Morgunblaðið - 06.11.1980, Side 33

Morgunblaðið - 06.11.1980, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980 33 Minning: Kristinn Jónsson framkv.stj. Eskifirði Einn af tignarlegustu og dug- legustu mönnum á Eskifirði, Kristinn Jónsson, framkvæmda- stjóri, kvaddi þetta jarðneska líf 16. september sl., tæplega 66 ára. Við hjónin kynntumst Kristni strax eftir að við komum til Eskifjarðar árið 1962, enda var hann einn aðal atvinnurekandinn hér á staðnum ásamt Aðalsteini bróður sínum. Byrjaði maður minn og börn að vinna fljótlega hjá þeim bræðrum. Kristinn Jónsson var flokksholl- ur og sjáandi framsóknarmaður. Hann var orðheldinn og ábyggi- legur. Allt stóð eins og stafur á bók, sem hann sagði eða lofaði fólki sínu. Og fór fólk, sem hjá honum vann aldrei fram á að fá skriflega samninga. Sýnir það vel hve mikils trausts hann naut meðal almennings. Kristinn var þrígiftur. Fyrsta kona hans var Gunnþóra Björns- dóttir og áttu þau saman 4 börn, sem öll eru myndarfólk. Elst er Kristbjörg, gift Herði Þórhalls- syni og eru þau búsett á Reyðar- firði. Næstelstur er Björgúlfur, giftur Ásgerði Ágústsdóttur, eru þau búsett á Eskifirði. Þá kemur Björn. Hann er giftur Ástu Ás- gerði Ágústsdóttur. Þau eru bú- sett í Reykjavík. Yngst er Lísa og er hún við nám í Canada. Gunn- þóra átti Eddu Long, áður en hún giftist Kristni. Gerði Kristinn hana að kjördóttur sinni. Er Edda gift Bóasi Sigurðssyni og eru þau búsett á Eskifirði. Kristinn og Gunnþóra slitu samvistum. Nokkrum árum síðar giftist hann Ingibjörgu Hermannsdóttur, hjúkrunarkonu. Áttu þau eitt barn, er fæddist andvana. Sambúð þeirra Kristins og Ingibjargar stóð stutt. Árið 1969 giftist Krist- inn Oddnýju Gísladóttur frá Stóru-Reykjum í Hraungerðis- hreppi í Árnessýslu. Mat Kristinn Oddnýju konu sína mikils. Enda hugsaði hún vel um Kristin alla tíð en hann var mjög heilsulaus sl. 6 ár. Veit ég að börn Kristins verða alltaf Oddnýju þakklát fyrir þá góðu hjúkrun og umhyggju, sem hún sýndi föður þeirra. Kristinn var sonur hjónanna Guðrúnar Þorkelsdóttur, ættaðri frá Reykjavík, og Jóns Kjartans- sonar, bónda í Eskifjarðarseli. Heyrði ég talað um það sem barn, hvað þau hjónin Guðrún og Jón væru myndarleg en ólík að mörgu leyti. Þau áttu 6 börn, sem öll eru tignarlegt heiðursfólk og láta alls- staðar gott af sér leiða, svo og niðjar þeirra, þar sem ég þekki til. Guðrún Þorkelsdóttir missti mann sinn árið 1928. Þá var elsta barnið ný fermt en yngsta 5 ára. í þann tíma var erfitt fyrir ekkjur með mörg börn. Þá voru engar tryggingar og hreppsfélögin fá- tæk. Enda atvinnuleysi mikið og ekki síst á Eskifirði. Guðrún Þorkelsdóttir hætti fljótlega bú- skap enda búið lítið þar sem Jón var búinn að vera að mestu rúmliggjandi heima sL tvö árin áður en hann dó. Guðrún flutti til Eskifjarðar með börn sín í smá hús. Hún missti ekki kjarkinn eða var grátandi framan í fólk svo það sæi, heldur herti hún börnin upp, spilaði mikið við þau og flaugst á við þau. Guðrún Þorkelsdóttir var ekki lærð ráðgjafi eða sálfræðing- ur, fóstra eða hvaða nöfnum, sem allt þetta lærða fólk, sem á að ala börn rétt nú til dags. Guðrún grét ekki framan í börn sín. En hver er kominn til með að telja þau mörgu tár sem hún grét þegar hennar myndarlegu börn voru sofnuð. Guðrún Þorkelsdóttir fékk bænir sínar uppfylltar. Börn hennar og makar eru allt harðduglegt manngæskufólk sem allir ábyrgir þjóðfélagsþegnar elska og virða. Árið 1956 keyptu þeir bræður Kristinn og Aðalsteinn 54 tonna bát, sem var aflahæsta skipið á síldveiðunum það sumar. Þá var teningunum kastað og síðan hefur aldrei verið atvinnuleysi á Eski- firði. Þeir bræður hafa síðan stækkað sín skip og eiga núna 1 og hálfan skuttogara og eitt nóta- veiðiskip (Jón Kjartansson SU- 111) ásamt Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar, sem var stækkað og endurbætt fyrir nokkrum árum. Loðnubræðslu eiga þeir og síldar- plan ásamt mörgu fleiru sem tilheyrir þeirra atvinnurekstri. Ég hef aldrei séð börn eins góð við sína móður eins og börn Guðrúnar Þorkelsdóttur við hana. Synir hennar 4 eru miklir spila- menn og spila bridge við sína kunningja. En alltaf gáfu þeir sér tíma til að spila vist við móður sína, hvenær sem hún vildi. Ég kom alltaf til þeirra hjóna Kristins og Oddnýjar á föstudög- um þegar ég fór í búðir. Sá ég þá hve vel Oddný hafði búið Kristni hlýlegt heimili. Þau voru ávallt létt í lund og höfðingjar heim að sækja. Ég tel mig hafa gott af því að kynnast Kristni JónssynL Hann var mikill hugsjónamaður og vildi aldrei eyða meiru en hann aflaði gagnvart sínum atvinnu- vegi: Væri eflaust betur komið fyrir okkar þjóðarbúi ef fleiri hugsuðu í sama dúr og Kristinn, en á þessum tímum virðist mark- miðið að taka lán og aftur lán og eyða og eyða eins miklu og hægt er án tillits til þess sem aflað er. Jarðarför Kristins fór fram frá Eskifjarðarkirkju 26. september sl. að viðstöddu miklu fjölmenni og kom fólk langar leiðir að til að fylgja hinum látna hinsta spölinn. Þar á meðal öll börn og tengda- börn Oddnýjar af fyrra hjóna- bandi, sem Kristinn heitinn mat alltaf mikils, því þau sýndu hon- um ávallt mikla hlýju, t.d. komu þau alltaf til hans þegar hann lá langtímum saman á Landspítal- anum í Rvík. Blessuð sé minning Kristins Jónssonar. Regína Thorarensen. Stjórnarfundur Skotveiðifélags íslands: Fuglafriðunarlögin verði endurskoðuð Stjórnarfundur Skotveiðifé- lags íslands 3. nóvember 1980 ályktar eftirfarandi: Stjórn Skotveiðifélags íslands vekur athygli stjórnvalda og almennins á því að nýfram- komnar upplýsingar um skot- veiðar útlendinga á íslandi árétta nauðsyn þess, að lög um fuglaveiðar og fuglafriðun, nr. 33/1966, verði endurskoðuð gaumgæfilega, m.a. til þess að setja í lög ákvæði, sem komið gætu í veg fyrir óæskilegar veiðar útlendinga hérlendis. Stjórnin lýsir furðu sinni á því, að frumvarp til laga um fuglaveiðar og fuglafriðun skuli nú vera lagt fram óbreytt á Alþingi í fimmta sinn, þó að öllum ætti að vera ljóst að það tekur alls ekki á ýmsum þeim meginvandamálum, sem nú eru uppi í sambandi við fuglaveiðar, fuglavernd og rannsóknir á fugl- um. Má til dæmis taka, að í frumvarpi þessu er engin til- raun gerð, til að jafna þann ágreining, sem nú er uppi milli landeigenda og veiðimanna um veiðirétt. (FréttatilkynninK.) MYNDAMÓT HF. PRCNTM YNDAOERÐ iTRCTI • SlMAR: 17152- Hneinsar tennur Styrkir tannhold Tandhygiejnisk tyggegummi Pharmacia sukkerhv V6 fæst aðeins í apótekum. Inniheldur brintoverilte sem er sótthreinsandi. V6 er sykurlaust og án litar- efna. Hiö frískandi bragö endist lengi. Nýjungí tannvernd LYF s.f. 25stk. 75stk. Poppe- loftþjöppur Útvegum þessar heims- þekktu loftþjöppur í öll- um stæröum og styrk- leikum, meö eöa án raf-, Bensín- eöa Diesel- n.itors. ^ötLairOaQiuigKuio ■ <§t (So) Vesturgötu 1 6, Sími14680. ■■ i SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dælur. Útvegum einnig dælu- sett með raf-, Bensín- og Diesel vélum. SQytfflaojiDyir Vesturgötu 16, sími 13280 Gamlir sem nýir... allir þurfa ljósastillingu Verið tilbúin vetrerakstri með vel stillt liö-. hað getur gert gætumunmn. Sjáum einnig um allar vlögeröir á Ijósum. Höfum til luktargler. spegla. samlokur o.fl. í Uestar geröir bifreiöa. BRÆÐURNIR ORMSSON h/f LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 AKil.VSIV,ASIMINN HR: 22410

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.