Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980 557 hreindýr felld Engin ákvörðun tekin um frekari veiðar MENNTAMÁLARÁDUNEYTINU hafa borizt upplýsingar frá hreindýraeftirlitsmönnum um fjölda felldra hreindýra i sumar og haust og reyndust þau vera samtals 557. Leyft var að fella 1000 hreindýr á tímabilinu 1. ágúst til 15. september á þessu ári í Norður— Þingeyjarsýslu, Múlasýslum og Austur-Skaftafellssýslu, samtals í 31 sveitarfélagi. Runólfur Þórarinsson deildar- stjóri í menntamálaráðuneytinu tjáði Mbl. að engin ákvörðun hefði enn verið tekin um það í ráðuneyt- inu hvort frekari veiðar yrðu heimilaðar þótt ekki væri búið að fella jafn mörg dýr og heimilað var. Hann sagði að ákvörðunar- valdið væri í höndum Ingvars Gíslasonar menntamálaráðherra, sem nú væri staddur í Kanada. „Ef haustveiðar verða leyfðar er sennilegt að það verði ákaflega takmarkað," sagði Runólfur. Vilja f rekari upplýs- ingar frá Flugleiðum FLUGLEIÐUM hf. barst í fyrradag bréf frá fjárhags- og viðskipta- nefnd efri deildar Alþingis, undirrituðu af ólafi Ragnari Grímssyni, formanni nefndarinnar, þar sem beoið var um upplýsingar um ein tiu atriði í rekstri félagsins. Sigurður Helgason, forstjóri um nýja rekstraráætlun félagsins, Flugleiða, sagði í samtali við Mbl., fjölda starfsmanna í dag og fjár- að krafizt væri svara fyrir hádegi þörf svo eitthvað sé nefnt. á sunnudag. M.a. er krafizt svara íþróttaráð Reykjavikur Bygging íþróttahúss í Laugardal samþykkt Fjármálaráögjöf fyrirfólk Verzlunarbankinn bryddar upp á nýjungum: Geir Þórðarson útskýrir fyrir viðskiptavini bankans „Hag- deild heimilisins", en það er mappa með gagnlegum upplýs- ingum og formi fyrir greiðslu- áætlun og heimilisbókhald. Möppuna geta menn fengið endurgjaldslaust á öllum af- greiðslustöðum bankans. Upplýsingar og ráðgjöf til einstaklinga Verzlunarbanki íslands hefur tekið upp nýjung í starfsemi sinni í því augnamiði að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur við að halda utan um eigin fjárhag og átta sig á hvað hinar öru breyt- ingar í banka- og fjármálum raunverulegs þýða. Ákveðið starfsfólk hefur verið sérstak- lega þjálfað til að aðstoða þá sem þess óska og geta viðskiptavin- irnir því snúið sér beint til þeirra. Af þeim breytingum sem hafa verið gerðar undanfarið á pen- ingamálum og ýmsum fjármála- legum þáttum þjóðlífsins, ber hæst verðtryggingu inn- og út- lána og ný gjörbreytt lög um tekju- og eignarskatt. Fyrir marga eru þessi mál orðin svo flókin að erfitt reynist að fylgj- ast með og skilja útreikninga. Lánskjaravísitala — verðbóta- þáttur vaxta — vaxtaaukareikn- ingar — verðtryggðir sparireikn- ingar — allt eru þetta nýjar uppfinningar, en snerta þó dag- legt líf hvers einstaklings í þessu landi. I aðsigi eru breytingar sem gera enn frekar nauðsynlegt fyrir landsmenn að taka fjármál sín föstum tökum, en það er gjaldmiðilsbreytingin um ára- mótin. Nú geta viðskiptavinir Verzl- unarbankans fengið þjónustu í formi upplýsinga og ráðgjafar á ákveðnum stað í öllum af- greiðslustöðvum bankans. Þessi þjónusta er til dæmis: a) Að leiðbeina fólki við gerð greiðsluáætlunar og heimilisbók- hald. ÍÞRÓTTARÁÐ Reykjavík- ur samþykkti á fimmtu- dagskvöldið að leggja til við borgarráð, að styrkt verði bygging á íþrótta- húsi í Laugardalnum, sem nota mætti til keppni. Ein- hugur var ekki um þessa aígreiðslu. „Ég tel óeðli- lega leið farna í þessu Alþýðublaðið: Jón Baldvin vill auka útgáf una „Eða nægir Alþýðuflokknum Helgarpósturinn?" JÓN Baldvin Hannibalsson. ritstjóri Alþýðublaðsins, hefur kynnt flokksþingi Alþýðuflokksins hugmyndir sínar um breytingar á Alþýðublaðinu, sem m.a. felast í 8 siðna blaði þrisvar í viku og 12 síðna blaði einu sinni; en segir, að þetta blað yrði öðru vísi að innihaldi og útliti en venjuleg fréttablöð. Bjarni P. Magnússon, formaður áskrifendum Alþýðublaðsins hefði blaðstjórnar, ræddi málefni Al- þýðublaðsins á flokksþinginu á föstudaginn, en las ekki reikninga blaðsins og þeir voru ekki lagðir fram á flokksþinginu. Bjarni sagði, að blaðstjórn hefði ekki fundist gerlegt að verða við sam- þykkt síðasta flokksþings um að stækka Alþýðublaðið í 8 síður, en hins vegar hefði blaðstjórn nýlega samþykkt tilraun með að stækka blaðið í 12 síður einu sinni í viku. Bjarni sagði útgáfu Alþýðublaðs- ins á réttri leið og eftir ár eða tvö væri hugsanlegt að gera einhverj- ar breytingar þar á, en það væri mótsögn við ríkjandi stefnu um hallalausa útgáfu, ef samþykktar yrðu einhverjar breytingar á út- gáfunni án þess að tryggja til þeirra fjármagn. Skuld vegna útgáfu Alþýðu- blaðsins á tímabilinu janúar-júní 1978 sagði Bjarni að núvirði yfir 60 milljónir. Því hefði verið ákveð- ið að hafa blaðið 4 síður og 8 á laugardögum. Um áramótin 1978/79 hefði verið ljóst að ekki væri hægt að halda útgáfunni óbreyttri vegna fækkunar áskrif- enda. Þá hefðu komið upp hug- myndir um sérstakt fylgiblað einu sinni í viku og út úr þeim komið Helgarpósturinn. Hefði sú útgáfa átt að snúa þróuninni við, en það hefði ekki tekizt sem skyldi, því ekki fjölgað, en hins vegar hefði þeim ekki fækkað eftir að Helg- arpósturinn kom til sögunnar. Bjarni sagði Helgarpóstinn þriðja útbreiddasta blað landsins og sagði í samtali við Mbl. að Helg- arpósturinn væri gefinn út í 20.000 eintökum. Reksturinn hefði skilað hagnaði og tekizt hefði að borga skuldir fyrri útgáfu Alþýðublaðs- ins að fullu. Sagði Bjarni útgáfuna stefna í hagnað á þessu ári, en rekstrarfjárskortur væri mikill. Bjarni sagði oft spurt, hvort Alþýðublaðið bæri Helgarpóstinn uppi, eða hann Alþýðublaðið. Hið rétta væri, að hvorugt blaðið gæti án hins verið, þar sem ýmis sameiginlegur kostnaður nýttist báðum blöðunum. „Ef til skilnaðar kæmi myndi verulega halla á Alþýðublaðið. Ef Helgarpósturinn hætti væri ekki hægt að reka Alþýðublaðið með óbreyttu með hagnaði, en líkast til yrði hægt að reka Helgarpóstinn einn sér með hagnaði. Jón Baldvin sagði, að forsendur fyrir hallalausum rekstri breytts Alþýðublaðs, eins og hann vill, væru 2.100 áskrifendur til viðbót- ar. Spurningin væri, hvort Al- þýðuflokkurinn þyrfti á slíku blaði að halda, eða hvort honum dygði Helgarpósturinn. máli. Það var fullur vilji í íþróttaráði að leysa þetta vandamál. Hins vegar finnst mér tillaga meiri- hluta íþróttaráðs kveða svo hart í þá átt, að ef félögin sameinast ekki um byggingu eða ÍBR sem þriðji aðili fallist á þetta, þá fá íþróttafélögin hvert um sig ekki hús." sagði Júlíus Hafstein, annar fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins i ráðinu. „Ég taldi því eðlilegast að hafa samráð við ÍBR og félögin í Reykjavík og síðan ganga í málið eftir slíkar viðræður. A tveimur síðustu árum hefur ekkert verið gert og nú er það að koma íþróttahreyfingunni í koll hve illa hefur að þessum málum staðið. Þetta framkvæmdaleysi á eftir að verða Þrándur í Götu blómlegra starfi íþróttafélaganna í Reykja- vík " sagði Júlíus ennfremur. Meirihluti íþróttaráðs sam- þykkti, að „leggja til við borgarráð að styrkt verði eftir svonefndri „80%" reglu bygging á einu íþróttahúsi (stálgrindahúsi), sem nota mætti til keppni og leyst þannig brýnan vanda íþrótta- félaganna í Reykjavík. íþróttaráð telur að forsenda styrkveitingar þessarar eigi að vera sú að íþrót- tahreyfingin í borginni standi sameiginlega að byggingunni, í einu eða öðru formi." Júlíus Hafstein lagði fram svo- hljóðandi tillögu; „Iþróttafélög í borginni hafa sótt um heimild til að byggja íþróttahús á félags- svæðum sínum. íþróttaráð telur, að hér sé um framtak að ræða, sem gefa beri gaum qg styrkja myndarlega. Því leggur Iþróttaráð til við borgarráð og borgarstjórn Reykjavíkur, að heimilað verði að slíkar framkvæmdir hefjist stig af stigi frá og með næsta ári." Þessi tillaga var felld af fulltrúum vinstri meirihlutans en þess má geta, að fimm íþróttafélög í borg- inni hafa nú sótt um byggingu íþróttahúss á félagssvæðum sín- um. Gestir skoða listasýninguna á göngum sjúkrahússins. W>»™- Mbi. Asdís. Keflavik: Nýbygging sjúkra- hussins tekin i notkun MERKUM áfanga var náð á föstudag í heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum, þegar tekin var í notkun efri hæð nýbyggingar við Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs. Enn er ólokið framkvæmdum við neðri hæð hússins en áætlað er að þeim verði lokið að vori. Þegar þessum framkvæmdum stöð, geymslur fyrir eldhús og er lokið verður skipan á Sjúkra- húsinu í Keflavík í megin dráttum sú að á efri hæð verða legudeildir, sjúkrarúm verða 38 til 41 (voru áður 25) þar af 8 sjúkrarúm á fæðingargangi, fæðingarstofa, skurðstofa, vaktstofur, lín- og ræstiherbergi, sótthreinsunarher- bergi og setustofa svo að nokkuð sé nefnt. Efri hæðin verður sam- tals 1008,3 fermetrar. Á neðri hæð verða þjónustu- deildir, svo sem slysastofa, rönt- gen, rannsóknarstofa, skoðunar- og viðtalsherbergi, ritaraherbergi, skrifstofur, spennistöð, vararaf- Lá á miðjum vegi UNGUR maður slasaðist þeg- ar hann varð fyrir bifreið á Hafnarfjarðarvegi rétt innan við Goðatún um tvöleytið i fyrrinótt. Maðurinn lá á miðjum veg- inum þegar bifreið bar að og varð slysi ekki forðað. Talið er að maðurinn hafi verið drukkinn. Skákmóti frestað Helgarskákmótinu, sem fram átti að fara á Neskaup- stað um helgina, var frestað þar sem ekki var flogið austur á föstudag. Líklegt er, að helgarskákmótið fari fram á Neskaupstað um næstu helgi. gang, þvottahús, búningaherbergi starfsfólks og eldhús. Hluti þjón- usturýmis er hannaður með frek- ari stækkun Sjúkrahússins fyrir augum svo sem eldhúsið. Neðri hæðin verður samtals 1025,4 fermetrar. Húsið verður því alls 2033,7 fermetrar en var áður 731,6 fermetrar. Hönnuðir þessa húss voru Arki- tektastofan s.f., arkitektar Örn- ólfur Hall og Ormar Þór Guð- mundsson, innanhússarkitekt Gunnar Einarsson. Fjarhitun hf., Rafteikning hf., og Hönnun hf. Framkvæmdir hafa annast frá byrjun byggingarframkvæmda, Bragi Pálsson, Samtak og Reynir hf. Framkvæmdadeild Innkaupa- stofnunar ríkisins hefur umsjón með verkinu af hálfu verkkaupa, umsjónarmaður er Björn Sigurðs- son. I tilefni þessa áfanga í heil- brigðismálum Suðurnesjamanna efnir Starfsmannaráð Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs til list- sýningar á göngum sjúkrahússins og sýna eftirtaldir listamenn verk sín: Magnús Á. Árnason, Eggert Guðmundsson, Steinunn Mart- einsdóttir, Vilhjálmur Bergsson, Ása Óiafsdóttir, Gunnar örn og Jóhann G. Jóhannsson. Listamenn þessir eiga það sam- merkt að vera fæddir á Suðurnesj- um eða ættaðir þaðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.