Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980 STOFNFUNDUR Félags bókagerðar- manna verður haldinn í dag að Hótel Sögu, en félagið, sem verið hefur í undirbúningi í nokkur ár, tekur við af þremur stéttarfélög- um, elzta stéttarfé- lagi landsins, Hinu íslenzka prentarafélagi, Bókbindarafélagi ls- lands, sem stof nað var 1934 og Grafiska sveinafélaginu, sem að- eins er 7 ára og er kannski barn þeirr- ar tæknibyltingar, sem orðið hef ur og er að verða í prentiðnaði. Þessi f élög ganga nú saman í eitt stétt- arfélag, sem á „að standa vörð um hags- muni félagsmanna á vinnumarkaði og í atvinnumálum al- mennt." Stofnfundur Félags bókagerðarmanna er í dag: brjú stéttarf élög einast í einu 720 manna Stjórn hins nýja félags og sam- einingarnefnd félaganna þriggja boðuðu blaðamenn á sinn fund nú í vikunni til þess að kynna þessi tímamót í sögu prentiðnaðarins á íslandi. Hið nýja félag, sem kemur til með að telja 720 félagsmenn, mun taka við eignum og skyldum félaganna þriggja um áramót, en þá verða gömlu félögin lögð niður. Fyrsti formaður hins nýja félags er Magnús Einar Sigurðsson og hafði hann aðallega orð fyrir félögum sínum á blaðamannafundinum, sem haldinn var í húsi HIP, að Hverfis- götu 21. Sameiningin Magnús Einar Sigurðsson rakti að nokkru aðdraganda að sameiningu félaganna og sagði m.a.: Fyrir nokkrum árum sóttu offsetprentar- ar um aðild að HIP, en því miður ríkti þá sú skammsýni í félaginu, að aðild þeirra var hafnað, þar sem prentarar þá töldu að starf offset- prentara væri ekki þess virði að geta kallast iðn. Þetta breyttist þó fljótt og á árinu 1%8 hófust fyrstu alvarlegu viðræðurnar milli félag- anna þriggja um stofnun eins félags prentiðnaðar- eða bókagerðar- manna. Upphaflega voru hugmyndir uppi um stofnun sambands félag- anna, en frá því var horfið og síðustu 2 til 3 árin hefur eingöngu verið unnið að því að stofna eitt landsfélag bókagerðarmanna. Sex menn hafa átt sæti í sameiningar- nefndinni, 2 frá hverju félagi. Magnús kvað margar iðngreinar myndu sameinast í þessu félagi, auk óiðnlærðs fólks. Því hafi verið nauðsynlegt að hafa ýmsa varnagla í lögum félagsins, a.m.k. fyrst í stað. Félagið verður rammi þriggja iðn- sviða og stjórnarmenn verða tveir frá hverju þeirra, en síðan er það látið ráðast, hvaðan formaðurinn kemur. Með stjórn mun starfa sérstök iðnréttindanefnd. Þessi tvö atriði kvað Magnús Einar Sigurðs- son sett í lög félagsins til þess að eyða tortryggni innan félagsins og til þess að tryggja að ekki sé gengið á rétt neins hóps innan þess. Tæknibreytingar aðalástæðan Magnús Einar kvað það von aðstandenda hins nýja Félags bóka- gerðarmanna, að stofnun þess myndi gjörbreyta aðstöðu fólksins, sem innan þess yrði. Hann kvað nauðsyn sameiningar fyrst og fremst vera vegna örra tæknibreyt- inga, sem félagið yrði að takast á við og það væri trú manna, að samein- aðir geti prentiðnaðarmenn betur tileinkað sér nýju tæknina og varið það starfssvið, sem félagið ætti. Hann kvað stöðugt fleiri og fleiri starfshópa í þjóðfélaginu koma inn á löghelgað svið bókagerðarmanna og þetta væri ekki aðeins vandamál einnar iðngreinarinnar, heldur allra þriggja. Formaður Félags bókagerðar- manna taldi því næst upp þessi vandamál. Hann kvað setningu eiga sér stað nú a'f ýmsum aðilum „úti í bæ", sem síðar væri notuð til þess að framleiða prentgripi. Eitt stærsta vandamálið kvað hann þó vera það, að ýmis stór fyrirtæki hins opinbera og í einkarekstri, hefðu komið sér upp eigin prentsmiðjum til innan- hússprents, sem síðar gæti verið dreift til almennings. „Þetta er óeðlileg þróun að okkar mati," sagði Magnús Einar Sigurðsson. Samstarf við önn- ur launþegafélög Félag bókagerðarmanna ætlar að eiga samstarf og samvinnu við önnur stéttarfélög og samtök. Fé- lagið verður ekki sjálfkrafa aðili að Alþýðusambandi íslands, en tvö af gömlu félögunum þremur eru aðilar að ASÍ, HIP og BFÍ. Magnús Einar kvað skiptar skoðanir innan nýja félagsins um aðild að ASÍ, en ákveðið væri að efna eftir áramót til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal fé- lagsmanna um aðild að Alþýðu- sambandinu. Þá mun félagið eiga samstarf við bræðrafélög á Norður- löndum og verður það sjálfkrafa aðili að Nordisk grafisk union, NGU og International Graphical Federa- tion, IGF, sem eru alþjóðasamtök prentiðnaðarfólks. Leitað verður eftir nánara sam- starfi við fleiri launþegafélög, þar sem störf bókagerðarmanna hafa spunnizt mjög saman við störf annarra á síðari árum. HÍP hefur haft samstarf við nokkur stéttarfé- lög og nefndi Magnús Einar þar sérstaklega Blaðamannafélag fs- lands, sem hann kvað hið nýja félag verða að taka upp nána samvinnu við til þess m.a. að koma í veg fyrir að félögunum yrði att saman, þegar um sameiginleg hagsmunamál þeirra yrði að ræða. Kvað hann nýja félagið myndu stefna að því að gera samstarfssamning við Blaðamanna- félagið. Sams konar samvinnu myndi félagið vilja hafa við Verzl- unarmannafélag Reykjavíkur, en öll félögin þrjú yrðu að standa sameig- sam- félagi inlega gegn atlögu atvinnurekenda í framtíðinni. Aukin útgáf u- starfsemi Hið nýja félag ætlar að auka mjög útgáfustarfsemi innan félagsins. Málgagn félagsins verður hið gamla málgagn HIP, „Prentarinn", og Frá blaðamannafundinum að Hverfisgötu 21 í vikunni, þar sem sameining félaganna þriggja var kynnt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.