Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980 19 Tómas Sæmundsson kenna stærðfræðinemum á síðasta námsári í Háskóla íslands á því herrans ári 1980? Það kostar lauslega reiknað sjö miljónir króna á hvern stúdent — bílverð — og er þá aðeins tekið tillit til verkalauna kennara, en ekki til hins að íslenzkir stærðfræðingar geta ekki kennt undir beru lofti eins og Evklíð, faðir rúmfræðinnar, gerði í Aþenu. Auðvitað væri miklu ódýrara að senda þessa námsmenn til útlanda, á fullum styrkj- um, þar sem er eins víst, ofan á allt annað, að þeir fengju miklu betri kennslu en hér á útskerinu. Hvers konar oflæti er þetta eiginlega? Þegar svona er spurt verður mér oft hugsað til ára minna í Menntaskólanum í Reykjavík. Dag nokkurn bar svo við að allt í einu stóð þar inni í miðri forstofu í frímínútum maður sem virtist lítið eitt eldri en við hin, og var vel drukkinn. Hann var þangað kominn til að ögra okkur skólafólkinu, því hann var sjómað- ur í landlegu. Og hann skoraði okkur á hólm — í stærðfræði." Áður en lauk höfðu beztu stærðfræðingar skólans hópazt um sjómanninn, og látið í minni pokann fyrir reikningslist hans. Þessi sjómaður hefði aldrei hætt sér inn í erlendan háskóla til að leika þar listir sínar. Það gat hann bara heima hjá sér, bara hér. Hann á tilkall lil að í Reykjavík séu margir hálærðir stærðfræðingar, sem semja á íslenzku fyrirlestra sína um grannfræði og afleiðujöfnur. Helga Jónsdóttir Fáeinum árum eftir að þetta gerðist, var ég staddur inni á spjaldskrá í Landsbókasafni, þá orðinn háskólanemi í heimspeki. Ég veitti þar athygli jafn- aldra mínum sem ég hafði aldrei áður séð, og reyndar aldrei síðan. Hann var að leita fyrir sér í efnisflokki 160, rökfræði. Svo fyllti hann út beiðni um bók, sem hét EinfUhrung in die formale Logik — Inngangur að hreinni rökfræði — og sat síðan lengi dags á lestrarsalnum og las. Þegar hann skilaði bókinni og hvarf á braut, hnýstist ég í hana, og sá þá að hún var útgefin í Austur-Berlín árið 1959; um efni hennar talar það skýru máli að samkvæmt nafnaskrá eru þeir Gottlob Frege og Bertrand Russell, feður nútímarökfræði, rétt nefndir á nafn þrisvar sinnum, á meðan þeirra Karls Marx og Friedrichs Engels, sem aldrei lögðu neina stund á rökfræði svo vitað sé, er getið tuttugu og einu sinni og Leníns átta sinnum, þar af tvívegis í löngu máli. Þegar ég leit í spjaldskrána komst ég að raun um, að þessi bók var eina „nútímarökfræðin" sem Landsbóka- safn hafði að bjóða. Þess ber að geta, að ég náði þegar til Finnboga landsbóka- varðar Guðmundssonar, sem brá við skjótt og pantaði margar nýtilegar bækur til safnsins um stærðfræðilega rökfræði. Vegna þessa manns sem rök- fræðina las, hver sem hann var, byggjum við Þjóðarbókhlöðu. Sigurliði Kristjánsson Og enn líða árin. Þegar óperan Orfeif- ur og Evridís var sýnd í Þjóðleikhúsinu sællar minningar, var einn þeirra þús- unda sem hana sáu ungur piltur sem þarna var að sjá óperu í fyrsta sinn. Næsta dag kallaði hann vin sinn i skólanum á eintal og sagði: þetta verðum við að gera! Vinurinn mátti setjast niður við að semja óperutexta, en leikhúsgest- urinn ungi byrjaði strax á tónlistinni. Ég vona að þeir félagar séu nú búnir með óperuna sína. Vegna þeirra tveggja reisum við óperuhús og sýnum þar óperur. Fyrir fáum árum réðust nokkrir menn í það af stórhug að halda hér á íslandi heimsmeistaramót í skák. Við sem höf- um atvinnu af að kenna ungu fólki, vitum öll af eldmóðnum sem sá atburður kveikti í sálunum. Það var teflt og teflt. Fáeinum árum síðar varð ungur Islend- ingur heimsmeistari unglinga i skák. Lærdómurinn af öllu þessu getur ekki einfaldari verið. Hvers vegna spilum við sinfóníur, hvers vegna byggjum við Þjóðarbókhlöðu, hvers vegna höldum við Háskóla? Af einhverjum ástæðum virð- ist mörgum á miðjum aldri örðugt að koma auga á svarið, sem þó blasir við. Allt þetta gerum við fyrir börnin okkar, fyrir ungar og opnar sálir, svo að þær megi sjá og heyra hvað heimurinn er stór, og hvað hann er fagur. Sem betur fer get ég, háskólakennarinn, borið því vitni að æskan í landinu veit þetta og Perikles skilur. Og hún kann lika að meta það. Þessa grein hef ég skrifað vegna þess að íslendingum eru nú gjafir gefnar af látnum heiðurshjónum, þeim Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssyni. Blessuð sé minning þeirra. Tómas Sæ- mundsson hefði viljað reisa þeim minnis- varða á fögru torgi í Reykjavík. Fegursti minnisvarði sem ég hef séð eru fáein orð sem letruð eru á vegg Pálskirkju í Lundúnum, í minningu mesta húsa- meistara Breta fyrr og síðar sem teikn- aði og reisti kirkjuna. Þessum orðum er sagt að sonur hans hafi ráðið, og þau hljóða svo: „Si monumentum requieris, circumspice." Sem útleggst: „Ef þú vænt- ir minnismerkis, þá líttu í kringum þig." Sú kemur tíð, þegar liðið er á aðra öld, að dótturdóttir Jóns einhvers Hreggviðs- sonar, sem nú les þessi orð mín, segir sonarsyni sínum frá þeim hjónum Helgu og Sigurliða sem strákur hefur lesið um í Islandssögunni sinni. Kannski rifjar hún upp í leiðinni einhverjar minningar sínar um þau skáld og þá leikara, þá málara og söngvara, sem settu svip á Reykjavík á fyrstu áratugum tuttugustu og fyrstu aldar. Og barnið spyr ömmu sína hvar sé minnismerki þeirra hjóna. Og hvar eru minnismerki allra þeirra, eldri og yngri, meiri og minni, sem byggðu þessa glæstu borg? Þá þarf svarið ekki að verða annað en þetta: Minnismerki? Líttu í kringum þig, barn! bvður enéinn annarlB-lán Kynntu þér kostina bjóðast :ni Dæmium noklnavalteosti af nrörgum. SPARNAÐAR-TlMABIL D/EMI UM MÁNAÐARLEQA INNBORGUN SPARNAÐUR iLOKTfMABILS IÐNAÐARBANKINN LANARÞER rAðstofunar-fémeðvoxtum mAnaoarleg enourgreiðsla ENDURGR. TiMABIL 3 ; man. 100.000 125.000 150.000 300.000 375.000 450.000 300.000 375.000 450.000 613.000 766.125 919.250 105.940 132.425 158.910 3 , man. 6 , man. 100.000 125.000 150.000 600.000 750.000 900.000 600.000 750.000 900.000 1.252.250 1.565.062 1.878.376 110.545 138.181 165.817 6 , man. 12, man. 100.000 125.000 150.000 1.200.000 1.500.000 1.800.000 1.200.000 1.500.000 1.800.000 2.609.503 3.261.872 3.914.250 120.135 150.169 180.203 12. man. Hámark mánaðarlegra innborgana er nú 150.000 kr. í öllum flokkum. Eftir 3 mánuði geturðu þannig átt 450.000 kr. Að viðbættum vöxtum þínum og IB-láni frá Iðnaðarbankanum hefurðu því ráðstöfunaríé að upphæð kr. 919.250. Með sama sparnaði í 6 mánuði hefurðu 1.878.376 kr. í ráðstöfunarfé. Og eftir tólf máuði 3.914.250 kr. Þetta eru hámarksupphæðiren velja má aðrar lægri, svo að möguleikarnir eru margir. Þá má hækka innborganir og lengja sparnað. Einnig getur þú geymt þér lánarétt þinn að loknum sparnaði. Því segjum við það aftur: Það byður enginn annar IB-lán. &verfr BanMþedrra sem byggja að fnamtíöirmi Iðnaðarbankinn Akureyri: Glerárgata7 Hafnarfjörður: Strandgata 1 Reykjavík: Dalbraut 1, Drafnarfell 14-18 Háaleitisbraut 58-60, Lækjargata 12 Selfoss: Austurvegur38

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.