Morgunblaðið - 11.10.1980, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 11.10.1980, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980 33 Eftir dauða einræðisherrans slaknaði á fjötrunum og almenn sakaruppgjöf gerði nauðungarút- lögunum kleift að snúa heim á ný. En það þýðir ekki að fjötrarnir séu ekki enn til staðar. Öðru nær. Enn ber við að Eistlendingar sæti handtökum af pólitískum ástæð- um. Ekki er hægt að segja til um hve tíðar slíkar fangelsanir eru þar sem réttarhöldin fara fram í kyrrþey — ef þau fara fram á annað borð. Víst er þó, að stór hópur Eistlendinga gistir enn sov- éskar þrælkunarbúðir. Sem betur fer hefur þó verið látið af beinu ógnargerræði og nauðungarflutningum, en Eystra- saltsríkin og þjóðirnar sem þar búa hafa enga tryggingu fyrir því að sagan endurtaki sig ekki. Kerf- ið er hið sama og býður upp á sömu möguleika fyrir nýjan harð- stjóra. Pólitískri nauðung hefur ekki verið aflétt og rússneskunin heldur áfram. Vinnubrögðin eru aðeins öðruvísi, markfniðið er samt hið sama og ákafinn hefur síst minnkað. Uppræting þjóð- legra eiginleika Andres Kúng lýsir menning- arstefnu Rússa í Eystrasaltslönd- unum með svofelldum orðum: „20. flokksþingið samþykkti að veita sambandslýðveldunum aukna sjálfsstjórn í menningarmálum og efnahagsmálum. Þingið lýsti yfir, að „sósíalismi miðar á engan hátt að upprætingu þjóðlegra eigin- leika og sérkenna. Þvert á móti er hann aflgjafi fjölbreytilegrar þróunar og sá jarðvegur, sem efnahags- og menningarlíf allra þjóða og þjóðerna blómstrar best í. Þá verður flokkurinn að halda áfram að sýna í verki í framtíð- inni, sem endranær, að hann tekur tillit til þessara þjóðlegu eigin- leika." Þessi ályktun gaf lýðveldunum byr undir báða vængi. Tekið var að huga að þjóðtungunni, menn- ingu og sögu. Kennsla í landafræði Eistlands og sögu hófst 1957, en hún hafði lagst niður er Sovétrík- in hernámu landið. Árið eftir kom fyrsta kennslubókin um sögu Lettlands út. Reynt var að stöðva eða draga verulega úr straumi rússneskra iðnverkamanna til Eystrasaltslanda. Léttaiðnaður var efldur á kostnað þunga- iðnaðarins í því skyni að auka reynsluvörur á innanlandsmark- aði. En ekki leið á löngu, þar til pendúllinn tók bakslagið. Sjöundi áratugurinn var ekki genginn í garð þegar ásökunartónninn tók að berast frá Moskvu. Kommún- istaleiðtogar í lýðveldunum, sem ekki höfðu rússneskt þjóðerni sér til ágætis, voru sakaðir um þjóð- erniskennd og einkum þó um að bera þrönga héraðshagsmuni fyrir brjósti í efnahagsmálum. Æ ofan í æ var ráðist að kommúnistafor- ingjum Eystrasaltsríkjanna með slíkum eða svipuðum ákærum. Og sumarið 1959 varð helsti for- sprakki lettneskra kommúnista Eduards Berklavs, að láta af embætti vegna þess að hann þótti hafa rambað af réttri leið og stefnt á skjön við stóra sannleik ráðstjórnarinnar. Örlög Berklavs áttu að vera leiðtogum annarra lýðvelda sem ólu í brjósti hug- myndir af slíku tagi til viðvörun- ar. Og í kjölfarið fylgdu fleiri ákærur á hendur Eystrasalts- broddunum jafnt í flokki sem landsstjórn. Einkum voru árásirn- ar hatrammar á árunum 1960 og 1961. Eftir þá atburði er orðið erfiðara að greina baráttu fyrir þjóðlegum kommúnisma í þessum löndum, þó að vitað sé, að grunnt er á því góða milli forsvarsmanna miðstjórnarvalds og sjálfstjórn- arfylgjenda innan kommúnista- flokksins." Námsefnið afbakað og villandi Marga eistneska þjóðernissinna óar við hvernig skólunum er beitt til þess að fullkomna rússneskun- aráætlun ráðamanna og sem heilaþvottastöð fyrir æskuna. Fáum stundum er eitt til kennslu á þjóðlegum eistneskum greinum. Það sem börnunum er kennt um land sitt og þjóð er ekki aðeins af skornum skammti held- ur er námsefnið afbakað og vill- andi. Sögulegum fölsunum er beitt, ekki síst þegar fjallað er um atburðina 1939 og 1940 og þar er það söguskoðun sovéskra yfir- valda sem ræður (dæmi þeirrar söguskoðunar gefur að líta í áróðurstímariti APN á íslandi sem nefnist „Fréttir frá Sovétríkj- unum“). Griðasáttmálans, sem Stalín og Hitler gerðu sín á milli og lögðu grunninn að ófrelsi Eistlands, er sjaldan eða aldrei getið í kennslu- bókum. Hernámi Rauða hersins 1940 og innlimun Eystrasalts- landanna sem í kjölfarið fylgdi er lýst sem framhaldi á byltingu alþýðunnar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen! Margir telja að enn sé Eistlend- ingum ljós munurinn á réttu og röngu í þessu efni, einkum þeim sem eldri eru. Til eru kennarar sem neita að fylgja áróðurslínum kennslubókanna og reyna að skýra rétt frá. Þeir sem ekki þora að taka þá áhættu eiga þess kost að sleppa áróðursköflunum að mestu. Þeir ráðleggja nemendum að lesa kaflana heima og benda nemend- um á að ekki sé ólíklegt að foreldrar þeirra, ömmur eða afar geti aðstoðað þá við að læra um það sem gerðist á þessum árum. En sú spurning vaknar hvernig fara muni þegar þeir sem lifðu atburði ársins 1940 verða ekki lengur ofar moldu. Gagnrýni óæskileg Þeir rithöfundar og listamenn sem fremstir standa hverju sinni njóta margvíslegra forréttinda. Höfundar sem hafa gott eitt að segja um þjóðfélagið eins og það er njóta umbunar kerfisins. Gagn- rýni er ekki æskileg og þeim höfundum sem eru með aðfinnslur er kurteislega bent á að því miður sé ófært að gefa út rit þeirra vegna pappírsskorts! Rithöfundum er bent á að kanna hug sinn betur og þannig reynt að láta þá sjálfa ritskoða verk sín. Margir freistast til að gefa verk sín ekki út og til eru þeir sem einungis skrifa ofan í skúffu sína, í von um betri tíð. En rithöfund- um sem ekki njóta náðar stjórn- valda eru ekki allar bjargir bann- aðar. Anders Kúng segir: „Þeir geta gefið rit sín út sem 49 eintaka útgáfu. Hér er um æði sérstakt útgáfuform að ræða. Lög heimila sem sagt, að gefa megi út rit án ritskoðunar, ef eintakafjöldi sé undir 50. Þó þannig sé reynt að stemma stigu við útbreiðslu óþægilegra ritsmíða, þá er raunin sú,að einmitt rit, sem koma svo fáliðuð úr prentsmiðju, eru mest lesin. Frumritin eru handskrifuð upp af nær öllum lesendum, og þykir afrit eftirsóknarverð gjöf.“ „Eistland er lifandi“ Þrátt fyrir margháttaða kúgun og menningarfasisma berjast Eistlendingar enn fyrir varðveislu þjóðlegra verðmæta. Þeir hafa ekki gefist upp. Undir niðri hata þeir allt sem rússneskt er og þeir vona að sá dagur rísi þegar þjóð þeirra fær endanlega sjálfsfor- ræði og fullt frelsi. Sú barátta verður erfiðari því lengri tími sem líður og því lengur sem áhrif rússneskuninnar fá að búa um sig hjá ungu kynslóðinni. Baráttan er háð í einrúmi á hundruðum þúsunda heimila í Eistlandi. Fyrir átta árum var Anders Kúng á ferðalagi í heima- landi sínu og þar vék sér að honum gömul kona stm sagði: „Þegar heim kemur verður þú að skrifa um allt, sem þú hefur séð hér, heyrt og reynt. Segðu þeim, að Eistland sé lifandi og muni hvorki verða rússneskt né komm- únískt, hvað sem á gengur." - HL. Eigendaskipti hafa orðið á hárgreiðslustofunni og snyrtivoruverzlun- inni Lokki, Strandgötu 1—3, Hafnarfirði. Hinir nýju eigendur heita Petrína Águstsdóttir og Sigriður Guðmundsdóttir. Á myndinni eru f.v.: Petrína Ágústsdóttir, Guðlaug Steindórsdóttir nemi og Sigríður Guðmundsdóttir. Byggingarkrani óskast Óskaö er eftir aö kaupa byggingarkrana, nýjan eöa notaðan, m/lyftihæð um þaö bil 28 m., bómu um 25—30 m og lágmarkslyftigetu 2 tonn Verötilboö meö tæknilegum upplýsingum skulu berast skrifstofu vorri, sem allra fyrst, merkt: „Byggingarkrani, tilboö nr. 2678/80“. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Aðstoð vantar á tannlækningastofu í miöbænum. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist á augld. blaðsins merkt: „Reglusemi — 4212“ fyrir miövikudaginn 15. okt. Vestmannaeyingar — Suðurlandi Árshátíö Vestmannaeyingafélagsins veröur haldin að Borg, Grímsnesi, 11. okt. Hljómsveit Giccurar Geirssonar. Bingó. Vestmannaeyingar sýnum samstöðu. Stjórnin. |H ÍHlfH] j BM |[HlfHl H H i ti/v> m oóöUffl H H lyklltnnÆfafflrn H H 7 /MwKÍ®*r H H Galant 2000 H H GLX H H H H Árg. 1980, sjálfskipt- ur, silfurgrár, sam- byggt útvarp og kassettutæki, ekinn H H H H aöeins 8 þús. km. Bíll H H sem nýr. H íhI HEKLAHF H zz Laugavegi 170-172 Sími 21240 H Söludeild: sími 21240 — 11276. H H [h][h]|h][h]Ih][h][h1 H

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.