Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980 Dr. Valgarður Egils- son í skrifstofu sinni í Rannsóknastofu Háskól- ans i meinafræði, þar sem hann stundar krabbameinsrannsókn- ir. I.jósm. Kristjin. -. Ry^ ¦ i l . $ jgH • Hai ¦ ¦ -*-~*ra — -^w^^,-. :; •—• ¦T.X - ''"Ýí^x/sSSsSik. w&w /A —A TjfSp' ' ;-"íyfl| k y' * g* ^V ^B r m ^^ N' b t :'" iB w V Nóg af dramatískum átökum í raunvísindum segir dr. Valgarður Egilsson, vísindamaður og leikrita- höfundur í viðtali við Elínu Pálmadóttur Raunvísindamaður — sérfræðingur í frumulíffræði við rannsóknastofu í meinafræði og lektor í læknadeild — sendir á f jalir Þjóðleik- hússins sitt fyrsta leikrit, heimspekilegt verk, samtímis því að verkið er gefið út í bókarformi með teikningum höfundar. Svo rótgróin er orðin í okkar samfélagi sú hólfun og skipting á viðfangsefni manneskjunnar og lífsins í hugvísindi annars vegar og raunvís- indi hins vegar, að þetta vekur ósjálfrátt undrunarviðbrögð blaðamanns. Og auðvitað í kjölfarið forvitni og áhuga. Þess vegna er gengið á dr. Valgarð Egilsson lækni og sérfræðing á sviði krabbameinsrannsókna og höfund leikritsins „Dags hríðar spor" sem senn verður sýnt í Þjóðleikhúsinu, og fengið við hann viðtal í Mbl. Það kemur í Ijós í því samtali, sem berst vítt um svið, allt niður í smæstu frumur og yfir í almenna lífspeki og sögu mannkyns, að Valgarð- ur er mjög gagnrýninn á þann heim vísinda, sem lífsstarf hans er bundið að í honum býr ótti við afleiðingar óhaminna vísinda- rannsókna og að hann telur hættulega þá aðgrein- ingu í þrönga sérfræðihópa, sem við höfum verið að koma okkur upp, svo að enginn, eða a.m.k. sífellt færri, hafa þar nokkra yfirsýn. Og hann telur mikilvægt að missa ekki sjónar af sogunni, ekki aðeins reynslusögu mannsins heldur engu síður sögunni sem fruman geymir, sögunni í eggfrumunni. — "Pað er rangt að skilja að heima efnis og hugar, er hans fyrsta viðbragð við hugleiðingum blaðamannsins um að vísindamað- ur og leikritahöfundur séu í hug- um flestra sitt hvað. — Segja má að leikrit mitt sé smátilraun til að auka skoðanaskipti milli lista og vísinda. Þessir heimar eru alger- lega aðskildir, það er rétt, en lítil ástæða til að svo sé. Ég held að þessir tveir heimar geti grætt mikið á nánari kynnum hvor af öðrum. Dags hríðar spor — svíða En leikritið er tilefni viðtalsins og því rétt að gera grein fyrir því áður en lengra er haldið. Það heitir „Dags hríðar spor." — Þetta eru síðustu orð Þormóðar Kol- brúnarskálds. Skáldið kvað vísu „... járn stendur fast hið forna. ..*, en náði ekki að Ijúka henni. Hann féll niður og var dauður. Haraldur harðráði lauk vísunni, bætti við „svíða". Ljóðlín- an hefði því orðið „dags hríðar spor svíða", segir Valgarður til skýringar á heitinu. — Um efni leikritsins er það að segja, að það er ofið úr fjölmörgum jafngildum þáttum. Atvinnu- og lifnaðar- hættir íslendinga á árabilinu 1920—2020, sem sagt í 100 ár, eru eiginlega vettvangurinn. Það snertir því fortíð, nútíð og fram- tíð. Samt er því þjappað saman á einn dag, 1. desember 1980, og gerist á tveimur stöðum, heimili hér í borginni og hátíðasal Há- skólans. Fortíðin kristallast mest í gamla fólkinu á sviðinu og fyrri hluti leiksins og dagsins bregður ljósi á fyrri tíma. En eftir því sem á daginn — og leikinn — líður, nær nútíð og framtíð völdum. Á þessum degi er kvödd liðin tíð, en yngra fólkið hyggst skapa nýjan tíma. í þessu leikriti bregður fyrir lýsingum úr líffræðiheiminum. Og óttinn við tortímingu mannsins gengur í gegn um allt verkið. Leikritið hafði Valgarður í smíðum í 10 ár. Skrifaði þó mest af því sumarið 1976. Eftir að vinnsla verksins fyrir svið hófst, hefur hann stytt það nokkuð, klippt úr því og segir: — Ég hefi komist að því að skæri og límband eru ákaflega gagnleg við svona verk. Þau Brynja Benediktsdóttir og Erlingur Gíslason setja leikinn á svið. Það kemur fram í samræð- um okkar að persónur eru margar, 13% talsins, og uppsetning er að því leyti nýstárleg að leikurinn berst inn í hliðarsalina tvo, auk aðalsalarins í kjallaranum, og áhorfendur fylgja á eftir. Dogmatíkin yfirgnæfði — En hvernig stóð á því að þú valdir læknisfræðina? — Ég gældi ungur við þá hug- mynd að nema íslenzku eða heim- speki. Komst að þeirri niðurstöðu, að til að skilja manninn sem tegund, þá yrði að þekkja efnis- lega gerð hans. Þetta var seint í 6. bekk menntaskólans. Valgarður kveðst hafa verið tiltölulega sáttur við læknadeild- ina fyrstu 3—4 árin. En þá fór dogmatík að yfirgnæfa allt annað, og hann átti erfitt með að sætta sig við það. Eftir að hafa lokið prófi, var hann héraðslæknir á Eskifirði í tæpt ár og líkaði vel. En kona hans, Katrín Fjeldsted mmr *&+

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.