Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980
23
John Anderson fékk um 7% atkvæða. Á símamynd AP veifar hann til
stuðningsmanna sinna. Með honum á myndinni er kona hans, Keke og
varaforsetaefnið, Patrick Lucey ásamt konu sinni, Jean.
Anderson fram ’84?
JOHN ANDERSON, óháði frambjóðandinn í forsetakosningunum í
Bandaríkjunum, hefur gefið í skyn, að hann kunni að keppa aftur að
forsetakjöri 1984.
Hann sagði um 800 stuðningsmönnum þegar hann viðurkenndi
kosningaósigur sinn, að úrslitin sýndu ljóslega, að örlögin höguðu því
greinilega svo til, að hann ætti ekki að flytjast í Hvíta húsið. En hann
bætti því við, að það væri ákvörðun, sem væri slegið á frest. bá
hrópuðu stuðningsmenn hans hvað eftir annað: „84, 84, 84.“
ungadeildarinnar, fyrir
íhaldssömum repúblikana, Steven
Symms, með 3% atkvæða.
Bayh, annar þingmaður sem
NCPAC beindi spjótum sínum að,
tapaði með 45% atkvæða gegn
55% fyrir repúblikanum Dan
Quayle. Bayh var formaður leyni-
þjónustunefndar og hefur setið í
öldungadeildinni fyrir Indiana
þrjú kjörtímabil.
Magnuson, sá demókratinn sem
lengst hefur setið í deildinni eða
44 ár, tapaði fyrir Slade Gorton,
ríkissaksóknara í Washingtonríki.
Magnuson er formaður fjárveit-
inganefndar, en er orðinn 75 ára
og kosningabaráttan í heimaríki
hans snerist fyrst og fremst um
aldur hans.
í Wisconsin tapaði frjálslyndi
demókratinn Gaylord Nelson,
formaður smáfyrirtækjanefndar-
innar og fyrrverandi ríkisstjóri,
með 4% atkvæða fyrir Robert
Kastan, fyrrverandi repúblikana.
Nelson hefur setið í deildinni í 22
ár.
John Culver, demókrati frá
Iowa sem hefur setið í öldunga-
deildinni eitt kjörtímabil og hald-
ið uppi hörðum árásum á íhalds-
sama hópa sem hafa unnið að falli
hans, tapaði fyrir repúblikanan-
um Charles Grassley, 46 ára
gömlum bónda.
I New York sigraði harður
íhaldsmaður, Alfonse D’Amato,
demókratann Holtz. Jacob Javits,
sem beið ósigur í forkosningum
repúblikana og bauð sig fram sem
óháður, hlaut 11% atkvæða.
Repúblikanar sigruðu einnig
demókratann John Durkin í New
Hampshire, þar sem Warren Rud-
man, fyrrverandi ríkissaksóknari,
sigraði, og hrepptu fyrrverandi
sæti demókrata í Alabama, þar
sem fyrrverandi stríðsfangi í Víet-
nam, Jeremiah Denton, sigraði
Jim Folson, og í Florida, þar sem
Flora Hawkins sigraði Bill Gunt-
er, fyrrverandi fulltrúadeildar-
þingmann.
Kosningatölur sýna, að Ander-
son hlaut um 6% atkvæða. Hann
þurfti að fá 5% til þess að fá 3
milljóna dollara lágmarks kosn-
ingastyrk frá alríkisyfirvöldum,
en það nægir ekki fyrir skuldum.
Skuldir hans nema 5 milljónum
dollara.
„Þetta hefur verið merkasti
atburður ævi minnar," sagði And-
erson.
„Ég vona auðvitað, að við
höldum þessum sex prósentum,
svo að þetta verði ekki dýrast.i
atburðurinn líka.“
isstefna Reagans eigi ekki eftir að
valda straumhvörfum í heimsmál-
um. Þeir óttast að afstaða Reag-
ans til Salt II samkomulagsins
eigi þó eftir að verða þrándur í
götu og valda erfiðleikum í sam-
skiptum Washington og Moskvu,
en meðal Kremlverja gætir reiði
með að Carter skyldi ekki takast
að fá samkomulagið staðfest.
Einnig ríkir kurr í Moskvu vegna
yfirlýsinga Reagans um að hann
vilji að samið verði upp á nýtt.
Hins vegar eru sovézkir ráða-
menn ánægðir með andstöðu
Reagans við kornsölubann Carters
á Sovétríkin. Og vonast er til að
meira samræmis gæti í utanrík-
isstefnu Reagans en hjá Carter.
Það hefur þó valdið ugg í Kreml
að Reagan hefur hvatt til þess að
hernaðarmáttur Bandaríkjanna
verði aukinn.
Að öðru leyti lögðu sovézkir
fjölmiðlar á það ríka áherzlu í
dag, að ósigur Carters í forseta-
kosningunum endurspeglaði
megna óánægju bandarískra kjós-
enda með stefnu hans í garð
Sovétríkjanna, svo sem kornsölu-
bannið, og þá ákvörðun hans að
banna bandarískum íþróttamönn-
um þátttöku í Ólympíuleikunum í
Moskvu, eins og það var orðað.
Einnig sögðu sovézkir fjölmiðlar,
að megn óánægja hefði verið með
„pólitíska og efnahagslega óreiðu“
í Bandaríkjunum.
Þær fregnir bárust í kvöld, að
Sovétmenn hefðu brugðizt mjög
reiðir við þeim yfirlýsingum í dag,
að afstaða Bandaríkjanna til mála
á Öryggismálaráðstefnu Evrópu,
er væntanlega hefst í Madrid í
næstu viku, myndu í engu breyt-
ast, þrátt fyrir kjör Reagans sem
forseta. Búizt er t.d. við þvi að
bandarískir fulltrúar fordæmi
harðlega meint brot Sovétríkj-
anna á Helsinki-sáttmálanum.
Vara við sambandi
við Formósu
Yfirvöld í Peking lýstu því yfir
og minntu nýkjörinn forseta, Ron-
ald Reagan, á loforð Bandaríkja-
manna um að ekki yrði um að
ræða að tekið yrði upp opinbert
samband við Formósu, en kín-
verskir fjölmiðlar hafa að undan-
förnu látið í ljós mikinn ótta við,
að ef Reagan næði kjöri yrði aftur
komið á opinberu sambandi For-
mósu og Bandaríkjanna.
„í tilefni af kosningu Reagans
vonum við og gerum ráð fyrir, að
stjórn hans standi við ákvæði
Shanghai-yfirlýsingarinnar og
loforð er gefin voru við stofnun
stjórnmálasambands milli Kína
og Bandaríkjanna, svo að tengsl
landanna megi þróast og eflast,"
sagði í yfirlýsingu utanríkisráðu-
neytisins í Peking. Xinhua-
fréttastofan kínverska sagði frá
kosningu Reagans, án þess að
fjalla um afstöðu hans til For-
mósu. Áður en til kosninganna
kom höfðu yfirvöld í Peking varað
harðlega við breytingum á sam-
skiptum Bandáríkjanna og Kína.
Stjórnmálamenn á Formósu
fögnuðu úrslitum forsetakosn-
inganna innilega og flugeldum var
skotið á loft á eynni eins og um
gamlárskvöld væri að ræða. I
tilkynningu utanríkisráðuneytis-
ins og Formósu myndu friðarlíkur
og öryggi í Norðaustur-Asíu efl-
ast.
Af hálfu ríkisstjórna Thailands,
Suður-Kóreu og Filipseyja var
úrslitum bandarísku forsetakosn-
inganna fagnað og látin í ljós von
um að Bandaríkjamenn létu meira
að sér kveða í þessum heimshluta
til að vega upp á móti auknum
tilþrifum Sovétmanna þar. „Við
þurfum ekki lengur að óttast að
bandarískir hermenn hverfi frá
Suður-Kóreu eða að eiga von á
gagnrýni á mannréttindastefnu
yfirvalda," sagði kaupsýslumaður
í Seoul í dag.
Miðausturlönd
áfram mikilvæg
Embættismenn í íran sögðu í
dag, að kjör Ronald Reagans
myndu ekki í neinu breyta sam-
skiptum írana og Bandaríkja-
manna, og líklega hefðu úrslit
kosninganna heldur engin áhrif á
gíslamálið, en þó spáði ráðgjafi
námsmannanna er hertóku banda-
ríska sendiráðið í Teheran fyrir
rösku ári, að kjör Reagans yrði
frekar til að lengja lausn málsins.
Anwar Sadat forseti Egypta-
lands sagði að friðarumleitanir í
Miðausturlöndum myndu halda
áfram þrátt fyrir fall Carters í
forsetakosningunum, sem hann
lýsti sem „sönnum stjórnvitringi í
öllum merkingum þess orðs og
hreinskilnum og heiðarlegum
manni". Hrósaði Sadat þætti
Carters í því að koma friðarvið-
ræðum í kring, en sagðist búast
við því að ekki yrði slakað á því
einarða heiti Bandaríkjamanna að
algjörum friði í Miðausturlöndum
verði náð.
Menachem Begin forsætisráð-
herra ísraels sagðist „treysta á
vináttu og velvilja hins nýkjörna
forseta í garð ísraela", og vonaðist
eftir nánu samstarfi við hann og
ráðgjafa hans við lausn deilunnar
fyrir botni Miðjarðarhafs. Einnig
þakkaði Begin Carter sérstaklega
þátt hans í friðarumleitunum.
Begin hefur ekki verið of ánægður
með framgöngu Bandaríkjamanna
varðandi ýmis atriði deilu Israela
og Egypta, einkum þau atriði er
snerta landnám Israela á hertekn-
um svæðum og sjálfsforræði Pale-
stínumanna.
Lauslegar athuganir benda til
þess, að Reagan hafi hlotið þorra
atkvæða bandarískra gyðinga, en í
síðustu forsetakosningum fylktu
bandarískir gyðingar sér um Cart-
er.
Talsmaður egypzkra yfirvalda
spáði því í dag, að sigur Reagans
yrði til þess að styrkja stöðu
Bandaríkjamanna í Miðaustur-
löndum og að ágangur Sovét-
manna mundi minnka að sama
skapi. Hins vegar er búizt við því
að frestur verði á fyrirhuguðum
fundi leiðtoga Bandaríkjanna, Eg-
yptalands og Israels er halda átti í
Washington í janúar. Egypzk yfir-
völd gera ráð fyrir því að eitt
helzta takmark þandarískra yfir-
valda verði eftir sem áður að koma
á fullnaðarsættum í Miðaustur-
löndum.
Kiólí ir - Kiólar
Dagkjólar — Kvöldkjólar — Samkvæmiskjólar —
Tækifæriskjólar Hagstætt verö. í glæsilegu urvali. Allar stæröir —
Opið föstud. til M.7. Kjólasalan, Brautarholti 22,
Laugard. kl. 10—12. inngangur frá Nóatúni.
KERRUR
OG
V&GNAR
Eigum mikið úrval af kerrum og vögnum.
Komið og skoðið vandaða vöru í rúmgóðum
sýningarsal að Háteigsvegi 3.
Sendum í póstkröfu.
HJÓL & VAGNAR
Háteigsvegi 3 -105 Reykjavík 21511
r jazzBaLLeccskóLi bópu "
líkom/roekl j.s.b.
Dömur
athugið
★ Nýtt 5 vikna námskeiö aö hefjast, síöasta
námskeiöiö fyrir jól hefst 10. nóv.
★ Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum
aldri.
★ Morgun- dag- og kvöldtímar.
★ Tímar tvisvar eöa fjórum sinnum í viku.
★ Sérstakur matarkúr fyrir þær, sem eru í
megrun.
★ Sturtur — sauna — tæki — Ijós.
★ Hjá okkur skín sólin allan daginn alla daga.
Ath
★ Allar dömur í Líkamsrækt JSB, fá afslátt-
arkort í nýju Sontegra sólina í Bolholti 6.
★ Upplýsingar og innritun í síma 83730.
L njpg !~!Q>|S3qQnogzzDr