Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980 15 Flestir sem reyna fálka- smygl héðan komast trú- lega óáreittir af landi brott Grein: Ágúst Ingi Jónsson / Myndir: Emilía B. Björnsdóttir og íleiri - , r" *¦ \ « -----..— m * >; • ¦if • i || '¦ ,* ^ * , -.: ¦ . ..- |,| * t I ?*V ' *i f* *% %£ ^r^l .1* 1 * f / — Góðan daginn, sagði fálkaunginn er ljósmyndarinn heimsótti Keldur i sumar, en hinn lét sem hann svæfi. Fyrir rúmum 10 árum kom þessi fálki i heimsókn i Garðabæinn, sem þá var hreppur, og hreyfði sig varla þó fólk nálgaðist. Ævar Petersen sleppir einum fálkaunganna, sem Austurríkismennirnir reyndu að smygla héðan i sumar. Ekki er gerla vitað hver afdrif fálkaunganna urðu, en til tveggja þeirra spurðist þó eftir að þeim var sleppt, en þeir voru þá mjög misvel á sig komnir. heilbrigði fálkanna. Með þessari grein sendi ég heilbrigðisvottorð fyrir fálkana, en það fannst í fórum höfuðpaursins. Það hafði verið gefið út í annað sinn áður en hann kom til landsins og því er það falskt eins og slíkt vottorð framast getur verið. I fjórða lagi stendur í nefndri grein, að maðurinn haldi því fram, að hann hafi ekki brotið íslenzk lög og að sektin, sem þeir sættu hafi verið afleiðing af því, að þeir reyndu að komast yfir dýralækna- vottorð. Þetta er auðvitað fölsun eins og þegar hefur komið fram. Til viðbótar öllu þessu fylgir hér með afrit af bréfi, sem ég fékk frá höfuðpaurnum fyrir fáeinum dög- um. í því reynir hann að múta mér með því að bjóða mér mikla fjárupphæð fyrir fálkana, sem voru í minni umsjón og hafði ekki verið sleppt er hann skrifaði bréfið. Tilraun til þess að múta opinberum starfsmanni er frekleg móðgun. LÍKT VIÐ EITURLYFJASMYGL Að loknum lestri skýrslu Ævars Petersen er ljóst að ekki stendur steinn yfir steini í frásögn Aust- urríkismannsins og tekur þó stein- inn úr er Ævar segir frá þeirri ósvífni mannsins að bjóða fugla- fræðingnum formanni Fuglafrið- unarnefndarinnar stórfé fyrir að taka þátt í lögbroti. I fyrrnefndri grein í Dagens Nyheter er smygli á fálkum og öðrum fuglum líkt við skipulagt eiturlyfjasmygl stórglæpamanna. Þar er sagt að hvert ár séu framin að minnsta kosti 1200 slik brot í Svíþjóð og sagt er að sænsk tollyfirvöld eigi enga möguleika á að koma í veg fyrir smygl á fuglum og eggjum, en hvort tveggja sé mun útbreiddara þar í landi en menn hafi hugmynd um. A síðastliðnum árum hafi fjöldi Vestur-Þjóðverja þó verið hand- teknir í Svíþjóð og hafi bílar þeirra iðulega verið hlaðnir dauð- um fuglum, einkum friðlýstum tegundum. Segir í greininni að um 20 Þjóðverjar lifi á því og engu öðru að ala og selja tamda fálka. Þessi ólöglega atvinnugrein er margvísleg og má í þvi sambandi nefna dauða fugla, sem stoppaðir eru upp, lifandi ungfugla, sem síoan eru tamdir til veiða, egg fyrir eggjasafnara og síðast en ekki sízt egg, sem tekin eru úr hreiðrum og klakin út í sérstökum tækjum. Taminn fálki er seldur á 8—18 milljónir islenzkra króna í V-Þýzkalandi, en fyrir tvöfalda þá upphæð sé hann seldur áfram til annarra landa, segir Dagens Ny- heter. Blaðið segir ennfremur, að líklegt sé að i suðurhluta V-Þýzka- lands eða Belgíu sé miðstöð þessa fuglasmygls. SMYRILL EYKUR LÍKUR Á FÁLKASMYGLI Hérlendis er örugglega ekki eins mikið um slíka starfsemi og í Svíþjóð, en þó hafa á undanförn- um árum komið upp nokkur slik mál. Kunnugir telja þó að aðeins hafi komizt upp um lítinn hluta þeirra manna, sem komið hafa til landsins þeirra erinda að ná sér í fálka eða aðra fugla. Með sigling- um Smyrils til landsins hafa möguleikar smyglaranna aukizt og sagði Ævar Petersen frá því í samtali við Mbl. í sumar, að búast mætti við „að tilkoma Smyrils hafi opnað tiltölulega auðvelda leið fyrir fólk til að hafa á brott með sér ýmsa náttúrugripi, steina, fugla og plöntur." Árið 1976 fundust fimm fálka- ungar í handtöskum á kvenna- salerni á Keflavíkurflugvelli. Fálkar þessir voru teknir úr tveimur hreiðrum á Norðurlandi í júnímánuði, en hverjir þar voru að verki er Mbl. ekki kunnugt um. í Mbl. frá 27. júní 1976 er Grétar Haraldsson, stöðvarstjóri á Kefla- víkurflugvelli, spurður hvort hann viti hverjir hafi ætlað að flytja fálkaungana úr landi: „Ung erlend hjón fóru áberandi seint um borð í eina flugvélina, sem fór héðan til Þýzkalands í gærmorgun," sagði Grétar. Athygli vekur að þessir fuglar voru komnir í gegnum gegnumlýsingartæki þau, sem eru á flugvellinum. Fimmta júní 1978 voru þýzkir fálkaungaþjófar handteknir í Reykjavík eftir að þeim hafði verið veitt eftirför á ferð um landið í fimm daga. Þarna voru á ferð feðgar, sem þekktir eru um alla Evrópu fyrir fálkasmygl og stuld. Við handtökuna fundust útungunarvélar í fórum þeirra feðga, búnaður til að fanga fugla og einnig langvíuegg. Þeim var tafarlaust visað úr landi, en Út- lendingaeftirlitð hafði fengið fregnir af komu mannanna hingað til lands. Annar mannanna hafði áður verið dæmdur á ítalíu og gerður þaðan brottrækur. Hann var þó það forstokkaður að hann lét dóminn ekkert á sig fá, heldur hélt hann yfir landamærin á ný til að freista þess að ná fuglum, sem hann vissi um á ákveðnum stað. Áður hefur verið greint frá tilraunum Austurríkismannanna til fálkasmygls, en fleiri komu hingað til lands i þessum erinda- gjörðum í sumar. Útlendingaeft- irlitið fékk á sínum tíma fréttir af hingaðkomu brezks fálkasmyglara og var tekið á móti honum um leið og maðurinn steig fæti á islenzka jörð. Dvöl hans varð ekki löng hér á landi, þvi hann var sendur utan strax daginn eftir. Af framansögðu má ljóst vera, að fálkasmyglarar hafa beint sjónum sínum í átt til íslands. Hversu oft þeir hafa haft árangur sem erfiði er ekki ljóst. KONUNGLEGAR VINARGJAFIR Það er ekki nýtt að fálkinn sé eftirsóttur. í Heimskringlu er að finna eftirfarandi í ræðu Einars Þveræings í Ólafs sögu helga: „En hitt kalla ég vel fallið, að menn sendi konungi vinargjafir, þeir er það vilja, hauka eða hesta, tjöld eða segl, eða aðra þá hluti er sendilegir eru." Víða í fornsögum íslendinga er minnzt á fálka og fálkaveiðar, en þessir fuglar þóttu miklar gersemar og tilvaldar kon- ungsgjafir. I Fuglabók Fjölva er sagt frá íslandsfálkanum á eftirfarandi hátt: „Glæsilegastur og frægastur veiðifugl er íslandsfálki eða valur- inn, sem á heima á íshafsströnd- um hringinn í kringum heim- skautið, en hann er ljósari en flestir aðrir fálkar, snjóhvítur að neðanverðu með svörtum lang- strikum, en ljósgrár á baki og vængjum. Hann lifir að mestu leyti af fuglum, sem hann tekur á flugi. Aðalbráð hans hér á landi, ekki sízt yfir vetrarmánuðina, er „systir hans" rjúpan, en einnig sækir hann í svartfugl, svo sem lunda, og tekur endur og ýmsa minni vaðfugla og mófugla, og kemur fyrir að hann tekur fugla á jorðu. Auðþekkt er aðkoma að fugli, sem fálki hefur étið, því hann rífur og tætir fiðrið út um allt íslenzki fálkinn var áður eftir- sóttur veiðifugl. Tók konungur sér einkarétt á honum og lét hand- sama fyrir sig. Var þeim safnað saman í fálkahús til útflutnings og eru til minja örnefni um það eins og Valhús á Seltjarnarnesi. Fálkahús stóð í Reykjavík fram á síðustu öld þar sem nú er Hafnar- stræti 1. Allra hæst var metið nærri alhvítt afbrigði af íslenzka fálkanum, sem oft fyrirhittist hér á landi, og er nær eingongu á Grænlandi, kallast grænlenzk deilitegund. Fálkaveiðar voru útbreidd heldrimanna íþrótt á miðöldum og góður vel taminn fálki var gulls ígildi. Þeir glæsilegustu gengu sem gjafir milli konunga. Áður en veiðar hófust var brugðið hettu SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.