Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980 i F™*™"^ Umsjón: Séra Jón Dalbú Hróbjartsson Séra Karl Siyurbjörnsson Siuurdvr Pdlsson AUDROTTINSDEGI J^aðir vor Hvemig á að biðja? Þýðir nokk- uð fyrir mig að biðja? Trúi ég nógu sterkt til að biðja? Um hvað má ég biðja? Er ég nógu bænheitur Þessar og álíka spurningar leita án efa á marga þeirra sem í einlægni finna þörf hjá sér til að biðja. Lærisveinar Jesú voru ekki ókunnir hæninni. Bænin var ríkur liður í lífi og helgihaldi Gyðinga. Þeir urðu þess einnig varir að Jesús fór oft afsíðis, gjarnan snemma dags eða í kyrrð nætur- innar, til að biðjast fyrir. Þeir báðu hann að kenna sér að biðja. Hann kenndi þeim. Faðir vor... Það er ekki ofmælt að í þessari bæn felist allar aðrar bænir, auk lofgjörðar og þakklætis. Jesús varar við „ónytjumælgi" þegar við biðjum. Á öllum tímum virðast menn hafa freistast til að halda að mælgi þeirra, framsetn- ing bænarinnar, orðafarið skipti miklu máli. Þessu andmælir Jesús. Að þakka með einföldum orðum og leggja þarfir sínar fram á einfald- an og eðlilegan hátt er bæn Guði að skapi. Börn flytja ekki hátíðleg- ar ræður þegar þau leita til foreldra sinna. Bórn Guðs þurfa þess heldur ekki með. En hugarfarið, skiptir það ekki máli. Þarf ég ekki að vera svo og svo vönduð manneskja til þess að Guð ljái mér eyra? Þarf ég ekki að vera „bænheitur" til þess að geta vænst þess að fJuð ljái bæn minni eyra? Ekkert í orðum Jesú bendir til þess að bænin sé fyrir einhvern sérstakan „bænheitan" hóp manna. Vissulega getur verið gott að leita til annarra um fyrirbæn. Þða er þó ekki vegna þess að bænir þeirra séu frekar teknar gildar en mín eigin. Það er miklu frekar liður í því að við berum hvert annars byrðar. En trúin? Skiptir trúin þá ekki miklu máli? Jú, vissulega skiptir hún miklu máli. Við megum samt ekki rugla saman vantrú og efa. Að koma fram fyrir Guð í Jesú nafni með allt sitt er sú trú sem gildir. Það að ég kem er í sjálfu sér trúarjátning. Ég get verið hikandi, efagjarn svipaður manninum sem sagði við Jesú: „Ég trúi, hjálpa þú vantrú minni." En hann kom með vandræði sín og lagði þau fyrir Jesú. Vantrú hans eða efi var ekki fólginn í höfnun á mætti Jesú og kærleika. Ef svo hefði verið, hefði hann aldrei Látið sér detta í hug að koma. I ágætri bók um bænina, eftir Ole Hallesby, — Úr heimi bænar- innar — segir svo að bænin sé fyrir hina úrræðalausu. í úrræða- leysi mínu kem ég til míns himn- eska föður og afhendi honum úrræðaleysi mitt. Bænin Faðir vor hefur fylgt kristnum mönnum allt frá fyrstu tíð. Við lærum þessa bæn gjarnan sem börn, löngu áður en við getum skilið hvað hún felur í sér — jafnvel lðngu áður en við skiljum hvað orðin merkja. Mörgum er jafn eðlilegt að fara með Faðir vorið einhvern tíma dagsins og að draga andann. Það er dýrmætt. En einmitt vegna þess hve þessi bæn er mörgum töm er hætta á að inntakið gleymist. Það er því gott að staldra við annað slagið og leiða hugann að því hvað þessi bæn felur raunverulega í sér. Það auðgar bænalífið og gefur þessari bæn aukið gildi í lífi okkar. Næstu sunnudaga verður í stuttu máli fjallað um Faðir vorið og ínntak þess. Því hefur stundum verið skipt í sjö bænir og verður þeirri skiptingu fylgt. Ilanin má aldrei hri'sta þÍK húin er fri'istinK ýmislÍK. þá líf ok sál er lúA uk þjáo, lykill er hún ad Drnttins náð. gp Er allt ákveðið fyrirfram? Hefur Guð einhverja áætlun með menn, sem þeir verða að lúta, hvort sem líkar betur eða ver, eða eru það stjörnurnar eða einhver önnur öfl og lögmál, sem ráða lífsferli og örlögum einstakl- inga og heimsbyggðarinnar? Eða er petta allt aðeins tiíviljanir? Við könnumst við svör annarra trúarbragða við þessari spurn- ingu. Múhameðstru, Islam, held- ur því fram að Guð ákveðið allt lífshlaup manna og örlög í smá- atriðum. Hindúatrú hins vegar telur örlög manna að miklu leyti ráðast af því, sem til var sáð á fyrri tilverustigum og sál manns- ins endurholdgist í sífellu til refsingar eða umbunar fyrri synda. I báðum tilvikum er mað- urinn undir óbifanleg lógmál seldur. Að kristnum skilningi er það ekki svo. Kristur hefur leyst manninn undan hverju því sem fjötrar hann, Kristur hefur endurleyst, friðkeypt og frelsað. Guð einn veit, Guð einn þekkir og skilur örlög manns og heims. Hann er skaparinn og hugsuður- inn að baki öllu því sem er. Og þó er margt sem gerist í heimi andstætt vilja hans. Syndin er staðreynd, syndin, sem er að- skilnaður frá og uppreisn gegn Guði. Og hið illa herjar á. Guð vill ekki syndina, og Guð hatar hið illa. Og Guð vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekk- ingar á sannleikanum. Guð einn veit og þekkir allar gátur tilverunnar og ræður allar rúnir, líka lífs míns og dauða. Hann hefur birt okkur vilja sinn og fyrirætlanir. Það gerir hann ekki í véfréttum og stjörnumerkj- um, heldur í orði sfnu. Hann gerði það ekki allt í einu í eitt skipti fyrir öll, heldur smám saman eins og vitur og samvisku- samur kennari. Hann birti Abra- ham og Móse og spámönnunum æ meir og meir af vilja sínum og áformum, og loks þegar „tíminn var fullnaður", þá afhjúpaði hann það, sem hann ætlaði sér vilja sinn og markmið í Jesú Kristi. Þar birtist orð Guðs og vilji holdi klæddur í persónu Guðs sonar. Þar birtist tilgangur allrar sögu, alls lífs. Jesús Kristur — hvaða svar er það? Kærleikur, gleði, friður sáttargjörð, endurlausn, fyrir- gefning syndanna, fyrirheit um eilíft líf, fullkomnun allra hluta í lífi Guðs, ríki Guðs, þar sem er engin synd, engin tár, enginn dauði. Allt þetta vill hann gefa okkur. En hann neyðir okkur ekki til þess. Hann kallar okkur til sam- félags ríkis sins. Hann kallar, en við ráðum hvort við svörum, hlýðum. En aðeins með slíku svari hlýðninnar getum við skilið nokkurn skapaðan hlut, sá einn sem hlýðir kallinu og fylgir Kristi „mun ekki ganga í myrkr- inu" heldur í ljósi Guðs. Er allt ákveðið fyrirfram? Lengd lífdaga þinna og hvað þeir munu færa af heilsu og sjúkleik, gleði og sorg, auðlegð eða örbirgð, gæfu eða lánleysi? Slysið, sem henti granna þinn og lánið, sem féll þér í skaut, var það allt fyrirfram ákveðið og komið í kring af almættinu, sem dylst að baki með þræðina í hendi sér eins og stjórnandi Leikbrúðulands? Kristin trú er trú á Guð föður. Bibliulestur Vikuna 2. — 8. nóvember Sunnudagur 2. nóvember Matt. 18: 21—35 Mánudagur 3. nóvember Þriðjudagur 4. nóv. Miðvikudagur 5. nóv. Fimmtudagur 6. nóv. Föstudagur 7. nóv. Laugardagur 8. nóv. Matt. 7: 1—5 Lúk. 17: 1—4 Matt. 6: 9—15 I. Joh. 3: 18—22 I. Kor. 5: 9—13 II. Pét. 3: 13—18 Guð sem elskar, Guð, sem frelsar. Hann mætir mönnunum ogkallar á þá til samfélags. „Ákalla mig á degi neyðarinnar og ég mun frelsa þig!" segir hann (Sálm 50,15). Slíkt væri tilgangslaust, ef allt væri fyrirfram ákveðið og óhagganlegt. Við erum ábyrg fyrir lífi okkar og breytni, ábyrg frammi fyrir augliti Guðs, og biðjum: „Vísa mér veg þinn, Drottinn, lát mig ganga í trúfesti þinni (Sálm 86,11). Ekki er allt sem gerist vilji Guðs, en hann hefur heitið að vera hjá okkur í hverju því sem að höndum ber. Við erum umlukt föðurkærleik og fyrirgefningu, en EKKi ofurseld blindum forlögum. Um okkur lykja kærleiks hendur, sem aldrei bregðast. Bænir okkar fá áheyrn hjá honum. Lán þitt og sorgir koma honum við. Hann gleðst og hryggist með þér og yfir þér. Hann er almáttugur og vill og getur hjálpað þér. En eitt getur hann ekki. Hann getur ekki kúgað þig né neytt til hlýðni við sig. Því hann er KÆRLEIKUR- INN. Hreyfill - BSRB — Bæjarleiðir Fimm kvólda tvímenningnum lauk með sigri Daníels Hall- dórssonar og Esterar Jakobs- dóttur sem hlutu 653 stig. Röð nastu para: Guðmundur Magnússon — Kári Sigurjónsson 607 Gísli Tryggvason — Guðlaugur Nielsen 602 Ágúst Benediktsson — Þórhallur Halldórsson 590 Jón Sigurðsson — Vilhjálmur Guðmundsson 585 Gunnar Oddsson — Tómas Sigurðsson 585 Hannes Guðnason — Reynir Karlsson 570 Næsta mánudag verður keppni milli stöðvanna. Spilað er í Hreyfilshúsinu kl. 20. Bridgedeild Breiðfirðinga Butler-tvímenningurinn er hafinn með þátttöku 42 para og mun hann standa næstu 4 eða 5 fimmtudagskvöld. Staða efstu para: Guðjón Kristjánsson — Þorvaldur Matthíasson 118 Böðvar Guðmundsson — Ólafur Gíslason 111 Magnús Oddsson — Þorsteinn Laufdal 107 Brldge Umsjón, ARNÓR RAGNARSSON Erla Sigurjónsdóttir — Ester Jakobsdóttir 106 Halldór Jóhannesson — Ingvi Guðjónsson 103 Guðrún Bergsdóttir — Inga Bernburg 102 Benedikt Björnsson — Magnús Björnsson 101 Kristján Ólafsson — Runólfur Sigurðsson 98 Jón Stefánsson — Ólafur Ingimundarson 97 Erla Eyjólfsdóttir — Gunnar Þorkelsson 94 Meðalskor 80. Keppnin hefst stundvíslega klukkan 19.30 á fimmtudaginn. Spilað er í Hreyfilshúsinu. Bridgefélag Stykkishólms Vetrarstarf Bridgefélags Stykkishólms hófst fyrir nokkru síðan. Nú er lokið fjórum um- ferðum af fimm í hausttvímenn- ingskeppni félagsins. Fjórða umferðin var spiluð sl. þriðjudag, og þá varð röð efstu para þessi: Guðni Friðriksson — Halldór S. Magnússon 106 stig Erlar Kristjánsson — Sigfús Sigurðsson 94 stig Ellert Kristinsson — Kristinn Friðriksson 83 stig Eggert Sigurðsson — Emil Guðbjörnsson 81 stig Að loknum fjórum umferðum er staðan þessi: Guðni Friðriksson — Halldór S. Magnússon 417 stig Ellert Kristinsson — Kristinn Friðriksson 382 stig Erlar Kristjánsson — Sigfús Sigurðsson 372 stig Kjartan Guðmundsson — Leifur Jóhannesson 369 Eggert Sigurðsson — Emil Guðbjörnsson 351 stig Miðlungur er 351 stig. Bridgefélag Kópavogs Sl. fimmtudag hófst fimm kvölda hraðsveitakeppni með þátttöku 13 sveita. Staða eftir fyrsta kvöldið: Jón Andrésson 721 Jón Þorvarðarson 714 Hrönn Hauksdóttir 706 Rúnar Magnússon 693 Ármann J. Lárusson 659 Kristmundur Halldórsson 657 Meðalárangur 648. Næsta umferð verður spiluð á fimmtudaginn í Þinghól og hefst keppnin kl. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.