Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980 27 af fólki og við ætluðum ekki að komast í gegnum þröngina að hóteldyrunum. Roberto fór strax að slást við ljósmyndarana — þannig var hann vanur að koma fram við þá. Hann barðist með hnúum og hnefum og reyndi að ryðja okkur braut að dýrunum. Hann tætti jakkann utan af ein- um, þannig að ekkert var eftir nema ermin, en daginn eftir sá hann svo eftir því að hann sendi manninum nýjan jakka. Loks tókst okkur að komast inn í vistarverur Robertos þar sem mér hafði verið búin dýrleg veizla. Allir vinir Robertos voru þar samankomnir. Federico Fellini hafði fest dýrlegar litlar skop- myndir á veggina — það voru myndir af okkur Roberto og Stromboli. Roberto hafði stráð litlum gjöfum handa mér um alla íbúðina. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið." Roberto Rosselini þótti Ingrid Bergman mjög eftirsóknarverð. Hún var fögur. Hún var kona annars manns. Hún var fjörug og fyndin, en átti þó til alvöruþrung- inn ákafa, sem hann bar ekki skynbragð á. Roberto kastaði tíu knöttum í loft upp í einu og stóð nokkurn veginn á sama hvernig honum tækist að halda þeim á lofti eða hvort honum tækist það. Slíkt var fjarri Ingrid. Hún ein- beitti sér að einu í einu. Annað hefði verið andstætt skapgerð hennar. Bros hennar lýsti upp alla persónu hennar og þegar hún hló var hláturinn engin uppgerð. Hlátur hennar var innilegur og kom skyndilega. Eins og gengur og gerist með ítalska karlmenn var Roberto ekki sjálfstrausts vant þegar kvenfólk var annars vegar, en Ingrid var öðruvísi. Hún kom honum stöðugt á óvart. Ekki var unnt að hugsa sér ástríðufyllri elskhuga en Roberto. Hann var reiðubúinn að leggja allt í sölurnar fyrir ástina. Ást hans á Ingrid var eldheit. Hann þráði hana stöðugt og tók ekki í mál að missa hana úr sjónmáli eitt and- artak. Fyrstu helgina, sem Ingrid var á ítalíu, brunaði rauða Cisitalian út á Via Appia og suður úr borginni. Meðfram veginum gaf á að líta fornminjar og hvert smáþorpið eftir annað þaut hjá. „Enn á ég fallega mynd þar sem ég virðist ótrúlega hamingjusöm. Hún er tekin á litlum dansstað. Mig minnir að það hafi verið í eina skiptið, scm ég dansaði við Rob- erto. Hann kann nefnilega alls ckki að dansa, en þetta kvöld gerði hann það samt. Eg held að hann hefði gert hvað sem var til að koma sér í tnjúkinn hjá mér ..." „Hvar sem við fórum voru ljósmyndarar á hælunum á okkur, en Roberto var svo rólegur og sæll með sig að hann blakaði ekki við þeim." Fyrir kom að Ingrid gat með engu móti fylgzt með því sem roberto tók sér fyrir hendur, og enn síður datt henni í hug að taka hann alvarlega. Slíkt átti sér stað þegar þau áttu leið um Salerno, sem stendur niðri við ströndina, en þá komst hún í kynni við aðferð, sem hann notaði í ríkum mæli við gerð kvikmynda sinna. Hann lagði bílnum rétt við bað- strönd, þar sem hópur fiskimanna var að dytta að bátum srium, og sagði við hana: „Bíddu hér, ég ætla að fara og finna handa þér mótleikara." Ingrid hélt að þetta ætti að vera brandari og hló hjartanlega. Tuttugu mínútum síðar kom hann og sagði: „Ég er búinn að útvega þér tvo, hávaxinn, mjög myndarlegan strák og annan, sem er lágvaxinn. Þú getur valið þegar við komum til Strom- boli." Það var ekki fyrr en hún kom til Stromboli að hún komst að því að hann var alls ekki að gera að gamni sínu, heldur hafði hann sett báða þessa ungu menn á launa- skrá. Árið 1949 var vegurinn með- fram ströndinni mjórri en nú, þorp og bæir í þessu undurfagra héraði, þar sem frjósamir dalir á milli fjalla brostu við sólu, voru afskekkt og frumstæð. Þau sveigðu út af strandveginum og óku í áttina að smábænum Cant- anzaro þar sem Roberto hafði ákveðið að gista. Bersýnilega höfðu legátar meistarans gert borgarstjóranum viðvart, því að bæjarbúar stóðu í sexföldum röð- um meðfram mjóa aðalstrætinu til að fagna þeim. „Þetta var engu líkt. Allir skól- ar voru lokaðir. Krökkunum hafði verið gefið frí, eins og þetta væri konungsheimsókn. Við námum staðar við gistihúsið. Alls staðar voru blóm, anddyrið var fullt af blómum, og þegar við gengum upp stigann var þreföld röð af fólki á báðar hendur. Svefnherbergið mitt — þú hefðir átt að sjá svefnherbergið og stóra rúmið sem þar stóð fagurlega uppbúið með silkilökum, blúndulöguðum. Og hver stóð í miðju herberginu nema borgarstjórinn til að skýra mér frá því að þetta væru sjálfar rekkjuvoðirnar sem hann og hans ektakvinna hefðu notið brúð- kaupsnæturinnar við fyrir nokkr- um árum. Hvort ég vildi vera svo vinsamleg að skrifa nafnið mitt á þær þegar mér þóknaðist að rísa úr rekkju næsta morgun." Ferðin var bæði viðburðarík og eftirminnilg. En þrátt fyrir það, að ítalir hafi löngum verið góð- kunnir fyrir umburðarlyndi sitt gagnvart elskendum var samvizka Ingrid sú samvizka, sem lúterskir strangtrúarmenn í Svíþjóð höfðu mótað, farin að segja til sín um það leyti sem þau komu til Amalfi. Þar gerði hún sér grein fyrir því að ekki væri lengur hægt að fresta því að sýna Petter fulla hrein- skilni, hversu sársaukafullt og erfitt sem henni veittist að skrifa honum bréf. Hún skrifaði uppkast margsinnis, en tókst loks að koma saman þessu bréfi: „Petter kær. Það verður mjög erfitt fyrir þig að lesa þetta bréf og það er eklci síður erfitt fyrir mig að skrifa það. En ég sé engin önnur ráð. Gjarnan vildi ég útskýra allt í smáatriðum frá upphafi, en ég held að þú vitir nóg um þetta. Ég gæti beðizt fyrirgefningar, en það væri fáránlegt. Það er ekki allt mér að kenna og hvernig ættir þú að geta fyrirgefið mér að vilja vera hjá Roberto? Ég ætlaði ekki að verða ástfang- in og setjast að á ítalíu. Það veiztu að er satt, ekki sízt eftir allar bollaleggingar okkar og framtíð- ardrauma. En hvernig get ég gert að því og hvað gæti ég gert til að breyta því? I Hollywood fór ekki framhjá þér að ég varð stöðugt hrifnari af Roberto. Það getur heldur ekki hafa farið framhjá þér hvað við erum á margan hátt lík og að við höfum sama brennandi áhuga á sama starfinu, auk þess sem lífsskoðun okkar er hin sama. Ég hélt að ég mundi ef til vill sigrast á tilfinningum mínum í hans garð þegar ég sæi hann í upprunalegu umhverfi, en það var nú eitthvað annað. Ég þorði ekki að tala meira við hann enég talaði við þig. Ég vissi ekki að tilfinn- ingar hans væru svona djúpstæð- ar. Petter minn, ég veit að þetta bréf fellur líkt og sprengja á heimili okkar, hana Piu okkar, framtíð okkar og fortíðina sem svo mjög hefur einkennzt af fórn- fýsi þinni. Og nú stendur þú einn í rústunum og ég er ófær um að rétta þér hjálparhönd. Enn er það ég sem bið um fleiri fórnir og meiri hjálp. Kæri, aldrei hélt ég að ég ætti eftir að lifa þessa stund, ekki eftir allt sem við höfum gengið i gegnum saman, og nú veit ég hreint ekki hvað ég á til bragðs að taka. Veslings pabbi litli, en líka veslings mamma litla." Hefði Petter Lindström tekið sér flugfar til ítalíu og skotið þar til bana Roberto Rosselini, og jafnvel Ingrid Bergman líka, hefðu dómstólar vissulega komizt að þeirri niðurstöðu að hann hefði framið morð, en samkvæmt ítölsk- um lögum hefði hann ekki verið sekur fundinn um annan glæp en ríkar og skiljanlegar mannlegar tilfinningar. En slíkt og þvílíkt var fjarri Petter. Hann var með fullu viti. Hann var í andlegu jafnvægi. „Knn á ég fallega mynd. Aö tjaldabaki með Kirk Douglas Með Cary Grant í leikhléi í París Hann hafði sómatilfinningu. Hann tók málið til vandlegrar yfirvegunar, en aðhafðist ekkert fyrr en niðurstaðan var fengin. Það hlaut að vera eitthvað að Ingrid. Hann þekkti konuna sína. Hann varð að hitta hana. Ef henni var alvara þá varð hún að koma heim og segja Piu sjálf frá því að öllu væri lokið. Þá mundi hann sætta sig við þetta. Hann sendi skeyti og flaug síðan til New York. „I mörg ár hafði ég verið að bíða eftir einhverjum sem léti mig fara frá honum. Það kom í hlut Robert- os. Ég hafði aldrei látið mér til hugar koma að heimurinn færi á hvolf..." Sú bjartsýni fékk skjótan endi. ítölsk blöð eru álíka næm fyrir ilminum af „amore" og hákarlar fyrir blóðlykt. Stromboli moraði af dulbúnum blaðasnápum, — sumir í gervi fiskimanna, aðrir í gervi ferðamanna, og einn var jafnvel í munkakufli. Vangavelturnar upphófust um leið og Ingrid sté fæti sínum á rómverska grund og leit ástaraug- unum á Roberto. Leikurinn æstist þegar þau fóru í ferðalagið til Capri og náði hámarki þegar heilsíðumynd birtist í Life, þar sem þau héldust í hendur í Amalfi. Hvað Petter áhrærði kom reið- arslagið með bréfinu. Eitt vildi hann láta hana vita: „Ég hef ekkert að gera með eiginkonu, sem langar ekki til að vera hjá mér." Samt kærði hann sig ekki um að halda að sér höndum og láta hana hegða sér svo hneykslanlega. Hún yrði að gera sér grein fyrir því að skilnað fengi hún ekki nema hún sneri aftur til Bandaríkjanna til að ræða málið við hann. Og hvað átti þessi viðbjóðslega sýningarstarf- semi að þýða? Hann var sannfærður um að þegar ástarsambandið hófst hefði hún ekki gert sér grein fyrir óhjákvæmilegum afleiðingum þessarar framkomu. Eða vissi hún ekki að Rosselini var kvæntur maður í kaþólsku landi, og að hennar biði ekki annað hlutskipti en það að taka við af Önnu Magnani sem frilla hans? Á ítalíu fengist aldrei viðurkenning á nokkru hjónabandi Rosselinis. Það gat vel verið að Roberto Rosselini — Petter talaði jafnan um hann sem „ítalann þinn" — hefði bæði persónutöfra og list- ræna hæfileika, en var óhætt að treysta honum? Hafði hann kannski ekki reynt að græða peninga á því að selja ljósmyndir af fyrsta bréfinu sem hún hafði skrifað honum, bréfinu þar sem hún kvaðst hafa áhuga á að starfa með honum? Hún hafði þekkt Petter í fjórtán ár. Hún vissi að honum mátti treysta í hvívetna. Nú sór hann við minningu móður sinnar að „ítal- inn" hefði fullvissað hann um það, þegar hann gekk út frá þeim heima í Beverly Hills, að sér gengi ekki annað til en það að búa til stórkostlega kvikmynd. Það væri óhætt að treysta honum fyrir Ingrid, hann mundi sjá til þess að hún yrði ekki fyrir barðinu á kjaftakindum. Honum þætti vænt um Petter eins og „bróður sinn", og ætlaði svo sannarle'ga að kynna hana fyrir Önnu við fyrsta tæki- færi, eins og Petter hafði lagt til. En Roberto hafði séð til þess að Anna væri farin til London áður en Ingrid kom til Rómar. Hann hafði einangrað Ingrid frá vinum hennar og sá til þess að enginn næði sambandi við hana. Hann hafði svikizt aftan að Petter, sem hafði fært honum í rúmið á hverjum morgni og jafnvel útveg- að honum peninga til að ganga frá persónulegum skuldum. - Á.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.