Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980 Floti nótaskipa að veiðum við bryggj- urnar á Eskifirði Kskifirói. 5. nóvember. í MORGUN <>k allan daj? hefur verið óvenjuleiít um að litast hér á pollinum á Eskifirði. Þótt síldveiði hafi staðið lenKÍ úti á Reyðarfirði hefur hún ekki verið hér inni á firðinum fyrr en í morKun. Ilafa 12 nótaskip verið á veiðum hér við hryKKjurnar ok þykir morKum nÓK um að sjá allt að þúsund tonna úthafsnótavciðiskip að veiðum hér í fjörunni. Þetta byrjaði um áttaleytið í netastaurum, sem standa enn upp úr morgun þegar loðnuskipið Júpiter botninum. Hefur hann örugglega kastaði rétt við Mjóeyrina og var um tvær skipslengdir frá landi með nótina. Fljótlega bættust fleiri skip í hópinn og köstuðu sífellt lengra inn í Eskifjörðinn og núna um þrjúleytið sé ég úr stofuglugganum, að átta skip eru á veiðum, flest með nótina i sjó, en hin eru að búa sig undir að kasta. Sumir hafa jafnvel kastað tvisvar, en lítið hefur frétzt af árangri, nema hvað Búðanes mun hafa fengið þúsund tunnur. Kópur kom með rifna nót og hafði fengið 400 tunnur. Skipstjórar virðast óhræddir við að kasta þó örgrunnt sé og einn kastaði þar sem leifar eru af botn- rifið nótina á þeim. Saltað er í dag hjá Friðþjófi, en Jakob Valgeir kom inn í gærkvöldi með 800 tunnur. Þeir hjá Friðþjófi söltuðu í 10. þúsund- ustu tunnuna á laugardaginn. Mörg loðnuskip hafa og komið með loðnu hingað, t.d. Júpiter, Óli Óskars, Hafrún, Bergur og Arnarnes með fullférmi. I dag kemur Eldborg- in og einhverjir fleiri eru á leiðinni. Júpiter kom inn um helgina og að lokinni löndun hjá bræðslunni tóku skipverjar síldarnótina um borð og kassar voru fengnir hjá frystihús- inu. Þegar Júpiter hefur tekið sinn kvóta af síldinni verður lagt í siglingu og landað í Danmörku. — Ævar. Björn Þórhallsson: Langlíklegast og eðlilegast að Ásmundur verði næsti forsetiASI „ÉG BÝST við ok vona. að þessir hópar, sem nú eru að undirhúa sig fyrir ASÍ-þinKÍð. komi sér saman um tillogur varðandi stjórnun ASÍ <>K ég sckí það hiklaust. að ég tel, að Asmundur Stefánsson sé lanK- líkleKasti og eðlilegasti næsti for- seti ASÍ. Ek skorast hins vegar ekkert undan því að taka að mér störf fyrir verkalýðshreyfinKuna. cf ég finn til þess nagan stuðn- ing." sagði Björn Þórhallsson. formaður Landssambands verzl- unarmanna. er Mbl. ræddi við hann i ga>r i framhaldi af því, að SÍKurður óskarsson, formaður verkalýðsmálaráðs Sjálfstæðis- flokksins, sagði i samtali við hlaðið. að Björn Þórhallsson hefði á fundi framkvæmdaráðs verka- lýðsmálaráðsins orðið við áskorun um „að Kefa kost á sér sem frambjóðandi til forsetaembadtis ASÍ“. Björn sagði, að í ljósi reynslu síðustu ára væri mikill áhugi á því að kjósa Alþýðusambandi Islands forseta og tvo varaforseta og sjáif- ur sagðist hann telja það skynsam- lega leið. „Það er ekkert óeðlilegt, að þeir hópar, sem nú undirbúa sig fyrir þingið, velji sér oddvita úr sínum röðum, en síðan freista menn þess auðvitað að ná samkomulagi um tillögur að stjórn á Alþýðusam- bandinu og þá er fleira inni í myndinni en bara forsetaembætti," sagði Björn. „Það er svo auðvitað það fólk, sem félögin velja til þingsins, sem endanlega ræður því, hvernig forystumálum ASI verður háttað." Björn Þórhallsson Á hverjum rækjubáti er tveggja manna áhöfn og hér sjást þeir Konráð Eggertsson og ólafur Halldórsson að ganga frá rækju í kassa í ísafjarðarhöfn siðastliðinn mánudag. (Ljúsm.: Úlfar) Rækjuvertíð fór vel af stað í Djúpinu ísafirði. i. nóvember. RÆKJUVEIÐAR hófust í tsa- fjarðardjúpi 24. október sl. og eru 37 bátar byrjaðir veiðar, þar af 24 frá ísafirði. Aflamark sjávarútvegsráðuneytisins fyrir veturinn er 2400 lestir og skiptist aflinn eftir ákveðnum reglum milli rækjuverksmiðja á ísafirði, Súðavík og Bolungar- vík. Verksmiðjurnar setja svo hátunum ákveðin aflamörk. þannig að hámarksafli á bát cru 5 lestir á viku, þar af ér hámark 1,5—2 lestir á dag fyrstu tvo daga vikunnar. Að sögn Péturs Bjarnasonar, veiðieftirlitsmanns sjávarút- vegsráðuneytisins, fóru veiðarn- ar vel af stað, afli var jafn og góður. Inndjúpið er þó allt lokað vegna seiðamagns, en veitt er að heita má á öllu svæðinu frá Æðeyjarsundi út í Jökulfirði. Hafrannsóknaskipið Dröfn er nú við seiðarannsóknir í Djúpinu, en ekki tókst í dag að fá nánari fréttir af þeim. Fréttaritari hitti skipverja á mb. Halldóri Sigurðssyni í gær- kvöldi þegar þeir komu að landi. Þeir létu vel af veiðunum, en kvarta yfir mikilli loðnu á sum- um svæðum. Þeir sögðu, að með breytingu á belg rækjuvörpunn- ar hefði tekist að koma að verulegu leyti í veg fyrir smá- fiskaveiði. Síðastliðið sumar var meiri veiði á úthafsrækju en nokkru sinni áður og var landað á ísafirði um 1200 lestum, að sögn Péturs. Töluverðar birgðir af rækju eru nú til hjá verksmiðj- unum og telja forstöðumenn þeirra, að erfitt geti verið að selja framleiðsluna vegna mikils framboðs á hefðbundnum mörk- uðum. — Úllar Málflutningur í Landsbankamálinu fór fram í gær: Dró sér 30-föld árs- laun á 8 ára tímabili MÁLFLUTNINGUR í máli ákæruvaldsins gegn Hauki Heið- Birgir Isleifur Gunnarsson alþm.: Fjöldi fólks kemst í greiðsluþrot næsta ár — ef vaxtafrádráttarheimildir skattalaga verða ekki rýmkaðar „VIÐ VILJUM að sú gamla stefna að aðstoða húsbyggjend- ur haldist og að íyrir hana verði opnað aftur með þessum hætti. Verði það ekki gert mun fjöldinn allur, sérstaklega ungt fólk, sem er að byggja. lenda í greiðsluþroti á næsta ári vegna hárra vaxta og mikilla skatta.“ sagði Birgir ísleifur Gunnars- son, alþingismaður, er Mbl. ræddi við hann i gær um frumvarp til laga um rýmkun heimildar skattalaga til vaxta- frádráttar, sem hann flytur ásamt Halldóri Blöndal. Birgir sagði, að í febrúar í fyrra hefðu verið samþykktar nokkrar breytingar á skattalög- unum frá 1978. Ein af þessum breytingum hefði verið að tak- marka mjög heimildir varðandi vaxtafrádrátt. Bæði hefðu þær verið takmarkaðar við tegund lána, þannig að nú takmarkast vaxtafrádráttur við fasteigna- veðskuldir til þriggja ára eða lengri tíma, sem sannanlega væru notaðar til kaupa á íbúðar- húsnæði til eigin nota, eða aðrar skuldir til sömu nota. Hins vegar nær þessi vaxtafrádráttur þó aðeins til tveggja ára, ef um kaup er að ræða, og fjögurra ára, þegar byggt er og eru þá þau ár, þegar keypt er eða bygging hafin, talin með. Birgir sagði, að áður hefðu allir vextir, hvaða nafni sem þeir nefndust, verið frádráttarbærir og frumvarp hans og Halldórs gerði ráð fyrir að svo yrði aftur. Þá gerði frumvarp þeirra ekki ráð fyrir tímatakmörkunum, því staðreyndin væri sú, að margir húsbyggjendur fleyttu sér áfram á lánaröðum, víxlum og vaxta- aukalánum, í mörg ár áður en jafnvægi kæmist aftur á fjármál þeirra, þannig að framangreind- ar tímareglur væru alltof þröng- ar. Þá væri þess að geta að núgildandi frádráttarupphæðir væru alltof lágar, en þær eru 1,5 milljónir króna hjá einstaklingi og 3 milljónir hjá hjónum. í frumvarpi Birgis og Halldórs er frádráttarupphæð einstaklings takmörkuð við 4 milljónir króna og hjóna helmingi hærri, eða 8 milljónir króna. Loks sagði Birgir, að í frum- varpi hans og Halldórs væri ekki reiknað sérstaklega með því skil- yrði, að lán séu notuð til að kaupa eða byggja húsnæði, þar sem erfitt væri að sanna slíkt, einkum þegar menn fleyttu sér áfram með því að taka lán til að mæta öðrum lánum og væri alls ekki rétt að fela skattstofum slíkt úrskurðarvald yfir fjármál- um einstaklinga. ar fyrrverandi deildarstjóra ábyrgða- og innheimtudeildar Landsbanka íslands fór fram i sakadómi Reykjavikur í gær- morgun. Að því búnu var málið tekið til dóms og er niðurstöðu að vænta í byrjun desember. Jóna- tan Sveinsson saksóknari flutti málið af ákæruvaldsins hálfu en verjandi Ilauks Heiðars var Sveinn Snorrason hrl. Dómsfor- maður er Gunnlaugur Briem sakadómari en meðdómendur lög- fræðingarnir Ragnar Ólafsson og Axel Kristjánsson. I málflutningnum kom fram að fyrir liggja afdráttarlausar játn- ingar Hauks Heiðars um þau brot, sem ákært er fyrir. Er það aðal- lega fjárdráttur í Landsbanka Islands á árunum 1970 til loka árs 1977 er fjárdrátturinn var upp- götvaður, alls rúm 51 milljón króna á verðlagi hvers árs fyrir sig. Það kom fram hjá saksóknar- anum að á fyrrnefndu 8 ára tímabili hefði Haukur Heiðar dregið sér fé, sem numið hefði 30-földum árslaunum hans. Megn- ið af þessu fé flutti hann úr landi og var það að hluta fjárfest í verðbréfum, sem hann geymdi í banka í Sviss. Þá mun Haukur Heiðar hafa fjárfest hér heima í sumarbústað, húsbúnaði og fleiru. Verjandi hans upplýsti við mál- flutninginn í gær að samkomulag hefði orðið milli Hauks og Lands- bankans um greiðslu skaðabóta. Eins og suma rekur eflaust minni til aflaði Haukur Heiðar fjárins á þann hátt að hann hafði í gangi tvöfalt nótukerfi í sam- bandi við afgreiðslu ábyrgða fyrir firmað Einar Ásmundsson Im- port/Export. Önnur nótan með réttum upphæðum gekk inn í kerfi bankans en hin nótan með hærri upphæðum gekk til fyrirtækisins. Mismuninn notaði Haukur til að greiða ábyrgðir nokkurra fyrir- tækja sem hann lánaði persónu- lega peninga og þau greiddu hon- um síðan beint. Þannig tók hann ekki féð beint frá bankanum en eigi að síður var það aðallega Landsbankinn, sem var hlunnfar- inn. ö INNLENT Svíþjóð: Islenzk stúlka tekin með hass LIÐLEGA tvitug islenzk stúlka var handtekin í sið- ustu viku í Malmö i Sviþjóð með allmikið magn af hassi. Stúlkan var að koma með ferju frá Kaupmannahöfn þegar hún var gripin. Er hún nú í haldi sænsku lögreglunn- ar og bíður dóms.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.