Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980 [7 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 72. þáttur Fyrir skömmu las ég rit- smíðar úr fjölmennum bekk á 2. námsári í skólanum, þar sem ég kenni. Ég las þær með mikilli eftirvæntingu, því að ég hafði ekki kennt þessu fólki áður. Meginið af þessum rit- smíðum var gott. Margt var mjóg skilmerkilegt, snyrti- legt, vel orðað og jafnvel listrænt. Þetta unga fólk er ekki málhalt. Það skrifar góða íslensku, ef á heildina er litið. Rétt um' sömu mundir barst mér í hendur plagg, sem birtist óstytt hér á eftir. Mér er sagt að það sé ættað frá Iðnfræðsluráði. Ef svo er ekki, bið ég Iðnfræðsluráð afsökunar, en þeir taki sneið sem eiga. Hvaðan kemur sú málbrenglun sem á þessu blaði stendur? Hvar spillist máltilfinning fólks? Hvernig geta ritsmíðar sem þessar orðið til? Og hér kemur hið afkáralega lesmál eins og það leggur sig: Megin markmið: Að gera þátttakanda, með undirstöðu kunnáttu, kleift að túlka tegundir og skissur (hönnun), búa til snið, sund- urliða efni og draga saman eiginleika þess, stækka og eða minnka snið og tryggja að „grading" á sniði sé rétt fyrir stærð framleiðslunnar og þróa tölvu „grading" og fataröð. Viðurkennd innganga. Að skrá hagnýtt fólk í iðnaði með minnst eins árs reynslu og sýna hæfileika í frekari þróun í sniðningu og hönnun. Námskeiðs-áform. Námsmenn munu fá hagnýta reynslu í gerð sniða og sníða- verkfræði og að stækka og minnka snið. Kennsla í sarrí- tíða hónnun, efniseinkenn- um, kostnaði og framleiðslu- tækni. Námskeiðið ætti að auðvelda þörfina bæði í kven- og karlmannaframleiðslu. Efnisyfirlit: 1. Sníða -uppkast. Undir- stöðu framkvæmdir. 1.1. Mælingar. Sníðagerð, 1/1 mæli- kvarði. Hæfilegt magn. 1.2. Dýpt sauma. Tegundaeinkenni. 1.3. Búa til snið-fataröð. 2. Sníða-uppkast fyrir framleiðslu. 2.1. Búa til tegundaröð, 1/1 mælikvarði. Lagfæring og meðferð á fatasamsetningu og mis- munandi stærðir. 2.2. „Ballensera" á milli stærða. 2.3. Búa til fóður. 2.4. Undirbúningur á sniðum fyrir framleiðsluverk- fræði. 2.5. Stærðarkort. 3. Stækka og minnka snið. 3.1. Búa til „grading" kerfi, aðal stærðarhlutföll, hæðar- og mittismál. 2.2. Snið flokkuð eftir stærð og „grading" með tilliti til markaðar, stjórnun- ar- og stílsflutningar. 3.3. Möguleikar á meðferð talva. 4. Kerfisbundin snið. 4.1. Megin atriði „sniðs banka" og möguleikar þess á fataþróun. 4.2. Megin atriði „myndun sundurliðunar" á teg- undaröð og sniðum. 5. Verkfræðaframleiðsla. 5.1. Ákvarða fyrirfram tæknilega hópa með til- liti til tegundaröð, fram- leiðslu. 5.2. Þróun og notkun á söfn- un tólvukorta. 5.3. Megin verkfræðafram- leiðsla innan skipulags fyrirtækis og áhrif sem það hefur á verk fyrir- tækis. 5.4. Þekking á fatakostnaði. 6. Efnisgreining og „að þekkja afturu. 6.1. Endurþekking á efnum í áætlun og byggingu. 6.2. Einkenni og möguleikar efna í sambandi við fataframleiðslu. ATH: Grading:: Stækka og eða minnka snið. Ég hef ekki hirt um að breyta letri, þar sem hrogna- málið er hvað mest yfir- þyrmandi. En nú get ég ekki stillt mig um að taka hér upp aftur með feitu letri þetta gullkorn: „Námskeiðið ætti að auðvelda þörfina bæði i kven- og karlmannafram- leiðslu." Enginn dregur í efa þörf þess að þjóðin deyi ekki út, en hvernig námskeið auð- veldar þörf í því efni, er mér ráðgáta. Um daginn fékk ég í hend- ur klippu úr blaði, þar sem sagði: „Leikur þessi var frek- ar slapplegur handknatt- leikslega séð." Ekki verður annað vægara sagt um nám- skeiðstextann en að hann sé heldur slapplegur málfars- lega séð, svo að stæld sé lágkúran í kappleikslýsing- unni. Fyrr í þessum þáttum var fundið að því, er talað var um að slá hey í staðinn fyrir gras. En nú þætti einhverj- um slíkt ekki tiltökumál. í 2. bréfi Páls (til mín) er þessi fróðlega klausa: „ ... en íslendingar kunna vel til verka varðandi ýmis- legt, sem ekki er lögð eins mikil áhersla á í Noregi, t.d. að rækta þurrhey." Er gott til þess að vita, að við erum ekki eftirbátar frænda okkar í þessari sjaldgæfu athöfn. Að lokum er þess getandi, að blaðamenn Morgunblaðs- ins hafa beðið mig að aug- lýsa eftir góðum íslenskum orðum í staðinn fyrir rally. rally cross o.s.frv. Komið hefur í ljós, að nýyrðið þeysa, sem reynt var að taka upp, á ekki vel við þennan leik. V^ Fjarðarhús .-. Tvflyflp byltingin fra Huseiningum hf Húseiningar hafa nú sett á markaðinn tvilyft einingahús Kosti einingahúsa þarf tæpast að tiunda. en efri hæðin bætir fjölmörgum við: — Hver nýtanlegur flatarmetri er ódýrari — Húsið er auðvelt að staðsetja á litlum lóðum — Taka má húsið i notkun í tveimur áföngum. þar eð full- komin ibúð er á neðri hæð — Rishæðin gefur skemmtilega möguleika i innrétt- ingum Ef þessir kostir vekja áhuga þinn ættirðu að hafa samband og biðja um bækling með öllum nauðsynlegum upplýsingum ásamt sýnishornum að teikningum. Spónaplötur af ýmsum geröum og þykktum 10-12-16 -19 -22 millimetra Mjög hagstætt verð. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1. SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 I Höfum í einkasölu 4ra herbergja íbúö, ásamt bílskúr, viö Eyjabakka. íbúöin er á 2. hæð ca. 98 fm. aö stærö og í mjög góöu ástandi. Fallegt útsýni. Nánari upplýsingar veita: Hjörtur Torfason hrl. Þóröur S. Gunnarsson hdl. Edda Sigrún Olafsdóttir lögfr. Vesturgötu 17, R. sími 29600. í Borgarnesi Til sölu tilbúiö undir tréverk og málningu 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúöir á mjög fallegum staö. Sameign inni frágengin. Lóö sléttuö. Nánari uppl. gefur Ottó Jónsson, sími 93-7347. RAÐHUS I NEÐRA BREIÐHOLTI Tll sölu ca. 210 fm. pallaraöhús meö innbyggðum bílskúr. Húsið er; stofa, húsbóndaherb., eldhús, gestasnyrting, baöherb.,4 svefnherb., pvottaherb., 2 föndurherb. og geymslur. Frágengin lóö. Skipti á minni eign æskileg. Nánari upplýsingar í síma 24233 í dag kl. 14—18 og á morgun kl. 17—21. Söludeild í Reykjavík sími: 15945. SIGLUF1RÐI Sími 96-71340 eða 96-71161 STJORNUNI Höskuldur Frlmannsson rekstrarhagfrasoingur LaMtMÍnandur: Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeiös um Stjórnun I í fyrírlestrasal félagsins dag- ana 10. nóvember kl. 14—17 og 11. og 12. nóvember kl. 14—18. Námskeiöinu er einkum ætlaö að gefa þátttakendum innsýn í stjórnun skipulagsheilda og auövelda mönnum þannig aö sjá tengsl milli verkefna sinna og hvernig beita má aöferðum sem byggöar eru á stjórn- unarfræðum til þess að bæta stjórn- un og samstarf innan fyrirtækja. Fjallaö veröur um: — Hvað er stjórnun? — Hvert er hlutverk stjórnunar? — Kynntir hinir ýmsu þættir stjórnunar. — Markmiðsstjórnun. — Stjórnun og skipulag fyrirtækja. Námskeiöið hentar vel þeim sem vilja kynnast nútíma stjórnunarháttum og stjórnskipulagi fyrirtækja. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins, sími 82930. STJÓRNUNARFÉLAG ISIANDS SÍOUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930 Snorri Pélursson rekstrarhagfræoingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.