Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980
Minning:
Jónas Karl Helga
son frá Hnífsdal
Fæddur 8. maí 1937.
Dáinn 30. október 1980.
Vinur minn og æskuféiagi Jónas
Karl Helgason dó á fimmtudags-
kvöldið 30. október sl.
A aðfaranótt mánudags þá áður
veiktist hann skyndilega á heimili
sínu, og þrátt fyrir að vel tækist
til um að flytja hann fljótt í
hendur hinna færustu lækna var
ekki hægt að bjarga lífi hans.
Sjúkdómur hans hafði heltekið
hann svo að hann komst ekki til
meðvitundar á ný.
Æskuvinur, félagi og samferða-
maður er horfinn.
Það er vissulega bæði sárt og
erfitt að sætta sig við þegar ungir
ágætismenn deyja langt um aldur
fram.
Jónas Karl Helgason var einn
þeirra. Hann stóð í blóma síns
æviskeiðs, hafði hvergi nærri lokið
starfi sínu og var fullur starfsorku
og dugnaðar.
Þegar ég nú skrifa minningar-
orð um þennan góða og trygga vin
og starfsfélaga verður mér fyrst á
að minnast æskuáranna, þegar við
gátum við ieiki og störf horft
áhyggjulaust til framtíðarinnar
og látið hugann reika um óþekkta
stigu.
Einmitt við þær aðstæður, í leik
og starfi sem börn, hófst kynning
okkar, og allt frá þeim tíma hefur
vinátta og samstarf okkar haldist.
Jónas var einn af þeim fáu
barnfæddu Hnífsdælingum þess-
ara ára sem fundu sér starfsvett-
vang hér heima í Hnífsdal.
Hann unni heimabyggð sinni og
vildi með öllum ráðum vinna
henni það gagn sem hann mátti.
Eg minnist margra samveru-
stunda þegar vandamálin voru
rædd og lögð voru á ráðin hvernig
mæta skyldi. Á árunum 1964 til
1969 stóðum við saman í vanda-
sömu starfi sem reyndi mikið á
samvinnu okkar og þess vinahóps
sem með okkur stóð að verki. Við
þau erfiðu verkefni var Jónas
sívakandi um úrlausn. Þó vinnu-
dagur hæfist að kvöldi þegar
raunverulegur vinnudagur var á
enda, þá var áhugi og vilji til að
takast á við vandann slíkur að
hver hvatti annan þar til fullur
sigur var unninn.
Jónas Helgason sýndi ávallt
áhuga og dugnað jafnhliða því
sem honum var lagið að halda
uppi góðum starfsanda með kímni
og giaðværð sem orkaði oft þannig
að erfið verkefni leystust létt og
örugglega.
Jónas var góður félagsmála-
maður, og hafði alit frá barnæsku
kynnst slíkum störfum á heimili
foreldra sinna þar sem faðir hans
var leiðandi maður í verkalýðsbar-
áttu þess tíma.
Ég man ekki glöggt hvort sam-
vinna okkar á sviði félagsstarfa
hófst fyrr í verkalýðs- eða íþrótt-
amálum, enda skiptir það ekki
máli, við störfuðum saman í mörg
ár á báðum þessum sviðum.
Jónas tók mjög ungur virkan
þátt í starfi Iþróttafélagsins
Reynis, og var einn af stofnendum
þess árið 1952. Hann sat í stjórn
þess í rúm 25 ár og þar af var
hann formaður þess í tæpan
áratug.
Hann hafði brennandi áhuga á
starfi félagsins, og lagði sig fram
um að félagið héldi uppi heil-
brigðu æskulýðsstarfi eftir því
sem ástæður frekast leyfðu.
Áhugi hans og baráttugleði við
viðfangsefnin voru hvetjandi fyrir
aðra og með miklu starfi tókst
honum að ná mörgum góðum
markmiðum sem hann setti fé-
lagsstarfinu.
Jónasi var félagsstarf innan
íþróttahreyfingarinnar, og að
öðru leyti með ungu fólki, mjög
eðlilegt og sjálfsagt. Fyrir honum
voru reglusemi og trúnaður svo
ríkir eiginleikar. Hann átti því
gott með að afla sér traustra vina,
og það var gott að eiga hann fyrir
vin.
Nú þegar þessi góði félagi er
horfinn er svo margs að minnast,
og það er nú við þessar aðstæður
sem minningarnar streyma fram.
Við sumar þeirra skýtur þeirri
hugsun upp hvort við, sem vorum í
hópi bestu og nánustu samstarfs-
manna Jónasar, höfum gefið
okkur nægan tíma til að meta til
fulls þá jákvæðu eiginleika sem
hann sýndi ávallt í samstarfi
okkar. Jafnframt starfi sínu á
sviði æskulýðs og íþróttamála tók
Jónas mikinn þátt í störfum
Verkalýðs- og sjómannafélags
Hnífsdælinga.
Hann sat í stjórn þess um árabil
og var formaður þess síðustu árin
sem félagið starfaði. Árið 1971 var
félagið sameinað Verkalýðsfélag-
inu Baldri, og tók hann þá strax að
sér ýmis trúnaðarstörf fyrir það
félag, og gegndi þeim er hann lést.
Hann starfaði alltaf heill að
hverju máli og ávann sér fullt
traust samverkamanna sinna.
Innan verkalýðshreyfingarinnar
var afstaða hans skýr og alla tíð
fylgdi hann jafnaðarmönnum að
málum, og var sú hugsjón honum
mjög að skapi. Hann var gætinn
félagsmálamaður og öfgar til
hægri eða vinstri fjarlægar störf-
um hans og stefnu.
Hann naut því trausts og eðli-
lega voru honum falin mikilvæg
störf, s.s. í stjórn Alþýðusam-
bands Vestfjarða og seta á þingum
Alþýðusambands íslands.
Jónas Helgason var sonur hjón-
anna Kristjönu Jónasdóttur og
Helga Björnssonar. Hann ólst upp
á heimili foreldra sinna í stórum
systkinahópi, en þau voru 9 alls.
Á uppvaxtarárum sínum lærði
hann að meta að verðleikum þá
hörðu baráttu sem foreldrar hans
urðu að heyja við að koma upp svo
stórum barnahópi við erfiðar að-
stæður.
í júlí 1975 lést Kristjana móðir
hans og var það honum þungt
áfall því hann dáði móður sína
mjög. Fyrir föður sinn vildi Jónas
einnig allt gera og veitti honum
margvíslega aðstoð ásamt systkin-
um sínum, eftir því sem ástæða
var til.
Jónas Helgason var fæddur í
Hnífsdal 8. maí 1937, og var því á
44. aldursári þegar hann lést.
Árið 1958 þann 28. des. kvæntist
hann eftirlifandi konu sinni,
Gunnjónu Jóhannesdóttur, ætt-
aðri frá Skarði í Skötufirði. Þau
hjónin eignuðust 6 börn sem öll
eru hér í Hnífsdal.
Jónas var skilningsríkur og góð-
ur heimilisfaðir og vann heimili
sínu og fjölskyldu allt sem hann
mátti. Hann setti sér snemma það
mark að búa fjölskyldu sinni gott
heimili, og með samheldni þeirra
hjóna og miklum dugnaði hafði
þeim tekist það.
Margvíslegir erfiðleikar fyrri
ára voru yfirstignir og við blasti
öryggi og ró á kyrrlátu og fögru
heimili þeirra hjóna að Dalbraut
11.
Jónas unnið með bróður sínum að
málaraiðn, og í því starfi naut
hann sín vel.
Jónas Helgason var alþýðumað-
ur og af slíku fólki kominn, og
meðal þess starfaði hann sína
starfsævi. Þessa hreinlynda og
góða drengs er ljúft að minnast,
og að leiðarlokum í samfylgd
okkar vil ég þakka honum alla þá
vináttu og tryggð sem hann sýndi
mér og fjölskyldu minni alla tíð.
Við söknum hans og syrgjum
fráfall hans, en þó harmur okkar
sé þungur er harmur og söknuður
ástkærrar eiginkonu og barna enn
þyngri.
Kæra Ninna, ég og fjölskylda
mín vottum þér og börnum þínum
innilega samúð okkar og biðjum
algóðan Guð að styrkja ykkur í
mikilli raun. Eins vil ég votta
tengdasyni, systkinum og öldruð-
um föður innilega samúð og bið
þeim Guðs blessunar.
Mínum kæra vini votta ég
dýpstu virðingu og þökk, og óska
honum friðar og öryggis í nýjum
heimkynnum.
Guð blessi minningu þessa góða
drengs.
Guðm. H. Ingólfsson.
Veturinn 1976—’77 fór ég að
vestan, vestur um haf, til vetur-
setu í Nýja-Englandi, nánar til-
tekið í Boston. Ég vissi að upp úr
fyrra stríði höfðu nokkrir vest-
firzkir sjómenn tekið sig upp og
flutzt búferlum til nýja heimsins,
þar sem sjómennsku þeirra og
skipstjórnarhæfni var við brugðið.
Ég reyndi að leita þessa menn
uppi, eða afkomendur þeirra, því
að sumir voru mér skyldir, en
tókst ekki.
En um líkt leyti varð á vegi
mínum ungur landi, fóstraður af
Grímsstaðaholtinu, en ættaður að
vestan, sem þá var orðinn um-
svifamikill verktaki í Boston.
Hann hafði komið nokkrum árum
áður til New York, slyppur og
snauður, með eina ferðatösku, sem
innfæddir stálu af honum á braut-
arstöðinni. Hann byrjaði því sann-
arlega með tvær hendur tómar,
einn af þeim síðustu sem létu
ameríska drauminn rætast.
Hvað hafði þessi drengur fengið
í vegarnesti? Hann var alinn upp
af íslenzkri sjómanns- og verka-
mannsfjölskyldu. Honum var
snemma gert að vinna fyrir sér —
einfaldlega af nauðsyn. Hann
kunni vel til verka. Það var sama
hvort hann þurfti að fást við
sjómennsku, landbúnaðarstörf,
byggingarvinnu, vélar — jafnvel
sölumennsku, allt þetta lék í
höndum hans. Hann bar enga
minnimáttarkennd fyrir neinu né
neinum. Hann var landneminn
sem gerði Ameríku að því sem hún
er. Hann byrjaði með tvær hendur
tómar. Og uppskar eins og til var
sáð.
Þegar ég spyr lát Jónasar vinar
míns Helgasonár frá Hnífsdal,
kemur mér þessi saga í hug. Þessi
manndómsmaður var allt í einu
felldur að velli frá miðju dags-
verki og stórri fjölskyldu. Fyrir-
varalaust. Engum bauð í grun að
honum væru búin þessi örlög.
Hann kenndi sér einskis meins,
+
Móöir okkar
OODNÝ ASGEIRSDOTTIR,
andaöist í Landspítalanum miövikudaginn 5. nóvember.
Asgeröur Sófusdóttir,
Stefania Sófusdóttir,
Árni Sófusson,
Höröur Sófusson.
t
Faöir okkar,
GÍSLI FRIDRIK JOHANNSSON,
múrari,
Faxastíg 15, Vastmannaoyjum,
andaöist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 4. nóvember.
Börnin.
t
Öllum þeim fjölmörgu vinum okkar og vandamönnum sem sýndu
okkur samúö og vináttu viö fráfall systur minnar, móöur,
stjúpmóöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu okkar,
GUDRUNAR GUOMUNDSDOTTUR
frá Seyöisfirði,
sendum viö hugheilar kveöjur.
Sigríóur Guómundsdóttir,
Hólmfríður Gísladóttir, Hrofna Thoroddsen,
Margrét Blöndal, Pétur Blöndal,
Guömundur Gíslason, Jónhildur Frióriksdóttir,
Aóalstoinn Gíslason, Kristín Hólm,
Arnór Gíslason, Potra Asmundsdóttir,
Gunnar Gíslason, Ragnheiöur Ólafsdóttír,
barnabörn og barnabarnabörn.
Nokkur undanfarin ár hafði
t
Ástkær faöir okkar, fósturfaöir og bróöir,
JONAS JONSSON STEINHOLM
fré Höfóadal,
lést í sjúkrahúsi Patreksfjaröar fimmtudaginn 30. október.
Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju 7. nóvember kl. 15.
Ragnhoiöur Jónaadóttir,
Karl Höfódal,
Abigael Jónsdóttir Steinhólm.
t
Innilegar þakkir faerum viö öllum þeím er sýndu okkur samúö og
vinarhug við andlát og jaröarför eiginmanns míns, fööur og
tengdafööur,
GUÐMUNDAR R. TRJAMANSSONAR,
Ijósmyndara.
Kristín Sigtryggsdóttir,
Sigtryggur Guömundsson, Jórunn Thorlacíus,
Rósa Morson, Robort Morson,
Hólmfríöur Guömundsdóttir, Gylfi Hinriksson,
Hanna Guömundsdóttir,
Lilja Guömundodóttir, Björn Jóhannesson.
þótt oft væri hann þreyttur að
loknu löngu dagsverki.
Þegar ég sneri aftur heim í
átthagana, tæplega þrítugur að
aldri, til þess að reisa mennta-
skóla vestur á Isafirði, rifjuðust
upp gömul kynni við gamlan
félaga, sem ég minntist frá
bernsku. Einn þessara manna var
Jónas Helgason og kona hans,
sveitungi minn, Jónína Jóhannes-
dóttir frá Skarði. Með þeim og
okkur Bryndísi tókust náin og góð
kynni. Við Jónas urðum samherj-
ar í pólitíkinni og fórum víða í
þeim hernaði. Við fundum brátt,
að við áttum vel skap saman, svo
sem átt höfðu feður okkar fyrrum.
Á þorrablótum Hnífsdælinga sótt-
um við Bryndís Jónas og Ninnu
gjarnan heim, og áttum stundum
ekki afturkvæmt um nóttina. I
þeirra félagsskap var gott að vera.
Hjá þeim fannst mér eins og ég
væri kominn heim.
Hver var Jónas Helgason?
Hann var íslenzki landneminn,
sem aðrar heimsálfur vilja mikið
til gefa að eignast. Hann var
afsprengi þess uppeldis, sem að-
eins fæst á bryggjusporðum ís-
lenzkra sjávarplássa, og skilað
hefur svo mörgum góðum dreng til
manns. Hann lærði að beita, áður
en hann gekk í skóla. Hann varð
fullgildur sjómaður, hvort heldur
var á handfæri eða línu, á þeim
aldri, sem ekki þykir við hæfi að
hleypa borgarbörnum inn á Óðal.
Það er sem ég sjái að við hefðum
látið neita okkur um aðgang að
Ögurböllum í gamla daga — eftir
fermingu, þar sem heimasætan
frá Skarði var næturdrottning,
svo að það var varla að við þyrðum
að renna til hennar hýru auga. En
Jónas varð hlutskarpastur, dreng-
lyndur, vaskur og blíðlyndur sem
hann var.
Hálfum öðrum áratug seinna
tókust kynni okkar á ný. Þau
höfðu þá fyrir stórri fjölskyldu að
sjá, sex börnum, sem voru hvert
öðru mannvænlegra og elskulegra
í öllu viðmóti. Þegar við Bryndís
sóttum þau fyrst heim bjuggu þau
í flæðarmálinu í Hnífsdal, í göml-
um kofa neðan götu, og öldugjálfr-
ið síaðist inn í vitund okkar á
síðkvöldum. Seinna reisti Jónas
Ninnu villu framar í dalnum. Hún
var reist af hans eigin höndum,
með tilstyrk bræðra og vina, svo
sem landnema er siður. Líka þar
var gott að koma, því að viðmót
höfðingja breytist ekki, hvort sem
þeir búa í höll eða hreysi.
Jónas Helgason fæddist í Hnífs-
dal 8. maí árið 1937. Hann var
sonur Kristjönu Jónasdóttur frá
Hnífsdal, Sigurðssonar, og Karit-
asar Kristjánsdóttur. Þegar karl
faðir minn stóð í slagsmálum við
harðfengilega atvinnurekendur í
fjöruborðinu í Álftafirði forðum
er mér sagt, að Kristjana, móðir
Jónasar, hafi dregið hann að
landi, svo að hann gæti haldið
áfram að slást, sem hann gerði.
Enda mikill vinskapur með henni,
Helga bónda hennar og Hannibal
og Solveigu, foreldrum mínum.
Kristjana féll frá fyrir nokkrum
árum, en faðir Jónasar, Helgi
Björnsson, frá Krossárbakka í
Bitru, er við hestaheilsu, ern og
eldhress. Jónas var þriðji elstur
níu systkina, sem öll eru annálað
manndómsfólk vestra.
Jónas og Ninna éiga sex börn
frá átta til 24ra ára aldurs.
Kristjana, elsta dóttirin, er búsett
í Reykjavík, en öll hin, Grétar,
Víðir, Sigurður, Jónas Karl og Jón
Hálfdán eru heima í föður- og
móðurgarði. Þetta fallega heimili
drúpir nú höfði í sorg. Við hin,
sem þekktum þau öll, förum með
bænirnar okkar og sendúm hljóð-
ar kveðjur til ekkjunnar ungu
vestur að Djúpi.
Jón Baldvin og Bryndis.
I dag er til moldar borinn frá
Hnífsdalskapellu, einn af mínum
beztu vinum og félögum, Jónas
Karl Helgason.
Mig setti hljóðan við þá fregn,
sem mér barst mánudaginn 27.
október sl., að vinur minn og
félagi Jónas hefði verið fluttur
helsjúkur til Reykjavíkur þá um
nóttina.
Alltaf eru við minnt á það
annað slagið að vegir Guðs eru