Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980 25 fHttgtiitÞififeft Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakið. Sigur Reagans * Urslit bandarísku kosninganna á þriðjudag sýna, að þar vilja kjósendur ný vinnubrögð og treysta þeim best, sem boða hægri stefnu. Ronald Reagan, sem er hægri sinnaðasti forsetaframbjóðandinn í Bandaríkjunum síðan Barry Goldwater gaf kost á sér 1964, vann stórsigur og hlaut miklu meira fylgi en menn áttu von á. í kosningunum töpuðu öldungardeildarþingmenn úr hópi demókrata eins og Frank Church, formaður utanríkismálanefndar deildarinnar, og George McGovern, forsetaframbjóðandi 1972, en þeir hafa sætt gagnrýni fyrir það, sem í Bandaríkjunum er kallað „frjálslyndi" en skilst betur hér á landi með orðunum „hægfara vinstrimennska". Sá meirihluti, sem repúblíkanar hafa nú fengið í öldungadeild Bandaríkjaþings undirstrik- ar hina almennu hægri sveiflu í afstöðu kjósenda. 1 kosningabaráttunni lagði Jimmy Carter sig fram um það að koma því að hjá kjósendum, að Ronald Reagan yrði ógnun við heimsfriðinn í forsetaembættinu. Varla hafa kjósendur trúað því og þess vegna veitt Reagan stuðning sinn. Enda leitaðist forsetinn fráfarandi með slíkum ummælum einkum við að draga athyglina frá innanlandsmálum. Hann vildi beina huga kjósenda frá vaxandi verðbólgu og atvinnuleysi í stjórnartíð sinni. Þótt utanaðkomandi virðist oft lítill munur á stefnu stóru flokkanna í Bandaríkjunum, blasir annað við kjósendum þar í landi. Repúblíkanar leggja á það áherslu, að hagsmunir einstaklinganna sitji í fyrirrúmi fyrir ríkishítinni. Demókratar hafa gengið stöðugt lengra á braut ríkisafskipta. Öflugir málsvarar einkaframtaksins hafa komið fram í Bandaríkjunum á undanförnum árum og haldið sjónarmiðum sínum á loft í ræðu og riti. Úrslit kosninganna sýna, að sjónarmið þeirra hafa góðan hljómgrunn meðal kjósenda. Utanríkisstefnu sína hefur Jimmy Carter rekið þannig, að milli orða og athafna hefur verið lítil samkvæmni. Hann setti sér háleit markmið eins og til dæmis í mannréttindamálum, en framkvæmdin hefur verið brotakennd og óljós. Segja má, að sveiflurnar í framkvæmd utanríkis- stefnunnar hafi bæði leitt til þess, að Sovétmenn hafi færst í aukana og bandamenn Bandaríkjanna hafa haldið að sér höndum í samskiptum við þá. Meginþættirnir í bandarískri utanríkisstefnu breytast ekki við það, að Ronald Reagan tekur við forsetaembættinu. Hins vegar er við því að búast, að aukin áhersla verði lögð á ýmsa grundvallarþætti og þeim fylgt fram af meiri festu. Reagan hefur lýst því yfir, að hann muni ekki hika við að undirbyggja utanríkisstefnuna með þeim herstyrk, sem hann telur nauðsynlegan til að hún sé trúverðug. Hann hefur sagt, að hann muni senda SALT 2 samkomulagið um takmörkun gjöreyðingarvopna aftur til Sovétmanna með ósk um að efni þess verði endurskoðað. í þeim sviptingum, sem af þessu munu leiða, reynir á hæfni stjórnar hans og staðfestu andspænis Sovétmönnum. Sagan sýnir okkur, að það hefur síður en svo verið erfiðara fyrir harða andkommúnista í Hvíta húsinu að glíma við Kremlverja en hina, sem segjast búa yfir meiri „sáttfýsi". Samband Jimmy Carters við Leonid Brezhnev hefur ekki verið sérlega alúðlegt, síst af öllu eftir innrásina í Afganistan, en þegar hún var um garð gengin sagðist forsetinn fráfarandi fyrst hafa áttað sig á sönnu eðli sovétkommúnismans. Carter hefur að ýmsu leyti verið óþekkt stærð í augum Kremlverja, hins vegar ættu þeir fyllilega að geta gert sér grein fyrir því, hvar þeir hafa Reagan. Á óvissu- og spennutímum í alþjóðamálum, eins og nú ríkja, ætti það siður en svo að auka á glundroðann. Þeir Vesturlandabúar, sem telja hag sínum og annarra best borgið með því að friðmælast stöðugt við Kremlverja og láta þannig skref fyrir skref undan yfirgangi þeirra og þrýstingi, fyllast að sjálfsögðu kvíða, er þeir heyra heitstrengingar Ronald Reagans. Staðreyndin er hins vegar því miður sú, að Kremlverjar láta sér ekki segjast fyrr en þeir sannfærast um alvöru og hörku viðmælenda sinna. Hingað til hafa ríkisstjórnir Bandaríkjanna viðurkennt réttmæti slíkrar afstöðu og fylgt henni í orði og að því leyti er Ronald Reagan ekki boðberi nýrra sanninda. En tiltrú manna í þessu efni ræðst mjög af persónulegri framgöngu Bandaríkjaforseta og þeirri forystu, sem hann veitir. Astæða er til að taka undir það sjónarmið, sem víða hefur komið fram, að í forsetakosningunum hafi Bandaríkjamenn átt skilið að geta valið á milli aðsópsmeiri manna, en raun bar vitni. Fáir frambjóðendur eru þó valdir með meiri áhrifum kjósenda en þessir. Persónulegur stíll Ronald Reagans, svo að vitnað sé til nýjasta tískuorðsins í stjórnmálaumræðu hérlendis, er þannig, að honum er á margan hátt mun auðveldara að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við almenning en Jimmy Carter. Eftir sjónvarpseinvígi þeirra var Reagan talinn sigurvegari einmitt fyrir þessa sök og tilraunir Carters til að útmála hann sem stríðsæsingamann hittu alls ekki í mark hjá áhorfendum, jafnvel þótt hann vitnaði í dóttur sína Amy, máli sínu til stuðnings. Bandaríkjaforseti nær skammt í störfum sínum eins og allir aðrir stjórnmálamenn, ef honum tekst ekki að sannfæra þjóð sína, kjósendur, um hann sé á réttri braut. Jimmy Carter hefur algjörlega brugðist bogalistin á þessu sviði. Fyrir fjórum árum var hann hylltur sem einstæður snillingur í því að ná eyrum kjósenda, nú verður hann að þola mikinn ósigur og búa við það hlutskipti að vera annar forsetinn á þessari öld, sem ekki nær endurkjöri, eftir að hafa setið heilt kjörtímabil. Kosningar í Bandaríkjunum 4. nóvember 1980 Ronald Reagan, nýkjörínn forseti Bandarikjanna „... svörin eru einföld — en ekki auðveld“ Wa.shington. 5. nóvember. AP. ÞAÐ VAR einn tyllidaginn á árunum eftir síðasta strið, fyrir nærri 35 árum, að Ronald Reag- an tók þá ákvörðun að nota „hugmyndir mínar, mælskulist mína og orðstír minn sem leik- ari“ til að vinna hugsjónum sínum hrautargengi. Þessi ákvörðun varð til þess, að hann hætti sem Ilollywood-leikari og gerðist frammámaður í samtök- um leikara. hatt endi á leikara- feril hans i sjónvarpsþáttum og leiddi hann til rikisstjórasætis i Kaliforníu og hefur nú loks lokið upp fyrir honum dyrunum að Hvita húsinu. Þó að Reagan sé maður nokkuð við aldur, 69 ára, og sá elsti, sem kosinn hefur verið forseti, tókst andstæðingum hans ekki að gera það að því kosningamáli, sem að var stefnt. Reagan verður einnig fyrsti forsetinn, sem staðið hefur í hjónaskilnaði, en fyrr á tímum hefði slíkur maður ekki átt upp á pallborðið hjá kjósendum. Ein- beitni Reagans og mikil mælska komu honum í góðar þarfir í kosningabaráttunni þegar hann lýsti fyrir fólki hugsjónum sínum, repúblikanismanum, sem hann kvað byggja á fjölskyldunni, iðju- semi, góðum grannskap og frelsi. Sá heimur, sem Reagan fær að fást við sem forseti, er að vísu flóknari en hann var fyrir 40 árum, en Reagan sér hann þó í tiltölulega einföldu ljósi. „Sann- leikurinn er sá, að svörin eru einföld — en ekki auðveld," hefur Reagan sagt. I augum vina Reag- ans og andstæðinga líka, er hann maður, sem þekkir sjálfan sig, styrkleika sinn jafnt sem veik- leika. Hann er bjartsýnn og sann- færður um réttmæti skoðana sinna og alls ófeiminn frammi fyrir sjónvarpsvélunum eða áheyrendum. Haft er eftir fyrr- verandi kosningastarfsmanni Reagans, að þetta mikla sjálfsör- yggi stafi af því, að hann veit hvað það er að bíða lægri hlut og kann að taka því. Reagan komst aldrei upp á stjörnuhimininn í Holly- wood eða í sjónvarpinu síðar. Reagan er fæddur 6. febrúar árið 1911 í borginni Tampico í Illinois. Faðir hans var af írskum ættum og er um hann sagt, að þrennt hafi það verið, sem var honum hugleiknara en annað í þessum heimi: að fást við skó- verslun, Demókrataflokkurinn og viskídrykkja. Æska Reagans ein- kenndist af fátækt og eilífum flutningum en þrátt fyrir það minnist hann æskuáranna með innilegri gleði. Hann lauk prófi frá Eureka-menntaskólanum árið 1932 og gerðist síðan íþrótta- fréttamaður í Iowa. Árið 1937 stóðst hann próf, sem Warner Brothers-kvikmyndafyrirtækið lagði fyrir væntanlega leikara, og þar með hófst ferill hans sem Hollywood-leikari. Það var þó sjónvarpið, sem hafði mest áhrif á pólitískan frama Reagans, en árið 1964 flutti hann sjónvarpsávarp til stuðnings Barry Goldwater, sem þá var frambjóðandi repúblikana í for- setakosningunum. Eftir það var Reagan talinn óumdeildur arftaki Goldwaters meðal íhaldsmana og það ruddi honum brautina í ríkis- stjórakosningunum í Kaliforníu árið 1966, þegar hann sigraði Brown með nærri milljón atkvæð- um. Fjórum árum síðar var var hann endurkosinn með 500.000 atkvæða mun. Reagan tók við störfum ríkis- stjóra á árum Víetnam-stríðsins og stúdentauppreisna. Hann kall- aði óróasama stúdenta „huglausa Ronald Reagan — hampar blaði þar sem skýrt er frá stórsigri hans. Símamvnd AP. fasista" og sagði, að „ef blóðbaðs er þörf, þá skulum við ekki bíða boðanna. Engar tilslakanir fram- ar“. í raun hefur þó alltaf verið mikill munur á orðum og gjörðum hjá Reagan og hann hefur stund- um mátt viðurkenna, að hann hafi tekið fullmikið upp í sig — og það var einmitt það, sem ráðgjafar hans í kosningabaráttunni gerðu sér allt far um að koma í veg fyrir. Árið 1976 lét nærri að Reagan hreppti útnefningu Repúblikana- flokksins sem forsetaefni í stað Gerald R. Fords, en vegna þeirra úrslita tók hann lítinn sem engan þátt í kosningabaráttunni. Á rík- isstjóraárum sínum í Kaliforníu vann Reagan að jafnaði aðeins átta stunda vinnudag og er búist við að hann haldi þeirri venju sem forseti, en treysti því meir á aðstoðarmenn sína. Einn nánasti ráðgjafi Reagans er kona hans, Nancy, sem hann kvæntist árið 1952, fjórum árum eftir að hann skildi við leikkonuna Jane Wyman. Nancy var einnig leikkona, en hún gaf Hollywood upp á bátinn þegar þau giftust og hefur átt mikinn þátt í að móta íhaldssamar skoðanir manns síns. Þau hjónin eiga tvö börn en Reagan á önnur tvö með fyrri konu sinni. GEORGE BUSH. næsti varafor- seti Bandarikjanna, er fæddur í Connecticut á Nýja Englandi, en bjó lengi í Texas. Hann var kcppinautur Ronald Reagans í forkosningum repúblikana fyrr á árinu ,þótti standa sig vel, eink- um i iðnríkjunum. og var fremst- ur i kapphlaupinu á tímahili. Kunnastur er hann fyrir að hafa verið yfirmaður CIA um skeið. Nokkur ágreiningur hefur verið milli Bush og Reagans. einkum i félagsmálum, en Bush hefur vilj- að gera lítið úr honum. Hann virðist fyllilega ánægður með að taka við varaforsetaemb- ættinu, þótt það sé valdalítið, og hefur oft sagt, að fremsta skylda varaforsetans sé að vera trúr forsetanum. En vegna aldurs Reagans má vera, að Bush fái mikilvægt hlutverk í stjórn hins nýkjörna forseta, ekki sízt þar sem Reagan hefur þann hátt á að dreifa völdunum meðal undir- manna sinna. Faðir Bush, Prescott Bush, var auðugur bankastjóri í Wall Street og var kjörinn í öldungadeildina fyrir Connecticut 1952. George Bush var sendur í beztu skóla, sem völ var á, og gekk í sjóherinn að loknu prófi 1942. Átján ára gamall varð hann yngsti flugliðsforingi sjóhersins og hann var sæmdur ýmsum heiðursmerkjum-í stríðinu á Kyrrahafi. Eftir stríðið lauk hann námi í hagfræði frá Yale- háskóla og fluttist síðan ásamt fjölskyldu sinni til olíubæjarins Odessa í Texas, þar sem hann stofnaði olíufyrirtæki ásamt tveimur vinum sínum. Árið 1964 bauð hann sig fram til George Bush, varaforsetacfni Reagans, ásamt konu sinni, Barböru, veifa repúbltkana. öldungadeildarinnar gegn Ralph Yarborough, frjálslyndum demó- krata, sem naut mikilla vinsælda í Texas, og tapaði, enda voru sigur- líkur hans litlar, en hann fékk þó fleiri atkvæði en nokkur annar repúblikani í sögu ríkisins. Tveim- ur árum síðar bauð hann sig fram til fulltrúadeildarinnar í Houston og varð fyrsti repúblikaninn í borginni sem hafði verið kjörinn á alríkisþingið í Washington. Árið 1968 kom hann til greina um tíma sem varaforsetaefni Richard Nixons, áður ^en Nixon valdi Spiro Agnew. Tveimur árum síðar ákvað Bush að áeggjan Nixons að bjóða sig aftur fram gegn Yarborough, en demókratar tilnefndu í staðinn íhaldsmanninn Lloyd Bentsen og Bush tapaði. Meðal annars til að bæta þetta upp skipaði Nixon hann sendi- herra hjá SÞ og því embætti gegndi hann til 1973, þegar hann stuðningsmönnum eftir stórsigur Simamynd AP. var tilnefndur formaður lands- nefndar repúblikana. Þegar Agnew sagði af sér, var Bush einn þeirra, sem komu til greina sem varaforseti, og þegar Nixon sagði af sér, kom hann til greina sem varaforseti Gerald Fords.í staðinn skipaði Ford hann yfirmann CIA. Bush fékk fyrst hugmyndina um að keppa að forsetakjöri skömmu eftir að Jimmy Carter fluttist í nvíta húsið og hann hætti hjá CIA, en hóf baráttuna ekki fyrir alvöru fyrr en sumarið 1978 og ferðaðist víða um Bandaríkin til að kynna sig kjósendum. Reagan gersigraði hann í forkosningunum í New Hampshire, en Bush lét ekki staðar numið. Hann lagði áherzlu á hófsamari stefnu en Reagan, og það átti þátt í því að hann sigraði úí forkosningunum í Massachus- etts, þótt John Anderson, sem varð annar, vekti mestu athyglina í fjölmiðlum. Þegar Ford gaf í skyn að hann kynni að fara fram versnaði staða Bush og hann tapaði í Suðurríkj- unum og Hlinois. En síðan náði hann sér aftur á strik og sigraði í Pennsylvaníu og Michigan og varð annar í Texas, næstur á eftir Reagan. Þá hafði Reagan hins vegar tryggt sér nær alla þá landsfundarfulltrúa, sem hann þurfti til að fá tilnefningu í forsetaframboðið, og vonlaust var fyrir Bush að bjóða sig fram gegn honum í Kaliforníu, svo að hann ákvað að hætta baráttunni. Bush huggaði sig við það, að hanfi hafði barizt lengUr í for-. kosningunum en allir aðrir keppi- nautar Reagans og að hann hætti á réttum tíma rétt eftir sigur sinn í Michigan og áður en hægt var að saka hann um að vera flokknum ótrúr. Nú á eftir að sjá, hvernig honum vegnar í stjórn Reagans, en þeir hafa kynnzt vel í sumar og Reagansmenn segja, að ef Bush hafi hæfileika til að bera muni Reagan láta hann fá nóg að gera. Vegna reynslu Bush má auk þess vera, að hann verði valdamikill, og hann er kunnugri í Washington en Reagan. En mikið er undir því komið, hvernig þeim gengur að vinna saman. Bush getur f engið mikilvægt hlutverk Reagan þegar hann fagnaði sigri: „Eg hræðist ekki það sem bíður min 'uos Angeles. 5. nóv. AP. HÉR FARA á eftir brot úr ra?ðu Reagans. sem hann hélt þegar hann fagnaði sigri í forsetakosn- ingunum aðfaranótt miðviku- dagsins: „Fyrst og fremst vil ég segja það, að þetta er auðmjúkasta stund lífs míns ... Ég lít á það traust, sem þið hafið sýnt mér, sem helgan hlut og ég mun leggja mig allan fram við að verða traustsins verður. Ég hef talað við Carter forseta í síma. Hann hringdi til mín og það gerði Anderson einnig. Forsetinn hét mér stuðningi sínum og samvinnu í þeim umskiptum, sem munu eiga sér stað á næstu. mánuðum, og ég fullvissaði hann um fullkomið samstarf af minni hálfu ... Um öll Bandaríkin er fólk, sem ég stend í mikilli þakkarskuld við, í hverju fylki, í hverju héraði, í borgunum og í borgarhverfum. Fólk, sem hefur lagt sig allt fram í óeigin- gjörnu starfi, hundruð þúsunda sjálfboðaliða, ég á þeim ómælda skuld að gjalda. Við skulum minnast orða Abra- ham Lincolns daginn eftir að hann var kosinn forseti. Hann sagði við fréttamennina, sem höfðu fylgst með kosningunum: Jæja drengir, ykkar erfiðleikar eru nú að baki, en mínir eru rétt að byrja. Ég held ég viti við hvað hann átti. Lincoln hefur haft áhyggjur af þeim erfiðleikum, sem ríktu þegar hann varð forseti, en ég held að hann hafi ekki verið hræddur. Hann var reiðubúinn að takast á við vanda- málin, staðráðinn í að nota tæki- færið til að leiða þjóðina fram á veg. Mér fer eins og Lincoln, ég hræðist ekki það sem bíður mín,„ og ég trúi því að bandaríska þjóðin óttist það ekki heldur. Saman munum við vinna þau verk, sem vinna verður, og saman munum við aftur gera Bandaríkin að þjóð, sem getur látið hendur standa fram úr ermum. Ég ætla að reyna að endurvekja ameríska hugsjóna- eldinn, sem nam landið allt heims- hafanna á milli og fóstraði mikla þjóð, lifði af styrjaldir og kreppu á sama hátt og við munum vinna bug á þeim erfiðleikum, sem við okkur blasa.“ Carter þegar hann viðurkenndi ósigur sinn: „Guð útdeilir byrð- unum og einnig öxlun um til að bera þær“ IIÉR FER útdráttur úr ræðu Carters þegar hann viðurkenndi ósigur sinn fyrir Ronald Reagan: „Ég hét ykkur því fyrir fjórum árum, að ég skyldi aldrei segja ykkur ósatt og af þeim sökum er ég ekki hér kominn til að halda því fram, að ég sé ekki bitur. Banda- ríkjamenn hafa gert upp hug sinn og að sjálfsögðu hlíti ég þeim úrskurði, en ég verð þó að viður- kenna, að ég geri það ekki með sama fögnuði og fyrir fjórum árum. Ég vil þó taka það fram, að ég met það stjórnkerfi framar öllu, sem gefur fólki kost á að velja sér sína eigin leiðtoga. Fyrir klukkustundu hringdi ég til Ron- ald Reagans í Kaliforníu og óskaði honum til hamingju með sigurinn og hét honum stuðningi mínum í þeim umskiptum, sem framundan eru. Ég hef notið þeirrar náðar, sem aðeins fáum hlotnast, að fá að eiga þátt í að móta örlög þessarar þjóðar. I því hef ég haft stuðning ykkar ... Ég hef ekki komið öllu því í verk, sem ég vildi, og líklega er það svo um flesta, en ég hef ekki skorast undan því að takast á við vandamálin þó að erfið hafi verið. Við höfum haldið á loft merkinu og barist fyrir hugsjón- um okkar og þeirri baráttu lýkur ekki með brottför þ'essarar stjórn- ar. ... Kosningabaráttan hefur ver- ið löng og óvægin en nú verðum við að taka saman höndum og ég hvet alla landa mína til að vera mér samtaka í einlægum stuðn- ingi við eftirmann minn, þegar hann tekur við embætti sem forseti þessarar miklu þjóðar. Það er til gamall jiddískur málsháttur, sem oft hefur komið upp í huga minn á þeim tíma, sem ég hef gegnt embætti, og hann hljóðar þannig: Guð útdeilir byrðunum og einnig öxlunum til að bera þær. Allan þann tíma, sem ég hef þjónað þjóð minni í þessu emb- ætti, hafið þið boðist til að axla byrðarnar með mér, sýnt mér traust og minnst mín í bænum ykkar. Enginn maður getur farið fram á meira.“ Walesa fagnar sigri Reagans Varsjá. 5. nóv. AP. LECH WALESA, leiðtogi óháðu verkalýðshreyfingarinnar í Póllandi. hyllti sigur Ronald Reagans i forsetakosningunum í Bandarikjunum i dag. „Eg er mjög ánægður með að Reagan skyldi sigra. Svo vissi ég líka alltaf, að Reagan yrði forseti." Stjúpfaðir Walesa er búsettur í Bandaríkjunum og kom fram í sjónvarpsþætti með Reagan meðan á verkföllunum stóð í Póllandi í sumar. Pólska útvarpið sagði frá úrslit- unum kl. 3 í nótt að ísl. tíma. Kosningatölur voru lesnar jafnóð- um, en blöðin sögðu ekki frá úrslitunum, þar sem þau fara í pressuna á miðnætti. Útvarpsþulurinn sagði, vegna fyrirspurna í síma, að ekki væri vitað til þess að menn af pólskum ættum væru í starfsliði Reagans. Dollarinn hækkar við sigur Reagans l,ondt»n. New York. 5. nóv. AP. DOLLARINN hakkaði víða i verði á alþjóðlegum gjaldeyris- mörkuðum i dag vegna sigurs Reagans i bandarísku forseta- kosningunum og hefur ekki verið ha'rra skráður um sjö mánaða skeið. Sömu sögu er að segja um verðbréfamarkaðinn í New York og London. Þó að dollarinn hafi styrkst mjög í dag í kjölfar kosningasig- urs Reagans eru samt ekki allir á einu máli um áhrifin þegar fram í sækir. Sumir telja, að dollarinn muni haldast stöðugur vegna þess hve Reagan er hlynntur auknu frelsi fyrirtækja, en aðrir óttast, að efnahagsstefna hans boði aukna þenslu og verðbólgu, sem boði allt annað er gott fyrir gengi dollarans. Verðbréf hækkuðu einnig veru- lega í verði í dag í New York og London og þar skiptir líka í tvö horn um skoðanir manna. Sumir sjá fram á bjartari tíð hvað varðar afstöðu stjórnvalda til atvinnu- rekstrarins en aðrir vitna til vaxtahækkunar, sem búist er við á næstu dögum, og þess, að gert er ráð fyrir vaxandi verðbólgu á komandi mánuðum, hvað svo sem líður aðgerðum stjórnvalda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.