Morgunblaðið - 06.11.1980, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980
Blöð hafa að undanförnu fjall-
að talsvert um Ríkisútvarpið,
fjárhag og starfsaðstöðu. — bað
er gott.
Nú hefur umræðan færst inn á
Alþingi með flutningi þingmála
og með bréfi menntamálaráð-
herra til fjárveitinganefndar. —
Það er enn betra.
Kannske skilar rikisstjórnin
tolltekjunum, leiðréttir afnota-
gjöldin og leyfir stofnuninni að
hyggja hús fyrir peningana sína.
— Það væri best.
Ekki
Tillaga Markúsar Á.
„Alþingi ályktar að lýsa yfir
þeim vilja sínum, að Ríkisút-
varpinu sé heimilt að hefja að
nýju framkvæmdir við byggingu
útvarpshúss í Reykjavík."
Árið 1971 ákvað Alþingi með
lögum, að 5% af brúttótekjum
Ríkisútvarpsins skyldi leggja í
sjóð til þess að kosta byggingu
fyrir starfsemina.
Árið 1979 tvöfaldaði Alþingi
þetta framlag með lagabreyt-
ingu. En árið áður hafði ríkis-
stjórnin ákveðið að hefja fram-
kvæmdir við bygginguna.
(Teikningar og byggingaráætlun
hafði þá verið endurskoðuð og
samþykkt af samstarfsnefnd.)
Það virðist útlátalaust fyrir
Alþingi að samþykkja tillögu
Markúsar. Og meira en það, ætla
má, að Alþingi kjósi að árétta
skoðun sína á byggingarmálum
útvarpsins. — Tvöföldun fram-
lags I húsbyggingarsj(')ðinn eft-
ir að byggingaráform höfðu
hlotið samþykki stjórnvalda
Vilhjálmur
Hjálmarsson:
má
talaði skýru máli um afstöðu
Alþingis vorið 1979.
Frumvarp Eiðs Guðna
Þar segir að Ríkisútvarpið
skuli fá auk afnotagjalda og
auglýsinga „næstu þrjú ár frá
gildistöku þessara laga aðflutn-
ingsgjöld af sjónvarpstækjum og
hlutum í þau“ og skal þessu
varið „til stofnkostnaðar sjón-
varps“.
Það er fagnaðarefni að þing-
maður flytur nú frumvarp til
laga um auknar tekjur Ríkisút-
varpinu til handa. Sterkara
hefði verið ef þingmenn úr öllum
flokkum hefðu staðið að flutn-
ingi málsins. Og væntanlega
hefði stuðningur flutnings-
manns, Eiðs Guðnasonar, orðið
þyngri á metum þegar hann var
í stjórnarliði og síðan formaður
fjárveitinganefndar. En ég
árétta. Það er vel að þetta mál
er komið inn á Alþingi.
Ég vil benda á tvo vankanta á
þessu frumvarpi Eiðs. Þar eru
tiltekin þrjú ár aðeins. Engar
Vilhjálmur Hjálmarsson.
líkur eru til að minni peninga
þurfi eftir þrjú ár. Hið gagn-
stæða er aftur á móti borðleggj-
andi.
Hitt er svo að mínum dómi
megingalli að svo þröngar skorð-
ur skuli settar við notkun fjár-
ins. Verði Ríkisútvarpinu
tryggður fastur tekjustofn í lík-
ingu við þennan, skyldi hann
gagnast stofnuninni í heild, ekki
einstökum deildum. Allir sem til
þess hafa verið kvaddir að fjalla
um málefni Ríkisútvarpsins,
skipulag og fjármál, eru þeirrar
skoðunar að þoka beri saman
hinum tveim megindeildum, út-
varpi og sjónvarpi. Þetta frum-
varp þjónar ekki því markmiði.
Má og minnast þess að orðalagið
„til stofnkostnaðar sjónvarps"
var upp tekið þegar verið var að
koma þeirri deild á fót í önd-
verðu. — Það á ekki við lengur.
Breytingartillaga
Þorvalds Garðars
Þar er lagt til að fella niður
þriggja ára takmörkunina. Að
því leyti býður Þorvaldur betur
en Eiður. Én hann hann hróflar
ekki við hinu atriðinu og því sem
mér er sérstaklega þyrnir í
augum. Vil ég nú biðja flutnings-
mann frumvarpsins — og breyt-
ingartillögunnar — að íhuga það
nánar með vísan til þess sem ég
þegar hef tekið fram. Og raunar
heiti ég á alþingismenn að íhuga
gaumgæfilega málefni Ríkis-
útvarpsins í tilefni af þeim
þingmálum, sm hér er drepið á
og með vísan til þess, sem nú
skal greina.
Bréf Ingvars ráðherra
Menntamálaráðherra hefur
ritað fjárveitinganefnd Alþingis
bréf sem byrjar á þessum setn-
ingum:
„Ég vil leyfa mér að vekja
sérstaka athygli fjárveitinga-
nefndar á fjárhagsstöðu Ríkis-
útvarpsins. Jafnframt vil ég geta
þess, að í ríkisstjórn er vilji og
fullur skilningur á því að taka
verði fjármál Ríkisútvarpsins til
ítarlegrar meðferðar í sambandi
við fjárlagaafgreiðslu."
í þessu bréfi segir m.a.: „Á
árinu 1979 var rekstrarhallinn
444 millj. kr. og á líððandi ári er
gert ráð fyrir vaxandi rekstrar-
haila, allt að 1 milljarði." —
Þetta er hastariegra en ella
þegar þess er gætt, að reikningar
1978 sýndu jákvæða niðurstöðu.
Enn segir í bréfi menntamála-
ráðherra til fjárveitinganefndar:
„Þótt ekki sé það höfuðatriði
sakar ekki að minna á það, að
Ríkisútvarpið á 50 ára afmæli í
desember nk. Það væri vel við
eigandi, að fjárveitingavaldið
yrði við réttmætum beiðnum um
úrbætur í fjármálum og bygg-
ingarmálum Ríkisútvarpsins."
— Án þess að útlista það nánar
bendi ég á að þetta bréf er
nokkuð sérstætt.
Hvað gera grannar okkar?
Varðandi „nýja“ tekjustofna
vil ég vekja athygli á upplýsing-
um sem fram komu í síðasta
Víðsjárþætti sem fluttur var í
útvarpinu í haust.
Fjármálastjóri Ríkisútvarps-
ins, Hörður Vilhjálmsson,
greindi þar frá því að frændur
okkar Norðmenn innheimtu
fyrir sitt Ríkisútvarp í formi
sérstaks stimpilgjalds hluta
tolltekna, bæði af útvarps- og
sjónvarpstækjum og skyldum
innflutningi. Væri þeim tekju-
pósti ætlað að standa undir
kostnaði við tækjabúnað og
dreifikerfið almennt. Það er
áreiðanlega ómaksins vert að
skoða málið einnig frá þeirri
hlið, athuga beinlínis hvort
ekki er skynsamlegt að feta i
fótspor norskra að þessu leyti.
Sjaldan cr ein
báran stök
Að lokum rifja ég upp þessa
þrjá punkta:
1. Þegar útvarpsrekstur hófst
var innheimt rösklega áskriftar-
verð dagblaðs fyrir þriggja
klukkustunda útvarp. — Nú
laklega ein áskrift blaðs fyrir
hvort tveggja, 17 klukkustunda
útvarp og sex kvölda sjónvarp.
2. Tekjustofn sem nam orðið
einum milljarði var tekinn af
útvarpinu brotalaust þegar
hæst stóðu dreififramkvæmdir
og endurnýjun Vatnsenda orðin
óumflýjanleg.
3. Eftir að samstarfsnefnd,
menntamálaráðuneyti, fjár-
málaráðuneyti og ríkisstjórn í
heild höfðu samþykkt að hefja
smíði útvarpshúss tvöfaldaði Al-
þingi lögbundin framlög. — Sið-
an hafa þrjár rikisstjórnir legið
eins og mara á þessu mikilvæga
máli.
Umræddur málatilbúnaður á
Alþingi hefur vakið vonir um, að
þar a.m.k. sjái menn að við svo
búið má ekki standa. Náið er nef
augum. Ekki er löng leið frá
Alþingi til stjórnarráðsins.
Einnig þar er málið rætt. Við
höfum bréf upp á það.
svo búið standa
Dr. Max Adenauer sjötugur
Hinn 21. september síðastliðinn
varð dr. Max Adenauer sjötugur.
Þegar stofnað var Þýzkt-íslenzkt
félag í Köln árið 1955, tók hann að
sér að verða formaður þess og
hefur verið það allar götur síðan.
Með stofnun þessa félags var í
raun og veru endurreistur merkur
þýzkur félagsskapur, Samband ís-
landsvina, (Die Vereinigung der
Islandfreunde), sem í áratugj gaf
út tímarit um ísland og samskipti
Þjóðverja og íslendinga (Mitteil-
ungen der Islandfreunde). Félagið
lagðist niður á styrjaldarárunum.
En tímaritið, sem það gaf út í litlu
upplagi. er nú talið til gersema
meðal bókmennta um ísland.
Dr. Max Adenauer lauk dokt-
orsprófi í lögfræði árið 1937. Ári
síðar varð hann lögfræðilegur
ráðunautur Klöckner-verksmiðj-
anna í Duisburg. Að styrjöldinni
lokinni og til 1948 var hann
fulltrúi hjá Klöckner-Humboldt-
Deutz-hlutafélaginu í Köln. Þá
fetaði hann í fótspor föður síns,
dr. Konrads Adenauers, og varð
borgarfulltrúi í Köln og síðar
jafnframt einn af æðstu embætt-
ismönnum borgarinnar, Ober-
stadtdirektor. Af því starfi lét
hann 1965, er hann var kjörinn í
stjórn stórbankans Rheinisch-
Westpfálische Bodenkreditbank.
Jafnramt höfðu hlaðizt á hann
fjölmörg trúnaðarstörf, sem hann
gegndi til styrktar margvíslegum
málefnum, auk þess sem honum
hefur á margan hátt verið sýndur
mikill sómi vegna verka sinna.
Sú spurning vaknar eflaust í
huga ýmissa, hver skýring þess
kunni að vera, að einn af kunnustu
borgurum Kölnar hafi á sínum
tíma tekið að sér formennsku í
Þýzk-íslenzku félagi og gegni því
starfi enn. Hann hefur sagt frá
því, að einn af nánustu vinum
föður síns hafi verið Heinrich
Erkes, sem fæddur var 1865,
kaupmaður, sem varð áhrifamikill
Dr. Max Adenauer
borgarfulltrúi í Köln og síðar
þingmaður á prússneska þinginu.
En hann átti sér margvísleg áhug-
amál önnur en kaupmennsku og
stjórnmál. Hann hafði mikinn
áhuga á landafræði og jarðfræði
og var ferðagarpur. Þessi áhuga-
mál vöktu athygli hans á Islandi,
og hann varð félagsmaður í Sam-
bandi íslandsvina, ferðaðist marg-
sinnis til íslands og ritaði merkar
greinar í Tímarit íslandsvina, ekki
aðeins um landafræði og jarðfræði
Islands, heldur einnig um Islend-
inga, sögu þeirra og einkenni.
Hann kom sér upp stórmerku
safni íslenzkra bóka og bóka um
Island, og er það nú sérstök deild í
Háskólabókasafninu í Köln og ber
nafn hans. Hann létzt 1932, er
Max Adenauer var 22 ára.
Heinrich Erkes var heimilisvin-
ur hjá Adenauer-fjölskyldunni.
Dr. Max Adenauer hefur látið svo
um mælt, að það sé meðal sinna
beztu bernskuminninga, er Hein-
rich Erkes sagði þeim börnunum
frá ferðalögum sínum um ísland,
frá fjöllunum og fossunum, hraun-
inu og hverunum, frá hestunum,
sem voru eina samgöngutækið, frá
búskapnum til sveita og sjávar,
frá fólkinu, sem þarna búi og
Erkes segir um í niðurlagi ritgerð-
ar um „Breytingar á eðliseinkenn-
um nútíma íslendinga", sem birt-
ist í tímariti íslandsvina 1928, að
sé „einhver elskulegasta og bezta
þjóð, sem við getum óskað okkur
að vinum". Þannig vaknaði áhugi
dr. Max Adenauer á íslandi og
Islendingum. Og hann lét sér ekki
nægja æskuminningarnar, sem
hann átti um frásagnir Erkes.
Hann hefur komið fjölmörgum
sinnum til íslands og ferðast um
landið þvert og endilangt, enda
duglegur ferðamaður og kunnur
fjallgöngumaður á yngri árum.
Þótt dr. Max Adenauer sé orð-
inn sjötugur að aldri, ber hann
árin svo vel, að með ólíkindum er.
Að því leyti líkist hann föður
sínum. I útliti og allri framgöngu
eru þeir og mjög líkir. Svipurinn
er hreinn og fyrirmannlegur, yfir-
bragðið allt göfugmannlegt. Próf-
essor Carlo Schmid, sem lengi var
varaforseti þýzka Sambands-
þingsins, sagði einu sinni við mig,
að það hafi varla brugðizt, að
þegar Konrad Adenauer gekk í
þingsalinn, þá hafi þingmenn yfir-
leitt snúið sér í sætum sínum og
litið til hans. Ólafur Thors sagði
líka einu sinni, að Konrad Aden-
auer væri einn þeirra manna, sem
ósjálfrátt væri litið upp til, þegar
honum væri heilsað. Svipað má
segja um dr. Max Adenauer. Hann
vekur athygli í fjölmenni, einnig
þeirra, sem ekki heyra hann tala.
Þeir, sem hann ræðir við, veita því
athygli, að allt, sem hann segir,
ber vott hámenntuðum heims-
manni, en er þó mælt með tungu-
taki Rínarbyggða.
Mér er mjög til efs, að íslend-
ingar geri sér það nógu ljóst,
hvers virði þeim er það, að dr. Max
Adenauer, einn í hópi kunnustu
Þjóðverja, sem nú er uppi, skuli
hafa tekið þeirri tryggð við Island
og Islendinga, sem raun ber vitni.
Þegar Þýzk-íslenzka félagið í Köln
minntist 25 ára afmælis síns með
veglegri hátíðarsamkomu 25. sept-
ember síðastliðinn, hélt formaður
félagsins, dr. Max Adenauer, ræðu
í upphafi samkomunnar. Hann lét
m.a. svo um mælt, að þegar hann
snæddi morgunverð heima hjá sér,
blasti við sér málverk af Þingvöll-
um eftir Jóhannes Kjarval, og það
vekti ávallt hjá sér hugsanir um
fegurð og þýðingu þess staðar.
íslendingum má líka verða hugsað
til dr. Max Adenauer, nú er hann
byrjar áttugasta áratuginn, með
þakklæti fyrir hlýhug hans og
vináttu. Það er Islendingum ómet-
anlegt að eiga síkan mann að vini.
Gylfi Þ. Gislason
Hodja
og töfrateppið
Ný barnasaga:
„Hodja og
tofrateppið“
Hodja og töfrateppið heitir
barnasaga eftir danska höfund-
inn Ole Lund Kirkegaard sem
nýkomin er út hjá Iðunni. Höf-
undur gerði sjálfur myndir í
söguna. Efni hennar er kynnt
svo á kápubaki: „Hodja á heima
í litlum friðsælum bæ sem heitir
Pjort í landinu Búlgóslavíu. En
Hodja kærir sig ekki um að lifa
friðsælu lífi alla ævi. Hann
langar til að komst út í heim, já,
hann vill sjá allan heiminn.
Hodja áskotnast fljúgandi teppi
og á því fer hann til höfuðborg-
arinnar. En þegar þangað kem-
ur er teppinu stolið frá honum.
Hodja einsetur sér að ná því
aftur."
Hodja og töfrateppið er
fjórða barnasaga Ole Lund
Kirkegaard sem út kemur á
íslensku. Hinar þrjár heita: Fúsi
froskagleypir, Gúmmí-Tarsan
og Albert. Þorvaldur Kristins-
son þýddi þessa nýju sögu. Hún
er 107 blaðsíður. Prisma prent-
aði.