Morgunblaðið - 11.10.1980, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980
Nú, þega rætt er um að „telja
niður verðbólgu", er fróðlegt að
hyggja að fyrri tíð og leita frá-
sagna og dæma um niðurtalningu
dýrtíðar að lokinni fyrir heims-
styrjöld og áhrifa á kjör manna.
í grúski á söfnum í borginni
skjaiasafni Reykjavíkurborgar og
safni Alþingis, komu tvö áskorun-
arskjöl í leitirnar. Þau snerta
bæði kaup og kjör, vöruverð og
þjónustu, og tala sínu máli um
stöðu starfsgreina er þau varða.
Skal þess nú freistað, að gera
frekari grein fyrir málum, og
einkum leiða fram ýmislegt er auk
fróðleiks, gæti orðið til nokkurrar
skemmtunar, þeim er gleðjast
arra starfsmanna ríkisins, en
þingskrifarar hafa hins vegar haft
fram að stríðsárunum jafnt kaup
og þingmenn, en nú er það um
helmingi lægra, þá leyfum vér oss
að fara þess á leit við hæstvirta
forseta Alþingis, að þeir að ein-
hverju leyti sjái sér fært að draga
úr þessum mikla mun á laununum,
sem varla virðist geta verið á
fullri sanngirni byggður. Á það
mætti og minna, að störf þing-
skrifara eru nú síst minni en áður,
og að á þessu þingi hafa þeir oft
verið störfum hlaðnir, en þó hafa
ekki verið teknir aukaskrifarar til
hjálpar, svo sem gert var á síðasta
þingi.
Pétur Pétursson þulur:
Misjaínt drottinn monnum velur,
misjafnt gæöin fram hann telur.
æðnta hnotvs hann einum selur.
ystu myrkur hinum býr.
Vegum sumra í villu'ann snýr.
Einum fær hann ástarmeyna.
aftra dæmir hann piparsveina.
ég skil þig ekki. ó. drottinn dýr!
Margur er ríkur. margur snaudur.
misskiftur er drottins audur.
einn er hafur. annar saudur.
allt er i hendi dómarans.
Þú ert einn af höfrum hans.
l>ér íórst vel, og þaó að vonum.
þú kannt oróið tök á honum.
en — víóa er snara á vegi manns.
Mér er sem ég sjái í anda
séra Þorstein í hempu standa.
sannheilagur á svip aó vanda.
sá hinn góói hiróirinn.
Þingf ararkaup og brúðkaupsljóð
kunna við græskulaus gamanmál
þeirra er ritað hafa undir skjölin.
Að vísu má segja að áskorunar-
skjölin hafi verið rituð í fullri
alvöru og af brýnni nauðsyn, en
greinarhöfundur telur að það rýri
eigi rökstuðning bréfritara undir-
skriftaskjalanna að leitt sé í ljós
að þeir hafi einnig kunnað til
verka á öðru sviði en í kröfugerð
einni.
Meðan vinna er seld, vara verð-
lögð og þjónusta innt af hendi má
ganga að því vísu að umræður og
togstreita verði og sitt sýnist
hverjum um gildi og mælikvarða.
N'ú nýverið hefir orðið fjörug
urnræða um kjör alþingismanna.
Er það enn í fersku minni. Má því
ætla að ýmsum kunni að þykja á
því nokkur forvitni að kynnast
frásögn þingskrifara er skráðu
ræður þingmanna árið 1922 og
samanburði þeirra á kjörum og
viðmiðun frá fyrri árum.
Hverfum þá að skjali þingskrif-
ara:
„Þar sem ekki verður með sanni
sagt, að kaup þingmanna sé nú of
hátt í samanburði við laun ann-
Vér viljum að vísu ekki koma
fram með neina kröfu í þessa átt,
þar sem vér höfum gengið að
starfinu með þetta kaup fyrir
augum. En vér treystum hæstvirt-
um forsetum til þess að líta með
sanngirni á alla málavöxtu og
vonum að þeir verði við þessari
beiðni og veiti oss þá uppbót á
laun vor, sem þeir telja rétta.
Reykjavík 25. apríl 1922.
Virðingarfyllst:
Einar Sæm, Ingimar Jónsson,
Sveinn Víkingur, Magnús Magn-
ússon, Gústav A. Jónasson, Pétur
Magnússon, Ólafur Halldórsson,
P. Hannesson, Jón Thoroddsen,
Jóhann Hjörleifsson, Davíð Stef-
ánsson, Andrés Eyjólfsson Sigurð-
ur Grímsson, Þorst. B. Gíslason.
Til forseta Alþingis 1922“
Áður en vikið er að samanburði,
launum, vöruverði og „verð-
stuðulsuppbót" eða gjaldeyrisupp-
bót, eins og dýrtíðaruppbót var
gjarnan kölluð á þá daga, er rétt
að hyggja nánar að höfundum
ávarpsins. Eins og fram kemur þá
er horft er á undirskriftir verður
ljóst að þingskrifararnir fjórtán
hafa allir orðið þjóðkunnir menn.
Aðeins tveir þeirra eru enn á lífi, í
hárri elli, þeir Ingimar Jónsson
fyrrum skólastjóri og Andrés Eyj-
ólfsson bóndi í Síðumúla og fyrr-
um alþingismaður. Nýlátinn er
Þorsteinn B. Gíslason fyrrum
prófastur í Steinnesi.
Það þykir mega ráða af undir-
skriftum að Gústav A. Jónasson
hafi ritað bréfið. Hann stundaði
þá laganám í Háskóla íslands en
vann jafnframt við þingskriftir
svo sem þá var háttur náms-
manna. Varð síðar fulltrúi lög-
reglustjórans í Reykjavík, þá lög-
reglustjóri, en lengst af ráðuneyt-
isstjóri Dómsmálaráðuneytisins.
Gústav gat sér snemma orð
fyrir gamansemi og að kunna þá
list að ylja samferðamönnum sín-.
um með notalegri kímni í gaman-
leikjum og söngvum. Átti m.a.
þátt í revýum er sýndar voru í
Reykjavík við góðar undirtektir.
Haustrigningar 1925 og Eldvígsl-
an 1926. Hver man ekki vísur hans
um Tótu litlu, sem var tindilfætt.
Þær voru á hvers manns vörum og
heyrast enn þann dag í dag í söng
Fjórtán Fóstbræðra. Færri vita
um ljóð það er Gústav sendi vini
sínum og skólabróður, séra Þor-
steini Jóhannessyni, þá er hann
gekk í hjónaband í júnímánuði
1923. Það er rúmu ári eftir að
Gústav gengst fyrir undirskrifta-
skjalinu. Þykir við hæfi að birta
það til gamans og sýna með þeim
hætti dæmi um gamansemi þing-
skrifarans er síðar varð einn
helsti embættismaður lýðveldis-
ins. Vekja má athygli á því að
Gústav var kunnur í hópi spila-
manna. Gæti spurning hans um
lomberinn í fjórða erindi vísað til
þess að þeir Þorsteinn hafi setið
að spilum saman.
Brúökaupskva^i
Ileill sé þér með hjónabandið
höfn er náö i draumalandiö
inn þú smauRst í e^tastandiö
eins ok kristnum manni her.
Heilagi maöur ég heilsa þér!
þú hefir oröiö, ok aö vonum,
ofan á í viöskiftonum.
eins oic íleiri — á undan mér.
Hvessir hann sjón á sðfnuöinn.
En heyröu! Grein mér. heltfi maöur,
hvi ertu svona fátalaöur.
lanxar þig enn i lomberinn.
Þetta er mannle^t. mikli drottinn.
þott misjafnt búiÖ sé í pottinn.
þarna sé ég visdómsvottinn:
vér erum allir falli nær.
Of( viöa hefir „sá vondiw klær.
ViÖ skulum okkur vara á honum.
vinna buK á freistinKonum,
viÖ skulum sjá hver siöast hlær.
Hér mun best aÖ hætta aÖ sinni,
heilsaöu frá mér konu þinni.
KeriÖ þaö i minu minni,
mætist í einum lönKum koss.
(Æ, annara sæla er sumum kross!)
Styrkist ykkar ást ok bliöa
eftir þvi sem timar liöa.
Friöur sé meö öllum oss.
Gústav A. Jónasson.
I framhaldi af þessu verður
reynt að safna sögnum og kveð-
skap er tengist þingskrifurum
þeim er rita undir ofanskráð skjal.
Er þar af mörgu að taka, því eins
og sjá má við lestur nafnanna
voru í hópi þeirra þjóðskáld og
nafnkunnir hagyrðingar og bók-
menntamenn. Er því af mörgu að
taka.
Pétur Pétursson þulur.
Ásdis Erlingsdóttir:
Friðarverðlaun o.fl.
Ég álít það vera lúmska íhlutun
í innanríkismál þjóðarinnar
(varnar-) að afhenda frú forseta
Islands Dag Hammarskjöld-verð-
launin. Að verðlauna frú forseta
íslands fyrir konuskapnaðinn ætti
mér vel að líka, einnig að hún
skuli fá að vera sameiningartákn
þjóðar sem virðir lög um jafnrétti
kynjanna og virðir útkomu kosn-
ingaúrslita, þar sem frú forseti
fékk rétt einn hlut af fjórum. En
að stigið hafi verið skref með kjöri
hennar í átt til friðar í heiminum
og aukins skilnings þjóða í milli í
|» im efnum er alrangt.
ílennar verk og skoðanir í
narmálum landsins fyrir for-
.kjör eru ekki í anda mikils
i rihluta þjóðarinnar, þær skoð-
hressa ekki upp á öryggis-
ki nnd þjóðarinnar og eru ekki til
þess fallnar að efla samheldni
vestrænna lýðræðisþjóða í varn-
armálum.
Hlutleysi
Það er ekki hyggilegt að byggja
skoðanir sínar á óskhyggjunni, því
að óskhyggjan lokar augunum
fyrir staöreyndum.
Hlutleysi í varnarmálum er
bara orðagjálfur og er í ætt við
hálfvelgjuna, það er tónað: Ég vil
ekki varnarbandalög, vopn eða
stríð, ég vil ekki pólitískt ofstæki
eða trúarofstæki og fl. Belgíu-
menn lýstu yfir hlutleysi sínu og
allir vita hvernig fór. lslendingar
lýstu yfir hlutleysi sínu og hvernig
fór?
Það er auðvelt að tala um frið
og frelsi. En hver vill ekki frið og
frelsi? Meira að segja þeir sem
vinna óhæfuverkin vilja fá til þess
frið og frelsi.
Nytsamir sakleysingjar
Að hefja árásarstríð og svipta
þjóðir frehi sínu, sem Guð hefur
gefið þeim, er óguðlegt athæfi. En
að verja líf sitt og sinna er ekki
óguðlegt athæfi.
Hver myndi láta skjóta sig eða
hengja ef upplausnarástand ríkti
og hafa vopn við hendina til að
verja sig og sína með?
Er meira að kunna að skjóta úr
byssu en að keyra bíl? Og hvernig
færi það ef íslenska lögreglan
neitaði að sækja skotæfingar og
læra meðferð skotvopna?
Liðhlaupar og allskonar tegund-
ir fólks ætla að frelsa heiminn
með friðartali sínu og jafnvel
reisa sig gegn eigin landslögum.
En ef persónum í föðurlandi
þeirra í líkingu við Khomeini
gamla yxi fiskur um hrygg eða ef
Kúbu-Rússar færðu út kvíarnar,
samanber innrásina í Afganistan,
hvaða viðbrögð skyldu þessir nyt-
sömu sakleysingjar viðhafa?
Ég er hrædd um, að þegar þeir
aflífuðu óæskilegt fólk, þýddi lítið
að segja: Ég vil ekki vopn eða
stríð, þetta getið þið ekki gert. Ég
efast um að þessir nytsömu sak-
leysingjar fengju að ljúka við
setninguna.
Málverkið
Ef illa fer og Rússar ráðast á
Norðmenn þá eigum við von á því
að kommaspekin á Alþingi íslend-
inga lýsi því yfir, að Norðmenn
hafi ráðist á Rússa, samanber
þegar fyrrv. alþm. Einar Olgeirs-
son lýsti því yfir á Alþingi í
síðustu heimsstyrjöld að Finnar
hafi ráðist á Rússa. Og ekki stóð á
laununum m.a. fyrir slíka dóm-
greind, þegar málverk af fyrrv.
alþm. var hengt upp á vegg í
Alþingishúsinu.
Evrópu-hroki
Ég er nær viss um, að ekki
nokkur hugsandi íslendingur
myndi, ef til stríðs kæmi, treysta
eingöngu á sameiningaröfl Evrópu
án þátttöku Bandaríkjanna.
En að mínu mati hefir komið í
ljós að það hefir leynst hroki og
þjóðarrembingur innan þessarar
sameiningar afla Evrópu og það
hefir ekki verið laust við, að það
hafi á stundum andað köldu til
Bandaríkjanna, nema að þurft
hafi að þiggja af þeim aðstoð, þá
er sem hendi veifað. „En rétt á
rneðan." Það er tap fyrir alla aðila
eins og máltækið segir: En hvað
má höndin ein og ein en ef allar
standa saman.
En er það að standa saman
þegar ferðamenn heimsækja t.d.
Frakkland eða Þýskaland og eng-
inn læst skilja neitt tungumál
nema sitt móðurmál? Annað er
sérstök undantekning. Og hver
man ekki eftir heimsókn Pompi-
dou til íslands í sambandi við fund
hans og Nixons fyrrv. Bandaríkja-
forseta. Hann, vel menntaður
maður, lést ekki einu sinni skilja
ensku og varð að hafa franskan
túlk.
Að lokum
Eitt af boðorðunum tíu segir: Þú
skalt ekki mann deyða. Að deyða
líf sem við getum ekki gefið til
baka er synd.
Lítil stúlka sagði í sakleysi sínu
við móður sína: Mamma, ef satan
bankar á dyrnar, sendi ég Jesú til
dyra. Og þannig er það, Guð í
Kristi vill fyrirgefa okkur bæði
litlu og stóru syndaverkin og
skapa okkur upp aftur með orðum
sínum og Anda. Þá getum við
tekið undir með litlu stúlkunni og
sagt: Ef syndin bankar á dyrnar,
sendum við Jesú til dyra.
Allir þjóðflokkar eiga sitt elsku-
lega og almennilega fólk með
góðan ásetning. Það þráir frið og
freisi og vill vanda breytni sína og
láta gott af sér leiða. En Páll
postuli þekkti takmörk góða
ásetningsins: Að vilja það góða
veitist mér auðvelt en að fram-
kvæma ekki það góða sem ég vil,
það gjöri ég ekki, það vonda sem
ég vil ekki, það gjöri ég. En
postulinn vissi líka hvar hjálpina
væri að finna: Allt megna ég fyrir
þann sem mig styrkan gjörir.
Hallgrímur Pétursson sem var
heimamaður í náð Guðs þekkti
skjólið sitt:
Án Guðs náðar er allt vort traust
óstöðugt, veikt og hjálparlaust.
Ásdís Erlingsdóttir.
Tilvitn:
II Mós. 20.K.13.V.
I Mark. 15.v.
II Pét. 5.K.7.V.
Fil. 4.K.13.V.
Rómv. 7.K.18-19.V.
Bækur um
strákinn
Einar Áskel
komnar út
IIJÁ Máli og menningu eru
komnar út þrjár nýjar barna-
bækur með litmyndum handa
yngstu kynslóðinni. Þetta eru
bækurnar um Einar Áskel, sem
er lítill strákur sem býr með
föður sinum.
Einar Áskell hefur náð miklum
vinsældum. Gerður hefur verið
flokkur sjónvarpsmynda eftir
bókunum. Höfundur texta og
mynda er Gunilla Bergström, en
Sigrún Árnadóttir hefur þýtt
bækurnar á íslenzku. Þessar
þrjár fyrstu bækur um Einar
Áskel heita: Flýttu þér Einar
Áskell, Góða nótt Ejnar Áskell
og Svei-attan Einar Áskell.
Bækurnar eru prentaðar í
Danmörku hjá Aarhus Stifts-
bogtrykkerier, setningu og filmu-
vinnu annaðist Prentstofa G.
Benediktssonar.
Því má bæta við að á frummál-
inu heitir Einar Áskell Alfons
Áberg.