Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980 BogH búðin auglýsir t Japönsk 10 gíra reiðhjól t Fallegt útlit t Gott verö t Góð ending Eins og viö vitum hefur japanskur bílaiönaöur slegiö í gegn. Nú eru þaö japönsku Matsuri reiöhjólin sem eru næst á dagskrá. Eigum til afgreiöslu strax þessi frábæru reiöhjól. Einnig hjá umboösmönnum okkar: Á Akranesi, Pípulagningaþjónustan sf, sími: 93-2321 Á Akureyri, Ólafur R. Sigmundsson, sími: 96-24980. Aö sjálfsögöu veitum viö alla varahluta- og viogeröaþjónustu. Leitid nánari upplýsinga. Bíla- og hjólabúðin sf, Kambsvegi 18, Reykjavík. Sími: 39955. Þú geturbyggt tvívegis með Elite-plötunni Flite-platan frá „Norske Skog" er vatnsþolin, hún þolir aieð öðrum orðum að notast fyrir steypumót. En þessar steypumót splíitur eru mjóg sórstakar — það má nota þær aftur sem t.d.. þakkiæðningu. Elite-platan frá „Norskc Skog" er einnig fyrirtaks klæðningarefní þar sem miklar kriifur eru gerðar til rakaþols. til dæmis f haðherbergjum. þvottahusum, gri pahusum. í geymslum og svo f ramvegis. Ending Klite-plötunnar fullnæglr stróngustu kröfum varðandi vatnsþol og veðurþoi, og er hún því m jög hentug tii allra bygginga. Orkia spónaplötur fást hjá flestum timbursölum og byggingavöruverzlunum um land allt. 4* NorskeSkog Norskc Skogindustrier AS *¦* Einkaumboð á íslandi MJÖLNIR HEILDVERZLUN h.L, Síðumula 33, 105 Rcykjavík. Sími 84255. Fálkaungarnir fimm, sem fundust i handtöskunum tveimur á salerni á Keflavikurflugvelli árið 1976. Ungarnir voru mjög mismunandi á sig komnir, hafa trúlega veríð teknir úr tveimur hreiðrum. yfir hofuð fálkans, svo hann ryki ekki af stað áður en fugl hafði verið valinn honum. Menn riðu til veiða og létu fálkann standa á þykkum veiðihanzka til þess að hlífa hendi við beittum klóm hans. Oft réðust fálkar á stærri fugla og var títt að veiða svo stóra fugla sem gráhegra með þeim. Fálka- veiðar eru stundaðar í arabalönd- um, austur um Asíu, í Suður- Ameríku og af fáeinum áhuga- mannaklúbbum í Evrópu." FALKATEMJARI RÍKISINS Ásókn Araba í fálka er mikil og í tengslum við viðskiptasamninga milli Danmerkur og furstadæm- anna Dubai og Bahrain árið 1977 varð uppi fótur og fit í Danmörku er Arabaríkin vildu fá fálka frá Grænlandi. Þessi beiðni um sjö hvíta fálka var m.a. studd þeim rökum að fyrirhugað væri að hefja ræktun veiðifálka í Dubai. í Morg- unblaðinu 24. júní 1977 er sagt frá þessu máli: „Grænlandsmálaráðu- neytið heldur því fram, að þessi viðskipti væru ekki aðeins brot á 20 ára gamalli friðlýsingu þessara sjaldgæfu fugla, heldur væri hér um að ræða áhættusama tilraun, sem jaðraði við ómannúðlega með- ferð á fuglum. Talið er að aðeins séu um 200 hvítir fálkar á Græn- landi." f sama blaði er haft eftir talsmanni danska utanrikisráðu- neytisins, „að beiðni furstadæm- anna yrði tekin til jákvæðrar athugunar af viðskiptaástæðum og af almennri löngun Dana til að þóknast olíuútflutningsríkjum í Miðausturlöndum". Þessi beiðni kom af stað mikilli umræðu í Danmörku, en lyktir þessa máls urðu þær, að fálkarnir fengu áfram að vera í friði í Grænlandi. Ævar Petersen sagði í samtali við Mbl., að Arabahöfðingjar væru margir hverjir með fjölda manns í vinnu við að temja fálka. „Hér var einu sinni þýzkur kappi um tíma, ég held það séu 15—20 ár síðan. Þessi maður fékkst við að temja fálka hér á landi og ætlaði síðan að selja þá. Maðurinn fékk dóm hér og hélt upp úr því af landi brott. Næst fréttist af þessum manni nokkrum vikum síðar og þá var hann orðinn ríkisfálkatemjari í Bahrain" sagði Ævar Petersen. TREYSTA Á ÁRVEKNI ALMENNINGS Erling Ólafsson, dýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun íslands, var spurður að því, vikunni hversu mörg fálkapor væru hér á landi. „Það er ekki nákvæmlega vitað, en þau skipta fáum hundruðum og eru trúlega innan við 500. Stofn- inn sveiflast á milli ára og þá aðallega með rjúpunni. Ef mikið er af rjúpu þá fjölgar fálkanum ári eða tveimur á eftir," sagði Erling. Þá var hann spurður um eftirlit með fálkanum og sagði, að um sérstakt eftirlit væri ekki að ræða. „Það eina sem við getum treyst á er að almenningur sé vakandi og þá sérstaklega bændur sem eiga land þar sem fálkahreiður eru. Það hefur verið háð tilviljunum þegar við höfum náð mönnum, sem reynt hafa að veiða hér fálka og smygla til útlanda. Því tel ég að flestir, sem reyna þetta komist upp með það". Ævar Petersen var spurður hvert væri verksvið Fuglafriðun- arnefndar: „Við eigum að vera til ráðuneytis fyrir menntamálaráðu- neytið varðandi fuglafriðunarmái. Það er ekki hlutverk okkar að sjá um að framfylgja logunum, heldur lögrcglu og tollgæzlu. Hins vegar er mjög erfitt að eiga við svona mál. í fyrsta Iagi veit fólk aimennt mjög lítið um þessa hluti og i öðru lagi þarf að setja ný lög um fuglafriðunarmál hér á landi. Lögin frá 1966 hafa verið endur- skoðuð og þrívegis lögð fram á Alþingi síðustu árin án þess að hljóta afgreiðslu. Við endurskoð- unina var sektarfjárhæðin hækk- uð upp í 500 þúsund krónur og ef um gróf brot er að ræða getur upphæðin orðið enn meiri og jafnvel fangelsisvist, en þessi ákvæði eru enn ekki orðin að lögum. Hámarkssekt fyrir brot á fuglafriðunarlögum er því enn 25 þúsund krónur. Þessum Austur- ríkismönnum, sem komu hingað í sumar, var umsvifalaust vísað úr landi, en sektin sem þeir fengu nam heilum 25 þúsund krónum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.