexander Muller 1952. Gunnar hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einka- sýningar víða úti á landi og í Reykjavík. Sýning Gunnars Hjaltasonar í Mokkakaffi stendur út októbermán- uð. Kór Kennaraskólans í Luzerne í Sviss hefur verið hér á landi í boði Selkórsins á Seltjarnarnesi. Kórinn hefur ferðast víða um og sungið ba’ði á Akureyri og Húsavík. svo og í Kristskirkju í Landakoti. í dag kl. 17 heldur kórinn tónleika í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi og flytur þar m.a. þjóðlög frá Sviss og ísrael. Aðgangur er ókeypis. Á myndinni hér fyrir ofan sem Ol.K.M. tók er kórinn að syngja í hauststemmningu fyrir utan Kristskirkju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.