Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980 + Elsku sonur okkar, HAFSTEINN RAGNARSSON Garösenda 5, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 4. nóv. kl. 3 e.h. Blóm afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Ragnar Gislason, Kristín Knstiansdóttir og systkini Minning: + Faöir okkar, bróöir og mágur, MARIUS A. GRÖNDAL. Héteigsvegi 22, sem lést 21. október veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu þriöjudaginn 4. nóvember kl. 13.30. Hólmfriöur, Aðalbjörn, Eiríkur, Sigrún, Berglind og Maria. Maria Gróndal og Hörour Helgason. + Móöir okkar og tengdamóðir, SVEINBJORG KRISTJANSDOTTIR. fyrrum húafroyja a Vatni i Dölum, síðast til heimilis í Asparfelli 6, Raykjavfk, verður jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. nóv. kl. 3 síðdegis. Bogi Siguröason, Sigriour Sigurðardottir, Svavar Benediktsson, Jökull Sigurðason. Hugrún Þorkelsdóttir, Guðrún Siguröardóttir, Halldór Þorsteinsson, Friður Sigurðardóttir, Sigurgeir Jóhannsson. + Hér meö þakka ég öllum fyrrverandi starfsfélögum INGIBJARGAR H. BRIEM í Útvegsbankanum fyrir þá viröingu, sem þeir sýndu viö jaröarför hennar og öllum þeim, sem veittu henni hjúkrun og aöra aöstoð í veikindum hennar undanfarin tuttugu og tvö ár. Fyrir mína hönd og annarra ættingja, Páll Helgason + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför móöur okkar, stjúpmóöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu, HELGU JONSDOTTUR, Skarðshlíð 11 e, Akureyn. Haukur Einaraaon, Ingvi Jón Einarsson, Aslaug Einarsdóttir, Sigurður O. Sigurösson, Einar Sigurðsson, Þorgrímur Sigurðsson, barnaborn og barnabarnaborn. Guðrún Knstjánsdóttir, Ingunn Stefánsdóttír, Herdis Sigurjónadóttir, Áata Tómasdóttir, Roaa Arnaldsdóttir, + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jarðarför eiginmanns míns, bróður, fðöur, tengdafööur og afa, ÞORGRIMS ÞORSTEINSSONAR, Klifshaga, Öxarfiröi. Þóra Jónsdóttir, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Daði Þorgrimsson, Jóhanna Falsdóttir, Sigra Þorgrímsdóttir, Jón Sigurösson, Pétur Þorgrímsson, Magnea Arnadóttir og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför konu minnar, móður, ömmu og systur, GUDFINNU BENEDIKTSDOTTUR. frá Erpaatöoum, Laugateigi 8. Gunnlaugur Jónaaon, Móeiður Gunnlaugadóttir, dótturaonur og systkini. + Alúöar þakkir fyrir vinsemd og samúö viö fráfall fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa PÉTURSHOFMANNSALOMONSSONAR. Margrét Péturadóttir, Gunnar Péturaaon, Elín Petursdóttir, Nanna Péturadóttir, Petur Péturaaon, Hörður Péturaaon, Svava Petursdóttir, Þorgeröur Petursdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabamabörn. Sigríöur Magnúsdótt- ir frá Gilsbakka Á morgun fer fram frá Dóm- kirkjunni jarðarför Sigríðar Magnúsdóttur frá Gilsbakka í Borgarfirði, en hún lést hinn 23. þ.m., 95 ára að aldri. Sigríður fæddist á Gilsbakka hinn 10. júlí 1885. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sigríður Péturs- dóttir Sívertsen og séra Magnús Andrésson prófastur á Gilsbakka. Sigríður var þriðja í röðinni tíu barna þeirra hjóna. Elstur þeirra sem upp komst var Andrés, bústjóri föður síns, sem lést rúm- lega þrítugur. Önnur systkini hennar, sem látin eru voru þau Pétur bankastjóri, Steinunn bisk- upsfrú, Katrín bókavörður og Guðrún húsfreyja á Gilsbakka. A lífi eru þær Ragnheiður, fyrrum húsfreyja á Hvítárbakka, og Sigrún, fyrrum forstöðukona Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík. Sigríður Magnúsdóttir mennt- aðist fyrst og fremst í föðurhúsum undir handleiðslu séra Magnúsar, sem þótti góður kennari og upp- fræðari. Hélt hann einnig heimil- iskennara og naui Sigríður hand- leiðslu þeirra. Meðal þeirra var Þórunn Ríkarðsdóttir, ættuð af Austurlandi. Hún var frábær kennari, hafði m.a. lært ensku í Skotlandi, sem óvenjulegt var á þeirri tíð. Þórunn giftist síðar Torfa Péturssyni Sívertsen, móð- urbróður Sigríðar og bjuggu þau í Höfn í Melasveit í Borgarfirði. Annar heimiliskennari, sem uppfræddi Sigríði, einkum í tón- mennt, var Anna Ólafsdóttir frá Firði, systir Sveins alþing- ismanns. Höfðu þeir frændurnir, séra Guðmundur Helgason í Reyk- holti og séra Magnús, ráðið Önnu og skiptist hún á að vera við kennslu í Reykholti og á Gils- bakka. Frá barnæsku hafði Sigríð- ur mikla unun af skáldskap og kunni mikið utanbókar. Hún lærði og bragarháttu og greinarmun þeirra. Það hefur einnig komið sér vel fyrir fróðleiksfúsan unglinginn að á Gilsbakka var töluvert safn góðra bóka. Veturinn 1902—3 var Sigríður við nám í Reykjavík. Bjó hún þá hjá Steinunni Thorarensen, afa- systur sinni í Grjótagötu 4. Þar lærði hún að teikna hjá Stefáni heitnum Eiríkssyni myndskera. Einnig lærði Sigríður ýmsar hannyrðir þennan vetur. Næstu ár var Sigríður að mestu heima á Gilsbakka og hjálpaði móður sinni við uppfóstrun og kennslu hins stóra barnahóps. Hún annaðist líka kennslu á öðrum heimilum í Hvítársíðu og reyndar víðar í héraðinu. Einnig var hún organisti við guðsþjónust- ur föður síns í Gilsbakkakirkju. Eftir að hún fékk kennararéttindi hjá fræðslumálastjórninni gerðist hún um skeið skólastjóri barna- skólans í Stykkishólmi. Þegar móðir hennar dó árið 1917, tók hún við húsráðum hjá föður sínum á Gilsbakka og ann- aðist þau meðan séra Magnús lifði eða til þess að Guðrún systir hennar giftist Sigurði Snorrasyni og varð húsfreyja á bænum. SíS- ustu ár föður hennar var hann orðinn sjóndapur og lásu þá dætur hans fyrir hann og skrifuðu og léttu honum þannig lífið. Mjög var kært með þeim feðginum. Haustið 1923 fór Sigríður til náms í Danmörku. Þar gekk hún á kennaranámskeið og kynnti sér rekstur barnaheimila. Þegar heim kom gerðist hún kennari við héraðsskólann á Eiðum, en séra Ásmundur Guðmundsson, mágur hennar, var þá skólastjóri þar. Hann var giftur Steinunni systur hennar. Þau voru þremenningar, af ættlegg Magnúsar alþing- ismanns Andréssonar í Syðra- Langholti. Með þeim flutti Sigríður til Reykjavíkur haustið 1928. Stofn- aði hún þá einkaskóla með Vigdísi Blöndal, ekkju Jóns heitins Blön- dals læknis í Stafholtsey í Borgar- firði. Ráku þær barnaskóla saman um skeið. Á sumrin veittu þær saman forstöðu barnaheimili að Silungapolli. Um skeið annaðist Sigríður + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlat og útför eiglnkonu minnar, móður okkar, tengdamóöur, ömmu og systur DAGMAR HELGADOTTUR Jón Haukur Guöjónsson. Guðión Ingi Hauksson, Marlene og Helgi Tómasson, Kriatinn og Erik, systkini og aörir aðstandendur hinnar latnu. + Innilegar þakkir til allra sem auösýndu samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóöur og ömmu ELlNAR M. EINARSDOTTUR, Breiöabólsstað, Siöu Matthías Olafsson. Erna Þ. Matthíasdóttir. Ragna Matthiaadóttir, Sigríöur Ó. Matthiaadóttir, Bjarni Sveinbjörnsson. Bjarni J. Matthíasson, Guöbjörg Gudmundadóttir, Sigurjóna Matthiasdóttír, Jóhann Þorleifsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð viö andlát og jarðarför PALS J. LEVI, bónda a Heggsstööum. Pórdfa Annaadóttir, Jón Pélaaon, Helgi Pélaaon, Ragnhildur Anna Kriatjánadóttir, Agnar Jónaaon, Ármann Jónsson. einnig handavinnukennslu við Austurbæjarskólann í Reykjavík og kenndi jafnframt við Blindra- skólann. Eftir 1930 hélt hún sinn eiginn barnaskóla og varð sú kennsla helsta ævistarf hennar æ síðan eða allt til þess að hún hætti störfum fyrir aldurs sakir. Það er mörgum vel kunnugt að Sigríður tók oft að sér að kenna börnum, sem vegna veikinda eða af hlið- stæðum ástæðum áttu erfitt um nám. Er skemmst frá því að greina að mörgum þessara barna kom hún með þolgæði sínu og lagni til þroska. Það eru örugglega margir foreldrar og börn, sem báru ævilangt til hennar þakkar- hug og einlæga aðdáun fyrir þá umhyggju og alúð, sem hún lét þeim í té. En Sigríður kenndi fleirum en smábörnum. Ungiingar í framhaldsskólum leituðu til hennar um tilsögn. Gerði hún lexíurnar ljósar í stuttu máli og mjög hlýtur sá að hafa verið tregur, sem ekki skildi, þegar hún útskýrði. Þegar ég man fyrst eftir bjó Sigríður á heimili foreldra minna á Hólavöllum við Suðurgötu. En skömmu eftir að Sigrún systir hennar kom heim frá námi og starfi í Danmörku, keyptu þær sér saman íbúð við Hávallagötu og síðar húsið Hringbraut 81, þar sem þær bjuggu frá 1939. Katrín systir þeirra flutti til þeirra 1936 og bjó með þeim til dauðadags, á árinu 1972. Ragnheiður á Hvítár- bakka flutti svo til þeirra Sigríðar og Sigrúnar fyrir nokkrum árum. Önnuðust þær systur Sigríði í ellinni af einstakri kostgæfni og alúð, sem reyndar var alltaf með þeim systkinum öllum. Heimili þeirra systra var með sanni fá- gætt menningarheimili, sem öll- um vinum og ættingjum þótti gott að heimsækja. Sóttu margir þang- að fróðleik og visku og fengu góð ráð og uppörvun. Það mun ekki ofmælt um Sigríði Magnúsdóttur að hún varð öllum ógleymanleg, sem henni kynntust. Saman fór hlýr persónuleiki með virðulegu látleysi. Hún var sann- menntuð og fjölfróð um menningu íslendinga, sögu þeirra og líf. Hún las alla tíð mikið og hafði víðtæka þekkingu á bókmenntum. Hún skildi hismið frá kjarnanum. Hafði hún óvenju skýra og heilbrigða dómgreind, sem hún beitti af sanngirni og góðvild. En þótt Sigríður væri dagfarsgóð og gæf kona var hún þó vissulega skapmikil. En svo stillt og hófsöm að sjaldan sást hvort henni féll betur eða miður. Hygg ég að hún hafi engum líkst meira en föður sínum um vit og skap, eftir því sem ég hef um hann heyrt og lesið. Minnist ég þess einkum að í hógværum rökræðum bar Sigríður af öðrum. En var á hinn bóginn frábitin öllu áróðurstali að ekki sé nú minnst á lastmæli. Henni nægði jafnan að gera rétt og færa gild rök fyrir skoðunum sínum. Sigríður var einkar hlédræg kona að eðlisfari og varfærin. Og það skal hér sagt að það er miður að hún skildi ekki láta almenn mál meira til sín taka, svo framsýn og vitur sem hún var. En það er þá gott til þess að vita, að áhrif slíkra kvenna berast þó mann frá manni og til nýrra kynslóða, eins og lifandi straumur eða aflvaki og geymist þannig áfram með fólk- inu. Sigríður Magnúsdóttir bar með sér giftu úr föðurgarði. Henni auðnaðist einnig með ævistarfi sínu að hafa heilladrjúg áhrif á líf og starf margra samferðarmanna og að efla og þroska þekkingu og manndóm æskufólks, sem hún leiddi eða leiðbeindi, ýmist með kennslu eða góðri eftirbreytni. Líf hennar og starf bar íslenskri menningu góðan vott. Sigríður sómdi sér hvarvetna vel. Hún var björt yfirlitum og svipmótið höfðinglegt og alltaf elskulega hlýlegt. Engan, hvorki karl né konu, hef ég vitað mæta hverjum degi, manni eða málleys- ingja með einlægari góðvild og velfarnaðaróskum. Hennar sakna margir. Þeir mest, sem þekktu hana best. Ásgeir Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.