Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR 244. tbl. 68. árg. SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kref st lausnar á gísladeilunni Teheran. 1. nóvember. AP. Annar áhrifamesti trúarleiðtogi írana, Ayatollah Hussein Ali Montazeri, skoraði i dag á þingmenn i skeyti að sitja fund þingsins á morgun um afdrif bandarisku gislanna og finna lausn á málinu. Einn þingmaður sagði, að aðeins væri spurning um tima hvenær gislarnir yrðu látnir lausir, en aðrir voru vantrúaðir á þeim yrði sleppt. Montazeri er talinn líklegur arftaki Khomeini trúarleiðtoga, þótt ekki væri ljóst hvort hann talaði fyrir hönd hans þegar hann skoraði á harðlínumenn að hundsa ekki fund þingsins um gíslana. En orðsending hans er enn ein bend- ingin um, að íranskir trúarleiðtog- ar leggja áherzlu á að fundin verði lausn á máli gíslanna, sem hafa verið 364 daga í haldi. Samningur um að skipta á gíslunum og hergögnum, sem ír- anir þurfa í stríðinu við Iraka, var gerður fyrir hálfum mánuði í Genf að sögn dálkahöfundanna Row- land Evans og Robert Novak í forsíðufrétt í „Chicago Sun- Times" í dag. Þeir segja að Lloyd N. Cutler, ráðgjafi Carters for- seta, hafi gert samninginn við íranska sendimenn. Blaðafulltrúi forsetans, Jody Powell, gagnrýndi þessa frétt harðlega. Hann sagði að ekki væri fótur fyrir fréttinni og birting hennar lýsti ábyrgðarleysi. Nokkuð af þeim varahlutum og hergögnum, sem lranir eiga í Bandaríkjunum og fá þegar gisl- unum hefur verið sleppt, kemur trúlega írönum að engu gagni og þeir hafa ekki beðið um aðra hluti í staðinn að sögn bandarískra embættismanna í dag. Meðal ann- ars er um að ræða varahluti í fjóra tundurspilla, sem byltingar- stjórnin ákvað að kaupa ekki, tundurskeyti í kafbát, sem var afpantaður, o.fl. Stjórn Carters hefur fullvissað stjórn írans um, að hún sætti sig við byltinguna gegn íranskeisara og ætli ekki að styðja kröfu Reza sonar hans til krúnunnar. Nýrri sókn inn í Abadan hrundið Baichdad. 1. nóvember. AP. þcir hefðu hrundið nvrri sókn ÍRANIR lýstu því yfir i dag, að I Iraka að Abadan og fellt 200 íraka og tekið 26 fasta. írakar 111 ára á faraldsfæti Moxkvu, 1. nóv. — AP. 111 ára gömul kona frá sovézku Armeníu, Khatun Karapetyan, fékk vegabréfsáritun til Banda- rikjanna i bandariska sendiráð- inu i Moskvu i dag <>k er elzt allra sem hafa flutzt vestur um haf frá Sovétrikjunum. Frú Karapetyan, sem er fædd 12. marz 1869 í Tyrklandi, fer ásamt þremur fjölskyldumeðlim- um til systur sinnar í Monte- bello, Kaliforníu. „Ég vil hitta dóttur mína áður en ég dey," sagði hún. Hún hefur búið í Sovétríkjun- um síðan 1946 og þakkar langlífi sitt því að hafa aldrei reykt eða drukkið áfengi. hafa setið um Abadan, en i tilkynningu herstjórnarinnar í Baghdad i dag sagði, að aðeins sex írakar hefðu fallið i bardög- um í morgun, en þeir hefðu híns vegar fellt 40 iranska hermenn. Sadoun Hammadi utanríkisráð- herra íraks lýsti því yfir í yiðtali við blað í Kuwait í dag, að írakar hefðu „endurheimt lendur sínar og Shatt Al-Arab fljótið", og væru reiðubúnir að semja um frið við írani, „en við látum ekki af hendi nein landsvæði," Er yfirlýsing hans sögð vera til merkis um það, að takmark íraka sé að sölsa írönsku strandlengjuna undir sig og Shatt Al-Arab fljótið. Friðartilraunum var haldið áfram í stríði írana og íraka, en ekki eru bundnar vonir við að vopnahlé verði samið í bráð. Ljósm. Mbl. RAX. Þótt hitastigið þessa dagana bendi ekki til þess að vetur sé genginn i garð segja hin follnu lauf til um að vetrarkuldar séu á næsta leiti. Helztu kröf unni í Póllandi ósvarað Varsjá. 1. nóv. AP. STÆRSTA óháða verkalýðsfélag- ið i Póllandi, Samstaða, fékk loforð fyrir þvi hjá rikisstjórn- inni, að það megi gefa út blöð, innheimta félagsgjöld og stunda alla aðra félagsstarfsemi. En þeirri meginspurningu var ósvar- að eftir 10 tíma viðræður við Jozef Pinkowski forsætisráð- herra, hvort fellt yrði niður ákvæði, sem dómstóll i Varsjá bætti við stofnskrá félagsins, eins og félagið hefur krafizt. Stjórnin lofaði því aðeins, að hæstiréttur kvæði upp úrskurð um áfrýjun félagsins fyrir 10. nóv- ember. Verkalýðsleiðtogar sögðu fyrirfram, að þeir vonuðu að málið yrði leyst á fundinum og Lech Veldur ný ratsjár- tækni þáttaskilum? New York, 1. nóvember. AP. TVEIR visindamenn bandariska flotans hafa fundið upp nýja ratsjártækni, sem segir ekki aðeins til um fjarlægð hlutar. heldur einnig hvað þar sé á ferðinni, og er jafnvel talið að þessi nýja tækni eigi eftir að valda þáttaskilum i læknisfræði, við oliuleit og á fleiri sviðum Vísindamennirnir hafa þróað reikniaðferð til þess að ráða af endurvarpi hljóðbylgna, eðli endurvarpsins, tíðni og tíma- lengd, hver lögun hlutar er og samsetning. í hernaði væri t.d. hægt með þessari tækni að sjá strax hvort endurvarp á rat- sjárskífu væri frá óvini eða ekki. Og í læknavísindum væri hægt að sjá samstundis hvort dular- fullt flykki í mannsheila væri vökvi eða bólga. Á sama hátt væri hægt að segja til um hvort neðanjarðarpollur væri olía eða vatn. Hin nýja tækni byggir á kenn- ingunni um að hver einasti hlutur, og fer það þá eftir efnasamsetningu viðkomandi hlutar, hafi sína eigin einkenn- andi bergmálstíðni. Verði hlutur fyrir hljóðbylgju varpar hann frá sér endurvarpi „á sinni eigin hljóðbylgjutíðni", og segja vís- indamennirnir, að með tíð og tíma megi treysta þessari tækni, eins og treysta megi fingraför- um við að koma upp um glæpa- menn. í dag er hægt að mæla raka og ryk í andrúmsloftinu með örbylgjutækni, en með hinni nýju tækni væri hægt að segja nákvæmlega til um hvers konar raka eða ryk væri að ræða. Mikil leynd hvílir yfir rann- sóknum vísindamannanna, en vitað er að þær hafa beinst mjög að því að þróa reiknilíkön er greina á milli hvala og annarra sjávardýra annars vegar og kaf- báta og sprengja hins vegar. Walesa tilkynnti á eftir að boðun verkfalls 12. nóvember væri enn í gildi. Viðbótin við stofnskrána kveður annars vegar á um verk- fallsrétt og hins vegar um viður- kenningu á forystuhlutverki kommúnistaflokksins. Jerzy Bafia, dómsmálaráðherra, lýsti því yfir, að áfrýjuninni hefði engin áhrif á óbreytta liði stofnskrárinnar og þeir væru nú í gildi. Hann sagði, að viðurkenning dómstólsins á stofnskránni þýddi að félagið hefði tryggt sér lagaleg- an rétt og að því yrðu tryggð starfsskilyrði. Stjórnin samþykkti í viðræðun- um að láta í té prentvélar, leyfa félaginu að gefa út vikublað og veita því einhvers konar aðgang að fjölmiðlum. En félagið fékk ekki framgengt kröfu um, að sjálfseignarbændur fengju að stofna verkalýðsfélag, og nokkur atriði í öðrum kröfum eru óút- kljáð, m.a. beiðni um að deildir verkalýðsfélaga fái að skipta launahækkunum milli verka- manna. Engin tilkynning var birt eftir viðræðurnar eins og boðað hafði verið og Walesa kvað skýringuna þreytu fundarmanna. Walesa sagði, að félagsmenn Samstöðu væru orðnir 10 milljónir, eða rúmur helmingur vinnufærra manna í Póllandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.