Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980 Kosningar í Bandaríkjunum 4. nóvember 1980 Óánægja fólks réð úrslitum New York. 5. nóvomber. AP. SIGUR Ronald Reajíans yfir Jimmy Carter forseta sl. þriðju- daK má fyrst og fremst rekja til einnar ástædu umfram aAra: al- menninKur var óánæKður meó frammistóðu Carters sem forseta Bandaríkjanna. í skoóanakönn- un, sem fréttastofurnar AP o« NBC KenKust fyrir í 10 fylkjum Bandaríkjanna. kom fram aA fólk tók Rea^an fram yfir Carter veKna afstoöunnar til allra meiri- háttar mála, KÍslamálsins, verð- bólKU, utanríkismála, varnar- mála ok atvinnuleysis. Fólk var sem hann hafði í síðustu kosning- um. Þegar fólk var spurt hvað hefði ráðið afstöðu þess, nefndu fleiri verðbólguna en nokkuð annað og þeir, sem það gerðu kusu flestir Reagan. Það mál, sem kom næst á eftir verðbólgunni í hugum fólks, var styrkari staða Bandaríkjanna í heimsmálum, og meðal þeirra, sem það báru fyrir sig, átti Reagan næstum óskorað fylgi. Sömu sögu er einnig að segja um gíslamálið og jafnvel meðal þeirra, sem áhyggjur hafa af vaxandi atvinnuleysi, því að þar að reyna að leysa úr læðingi ameríska hugsjónaeldinn, sem vann bug á öllum erfiðleikum, nam landið allt heimshafanna á milli og fóstraði mikla þjóð.“ Til að ná þessum markmiðum sínum ætlar Reagan að losa um flestar opinberar hömlur á starf- semi einkafyrirtækja en það telur hann bestu leiðina til að fást við vaxandi orkukreppu. Hann segir, að það sé eitt sitt helsta stefnumál að „létta ríkisstjórnarbyrðinni af bökum Bandaríkjamanna" og hann ætlar að láta það verða eitt sitt fyrsta verk að koma í veg fyrir —Reagan Landalide Kortið af Banda- rikjunum segir alla söguna — fylkin, sem lituð eru svört tákna sigur Reagans. hin hvítu sÍKur Cart- ers en þau með skáletrinu var enn óvissa um. Þó var Ijóst, að Ronald Reagan myndi bera sigur úr být- um i Massachues- etts, — heimafylki Edward Kennedys. Simamynd AP. einfaldlega óánægt og fannst tími til kominn að fá annan forseta. Þessi afstaða kom vel fram hjá þeim, sem Demókrataflokkurinn hefur hingað til getað reitt sig á. Carter missti t.d. stuðning kaþól- ikka og iðnverkamanna og gerði ekki meira en að fá meirihluta verkamanna og gyðinga. Það má líka hafa það til marks um óvinsældir Carters og erfiðleika í þessum kosningum, að hann fékk nú aðeins um helming þess fylgis, átti Carter líka undir högg að sækja, en hingað til hefur Demó- krataflokkurinn verið talinn mál- svari þeirra, sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Með forsetakjöri Reagans verða, ef að líkum lætur, einhver mestu pólitísku umskipti í Bandaríkjun- um á þessari öld og því ekki óeðlilegt að spurt sé hver stefna hans er í málefnum þjóðar sinnar. Þegar Reagan fagnaði sigri í kosningunum aðfaranótt miðviku- dagsins sagði hann m.a.: „Eg ætla frekari lántökur hins opinbera. Einnig ætlar hann fljótlega að leggja fyrir þingið áætlun um 30% tekjuskattslækkun, sem koma á til framkvæmda á næstu þremur árum. Reagan vill minnka ríkis- afskiptin á öllum sviðum og þar á meðal útgjöldin til félagsmála, sem hann vill færa yfir til fylkj- anna sjálfra. í stuttu mála vill Reagan að atvinnustarfsemin fái frið fyrir sífelldum íhlutunum hins opinbera og telur að með því megi best tryggja framfarir og hagsæld þjóðarinnar. Jimmy Carter og Rosalynn, kona hans, í morgunsárið þegar Ijóst var að Reagan hafði unnið stórsigur. Símamynd AP. Carter hyggst skrifa endur- minningar sínar WashinKton. 5. nóv. AP. JIMMY CARTER forscti sagði í dag. að hann væri rólegur eftir kosningaósÍKurinn. ætlaði að skrifa a-viminningar sínar og væri staðráðinn í að hjálpa Ronald Reagan á alla lund. Hann sagði í samtali við frétta- menn I Hvíta húsinu, að það væri „ekki ánægjuleg tilfinning” að tapa, en það yrði léttir að fá einhverjum öðrum dagleg störf í hendur. Aðspurð- ur hvort hann ætlaði að keppa aftur að forsetakjöri sagði Carter, að hann hefði ekki hugleitt slíkt. Forsetinn fór því næst ásamt Rosa- lynn konu sinni til Camp David, þar sem þau munu hvíla sig og hugsa um framtíðina. Hundruð aðstoðarmanna, auk ráðherra, kvöddu þau á lóð Hvíta hússins. Carter kvaöst mundu dveljast í Camp David í eina viku, en bregða sér öðru hverju tii Hvíta hússins. Forsetinn staðfesti, að hann hefði vitað á mánudagskvöld að hann mundi tapa kosningunum með mikl- um mun. Hann nefndi ýmis atriði, sem hann taldi að hefðu stuðlað að ósigri sínum, eins og gíslamálið og ásakanir á hendur nokkrum háttsett- um starfsmönnum sínum. „Auðvitað átti gíslamálið sinn þátt í þessu, en ég get ekki sagt, hvort það skipti meira máli en háir vextir,“ sagði hann. Hann nefndi einnig tvöföldun oliuverðs í fyrra. Carter sagði einnig, að þar sem repúblikanar hefðu fengið meirihluta í öldungadeildinni mundi hann ekki beita sér fyrir staðfestingu SALT- samningsins. Hjá honum kom fram sami sáttfúsi tónninn gagnvart Reag- an og í ræðunni í nótt, þegar hann viðurkenndi ósigur sinn. Hann kvaðst viss um, að Reagan mundi gera sitt bezta til að framkvæma baráttumál sín og auka veg þjóðarinnar. Carter hét því að skýra Reagan frá gangi mála og veita honum upplýs- ingar um þjóðaröryggismál, en sagði: „Ég verð forseti næsta tvo og hálfan mánuð.” Hann kvaðst ætla að hitta Menachem Begin, forsætisráðherra ísraels, 13. nóvember. Forsetinn kvaðst hafa falið yfir- manni starfsliðs Hvíta hússins, Jack Watson, að stjórna valdaskiptunum á sama hátt og fyrir fjórum árum, áður en hann tók sjálfur við. Carter kvaðst hafa sagt Reagan í síma í fyrrinótt, að láta sig strax vita, ef eitthvert ósam- komulag kæmi upp milli starfsmanna þeirra tveggja, og hafði þá kannski reynslu sína fyrir fjórum árum í huga. Aðstoðarmenn Carters sögðu áður, að Carter mundi einbeita sér að gíslamálinu þann tíma sem hann ætti eftir í Hvíta húsinu. Ray Jenkins, einn aðstoðarmanna hans, gizkaði á, að Carter færi til heimilis síns i Plains, Georgíu, þegar forsetatíð hans lyki, 20. janúar, en fengi sér kannski annan bústað í Atlanta. Þegar Hamilton Jordan var spurður hvort Carter mundi gefa aftur kost á sér, sagði hann: „Minnist ekki á þetta við hann.“ Anna Bjarnadóttir skrifar frá Washington: Stórsigur Reagans og repúblikana kemur öllum í opna skiöldu Waxhington. 5. nóvember 1980. ÓSKIR repúblikana um völd I Hvíta húsinu og meirihluta i öldungadeild þingsins rættust á kosninganótt i Bandaríkjunum. Sigurinn reyndist meiri en þeir höfðu þorað að láta sig dreyma um og kom flestum mjög á óvart. Ronald Reagan var spáð sigri í forsetakosningunum þegar í kvöldfréttum sjón- varpsstöðvanna, áður en flestir kjörstaðir lokuðu. Augljóst varð mjög snemma um kvöldið að spár þeirra væru réttar og Reagan myndi vinna stórsigur. Úrslit þingkosninKanna urðu Ijós seinna, en margir þekktir frjálslyndir demókratar misstu sæti sin i oldtingadeildinni og repúblikanar unnu fleiri sæti i fulltrúadeildinni en bjartsýn- ustu menn höfðu þorað að vona. Jimmy Carter er fyrsti forseti demókrata í 92 ár, sem nær ekki endurkjöri. Hann er fyrsti kjörni forseti Bandaríkjanna sem tapar kosningu síðan Her- bert Hoover tapaði fyrir Frank- lin D. Roosevelt 1932. Hann tók ósigrinum vel, en sagði i þakkar- ræðu til stuðningsmanna sinna snemma á þriðjudagskvöld, að hann hefði lofað fyrir fjórum árum að segja aldrei ósatt og hann gæti þvi ekki sagt, að ósigurinn væri ekki sársauka- fuilur. ^jann ]0ja^j fu]|rj aðstoð við stjórnarskiptin og sagði, að þjóðin ætti að sameinast að baki hinum nýja forseta. Eftir þakk- arræðuna var sagt, að hann hefði ekki tapað með svo miklum mun hefði hann staðið sig eins vel í kosningabaráttunni og hann tók ósigrinum. Carter óskaði Reagan til ham- ingju með sigurinn og viður- kenndi ósigur sinn opinberlega áður en kjörstaðir á vestur- ströndinni lokuðu. Reagan flutti þakkarræðu sína í Kaliforníu um miðnætti. Hann sagðist ekki kvíða því sem framundan væri. Hann sagði, að þjóðin hefði sýnt sér mikið traust og lofaði að gera sitt besta til að reynast traustsins verður. Gerald Ford, fyrrverandi for- seti, fagnaði sigri Reagans og óskaði honum til hamingju. Ford sagði í sjónvarpsviðtali að hann myndi ekki þiggja embætti í stjórn Reagans, en veita alla þá aðstoð sem eftir yrði óskað. Nefnd, sem mun sjá um stjórn- arskiptin, mun hefja störf í Washington á fimmtudag. Heyrst hefur, að Henry Jackson, öldungadeildarþingmaður demó- krata, muni eiga sæti í nefnd- inni. Hann hefur verið nefndur sem hugsanlegt varnarmálaráð- herraefni Reagans. Henry Kiss- inger, fyrrverandi utanríkisráð- herra, sagði á þriðjudag, að hann hefði ekki rætt um hlutverk sitt í stjórn Reagans við Reagan, en sagðist vera reiðubúinn að ger- ast ráðgjafi stjórnarinnar um utanríkismál. Gamlir kunningjar Reagans frá Kaliforníu, sem eru flestir vel stæðir framkvæmdamenn, munu væntanlega hafa áhrif á stefnu hans, þótt dregið sé í efa, að þeir fái sæti í stjórninni. Þeir uppgötvuðu Reagan fyrst, þegar hann studdi Barry Goldwater til forseta í sjónvarpsauglýsingum í kosningunum 1964, og hafa stutt við bakið á honum síðan — í ríkisstjórakosningunum í Kali- forníu 1966 og 1970, sem Reagan vann, og í forkosningum repú- blikana 1968 og 1976. Nú bar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.