Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980 Guðmundur E. Sig u ioiciiiui Á þessu ári hefur eldvirkni verið óvenju mikil hér á iandi. í mars og júlí urðu eldgos á Kröflusvæði og í ágúst kom óvænt gos í Heklu. Ekkert þessara gosa olli tjóni svo orð væri á gerandi, en margir gátu af eigin raun sannfærst um þann firnakraft, sem leysist úr læðingi í slíkum náttúruhamförum. Máls- hátturinn segir að allt sé þegar þrennt er. Hvað eldgos á íslandi á árinu 1980 snertir, þá eru allar líkur á að ekki séu oll kurl komin til grafar. Enn er búist við eldgosi einhvers staðar á Kröflusvæði á næstu dögum eða vikum. Það fylgir eldgosum að dagblöð birta fréttir, sem oft innihalda umsagnir jarðvísindamanna. Því miður vill það koma fyrir að þegar slík viðtöl birtast, eru þau illa úr lagi færð, oft að því marki að fréttamaður hefur hvorki skilið upp né niður í því, sem viðmælandi bans var að segja. Augljóslega getur slíkur misskilningur allt eins verið fræðingnum að kenna og ég dreg ekki dul á þá skoðun að svo kunni að vera í mörgum tilvikum. Vandinn er sá, að dagblöðin senda stöðugt nýja menn til slíkra fréttafanga, sem hafa takmarkaða þekkingu á forsögu hvers máls. Sá sem er spurður gengur hins vegar út frá því að spyrjandinn viti töluvert um málið og þurfi því aðeins að fá vitneskju um það sem nú var að gerast, þ.e. fréttirnar. Fréttamaðurinn hins vegar veit annað hvort ekki hvað hann veit lítið eða hann reynir að leyna vanþekkingu sinni. Verst er þegar fréttamenn mistúlka umsagnir á þann veg, að líkur eru gerðar að staðreyndum. Nú orðið þorir eng- inn jarðvísindamaður að tala um hugsanlega möguleika, því næsta dag stendur í dagblöðum að hann hafi sagt að þetta eða hitt muni áreiðanlega gerast. Dæmi um slík- an fréttaflutning eru nú orðin nógu mörg. Ruglingslegur fréttaflutningur dagblaða af málum tengdum elds- umbrotum hlýtur að hafa áhrif á vitund almennings. Fólki finnst jarðvísindamenn verða tvísaga eða margsaga og ýmislegt skjóta skökku við venjulegri skynsemi. I kjölfarið koma Hákarlar og Svart- höfðar dagblaðanna og hafa sitt- hvað viturlegt að segja. Eins má gagnrýna jarðvísinda- menn fyrir það, að almenningur fær litlar fréttir af störfum þeirra nema gegnum skrif fréttamanna dagblað; nna, og þá fyrst þegar eldur er uppi einhvers staðar í landinu. Kannski þeir liggi í dvala milli gosa. Eftir dálitla skapillsku vegna þess sem mér hefur fundist slæmur fréttaflutningur og fullur af rangfærslum, datt mér í hug að líklega væri sökin mest hjá mér og mér líkum. Árangur þeirrar sjálfs- rýni er eftirfarandi grein, sem að stofni til er skrifuð fyrir safnrit um eidgosaspá og mun koma út hjá Elsevier-forlaginu í Hollandi. Víða er vikið verulega frá frumtexta til hæfis fyrir íslenska lesendur. Á ellefu öldum byggðar á íslandi hafa líklega orðið um tvö hundruð eldgos eða um það bil 20 eldsupp- komur á hverri öld að meðaltali. Mjög eru þessi eldgos mismunandi um afl umbrotanna og magn hrauns og gjósku sem lögðust yfir landið. Ahrif þeirra á búsetu í landinu voru einnig mjög mismikil og fóru ekki alfarið eftir stærð gossins eða gerð, heldur koma þar til margir og flóknir þættir þar sem tvinnuðust saman staðsetning eldstöðvar, þéttleiki og dreifing byggðar, vindátt í gjóskugosum, árstími þegar gaus og efnahags- legur og heilsufarslegur viðnáms- þróttur kynslóðanna. Mikið af fróðleik um þjóðfélags- leg áhrif eldvirkni á íslandi hefur komið fram í ræðu og riti, en flest það var skrifað sem skýring á þeirri „miðaldasögu" sem spannar 1050 ár af 11 alda lífi þessarar þjóðar. Þann fróðleik þarf nú að skoða í Ijósi þeirra breytinga sem orðið hafa á búsetu og tæknivæð- ingu þjóðfélagsins á síðustu fimm- tíu árum. Þær breytingar eru svo djúptæk- ar, að sambýli við virk eldfjöll verður meðallt öðrum hætti en áður í sögu þjóðarinnar. Þétting byggðar og bygging meiri háttar mannvirkja vegna orkuframleiðslu og samgangna hefur gerst á liðnum áratugum, án þess að tillit væri tekið til þess hvort byggðakjarnar eða mannvirki voru í hættu vegna hugsanlegra eldgosa eða annarra náttúruhamfara. Hvað þetta snert- ir eru íslenskir skipuleggjendur og stjórnmálamenn engin undantekn- ing, sömu sögu má segja frá öllum þeim löndum heims þar sem að- stæður eru svipaðar. Vöxtur Nap- ólí-borgar er einkum upp eftir hlíðum Vesúvíusar og ekkert lát er á nýbyggingum í nánd við San Andreas-sprunguna í Kaliforníu. Á þessum stöðum báðum verða óhjákvæmilega meiri háttar nátt- úruhamfarir fyrr en síðar. Byggðaþróun á íslandi og þeim stöðum erlendum sem hér voru nefndir ræðst á tímum þegar frumkvæðismenn höíðu óljósa hug- mynd um þær hættur, sem skapast af nábýli við eldfjöll eða jarð- skjálftasvæði, og hinu má ekki gleyma að jafnvel þó að mönnum væri hættan ljós, þá gátu landgæði staðarins verið svo mikil að þeim þótti verjandi að taka verulega áhættu. Hvað sem því líður, þá sitjum við nú uppi með ákveðið mynstur byggðar og mannvirkja. Framund- an er ör þróun í átt til aukinnar iðnvæðingar sem mun leiða til byggingar meiri háttar mannvirkja og tilfærslu á búsetu samfara fólksfjölgun. Við þessar aðstæður hefur eldfjallafræði tvenns konar hlutverki að gegna: (1) Að gera langtíma áhættumat sem byggir á útreikningi á líkum fyrir eldgosi. Slíkt áhættumat er einkum nýtilegt á svæðum þar sem ráðgerð er bygging mannvirkja t.d. orku- vers eða verksmiðju. Dæmigerð spurning, sem þarf að svara, er hverjar séu líkur (í tölum) á eldgosi á svæðinu næstu 50 ár? I mörgum tilvikum nægir að miða tímalengdina við af- skriftatíma fjárfestingar. Frá- leitt er að hafna góðum val- kosti til virkjunar eða annarra nota bara af því sá staður liggur á eldfjallasvæði. Búseta í eldfjallalandi hlýtur að krefj- ast þess að einhver yfirveguð áhætta sé tekin. (2) Að gera áhættumat sem miðar við nálæga framtíð. Slíkt áhættumat beinist einkum að þeim þéttbýliskjörnum og mannvirkjum sem þegar eru fyrir hendi. Tilgangur með slíku áhættumati er að draga úr hugsanlegu tjóni á lífi og eignum í eldgosi. Á því byggj- ast ákvarðanir um staðsetn- ingu mælitækja til stöðugrar vöktunar á eldvirkum svæðum, og það gefur vísbendingu um hvar eigi að styrkja kerfi al- mannavarna. Tiltölulega lausleg athugun á afstöðu byggðar, samgönguæða og orkuvera til eldvirku svæðanna ásamt mati á tíðni gosa og hegðun- ar einstakra eldstöðva leiðir strax til nokkurra atriða í áhættumati. (1) Hætta á manntjóni af völdum eldgosa er lit.il á íslandi. (2) Nokkuð langir kaflar af þjóð- vegum og háspennulínum geta eyðilagst með nokkura áratuga millibili. Helstu vatnsorkuver eru nokkuð örugg ef miðað er við áhugaverða tímalengd (t.d. 50 ár) og tiltæka þekkingu. Sum orkuver gætu truflast af gjósku og hrauni eða orðið óvirk vegna breytinga á vatns- rennsliskerfum ef litið er til lengri tíma (aldir). (3) í framtíðinni ætti landnýting, hverju nafni sem nefnist, að taka mið af eldvirkni viðkom- andi svæðis. Slíkt mið á ekki að vera blind afneitun vegna hugsanlegrar eldvirkni heldur yfirvegað áhættumat byggt á þekkingu. Jarðsaga íslands geymir minjar um flestar ef ekki allar tegundir eldgosa sem þekktar eru á jörðinni. Hamfaragos á borð við öskuflóð eða helský eru svo fátíð að líkur á endurtekningu eru sáralitlar innan áhugaverðra tímamarka. Áhættu- mat getur því ekki tekið tillit til slíkra viðburða. Hægt er að flokka eldgos á íslandi eftir tíðni og gerð. Ef tíðni er lögð til grundvallar kemur fram eftirfarandi flokkun. (Tíðni þýðir hve mörg gos af ákveðinni gerð verða á tilteknu tímabili (áratug, Öld, árþúsundi). Frávik frá skil- greiningunni eru með þeim hætti, að í stað eins goss á áratug (öld, árþúsundi) geta gosin orðið tvö eða þrjú. Eins geta liðið tveir eða þrír áratugir (aldir, árþúsund) án þess að gos verði.) Á hverjum áratug má búast við hraungosi, sem framleiðir minna en einn milljarð rúmmetra af hrauni. Gosstaðir eru í vel afmörk- uðum megineldstöðvum (t.d. Askja, Kverkfjöll, Krafla). Á hverri öld má búast við (1) hraungosi* sem framleiðir frá ein- um til tíu milljarða rúmmetra af hrauni. Gosstaðir geta verið hvar sem er innan sprungukerfa (Laka- gígar, Eldgjá, Vatnaöldur, Veiði- vötn). (2) Sprengigosi sem fram- leiðir minna en einn milljarð rúm- metra af gjósku. Gosstaðir ætíð í megineldstöðvum (Hekla, Askja, Snæfellsjökull, Eyjafjallajökull). Á hverju arþúsundi má búast við (1) hraungosi sem framleiðir 10—20 milljarða rúmmetra af hrauni. Gosstaðir eru ekki tengdir megineldstöðvum eða sprungukerf- um á augljósan hátt (Skjaldbreið- ur, Ketildyngja, KoIIóttadyngja, Trölladyngja). (2) Sprengigosi sem framleiðir meira en einn miljarð rúmmetra af gjósku. Gosstaðir eru í megineldstöðvum (Hekla 1104, Öræfajökull, 1362). Þessu til viðbótar koma þau afbrigði sem orsakast af því að sum eldfjöll eru jökli hulin. í slíkum tilvikum verða sprengigos þar sem annas hefði gosið hrauni (Katla) og jökulhlaup stórauka hættu á tjóni. Ennfremur koma til eiturverkanir af völdum flúors í gjósku frá eldstöðvum á gosbeltinu á Suður- landi (Hekla, Tröllahraun, Laka- gígar). Sú kynslóð sem nú lifir þekkir af eigin raun aðeins nokkurn hluta þeirra eldgosategunda, sem verða á Islandi; Lambafit 1913, Katla 1918, Askja 1920-1930, Grímsvötn 192(2)-1934, Askja 1961, Hekla 1970, Heimaey 1973, Krafla 1975- 1980 og Hekla 1980. Öll þessi gos falla í þann flokk, sem var fyrstur talinn. Eldgosin í Heklu 1947—1948 og Surtsey 1963-1967 eru á mörk- um þess að geta talist til þeirra gsa sem verða á aldabili. Magn gosefna var undir því marki sem ég nota í skilgreiningunni eða um 800 millj- ónir rúmmetra, og þetta eru mestu gos sem núlifandi kynslóð hefur séð. Þess vegna er óhætt að segja að sú eldvirkni sem íslendingar þekkja af eigin reynslu og mörgum þykir ærin, sé af þeirri gerð sem er algengust en jafnframt vægust að Tölur um rúmmá) hrauna nægja ekki einar sér til skitgreiningar. Efnasamsetning er einnig notuö og þess vegna koma t.d. Lakahraun i þennan flokk þó að rúmmálið sé um 12 milljarðar rúmmetra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.