Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980 25 átti ólokið sínu læknisnámi, svo Valgarður fór að starfa á Rann- sóknastofu Háskólans í meina- fræði í 2 ár, meðan hann beið eftir henni. Síðan lá leiðin til vísinda- starfa í London í 8 ár, þar sem hann var við rannsóknir í frumu- líffræði, aðallega við krabba- meinsrannsóknir, og varði sem fyrr er sagt doktorsritgerð við Lundúnaháskóla um áhrif krabba- valdandi efna á orkubúskap fruma. Þau hjónin fluttu svo heim frá London fyrir ári. Nú vinnur Valgarður við Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði og kennir frumulíffræði við læknadeild Há- skólans. — En hvernig stendur á því að raunvisindaþjálfaður maður snýr sér að leikritagerð? — Það eru alls ekki eins miklar þversagnir í því og ýmsir virðast halda og eins og fram kom í fyrstu spurningum þínum, segir Valgarð- ur. — Dramatík er víðar en á leiksviði. Líffræðin geymir sögu af dramatískum átökum. Mig langaði að þýða hana — af tungu raunvís- indanna yfir á mannamál. Saga íslendinga er skráð í gömlum handritum. Saga manna og dýra er skráð í kjarna eggfrumunnar — aftur í eldfornan tíma. Þróunar- saga þeirra. Og fóstrið endurtekur í uppvexti sínum alla þessa nýju sögu. Það má kalla eggdýr kon- unnar sögu manns. — Haltu áfram. — Fóstrið kemst ekki til manns nema ganga í gegn um þessa sögu alla. Sagan er því fóstrinu lífsskil- yrði. Efnishyggjumaður á þar von — Meira um drama Hffræð- innar. — Tökum spurninguna um framhaldslíf. Marga langar að lifa áfram. Ef maður trúir ekki kenn- ingum kirkjunnar, þá sér líffræðin leið. Með því að koma kynfrumun- um í fóstur. Efnishyggjumaður á þar von. Eggdýr konu má því kalla von manns. Og sögu, eins og við komum inn á áður. — Það er greinilega nóg skáldskaparefni i liffræðinni. En kemur samt á óvart. Venjulega hugsar maður sér liffræðivísinda- menn sem „sérfræðinga." — Undarlega margt eðli manna sést hjá dýrum líka, allt niður í einfrumunga. — Nú stundar þú rannsókna- störf og gagnrýnir jafnframt i leikritinu þróun visindanna. — Máttur líffræðivísindanna er ofmetinn. Geta læknisfræðinnar minni en almennt er talið. Það þarf að leiðrétta þessa oftrú á læknisfræði og vísindum almennt. Til langlífis er vænlegra að treysta móður náttúru, en að treysta á að læknisfræðin geti lagfært sködduð líffæri, skaddað- ar frumur. Það er reyndar vaxandi skilningur á þessu. Svokölluð „fyrirbyggjandi læknisfræði" er metin meira í seinni tíð. — Skýrðu þetta nánar. — Efnisleg gerð mannslíkam- ans er það flókin, að til góðrar heilbrigði er vænlegst að fjarlægj- ast ekki aðferðir náttúrunnar um of. Það er enn langt þangað til við vitum hvað við eigum að éta. Hvað þá annað. Stór hluti af því, sem svokölluð „vísindi" eru að segja reynist síðar haldlaust. Náttúran sjálf er reynsla, það sem reynt hefur verið. Tilraun, experiment, sem búið er að vera í gangi í milljón ár. Við, vesælir menn, förum í „framhaldsnám," tvö—þrjú ár, komum heim með kenningar. Ég treysti betur niðurstöðum af til- raunum, experimenti, sem reynt hefur verið í milljón ár heldur en þeirri, sem gerð er á tveimur árum. Samt er þetta „tveggja ára nám" kallað sannleikur og við fjarlægjumst aðferðir náttúrunn- ar. Menningararfleið okkar er líka niðurstaða, niðurstaða af óra- langri tilraun forfeðranna um lífsaðferðir. Það, ætlum við líka að forsóma. Nei, ég hefi áður sagt þá skoðun mína að maðurinn sé óvitrari tegund en hann heldur, en um leið meira spennandi — en hann heldur sjálfur. Hellenska akademían hafði yf- irsýn. Háskólar nútímans eru skiptir niður í deildir, veggir á milli. Það þykir ekki lengur nauð- synlegt að hafa yfirsýn. Nægir að vera „sérfræðingur". Þetta er röng þróun. Spurðu mig um uppeldis- mál, mér sýnist að þar þurfi ýmislegt að laga. — Gott og vel. Þú talar. Tilfinningarnar kældar — Við sinnum ekki því að rækta tilfinningalíf barna. Það er auðvelt að kála því með öllu. Og er gert í stórum stíl. Fólk er dofið. Svoleiðis mannlíf er leiðinlegt. Lífsleiði, skólaleiði, er þetta ekki mislukkun hjá okkur? Við ölum börn upp samkvæmt einhvers kon- ar hámarks-afurða-stefnu. Til að ná sem mestum fallþunga eins fljótt og unnt er. En börn þurfa ekki bara fæði og skæði, heldur lika næði og nóg svæði. ísland er svo mikið öðru vísi en önnur lönd, að við verðum að taka upp eigin aðferð í þessum efnum, enda mislukkun í öðrum löndum nóg til að varast. Ef mannlíf á íslandi á að vera kópía af mannlífi í útlöndum, léleg kópia af lífi annars fólks, já, þá er ég farinn. Annars kaus ég að flytja til íslands, af því að mér þykja íslendingar með skemmtilegasta fólki, sem ég hefi kynnst. Hressir, ófalsaðir. Reyndar mun landið sjálft hafa átt sinn þátt í heim- fíutningi okkar. Laxinn leitar upp í ána sína, hestar strjúka heim, man sauður hvar lamb gengur og römm er sú taug er rekka dregur o.s.frv. Landið á að skilgreinast sem Hstasafn, 103 þúsund ferkíló- metrar að stærð. Fjöllin hér í kring um Reykjavík eru mér mikið verðmæti. Siðustu vikur einkum fjöllin i suðrinu. Allt er þetta einskis virði ef búið er að kæla tilfinningar fólks. Það gerir fólk fátækt. Það eru öreigar nútímans. Og með þessari brýningu ljúk- um við samtalinu, þótt margt sé enn ósagt af frjóum og ferskum hugmyndum dr. Valgarðs Egils- sonar. _ E. Pá. Valgarður teiknar og málar. Teikningarnar hér á síðunni eru úr leik- ritinu hans og fylgdu handritinu. Þær eru prentaðar með því í bókinni, sem út kemur hjá Almenna bókafélaginu samtímis því sem leikritið verður sýnt í Þjóðleikhúsinu. Hitablásarar fyrir ga$ 09 olíii Skeljungsbúðin Suðurlandsbraut 4 simi 38125 Heildsölubirgöir: Ske^ungur hf. Smávörudeild-Laugavegi 180 simi 81722 VARAHLUTIR PRESTOLITE KERTI OLÍUSIGTI LOFTSIGTI BREMSUKLOSSAR BREMSUBORÐAR AURHLÍFAR HOSUKLEMMUR BLOKKÞÉTTIR VATNSKASSAÞÉTTIR HOLTS CATALOY BODY FYLLIR PAKKNINGARLÍM GUN - GUM FIRE - GUM PUST ÞÉTTIEFNI PÚSTKLEMMUR GEYMASAMBÖND GEYMASKÓR INNSOGSBARKAR KERTALYKLAR FELGUKROSSAR ILMGLÖS DEKKJAHRINGIR LOFTDÆLUR ogmargt fleira. Sendum í póstkröfu um land allt. o KRISTINN GUÐNASON Hf. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633 ÞU AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.