Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980 Ragnar Björnsson — Óperan og Þjóðleikhúsiö: Tillögur að fyrirkomulagi á óperuflutningi í Þjóðleikhúsinu Eftirfarandi tillöKur eru nánari skýringar á tillöKum sem PjoAleikhússtjóri og þjóðleikhúsráð höfðu undir höndum. SkýrinKar þessar voru gerðar á sl. vetri að beiðni þáverandi formanns Þjóðleikhússráðs Þórhalls Sigurðssonar. Þótt hér sé um sjálfsagða hluti og einfalda uppröðun að ræða, leyfi ég mér að birta hér þessar skýringar. Hér er um fátæklegasta form uppbyggingar að ræða en cr þó vísir að einhverri uppbyggingu og ætti að geta orðið til þess að einhverjar framfarir yrðu i óperu- og óperettuflutningi á landi voru. Þeir múrar sem fjárveitingavaldið hefur byggt utan um sig með þögn og aðgerðaleysi verða að falla. Ekkert vit er lengur í því að taka brauðið frá leikurum og öðrum starfsmönnum Þjóðleikhússins svo unnt sé að flytja eina óperu eða eina óperettu á ári. Slíkt byggir ekkert upp hvorki söngvara ná áheyrendur og væri raunar miklu þjóðhollara að sleppa þessari einu sýndarmennsku á ári og láta leikarana hafa allt sitt. Eftirfarandi tillögur eða skýringar eru miðaðar við tvær uppfærslur á hverju leiktímabili auk þess falla sýningar dansflokksins (ballettsins) inn í þennan ramma. Skýringar við tillögur mínar um fyrirkomulag á óperuflutningi í Þjóðleikhúsinu. Gert vegna til- mæla form'anns þjóðleikhússráðs Þórhalls Sigurðssonar. 1. Til flutnings söngleikja (óper- ur, óperettur) og ballettsýn- inga skulu valin tvö tímabil á hverju leikári, tveir og hálfur til þrír mánuðir hvort tímabil. 2. Fyrra tímabilið verði að haustinu frá 1. okt. til 10. des. Á þessu tímabili verði tvær sýningar í viku hverri og alltaf sömu vikudagana, t.d. þriðjudaga og föstudaga, eða jafnvel mánudaga og föstu- daga, samtals 21 sýningar- kvöíd. 3. Til sýningar á þessu fyrra tímabili verði valin óperan nr. 1 og ballettsýning nr. 1. Sýn- ingarkvöld óperunnar verði 16 talsins og sýningarkvöld ball- ettsins 5 talsins. 4. Nauðsynlegt er að hafa sýn- ingar alltaf sömu vikudaga. Þeir sem þátt taka í sýningun- um eru flestir bundnir öðrum störfum fyrst og fremst, svo sem kennslustörfum sem að mestu leyti fara fram síðari hluta dags og fram á kvöld, hjá tónlistarfólki a.m.k. 5. Síðara tímahilið verði frá 1. marz til 30. maí. Á þessu tímabili verði — eins og fyrra tímabilinu — tvær sýningar í viku hverri og sömu vikudaga og valdir voru fyrra tímabilið, samtals 26 sýningarkvöld. 6. Til sýningar síðara tímabilið verði valin óperettan (eða „létt" ópera) nr. 2 og ballett- sýning nr. 2. Sýningarkvöld óperunnar verði 20 talsins og ballettsýningarkvöld 6. (Ath. í flestum söngleikunum yrði ballettflokkurinn þátttak- andi). 7. Æfingahúsnæði fyrir söng- leikaflutning þarf að taka á leigu. Húsnæði þyrfti að hafa gólfflöt á stærð við leiksvið Þjóðleikhússins og gætu þá allar æfingar farið þar fram utan þær síðustu á nýjum verkefnum. Æskilegt væri að á sama stað væri hægt að geyma leiktjöld og búninga sem tilheyrðu söngleikunum. 8. Annað leikár — Fyrra tíma- bilið. Fyrirkomulag verði það sama og var á fyrsta leikári og til flutnings verði valin ópera nr. 3, og ballettsýning nr. 3. 9. Síðara tímabil. Fyrirkomulag verði það sama og var árið áður og til flutnings verði valin óperetta nr. 4 og ballett nr. 1. iiér mætti taka nokkur kvöld af þeim 26 sýningar- kvöldum sem áætluð eru til þess að endursýna eitthvað af því sem búið er að æfa upp og sýna á fyrra ári. 10. Þriðja leikár — Fyrra tíma- bilið. Fyrirkomulag það sama varðandi sýningarfjölda og fasta vikudaga til sýninga. Hér má byrja að spara stofn- kostnað og í stað þess að taka ný verkefni til flutnings yrðu nú sýnd þau verkefni sem besta aðsókn fengu árið áður. 11. Mjög óverulegar æfingar þarf til þess að taka upp óperu eftir tveggja eða þriggja ára hlé og yrði því á fyrra tímabili þriðja leikárs um lítið annað en kvöldkostnað að ræða. At- hugandi er það að við að hafa nokkur verkefni í gangi í einu eru margir söngvarar komnir í starf og þjálfun. 12. Ekki hafa neinir söngvarar verið fastráðnir til starfa og tíminn og reynslan verður að sýna hvort slíkar fastráðn- ingar eru æskilegar. 13. Síðara timabil (þriðja leik- árs). Fyrirkomulag það sama og áður, sýningarkvöld 26 sem skiptast niður á söngleika- og ballettsýningar. Til flutnings verði valin óperetta nr. 5 og ballet nr. 5. Ásamt þessum verkefuuni verði einnig sýnd fyrri verkefni. 14. Fjórða leikár. Þetta leikár mætti mjög líklega spara stoínkostnað við nýtt verkefni og Flytja eingongu þau 'verk- efni sem hingað til hafa verið æfð upp og flutt. Vel heppnað- ar óperu- og óperettusýningar hafa oft náð 50 sýningar- kvöldum í Þjóðleikhúsinu og því er alls ekki óraunhæft að spara megi allan stofnkostnað þetta árið sem fyrr segir. 15. Varðandi kostnað við hljóm- sveitina vísa ég til fyrra álits míns. En um leið og fram- fylgja á gerðum lögum um söngleika- og ballettflutning í Þjóðleikhúsinu hlýtur að vera eðlilegast að taka upp þá erlendu fyrirmynd að starfs- vettvangur Sinfóníuhljóm- sveitarinnar sé að hluta bund- inn flutningi söngleika- og ballettsýninga í Þjóðleikhús- inu, annað væri siðlaust gagn- vart íslenskum skattgreiðend- um. Lengra ná þessar skýringar ekki. En augljóst ætti að vera að framanskráðu að eftir því sem árin líða má æ meira og oftar spara í sambandi við stofnkostnað og yrði þetta fyrirkomulag því hagkvæmast hvað kostnað snertir. Þetta fyrirkomulag mun einnig veita þeim söngvurum sem fyrir hendi eru þjálfun og einhverja atvinnu. Reykjavík 11.3. 1980. Ragnar Björnsson. Sinfóníuhljóm- sveit íslands og leikhúsið Kostnaðarsömustu liðir hverrar óperusýningar eru hvarvetna tald- ir hljómsveitin, kórinn (þar sem kórinn er á mánaðarlaunum) og ballettinn. Hljómsveit og ballett verða að verða skipuð atvinnu- mönnum. Við Þjóðleikhúsið starf- ar dansflokkur á sérstakri fjár- veitingu frá ríkinu. Þær borgir í V-Evrópu sem hafa vilja óperu- starfsemi innan sinna marka og ekki hafa fjárhagslega möguleika á sérstöku óperuhúsi fullnægja þessari þörf með samvinnu við leikhúsið. Hljómsveitarspursmál- ið á þessum stöðum er þannig leist að vinnuskylda hljómsveitarinnar á staðnum er bæði, á hijómsveit- arpalli og í leikhúsinu. Við viljum fjármagna sinfóníuhljómsveit og hljómsveitina höfum við. Aðal- hlutverk hljómsveitarinnar er að halda 16 ákriftartónleika á ári, á hálfsmánaðar fresti. Hljómsveit- aræfingar flestra hljómsveita fara fram á morgninum og standa í þrjá klukkutíma, svo er einnig háttað til með okkar hljómsveit. Æfingafjöldi fyrir hverja venju- lega sinfóníutónleika er frá tveim upp í fimm, fer það eftir ágæti hljómsveitarinnar svo og verk- efnavali. Vinnustundafjöldi er eðlilega ákveðinn í vikuhverri og inn í hann fellt tónleikahald og sú vinna og tími sem fer í leikhúsið (óperuflutning), bar sem þetta tvennt er sameinað. Eðlilega er svo hljómsveitinni ætlaður tími til heimavinnu (æfinga). Þá morgna sem hljómsveitin okkar æfir ekki fyrir áskrifendatónleikana en þeir morgnar eru a.m.k. fimm í hverj- um hálfum mánuði, séu laugar- dagar ekki taldir með, en laugar- daginn vinnur hljómsveitin af sér með sérstökum eftirmiðdagsæf- Tvö skák- mót sendibif- reiðastjóra TRAUSTI, félag sendibifreiða stjóra hefur nú nýverið gengist fyrir tveimur skákmótum. móti einstaklinga og þá keppni milli stöðva. Sigurvegari í skákmóti einstaklinga varð Sigurður Jónsson, en þar var keppt eftir monrad kerfi. í stöðvakeppninni sigraði Nýja sendihílastöðin. Tveir menn urðu efstir og jafnir á móti einstaklinga, þ.e. Sigurður Jónsson Sendibílastöðinni Þresti og Helgi Halldórsson Nýju sendi- bílastöðinni, en Sigurður vann á stigum. I stöðvakeppninni var keppt um nýjan farandbikar, sem Nýja sendibílastöðin vann, eins og áður segir í þessari fyrstu keppni. sjáið nýja FURUELDHLISIÐ okkar HEIMILISINNRÉTTINGAR Eldhús - Baðinnréttingar - Fataskápar Úrval innréttinga i rúmgóðum sýningarsal, þar sem gefst gott tækifæri til að skoða þær. Vönduð íslensk framleiðsla í öllum verðflokkum Ráðgjafaþjónusta á staðnum. Gefum þér tillögu að gæða eldhúsi, með þínum séróskum og verðtilboð að auki. LUKKUHLJSIÐ HEIMILISINNRÉTTINGAR Smiöjuvegi 44. 200 Kópavogi, simi 71100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.