Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980 29 krafti og magni gosefna þeirra eldgosategunda sem verða á ís- landi. Smágos geta orðið afdrifarík ef þau verða nálægt byggð (Heimaey) eða ef öskufall verður á viðkvæm- um árstíma fyrir landbúnað (Hekla 1970). Önnur og jafnvel meiri gos valda engum skaða öðrum en þeim að skapa falska óryggiskennd og leiða fólk í þá villu að halda að eldgos á Islandi séu nánast skemmtan ein og dægradvöl (Askja 1961, Surtsey 1963, Hekla 1980, Krafla mars og júlí 1980). I öðrum flokki eru talin þau gos sem verða á aldabili. Á síðustu tveim öldum hafa tvö slík gos orðið, Skaftáreldar 1783 og Öskjugosið 1875. Stórleikur þessara gosa er með allt öðrum hætti en smágos þau sem við höfum orðið vitni að. Ef litið er lengra aftur í tímann eru dæmi um slík gos nokkur á sögu- legum tíma. Þar má nefna gosið í Eldgjá á 10. öld, sem var af svipaðri stærð og Skaftáreldar, Vatnaöldugosið á 9. öld og Veiði- vatnagosið á 15. öld. Þau tvö síðastnefndu ollu truflunum á rennsli Tungnaár og hefðu við nútíma aðstæður haft veruleg áhrif á orkuframleiðslu í landinu. I þriðja flokki eru talin gos, sem verða á árþúsundabili. Heklugosið 1104 og gosið í Öræfajökli 1362 koma í þann flokk í sögulegum t.íma. Hraungos á þessum flokki eru með þeim hætti, að erfitt er að gera sér grein fyrir stórleik þeirra, en magn gosefna getur verið all- miklu meira en í Skaftáreldum. Flestir hafa séð Skjaldbreið ofan við Þingvelli og geta gert sér í hugarlund hvað til þarf til að mynda slíkt fjall í einu eldgosi. Síðast varð gos af þessu tagi fyrir um 4000 árum á Mývatnsöræfum og skóp Ketildyngju en á tímabil- inu frá því fyrir 4000 til 10000 árum verða til margar dyngjur landsins. Engin ástæða er til að ætla að sú tegund eldgosa sé undir lok liðin fremur en eldvirkni í Vestmanna- eyjum sem lá niðri í 5000 ár. Eldgosasaga og öskulög Engin þjóð, sem býr í eldfjalla- landi, á viðlíka vel skráða sögu náttúruhamfara í landi sínu og íslendingar. Forn bréf, annálar og jafnvel stórar ritgerðir greina frá eldgosum, segja frá hvenær þau urðu og gefa oft greinargóða lýs- ingu á viðburðinum (sbr. Eldrit sr. Jóns Steingrímssonar). Þorvaldur Thoroddsen varð fyrstur til að safna þessari þekkingu í skipulegt rit um sögu íslenskra eldfjalla (Die Geschichte der Islándischen Vulk- ane, Köbenhavn 1925). Síðan hefur Sigurður Þórarins- son grandskoðað þau gögn sem lúta að einstökum eldstöðvum, svo sem Heklu, Kötlu, Öræfajökli og Grímsvötnum. Sigurður hefur til- einkað sér vinnubrögð nútíma sagnfræði og tengir þau þeirri vísindagrein, sem hann hefur sjálf- ur skapað, og ryður sér nú til rúms víða um heim: Tímatal á grundvelli gjóskulaga (tefrokronologia eða gjóskulagatímatal) gefur mögu- leika til sjálfstæðrar staðfestingar á upplýsingum fornra rita og getur oft stuðlað að nýjum skilningi á því sem þar greinir frá. Einnig hefur rannsókn gjóskulaga frá sögu- legum tíma leitt til þess að nú er vitað um allmörg eldgos, sem engar ritaðar heimildir eru til um. Á þennan hátt hef ur Sigurði tekist að rekja nákvæma sögu þeirra eld- stöðva sem að ofan greindi, en rannsókn hans miðast einkum við þann tíma sem liðinn er síðan land byggðist. I stórum dráttum gefur gossaga eldstöðvar upplýsingar um tíðni gosa, þ.e. hve mörg gos hafa orðið á einhverju ákveðnu tímabili. Til viðbótar kemur svo vitneskja um stórleika gossins, sem best er að dæma eftir heildarmagni gos- efna sem upp koma, en magnið er mælikvarði á þá orku sem losnar úr læðingi við eldgosið. Frá iðrum jarðar er sístreymi orku, sem myndast við kíofnun geislavirkra efna. Fast berg er mjög slæmur varmaleiðari og sú | varmaorka, sem jörðin getur losn- að við með hægfara varmastreymi til yfirborðs og þaðan út í geiminn, er mun minni en varmaframleiðsl- an. Orkan safnast saman og hita- stig verður það hátt að berg bráðnar. Þar sem bráðið berg er ætíð eðlisléttara en fast berg leitar það upp og fær útrás í þeim öryggisventlum jarðar, sem við köllum eldstöðvar. Ef við getum staðhæft að orkuframleiðslan sé jöfn, þá leiðir af því að orkulosun fylgi einhverju reglulegu mynstri. Það er þetta mynstur, sem eldgosa- sagan leitast við að finna, í þeirri von að gossaga eldstöðvar gefi ábendingar um hegðun hennar í framtíðinni. Til eru reikniaðferðir sem notast við töluleg gögn um fyrri atburði til að fá hugmynd um líkindi þess að hið sama endurtaki sig. Áreið- anleiki útreiknings fer þá eftir því hversu löng reynslan var og hversu tíðir atburðirnir, sem um er fjallað. Þeim mun lengur sem ákveðinn atburður hefur endurtekið sig með jöfnu millibili, þeim mun meiri líkur á því að hið sama gerist aftur á þekktum tíma. Þessum reikniað- ferðum beitti Prof. F.E. Wickman á mörg eldfjöll víða um heim, en niðurstaða hans var sú, að skráð reynsla væri of stutt, atburðirnir of fáir, til þess að unnt væri að gera nákvæma sptum hegðun þessara eldfjalla í framtíðinni. Um Heklu hefur hann það að segja, að líkurnar á eldgosi byrji ekki að aukast að neinu ráði fyrr en 20 ár eru liðin frá síðasta gosi. Gosið nú í ágúst eftir aðeins 10 ára goshlé sýnir kannski best eðli þessarar aðferðar. Enda þótt útreikningar sýni að líkur á gosi eftir 10 ára goshlé séu mjög litlar, þá er ekki þar með sagt að líkurnar séu engar. Ef nota á útreikninga af þessu tagi til hjálpar við ákvarðanatöku, þá verður að taka mið af því að aldrei er unnt að útiloka einhverja áh- ættu, og þeim mun meiri verður áhættan, sem þekkingin er minni. Vöktun eldstöðva Saga eldvirkninnar og það mynstur sem hún sýnir, skapar grundvöll til að stíga næsta skref. Með söguna að leiðarljósi er unnt að draga ályktanir um hvaða eld- stöðvar séu líklegar til að gjósa næst. Þetta er mjög mikilvægt þegar þess er gætt, að öll íslensku gosbeltin eru virk að því marki að þar geta eldgos orðið hvar sem er. Ef hægt er að leiða rök að því að eldgos verði ekki á stórum hluta þess svæðis á næstu áratugum er hægt að beina mjög takmörkuðu rannsóknarfjármagni að ákveðnum stöðum í stað þess að drepa því á dreif. Þrátt fyrir slíka útilokunar- aðferð við val verkefna verða all- margar eldstöðvar eftir í þeim hópi sem eru líklegar til að gjósa á næstunni. Þar er Kröflueldstöðin efst á blaði, en síðan Askja, Katla, Kverkfjöll, Grímsvötn, Öræfajök- ull, Reykjanes og Vestmannaeyjar. Röðin er nokkurn veginn í sam- ræmi við minnkandi líkur. Búist er við gosi í Kröflueldstöðinni nú á næstu vikum. Vitað er um mikil umbrot í Öskju, goshlé Kötlu er það næstlengsta sem þekkist frá sögulegum tíma, goshlé er orðið mjög langt í Kverkfjöllum, Gríms- vötnum, Öræfajökli og á Reykja- nesi, og Heimaeyjargosið sex árum eftir Surtseyjargos eykur reikn- ingslega séð líkurnar á þriðja gosinu á þessu svæði. Fjárhagsleg geta þeirra stofn- ana, sem fást við eldfjallarann- sóknir á íslandi, er með þeim hætti að útilokað er að framkvæma umfangsmiklar rannsóknir á öllum þessum eldstöðvum samtímis. Verkefnavalið byggist á tvenns konar viðmiðun. I fyrsta lagi hvaða verkefni hafi umtalsverða félags- lega þýðingu og í öðru lagi hvaða verkefni sé líklegt til að skila mestri þekkingu. Ef þessi tvö atriði fara ekki saman þá er félagslega sjónarmiðið látið ráða. SJÁ NÆSTU SÍÐU Nýlegar plötur The Beatles — Ballads Bette Midler — The Bose Cliff Blchard — l'm no hero David Bowle — Scary Monsters Earth, Wlnd 8, Fire — Faces Fame — Kvlkmyndatónllst Gary Numan — Telecon The Jacksons — Trlumph Bruce Springsteen — The Biver Marianne Falthful — Broken English Jethro Tull — -A" John Martin — Grace & Danger Kate Bush — Never for Ever Madness — Absolutely Sally Oldfleld — Celebratlon Thin Llzzy — Chlnatown Tlme Square — Ýmsar nýjar rokkgrúppur Tom Walts — Heartattack and Wine Van Morrlson — Common One Village Peopie — Can't Stop the Muslc X-Los Angeles Country Anne Murray — Greatest Hits Bronco Bllly — Merle Haggard, Clint Eastwood, Bonnie Milsap o.fl. Hank Williams — The Very Best of Hank Willtams Kenny Bogers — Kenny Kenny Rogers — Singles Album Roy Acuft slngs Hank Willlams Waylon Jennings — Music Man Silver Meteor — Clarence White, Everly Broth- ers o.fl. Þessar hljómplötur eru fáanlegar í verslunum um land allt. Viö sendum samdægurs í póstkröfu FÁLKINN ® Heimilisfang Suðurlandsbraut 8 — sími 84670, Laugavegi 24 — sími 18670, Austurveri — Sími 33360.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.