Morgunblaðið - 06.11.1980, Síða 41

Morgunblaðið - 06.11.1980, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980 41 I fjórðu Moskvuf örinni + Sovétmenn hafa sem kunnugt er stöðugt verið að treysta aðstöðu sína í Eþíópíu og notið þar dyggrar liðveislu einræðisherrans í Eþíópíu, Haile Mariam Mengistu, hershöfðingja. — Þessi mynd er einmitt tekin í Moskvu fyrir skömmu er kappinn kom þangað til skrafs og ráðagerða við félaga Lenoid Brezhnev í Kreml. Þetta er í fjórða skipti, sem Mengistu kemur til fundar við þá Kremlverja frá því hann tók völdin í Eþíópíu í byrjun árs 1977. fólk í fréttum .> JJ 'íW F'u.llt frelsi eftir 15 ára fangelsi + Eftir 15 ára fangelsi gat fyrsti forsætisráðherra Alsír, Ben Bella, fagnað frelsinu. Hann var látinn laus um mánaðamótin. — Hann sagði þá við blaðamenn, að hann væri að öllu leyti frjáls ferða sinna og hefði líka öðlast fullt athafnafrelsi. — Myndin er tekin af Ben Bella á þessum blaðamannafundi. Við hlið hans er eiginkona hans Zoha og ættieidd börn þeirra, sem heita Medhi og Noria, en þau hjón gengu þeim í foreldrastað meðan Ben Bella sat í fangelsi — eins og ráða má af aldri þeirra. Bergman gerir mynd í Svíþjóð + Eftir því sem fréttir herma mun sænski leikstjórinn Ingmar Bergman bráðlega hefja gerð myndar í heimalandi sínu. Þetta þykir tíðindum sæta sökum þess að Bergman hefur ekki gert mynd í Svíþjóð í átta ár. Þessi mynd mun nefnast „Fanny og Alexander" og að venju vill Bergman ekkert láta uppi um efni hennar. Síðasta myndin sem hann gerði í Svíþjóð hét „Grátur og hvísl". Árið 1976 var Bergman handtekinn af sænskum skatta- yfirvöldum og bókstaflega dreg- inn ofan af sviði sænska Þjóð- leikhússins í miðri uppfærslu. Seinna var hann sýknaður af öllum kærum en neitaði að vinna í Svíþjóð fyrr en nú. Honum hefur sumsé runnið reiðin. Yarð að hætta við Evrópuför + Ameríski hljómsveitarstjór- inn Bill Haley, sem nú er 54 ára gamall, varð um daginn að hætta við hljómleikaför til Evrópulanda, að því er um- boðsmaður hans í London til- kynnti. Bill Haley er einn af frumherjum rokksins, sem flestum mun kunnugt. Fræg- astur varð hann á árunum, sem rokkið hélt innreið sína í tón- listarheiminn fyrir lagið „Rock Around the Clock". En kvik- mynd var svo gerð, með sama heiti og þar lék hann aðalhlut- verkið. Ástæðan til þess að þessi gamli rokkjaxl varð að hætta við Evrópuferðina er að hann hefur ekki verið góður til heilsunnar. Hann mun ekki hugsa til hreyfings aftur fyrr en með hækkandi sól. Hjartanlega þakka ég ykkur öllum, bædi félagasam- takum og einstaklingum sem glöddu mig og sýndu mér ómetanlegan sóma meö skeytum, blómum og veglegum gjöfum í tilefni 80 ára afmælis míns. Guð blessi ykkur öll. EIRÍKUR JÓHANNESSON Fyrirliggjandi: Lamina panelkrossviöur Plankett vegg- og loftaklæöningar Viöarþiljur vegg- og loftaplötur (málaöar og ómálaöar) Pílárar í handrið Plasthúðaðar spónaplötur Print harðplast ítölsk framleiösla í hæsta gæöa- flokki. Mikiö litaúrval. Veröiö sérstaklega hagstætt. PALL Þ0RGEIRSS0N & C0 Ármúla 27 — Simar 34000 og 86100. Tískusýning íkvöld kL2L30 Modelsamtökin sýna tískufatnaö frá Madam og Victoríu. Einnig verö- ur kynning á hinum heimsfrægu SEIKO úrum. Skála HOTEL ESJU Tískusýning aö Hótel Loftleiðum á morgun föstudag kl. 12.30—13.00 Það nýjasta á hverjum tíma af hinum glæsilega islenska ullar- og skinnafatnaöi ásamt fögrum skart- gripum veröur kynnt í Blómasal i vegum Islensks heimilisiðnaöar og Rammageröarinnar. Modelsamtökin sýna. Víkingaskipiö vinsæla bíöur ykkur hlaöið gómsætum réttum kalda borösins auk úrvals heitra rótta. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.