Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980 „Endalaust er ég að lesa alla þessa þvælu um þig og Rosselini og Petter, og í fyrstu vissi ég ekki hvað ég ætti að skrifa. Nú hef ég komizt að niöurstööu (án þess aö hafa hugmynd um hvaö eiginlega gengur á), en eitt veit ég og það er það, að mér þykir ákaflega vænt um þig og er og verð sami trausti og sanni vinurinn, hvað sem þú tekur þér fyrir hendur, hvaða ákvarðanir sem þú kannt að taka, sama hvert þú ferð. Það eina, sem er að, er það, að ég sakna þín. En taktu nú eftir, dóttir góð, nú þarf ég að halda smáræðu. Við eigum ekki nema þetta eina líf, eins og ég útskýrði eitt sinn fyrir þér. Enginn er annað hvort bara frægur eða bara alræmdur. Þú ert mikil leikkona. Því komst ég að í New York. Miklar leikkonur lenda allar í miklum erfiðleikum fyrr eða síðar. Annars væru þær ekki skíts (slæmt orð, þú getur strikað það út) virði. Miklum leikkonum fyrirgefst allt. Ræðan heldur áfram: Allir taka rangar ákvarðanir. En oft er röng ákvörðun í rauninni rétt ákvörðun. Hún hefur aöeins verið tekin með röngum hætti. Ræðu lokið. Ný ræða: Hafðu ekki áhyggjur. Það hefur aldrei orðið til þess aö bæta nokkurn skapaöan hlut. Ræðuhöldum lokið. Dóttir, gerðu það fyrir mig að æðrast ekki. Vertu hugrökk og góö stúlka, og þaö skaltu vita, aö þú átt þessar tvær manneskjur, Mary og mig. Við erum ekki langt undan. Okkur þykir afar vænt um þig og höldum við þig tryggð. Nú skulum viö kætast, eins og þegar við fengum okkur neðan í því saman ... Mundu, að þetta er heilagt ár og öllum fyrirgefst allt. Hver veit nema þú alir fimmbura í Vatí kaninu og þá kem ég til aö verða guöfaöir í fyrsta skipti. Ef þú raunverulega elskar Roberto þá biðjum við bæði kærlega aö heilsa honum og skilaðu því til hans að það sé eins gott fyrir hann að reynast þér vel. Annars kemur pápi gamli einhvern morguninn, v þegar hann hefur ekki öðru þarfara aö sinna og drepur hann." ^ * INGRID BERGMAN Þetta bréf fékk Ingrid Bergman frá Ernest Hemingway vorið 1949, en bréfið var póstlagt á Kúbu. Annar góður vinur hennar, auð- jöfurinn Howard Hughes, skrifaði nokkrusíðar, að nýfæddur sonur hennar og Rosselinis ætti móður, sem væri „kannski skkert sér- staklega skarpskyggn, fyrir- hyggjusöm e°a kæn, en vissulega er hún einhver stórkostlegasta og hugrakkasta konan af okkar kynslóð". Frá þessum bréfaskiptum segir í bók, sem út kemur í Lundúnum á mánudaginn kemur, en hún ber titilinn „Ingrid Bergman; Saga mín", og er eftir Alan Burgess og Ingrid Bergman. Bókarinnar hef- ur verið beðið með mikilli eftir- væntingu, enda þótt sjálfsævisög- ur frægra leikara geti ekki lengur talizt nýjung. En Ingrid Bergman er heldur engin venjuleg kvikmyndastjarna. Hún hefur ætíð haft sérstöðu. Hún hefur orð á sér fyrir gáfur, þroska, heiðarleika og fágæta hæfileika, en í þessari bók kemur í fyrsta sinn fram hennar hlið á því reginhneyksli, sem varð er hún, 34 ára gömul stórstjarna, yfirgaf eiginmann sinn og unga dóttur til að halda til fundar við elskhuga sinn, ítalska kvikmyndaleikstjór- ann Roberto Rosselini. Ingrid Bergman er sextíu og fimm ára að aldri. Hún ber aldurinn vel en gerir ekki minnstu tilraun til að leyna honum. Hún hefur lýst því yfir að hún sé hætt að þjóna Þalíu, en síðasta stórsig- ur sinn vann hún í hlutverki listakonu, sem yfirgaf eiginmann og barnunga dóttur, í Haustsónötu Ingmars Bergmans. Sjaldan hefur nokkur kona hlot- ið jafn óvæginn dóm fjöldans fyrir breytni sína og Ingrid Bergman þegar hún fór frá manni sínum og dóttur og ól Roberto Rosselini síðan son utan hjónabands. Rosse- lini hafði hún kynnzt er þau unnu saman að kvikmyndinni Strom- boli. Ástæðan fyrir þessum gífur- legu og almennu geðshræringum var fyrst og fremst sú, að Ingrid Bergman var engin venjuleg kvik- myndastjarna, sem átti í venju- legum hjónabandserjum og brun- aði í gegnum skilnað og nýja giftingu, eins og títt var í Holly- wood. Hún var goð, og goð falla sjaldan hljóðlega af stöllum sín- um. Myndin, sem haldið hafði verið að aðdáendum hennar, var mynd af lukkulega giftri konu, sem lifði eðlilegu og hamingju- sömu fjölskyldulífi með traust- vekjandi eiginmanni og lítilli fal- legri stúlku. Ingrid Bergman fékk bréf frá fleirum en vinum sínum um þess- ar mundir. „Þú ert hóra og ég vona að þú eigir eftir að stikna í helvíti" stóð í einu, en það tilskrifið, sem skaut henni ekki sízt skelk í bringu, kom úr bækistöðvum Fé- lags bandarískra kvikmynda- framleiðenda, sem var nokkurs konar siðgæðisvörður kvikmynda- iðnaðarins og hafði meðal annars á sinni könnu að sjá til þess að „góður mórall" væri í amerískum kvikmyndum, s.s. að á endanum væru það góðu strákarnir sem kýldu vondu strákana og allir fengju makleg málagjöld. Bréfið var undirritað af varaforseta sam- takanna og forstjóra deildar þeirrar, sem sérstaklega átti að fylgjast með því að ekki yrði misbrestur á því að alls vélsæmis væri gætt: „Kæra ungfrú Bergman! Undanfarna daga hefur banda- rískum blöðum orðið tíðrætt um að þér séuð í þann mund að skilja við eiginmann yðar og yfirgefa barnið yðar til að giftast Roberto Rosselini. Óþarft er að fjölyrða um að þessar fregnir hafa vakið mikinn ugg í okkar hópi, ekki sízt hjá þeim, sem hafa litið á yður sem drottningu kvikmyndanna, bæði sem listamann og einstakling. Úr öllum áttum koma viðbrögð, sem öll eru á eina lund og bera vott um djúpstæða hneykslun á því að þér skulið hafa slíkt í hyggju. Tilgangur minn með þessu brúéfi er sá að vekja athygli yðar á því hversu alvarlegt ástandið er. Mér býður í grun að þessi orðrómur eigi ekki við rök að styðjast, og að hann kunni jafnvel að vera afleið- ingin af fuilrnikilli framtaksemi blaðafulltrúa, sem ranglega álítur þær þjóna sérstökum auglýsinga- hagsmunum. Hver sá, sem lætur sér slíkt til hugar koma, fer vitaskuld villur vegar. Ekki einasta fer því fjarri að slíkar frásagnir kalli á við- brögð, til þess fallin að spilla fyrir kvikmynd yðar, heldur geta þær hæglega orðið til þess að leggja kvikmyndaferil yðar í rúst. Þær gætu orðið til þess að vekja slíka reiði almennings í Bandaríkjunum að hann vilji ekki lengur sjá kvikmyndir yðar, þannig að gengi yðar í aðgöngumiðasölunum verði að engu gert. Astandið er með öðrum orðum svo alvarlegt að ég hlýt að fara þess á leit að þér birtið tafarlaust opinbera yfirlýsingu, þar sem þér vísið þessum sögusögnum á bug undanbragðalaust og lýsið því jafnframt yfir að þær séu með öllu ósannar, að þér hafið hvorki látið yður til hugar koma að yfirgefa barnið yðar né skilja við eigin- mann yðar og að þér hafið alls engin áform um giftingu. Tillaga mín er fram sett í fyllstu einlægni og í þeim tilgangi einum að kveða niður í eitt skipti fyrir öll þennan orðróm, sem þegar hefur valdið reginhneyksli og gæti sem hægast reynzt yður persónulegt reiðarslag. Ég vona að þér misvirðið ekki við mig þá hreinskilni, sem fram kemur í þessu bréfi, en svo brýnt er erindið, að ég kemst ekki hjá að gera yður grein fyrir þessu áliti mínu, sem er vandlega yfirvegað. Með dýpstu virðingu, Joseph I. Breen" Ingrid Bergman lét ekki undan slíkri áeggjan. Hón fór til ítalíu og kom ekki aftur til Bandaríkjanna næstu sjö ár. Hún hefur þagað í þrjátíu ár, en í hinni nýútkomnu bók fjallar hún um þetta og önnur persónuleg mál á opinskáan hátt. Alan Burgess, rithöfundur og þekktur sjónvarpsmaður brezkur, hefur sagt frá því að Ingrid Bergman hafi í upphafi verið ákveðin í því að frásögnin þyrfti að vera í þriðju persónu. „En þegar við fórum að tala saman kom fljótlega í Ijós að hún sagði miklu betur frá en ég er fær um að skrifa, þannig að frásögnin er ýmist í fyrstu eða þriðju persónu, sem orðið getur nokkuð ruglings- legt fyrir lesandann." í útdrættinum sem hér birtist á eftir er það sem sé Alan Burgess, sem segir frá, en það sem er innan gæsalappa eru orðréttar tilvitnan- ir í leikkonuna: Ingrid hafði lengi vitað í hjarta sinu að birtist hinn eini rétti þá færi hún af fúsum og frjálsum vilja. Það tók Roberto Rosselini ekki nema einn mánuð að sann- færa hana um að hann væri sá eini rétti, vífilengjulaust og án þess að gera minnstu tilraun til að afsaka eitt eða neitt. Hann sagði ekki: „Við verðum að taka tillit til Petter og Önnu Magnani." Hann sagði einfaldlega: „Komdu burtu með mér." I dagbók Ingrid er skrifað þriðjudaginn 25. janúar 1949: „Rosselini hér" og ennfremur að þau hafi snætt saman um kvöldið, en daginn eftir hafi þau ekið niður að Kyrrahafsströndinni og borðað kvöldmat hjá Billy Wilder. Mánudaginn 28. febrúar segir, að Lindström-hjónin hafi farið í skíðaleyfi til Aspen og að þann sama dag hafi Roberto Rosselini haldið til síns heima. 7. marz héldu hjónin heim á leið frá Aspen og komu til Hollywood tveimur dögum síðar. Þá var kominn miðvikudagur, og að tveimur dög- um liðnum, nánar tiltekið á föstu- dagskvöldi, steig Ingrid Bergman upp í járnbrautarlest, sem var að leggja af stað til New York. Hún hafði með sér lítinn farangur og aðeins 300 dali í ferðatékkum. Hefði einhver spáð því fyrir henni á þessari stundu að sjö ár ættu eftir að líða þar til hún kæmi aftur til Bandaríkjanna hefði hún ekki trúað því. Símskeyti sem hún sendi Ro- berto Rosselini til Rómar var svohljóðandi: „Get ekki heyrt. Get ekki skilið. Get ekki talað. Kem New York tólfta Hotel Hampshire House. Frá New York nítjánda. Kem Róm 11.20 sunnudagskvöld tuttuguasta TWA flug 916." „Koman til Rómar var eins og draumur. Aldrei hef ég fengið aðrar eins móttökur, hvergi nokk- urs staðar. Þetta var sannkölluð hátíð — allir hlógu, hrópuðu og veifuðu eins og vitlausir. Á flug- vellinum var svo margt að taka á móti mér að það hefði mátt halda að drottning væri á ferðinni, en ekki bara ég. Roberto dengdi stórum blómvendi í fangið á mér og við tróðumst í áttina að rauða Cisitalia-sportbílnum hans. Hann ætlaði varla að geta troðið mér inn í bílinn fyrir fólki, en svo ók hann beint að Exelsor-hótelinu í mioborginni. Þar var líka allt fullt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.