Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980 FRIM 80 og Dag- ur frímerkisins Nú er tæp vika, þar til frí- merkjasýningin FRÍM 80 hefst á Kjarvalsstöðum. Verður hún opnuð fimmtudaginn 6. þ.m. kl. 17 fyrir almenning og stendur til mánudagskvölds 10. nóvember. Sérstakt pósthús verður á sýn- ingunni og notaður þar sér- stimpill, svo sem sjá má hér í þættinum. Sýningunni lýkur svo á Degí frímerkisins 10. nóvem- ber. Þann dag verður að venju sérstakur dagstimpill í notkun á póststofunni í Reykjavík. Þeir, sem til þekkja, sjá, að póst- stjórnin vill með honum minna á bókina íslenzk frímerki í hundr- að ár 1873—1973. Jafnframt eiga aðrar táknmyndir stimpilsins að benda á þá viðurkenningu, sem bókin hefur hlotið á þessu ári á frímerkjasýningum erlendis. Undírbúningsnefnd sýningar- innar hefur sent frá sér frétta- tilkynningu, og birtist hún í Mbl. 22 okt. sl. Aðalmarkmið FRÍM 80 er kynningar- og fræðslu- starfsemi í sambandi við Dag frímerkisins. Tilgangur þessa dags, sem tekinn hefur verið upp víða um lönd, er einmitt sá að benda almenningi á þá ánægju, sem hafa má af þeirri hollu tómstundaiðju, sem frímerkja- sðf nun er. FRÍM 80 er vissulega engin stórsýning á alþjóðamælikvarða, enda aldrei að því stefnt. Á henni verða 152 rammar með margvíslegu efni og sumu mjög áhugaverðu. Því get ég lofað lesendum þáttarins. Töluvert sýningarefni er úr fórum Sigurð- ar heitins Ágústssonar, enda er FRÍM 80 helguð minningu Sig- urðar að hluta. Eins og segir í áðurnefndri fréttatilkynningu lét Sigurður sér alla tíð mjög annt um málefni frímerkjasafn- ara og vann m.a. ötullega við Dag frímerkisins frá upphafi og þar til hann lézt 1979. Þeir, sem þekktu Sigurð Ágústsson, þakka stjórn Félags frímerkjasafnara fyrir að heiðra minningu hans með þessum hætti. Það er ein- mitt F.F., sem hefur allan veg og vand.a af FRÍM 80. I sambandi við frímerkjasýn- inguna verður leitazt við að halda uppi ýmsu fræðslustarfi í máli og myndum. Má lesa um það í sýningarskrá. Mér þykir rétt að benda á það alveg sérstaklega, að þeir, sem eiga frímerki og frímerkjasöfn, eiga kost á að fá upplýsingar um verðmæti þeirra á sýningunni. Verða sérfróðir menn til viðtals um þetta frá föstudegi til mánu- dags milli kl. 17 og 19. Þá er hugmyndin að hafa skipti- og sölumarkað í tengslum við sýninguna laugardaginn 8. nóvember, og hefst hann kl. 14.30. Enda þótt frímerki verði aðal- atriðið á FRÍM 80, munu sýn- ingargestir einnig geta séð ýmis- legt annað söfnunarefni. í þrem- ur sýningarborðum verða sýnd íslenzk barmmerki, og svo verða lögreglumerki o.fl. í einu borði. Þá kynna myntsafnarar ýmis- legt úr sínu sviði í einu sýningar- borði. Af þessu stutta yfirliti er ljóst, að sitthvað verður að gera fyrir frímerkjasafnara og raun- ar aðra áhugamenn um söfnun — en sjón er sögu ríkari. Ég vil þakka hér stjórn F.F. fyrir frumkvæði hennar og framtak við FRÍM 80. Verður þetta vafalaust góð æfing undir þá sýningu, sem búast verður við 1982, þegar Félag frímerkjasafn- ara á 25 ára afmæli. Frimerkjauppboð F.F. 15. nóv. nk. Fyrir fáum dögum kom út uppboðsskrá F.F., en 33. uppboð félagsins verður haldið í ráð- stefnusal Hótels Loftleiða laug- ardaginn 15. nóvember kl. 13.30. Uppboðsefnið verður til sýnis á FRIM 80 að Kjarvalsstöðum 8. nóvember kl. 15—18 og svo á uppboðsstað 15. nóvember kl. 11—13. Tekið er fram, að skrif- leg boð þurfi að berast uppboðs- nefnd fyrir fimmtudag 13. nóv- embej". Ekki hefur mér unnizt tími til að lesa skrána vandlega, en 523 númer eða boð verða boðin upp. Er ég þeirrar skoðunar, að þetta séu of mörg boð í einu, og munu margir sammála mér um það. Ég á von á, að ýmsum þyki þetta ekki sérlega fjölskrúðugt eða áhugavert uppboð, en þó kennir þar vissulega margra grasa. Ég veit það líka frá fyrri tíð, að uppboðsnefndin hefur ævinlega í huga, að sem flestir finni þar eitthvað við sitt hæfi — og þá ekki sízt venjulegir safnarar. Við þekkjum það af reynslu, að þeir fáu stórsafnar- ar, sem hér eru, verða æ oftar af leita á erlend mið til fanga fyrii söfn sín. Hér verður ekki farið ná- kvæmlega út í að lýsa uppboðs- efninu. Skráin sjálf er fáanleg við vægu verði hjá F.F. að Amtmannsstíg 2, og svo í frí- merkjaverzlunum. Tölustimplar eru margir í boði og er hinn dýrasti þeirra á 40 þús. króna lágmarksboði. Þá eru 18 svo- nefndir kórónustimplar, og er slíkur stimpill frá Rauðabergi í Fljótshverfi dýrastur eða virtur á 46 þús. krónur til byrjunar- boðs, þótt hann sé sagður óskýr. En hann er metinn á um 160 þús. krónur í Facit-listanum sænska. Á þessu uppboði er nokkuð af bréfum og bréfspjöldum, en söfnun þeirra fer hvarvetna mjög í vöxt — og þá hækkar verðið. Maður hefði svo sem látið segja sér það tvisvar — og Frlmerki eftirJÓNAÐAL- STEIN JÓNSSON jafnvel oftar — á árunum 1930—1940, að venjuleg fundar- boð á prentspjöldum, sem þá voru mjög algeng, yrðu einhvern tímann metin til uppboðs yfir 20 þús. krónur. En þá var krónan önnur og áhuginn takmarkaðri en nú. Og ekki er ég viss um, að Gísla Sigurbjörnsson hefði órað fyrir, að á uppboði 1980 yrði innkaupalisti hans frá 1931 yfir notuð íslenzk frímerki boðinn upp 50 árum síðar fyrir 10 þúsund krónur. Margt fleira en það, sem nú hefur verið rakið, kemur á óvart. Nú er aðeins að sjá, hvernig til tekst, en frí- merkjauppboð hafa yfirleitt allt- af verið vel sótt og oft boðið hressilega í. Sérstakur hliðarstimpill á Húsavík Þátturinn fékk nýlega frétt af því, að Frímerkjaklúbburinn Askja á Húsavík ætlar að nota sérstakan hliðarstimpil á póst- sendingar á Degi frímerkisins. Nýju frimerkin iniiiiinim Skal þeim, sem áhuga hafa á að eignast þennan stimpil, bent á að hafa samband við Óla Krist- insson, Höfðabrekku 11, Húsa- vík, s. 41314, eða Eið Árnason, Hallbjarnarstöðum, Tjörnesi, s. 41111. Stimpill þessi kostar 150 krónur. Ný frimerki 20. nóvember nk. Tvö frímerki gefur Póst- og símamálastofnunin út 20. þ.m. til að minnast 50 ára afmælis tveggja merkra stofnana hér á landi: Landspítalans og Ríkis- útvarpsins. Svo sem sjá má á merki Landspítalans, sem er 200 kr. að verðgildi, er þar mynd af hinni stílhreinu byggingu, sem Guðjón Samúelsson teiknaði og tekin var í notkun í árslok 1930. Á merki Ríkisútvarpsins, sem er 400 kr. að verðgildi, hefur verið valinn hátalari af þeirri gerð, sem tíðkaðist um það leyti, sem útvarpið hóf starfsemi sína rétt fyrir jól árið 1930. Þröstur Magnússon hefur teiknað bæði þessi frímerki, en þau eru sólprentuö í Sviss. Helzt er svo að sjá sem íslenzka póststjórnin hafi eins konar helmingaskipti milli Svisslend- inga og Frakka um prentun merkja sinna. Ekki er ég sjálfur í nokkrum vafa um, að gamla Landspítalabyggingin hefði not- ið sín betur í franskri stálstungu en eftir svissneskri ljósprentun- araðferð og trúlega gamli hátal- arinn líka. Póststjórnin hefur það einkum sér til afsökunar í þessu tilviki, að bæði eru frí- merki þessi marglit. Segja kunn- áttumenn, aö þá sé verra að koma djúpprentun eða stál- stungu við. Óþekkt er það þó ekki. í LANDSPÍTALINN 50ÁRA1930-1980 RfKlSÚTVARPIO 50 ÁRA 16 drepnir San Salvador. El Salvador. 30. okt. - AP. YFIRVÖLD hafa skýrt frá því að óþekktir vopnaðir menn hefðu dregið 16 sveitalögreglumenn af heimilum sínum í bænum Ilobasco og drepið þá. Yfirvöld segja að sennilega hafi vinstrisinnaðir skæruliðar verið hér aö verki. Þar með hefur 21 maður verið veginn á einum sólarhring í El Salvador. Rúmlega 7.000 óbreyttir borgarar hafa verið drepnir í landinu á þessu ári samkvæmt upplýsingum mannréttindanefnd- ar landsins. Vörumarkaður í Breiðfirðingabúð Opnum vörumarkaö í Breiöfiröingabúö mánudag 3. nóv. kl. 1 e.h. Höfum á boöstólum úrval af barnafatnaöi í ungbarnagjafasettum, leikföngum, gjafavörum og margt fleira. Komio og geriö góö kaup. Opiö daglega frá kl. 1—6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.