Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980 b) Sýna með dæmum hvað raun- verulega kostar að taka lán. c) Upplýsa fólk sem vill ávaxta sitt j»und um valkosti. d) Utskýra skattalega meðferð sparifjár og vaxta. e) Veita svðr við hverskyns spurningum sem upp kunna að koma í þessum efnum. í því skyni, að auðvelda fólki að glöggva sig á fjármálum, hefur verið útbúin mappa, sem það getur tekið með sér heim, með ýmsum gagnlegum upplýs- ingum og formi til útfyllingar fyrir greiðsluáætlun og heimilis- bókhald. Mappan er nefnd Hag- deild heimilisins, — Fjármála- ráðgjöf fyrir fólk — og fæst hjá öllum afgreiðslustofnunum bankans án endurgjalds. Hallgrímur Olafsson við- skiptafræðingur hefur skipulagt þetta verkefni og undirbúið og sérþjálfað ákveðna starfsmenn bankans til að veita þessa þjón- ustu, sem Verzlunarbankinn von- ast til að fólk noti sér. (Fréttatilkynning) Hveragerði: Mikið um skemmdarverk og allskyns strákapör Ilveragerði 29. uktóber HÉR í Hveragerði hefur verið óvenjumikið um skemmd- arverk og allskyns strákapör. Um síðustu helgi kvað þó mest að þessum ófögnuði þá voru rúður brotnar í mörgum húsum og mun tjónið nema háum upphæðum. Hallgrímur garðyrkjubóndi á Grímsstöðum kvað 12 rúður hafa verið brotnar úr hans garðyrkju stöð og skemmdir unnar af sama tagi á 4 öðrum stöðum. Þá voru brotnar stórar rúður í Gagn- fræðaskólanum, í Búnaðarbank- anum, og verzluninni Reykjafossi og gamla banaknum. A laugardagskvöldinu var dansleikur í Hótel Hveragerði og voru þar brotnar tvær rúður og unnar skemmdir á bifreið, sem þar stóð og er í eigu eins hótel- gestsins. Þá var lofti hleypt úr hjólbörðum annarra bifreiða. Þá eru benzínþjófnaðir mjög tíðir hér. Hjá Hallgrími Egilssyni voru einnig brotnir járnstaurar af ný- byggðum steinkanti umhverfis lóðina, en eftir var að setja tréverk á staurana. Þykir mönnum að vonum erfitt að búa við þann yfirgang, sem sífellt færizt hér í vöxt. Jafnóðum er eyðilagt það sem verið er að reisa með miklum tilkostnaði til prýði og sóma fyrir byggðarlagið. Má t.d. nefna það, að í sumar lét Búnaðarbankinn ganga frá lóð í kringum nýja bankahúsið. Voru þar sett upp hlaðin beð með hinum fegursta gróðri, en stuttu síðar var búið að rífa upp tré og blóm og stórskemma, svo að þetta augnayndi var svipur hjá sjón. Hér í Hveragerði er engin föst löggæzla, en lógregla Árnessýslu á Selfossi lítur til okkar, þegar þeirra aðstæður leyfa. Er óán- ægja með þessa málsskipan svo rnikil hér í þorpinu, að vart er um annað talað þessa dagana. í Hveragerði eru nú milli 12— 1300 íbúar og auk þess er Garð- yrkjuskóli ríkisins að Reykjum á næstu grösum með fjölda nem- enda og starfsfólks og á Heilsu- hæli N.L.F.Í. og Dvalarheimilinu Ási eru a.m.k. 3—400 manns. Margt er þetta lasburða fólk og væri mikil þörf að sjúkrabíll væri í bænum, en alla slíka aðstoð þarf að sækja á Selfoss. I Ölfusborgum, orlofshúsum ASI, eru einkum yfir sumarið margir gestir, sem sækja þjón- ustu sína til Hveragerðis og annar ferðamannastraumur er mikill allt árið. Hvergerðingar vona því fast- lega að hér verði búsettir og starfandi 2—3 lögreglumenn inn- an tíðar. — Sigrún. Reykjavíkur- prófastdæmi 40 ára: Hátíðarsam- koma í Bú- staðakirkju Á þessu ári eru liðin 40 ár frá stofnun Reykjavikurprófastdæm- is <>k þriggja safnaða, sem stofn- aðir voru með prófastdæminu, Hallgrims-, Laugarnes- og Nes- safnaða. Þessarra tímamóta hefur verið minnzt á margvíslegan hátt. Há- tíðarsamkomur voru um síðustu helgi í Hallgríms— og Nessöfnuði og um helgina verður hátíðar- samkoma í Laugarnessöfnuði. Þá munu prestar minna á málefni prófastdæmisins við guðsþjónust- ur í dag og klukkan 17 í dag verður efnt til hátíðarsamkomu í Bú- staðakirkju fyrir presta og sókn- arnefndir auk nokkurra gesta. Þar á meðal eru kirkjumálaráðherra, biskupar, oddvitar borgarstjórnar Reykjavíkur og bæjarstjórna Kópavogs og Seltjarnarness. A samkomunni verður ýmislegt rifjað upp úr sögu prófastdæmis og safnaða, auk þess sem tónlist verður flutt og veitingar fram bornar. Leiðrétting Félögin bera ábyrgð á seinkun mótabókar HSÍ ÞAU mistök urðu í Helgarviðtali við Júlíus Hafstein, formann HSÍ, að dómarar voru ranglega bornir fyrir því að hafa tafið útgáfu mótabókar HSÍ. Þetta kom fram í fyrirsögn og eins í greininni. Orðrétt sagði Júlíus, „Orsakir þess, að útgáfa bókarinnar hefur dregist á langinn er fyrst og fremst aðildarfélögum HSÍ að kenna." Mbl. biðst velvirðingar á þessum mistökum. F0RSJALL FERÐAMAÐUR VELUR W0 London heimsborgin, sem býöur eítthvaö viö allra hæfi. Leiklíst — tónlist — myndlíst — úrval matsölustaða — knatt- spyrnuleikir — söfn — verzlanir og fjölbreytt skemmtanalif. Enn sem fyrr býöur Utsýn hagstæd- ustu kjörin vegna margra ára viðskipta og hagkvæmra samninga víð gististaði í hjarta borgarinnar. Starfsmaður Út:' sýnar Kristin llauksdóttir tek- ur á móti farþeg- um á flugvelli og verður til aðstoð- ar á meðan á dvólinni stendur. Vikuferöir brottfför alla laugardaga. Verö ffrá kr. 300.100.- Heigarferöir brottfför annan hvern ffimmtudag. Verö ffrá kr. 266.800. Brottfarir til Kanaríeyja veturinn 1980 - 1981 19. des., 9. jan., 30. jan., 20. febr., 13. marz, 3. april, 24. april. Miami Brottför 1., 15. og 29. nóv. St. Petersburg Brottför alla laugardaga Hvert sem ferdinni er heitiö getur Útsýn spar- að yður fé og fyrirhöfn. Farseólar og feröaþjónusta Skíðaferðir 0 ^— Ui»yn halur é •* •hipa faruatu tér- Æm lr»Aingum i lar- Ætk »»Ai«utgÉ(o og JSS »kiputagningu • intr»hling«(»rn« hvart tam ar i haiminum. hvaoa fluglélagi viltu tljúga? Austurríki: Lech — Kitzbuhel Júgóslavia: Kranskja — Gora •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.