Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 17
Sjötugur á morgun: Hörður Bjarnason húsameistari Á morgun fyllir fagurkerinn, Hörður Bjarnason, húsameistari, sjöunda tug ævi sinnar. Þar sem Hörður dvelur nú erlendis og við, vinir hans og samstarfsmenn, náum ekki að ávarpa hann per- sónulega á þessum tímamótum, vil ég freista þess að senda honum kveðju með þessum hætti. Hörður Bjarnason er fæddur 3. nóvember 1910 í Reykjavík, sonur hjónanna Bjarna Jónssonar, framkvæmdastjóra frá Galtafelli og konu hans Sesselju Ingibjargar Guðmundsdóttur. Hörður, sem kominn er af list- rænum meiði, haslaði sér réttilega völl á sviði húsagerðarlistar. Hann lauk námi í grein sinni frá háskólanum í Dresden 1937, og hóf störf í félagi við Sigurð Guð- mundsson og Eirík Einarsson að námi loknu. Árið 1938 hóf hann störf sem fulltrúi skipulagsnefnd- ar ríkisins og varð síðar skrif- stofustjóri skipulagsnefndar. Skipulagsstjóri ríkisins var hann frá árinu 1944, er það embætti var stofnað, til ársins 1954. Árið 1954 var hann skipaður Húsameistari ríkisins og gegndi því starfi til ársloka 1978. Á farsælum starfsferli húsa- meistarans hefur Hörður, með sinni næmu smekkvísi, víða lagt hug við hönd. Svo sem alþjóð er kunnugt, er Hörður höfundur margra sérstæðra og vandaðra mannvirkja, sem hérlendis hafa risið á undanförnum árum. Kirkj- ur skipa þar heiðurssess, svo sem Skálholtskirkja, Kópavogskirkja og Langholtskrrkja, enda hafa kirkjubyggingar löngum verið honum hugleiknar. Einnig má minnast kapellunnar að Hrafns- eyri, sem vígð var nú á sl. sumri. Af veraldlegum byggingum má t.d. benda á Nýja Bíó og Austur- bæjarbíó í Reykjavík, Árnagarð á lóð Háskóla Islands og aðalbygg- ingu Kennaraháskóla íslands. Af mörgu er að taka, þótt ekki verði það rakið frekar að þessu sinni. Að því er mig best minnir lágu leiðir okkar Harðar fyrst saman fyrir um 20 árum. Fór ég á hans fund í erindum nemenda Mennta- skólans í Reykjavík, en Hörður beitti á þeim tíma áhrifum sínum til góðs fyrir endurnýjun á húsa- kosti félagsheimilisins íþöku. Kynntist ég þá strax á okkar fyrsta fundi þeim áberandi eigin- Alexander Kielland snúið Frá Jan Erik Lauré. Iréttaritara Mbl. i Osló 31. okt. HAFNAR eru tilraunir til að koma ibúðarpallinum Alexander Kielland á réttan kjöl á ný. Eins og kunnugt er af fréttum hvolfdi pallinum í mars sl. með þeim afleiðingum að 123 létu lífið. Búið er að draga pallinn inn á fjörð sem er rétt utan íyrir Stavanger. Talið er að það muni taka eina viku að rétta hann af. Pallinum verður snúið með loft- og vatnsdælingu. Með því að dæla lofti og vatni inn og út úr stoðum pallsins og blása upp mjög stórar blöðrur undir honum á að vera hægt að snúa honum. Er því verður lokið verður pallurinn rannsakaður til að komast nánar að því hvers vegna honum hvolfdi. Enn er 30 manna saknað eftir slysið og er búist við að hluti þeirra finnist inni í pallinum. Reiknað er með því að gert verði við pallinn eftir að honum hefur verið snúið. Eigendur hans hafa hug á því að breyta honum í borpall. Mörg olíufyrirtæki hafa lýst áhuga á því að taka pallinn á leigu. leika hans, að vilja allra vanda leysa. — Hvort sem jákvætt erindi er smátt eða stórt, þá er Hörður ávallt tilbúinn til að veita liðsinni sitt. Um átta árum síðar lágu leiðir okkar saman á ný, þá er ég, nýútskrifaður arkitekt, hóf störf hjá Herði, og höfum við verið nánir samstarfsmenn síðan. Þessi samstarfsár hafa orðið mér jafnt ánægjulegur sem gagnlegur reynslutími. Hörður er smekk- maður, listrænn, nákvæmur og samviskusamur, svo sem verk hans bera glöggt vitni um. Sem yfirmaður hefur hann verið ein- staklega mikils metinn af starfs- mönnum, ekki síst vegna léttrar lundar og vinsemdar. Ohætt er að fullyrða, að alla tíð hefur góður samstarfsandi fylgt Herði. Auk starfa að skipulags- og hönnunarmálum hafa hlaðist á Hörð fjölmörg trúnaðarstörf, sem beint eða óbeint hafa samtvinnast hans aðalstarfi. Má þar m.a. geta stjórnarstarfa í Skipulagsstjórn ríkisins, framkvæmdastjórastarfa fyrir Þingvallanefnd og störf við undirbúning að ráðstefnum og móttöku erlendra gesta. Hann hefur um árabil haft með höndum umsjón með byggingarfram- kvæmdum á Keflavíkurflugvelli í umboði utanríkisráðuneytisins og sat um skeið í Varnarmálanefnd. Hann gegndi formennsku í bygg- ingarnefnd Þjóðleikhúss og átti síðar sæti í Þjóðleikhúsráði. Hann var formaður íslandsdeildar Nor- ræns byggingadags (NDB) þar til á þessu ári og svo mætti lengi telja. Hann hefur verið sæmdur stórriddarakrossi fálkaorðunnar auk erlendra heiðursmerkja. En það er fleira en starfið eitt, sem gefur lífinu gildi. Já, það er miklu fremur öll framganga manna, meðal sinna nánustu og annara samferðamanna, sem ber vitni um mannkosti og lífsviðhorf. Á hinum þersónulega vettvangi hefur Hörður einnig verið gæfu- maður. Þar hefur Katla verið honum stoð og stytta, glæsileg eiginkona, sem á farsælan hátt hefur staðið honum við hlið. Glöggt bera þess vitni börn þeirra og heimili, vitni um einstaka alúð foreldra og húsráðenda, svo og virðuleika samfara eðlislægu lát- leysi. Ekki verður við þessar línur skilið, án þess að getið sé þeirrar sérstöku ánægju, sem í því felst að sækja Kötlu og Hörð heim. Á þeirra heimili er gestrisni og létt lund í fyrirrúmi, og m.a. með ______________17_ skoplegum frásögnum af liðnum atburðum, hefur Hörður einstakt lag á að örva hláturtaugarnar, þannig að seint gleymist. Eg veit, að margir verða til þess að taka undir þau orð mín, „já, við missum af góðu gamni þennan afmælis- daginn". — Þótt kona mín og ég höfum aðeins hin síðari árin haft persónuleg kynni af Kötlu og Herði, þá minnumst við nú þegar margra ógleymanlegra stunda og lítum fram á við til þeirra, sem ókomnar eru. Um leið og við Birna sendum Herði okkar bestu afmæliskveðj- ur, þá óskum við honum þess, að hin létta lund víki ekki frá honum um ókomin ár. Einnig óskum við þess, að Katla og Hörður fái sem best notið ávaxta þeirrar upp- skeru, sem þau hafa á umliðnum árum sáð til af natni og lipurð. Fyrir hönd fyrrverandi starfs- manna Harðar flyt ég honum hugheilar afmæliskveðjur og þeim hjónum árnum við ánægjulegrar ferðar og farsællar heimkomu. Garðar Halldórsson. Hörður Bjarnason dvelst er- lendis um þessar mundir. Hann verður staddur á Omni Hotel, Norfolk, Virginíu, Bandaríkjun- um, á afmælisdaginn. FASTEIGNIR TIL SÖLU Ákveðiö hefur veriö aö selja eftirtaldar fasteignir úr dánarbúi Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar kaupmanns. 1. Alfheimar 74, Reykjavík 97,1% aff eigninni allri. í húsinu er verslunar- og þjónustumiöstöð- in Glæsibær. Stærö 30.760 rúmm. Eignin veröur seld í einu lagi eöa eíningum. 2. Hringbraut 49, Reykjavík versl- unarhúsnæöi, stærð 176 rúmm. 3. Háteigsvegur 2, Reykjavík, verslunarhúsnæði á 1. hæð, 20,7% af eigninni allri. Stærð 296 rúmm. 4. Asgarður 22—24, Reykjavík verslunarhúsnæöi á 1. hæð, 22,6% af eigninni allri. Stærð 625 rúmm. 5. Álfheimar 72, Reykjavík, geymsluhúsnæði í kjallara, 24,5% af eigninni allri. Stærð 740 rúmm. 6. Laugavegur 82, Reykjavík. Á 1. hæö er verslunarhúsnæði, en á 2. og 3. hæð eu fjórar íbúöir, auk einnar óinnréttaðrar íbúðar á 4. hæö. Stærð alls 2,175 rúmm. Eignin verður seld í einu lagi eða einingum. Óskað er eftir tilboðum í allar framangreindar eignir. í tilboðunum skal greina kaupverð, útborgun á einu ári og greiðslutíma eftirstöðva. Stefnt skal að því, að eftirstöðv- ar kaupverðs verði bundnar lánskjaravísitölu. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Allar nánari upplýsingar veita undirritaðir. Guðmundur Ingvi Sigurðsson, hrl., Laufásvegi 12, Rvík, sími 22505. Jóhann H. Níelsson, hrl., Lágmúla 5, Rvík, sími 82566. Sveinn Snorrason, hrl., Laufásvegi 12, Rvík, sími 22681.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.