Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980 Hvers vegna hafnaði Listasaf n Islands 600 málverkum? Sjávarútvegsráðherra eins og fiskur á þurru landi, sagði Albert Guðmundsson Fyrirspurnir og svör á Alþingi: Sú ákvörðun Listasafns íslands, að þiggja um milljarð króna verðmæti í dánargjöf Ilelgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar, en hafna jafnframt 600 myndverkum, kom til umræðu utan dagskrár í neðri deild Alþingis í gær. Albert Guðmundsson (S) hóf umræðuna, sem verður efnislega rakin hér á eftir. (Uyk'iovlV. 7. dowmbo' 1979. I Hr. Svtinn Snorroion Loufóivogl ^2 iUyWjovtV. £ln, oa hom k.mor f brífl y8or d«»ltu »• '®- 'V7? vo, iln- iu— þvf 08 f , . , nnD Siau,|lðo Krl»t|ónuonor og Jon.do.hrr v ÍSi-- - —— k,“"' ** * * - »—•* “■• ’ droöoð m.#lnhloto v.tVonno. ™lv..ko *. - - •""“ "* TI. lt 1 -« - Mond,, .h otJoll.ao .. bor - •» "* N0 . . . ,, ,UUI oB vo.8v.ito -«*»-* um "l90"9 * ‘ , r .InkovlBroBum oB onnoBtwor. v.rBl LU— h.(ur komlB from A( þ,im rfkum t.lur Ulond. oB þÍ99Í° •»" I—1 *•* ,8° , M(WÓ8 * okkl <«. •» •— u18 fl'"n*,ndUm V*'l‘0 'f!hS.ln»h»óB. Li.to.ofn. f.lond. 5.1 mo JónwJottir, ■OiaL* XoiTitucn, tltorU Halldór Blóndal (S) mælti I gær I neAri deild Alþinffis fyrir frum- varpi sem hann flytur ásamt Pétri Sifjuróssyni (S) og Matthíasi Bjarnasyni (S) um nióurfellinKU á opinberum KÍóldum harna á árinu 1980. Tveir mánuðir til loka greiðsluárs Halldór Blóndal (S) hóf mál sitt á að ræða um tekjuskatta almennt, sem í reynd væru launamanna- skattar, o(? Kegndu ekki lengur því fyn*a hlutverki, að virka til tekju- jöfnunar í þjóðfélaginu. Hann sagði að lajraákvæði um skattálagningu á unglinga hefði verið alfarið miðað við það, að staðgreiðsla skatta færi í hönd, og að skattar yrðu teknir af launum samtimis og þau væru greidd. Þessir síðbúnu unglinga- skattar, sem kæmu þegar tveir mánuðir lifðu greiðsluárs, eftir að viðkomandi unglingar væru setztir á skólabekk, kæmu ákaflega illa við marga. Hann minnti á þá réttar- reglu, að unglingar innan 16 ára aldurs mættu ekki stofna til fjár- skuldbindinga, og spurði, hvort svo síðbúnar fjárskuldbindingar, í lok gjaldárs, kæmu heim og saman við þau siðferðilegu sjónarmið er regl- ur grundvallaðist á. Þá minnti hann á, að ákvæðið um tekjuskatt ungl- inga væri eitt, skattstiginn annað, en hann hefði verið hækkaður, auk þess sem útsvar og sjúkratrygg- ingagjald hefðu síðar komið inn í myndina. Þá minnti hann á að Mosfellshreppur hefði þegar ákveð- ið að fella niður útsvarsálagningu á unglinga innan 16 ára aldurs 1980 og tillaga um það sama hefði komið fram í borgarstjórn Reykjavíkur. Hann vitnaði til þess, að afkoma ríkissjóðs væri góð, að sögn tals- manna ríkisstjórnarinnar, og þess vegna væri svigrúm til að fella álagninguna niður nú, með hliðsjón af aðstæðum, meðan mál væru gaumgæfð betur. Ástæðulaust sagði fjármálaráðherra Ragnar Arnalds. fjármálaráð- herra, sagði dularfullt, hve síðbúinn þessi málatilbúnaður flutnings- manna frumvarpsins væri. Þeir hefðu staðið, sumir hverjir, að samþykkt skattalaganna 1978 og þeim breytingum sumum, sem síðar hefðu verið gerðar. Þeir hefðu hingsvegar aldrei, áður en til fram- kvæmda þessa lagaákvæðis kom, flutt tillögu til breytinga á þessu ákvæði, og breytingartillaga þeirra nú ætti aðeins að ná til ársins í ár, síðan mætti leggja skatt á unglinga 1981 og framvegis. Þá sagði fjármálaráðherra að allar götur hefði verið lagður skatt- ur á barnatekjur, þó þær hafi áður bætzt við tekjur foreldris og þá yfirleitt komið í hæstu skattstiga. Hann bætti því við, að ekkert útlit væri fyrir eftirstöðvar hjá ríkis- sjóði um áramót, svo umrætt svig- rúm væri ekki slíkt sem nú væri af látið. Endemis rugl Vilmundur Gylfason (A) sagði ræðu Halldórs Blöndal endemis rugl. Ríkissjóður þyrfti á þessum tekjum að halda. Sérálagning á unglinga, í stað samsköttunar með foreldri, hefði að vísu verið sett með staðgreiðslu í huga, og að henni þyrfti að stefna. Hún væri mikið skattréttindamál. Þessi málatil- búnaðar sjálfstæðismanna nú bæri aðeins vott um málefnafátækt. Verk allra flokka Halldór Ásgrímsson (F) sagði alla þingflokka bera ábyrgð á nú- gildandi skattaiögum; samstaða hefði verið um skattkerfið, þó deilt hafi að vísu verið um skattstigana. Vel færi á því að tekizt hefði að byggja upp heilsteypt skattkerfi. Vonandi yrði það ekki skemmt, eins og söluskattskerfið, með frávika- fjöld. Halldór sagði þingmenn hafa vitað, að lögin vóru samþykkt 1978, að staðgreiðsla yrði ekki komin á 1979. Hann sagði tekjur barna ávallt hafa verið skattlagðar, frá upphafi tekjuskatta, þó sérsköttun hefði verið ákveðin 1978, fyrst og fremst með staðgreiðslu í huga. Hóf yrði að vísu að hafa á skattheimt- unni sem slíkri, því vel færi á því að unglingar gætu unnið fyrir eigin skólakostnaði. En það má ekki fara með tekjuskattskerfið eins og sölu- skattskerfið. Tvíþætt viðurkenning Birgir ísleifur Gunnarsson (S) sagði talsmenn unglingaskatta við- urkenna tvennt. I fyrsta lagi að sérsköttun unglinga hefði verið byggð á staðgreiðslu. Staðgreiðslan hefði verið höfuðforsenda hennar. Þegar sýnt var að stjórnvöld stóðu ekki við þessa forsendu sérsköttun- ar átti að breyta samkvæmt því. í annan stað er viðurkennt að þessir unglingaskattar komi fram svo síðla árs, að aðeins séu eftir tveir mánuðir til að skipta greiðslum á, sem deilast hinsvegar á 10 mánuði hjá fullorðnum. Þar að auki hefur skatthlutfall tekjuskatts, að við- bættu útsvari og sjúkratrygg- ingargjaldi, skekkt myndina frá því sem var við samþykkt skattalaga 1978. Þessar aðstæður réttlæta það, að unglingaskattarnir verði felldir niður á árinu 1980. Tveir greiðslumánuðir í stað tíu: Sérsköttun unglinga var bundin staðgreiðslu skatta sögðu þingmenn Sjálfstæðisflokks Spurningar til menntamála- ráðherra Albert Guðmundsson (S) gerði að umtalsefni stórgjafir í erfða- skrá hjónanna Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar til menningar- og líknarstofnana, sem gert hefði íslenzkt samfélag betra á skemmri tíma en ella hefði verið unnt. Sigurliði heitinn Kristjánsson hefði verið mikill stuðningsmaður myndlistar- manna og gjarnan keypt verk þeirra, auk þess að vera vel liðtækur áhugamálari sjálfur. Ég var því furðulostinn, sagði ræðu- maður, þegar ég las það í Morgun- blaðinu 1. nóvember sl., að Lista- safn íslands hefði afþakkað tæp- lega 600 málverk úr dánarbúi þessara velgerðarmanna sinna, þar á meðal 270 verk eftir Sigur- liða sjálfan, en hinsvegar þegið þau verðmæti önnur sem dánar- gjöfin gerir ráð fyrir. Albert Guðmundsson vitnaði til laga um Listasafn íslands. í 1. gr. þeirra segir að „menntamálaráðu- neytið færi með yfirstjórn þess“. Þá vitnaði hann til 2. gr. laganna þar sem m.a. væri kveðið á um það „aðalhlutverk Listasafnsins, að afla svo fullkomins safns íslenzkr- ar myndlistar sem unnt er“. Enn vitnaði hann til 7. gr. laganna þar sem kveðið er á um að forstöðu- manni bæri að leita ákvörðunar safnsráðs um, „hvort veita skuli viðtöku gjöfum, er kunna að bjóð- ast“. Þá vitnaði Albert til viðtals í Dagblaðinu (3/11. sl. bls. 7) þar sem safnráðsmaður, Hrólfur Sig- urðsson, segir, að „safnráð hafi ekki verið kvatt saman ennþá", en þá þegar var búið að hafna gjöfinni. Spurningar Alberts voru efnis- lega þessar; 1) Hver tók þá ákvörðun, fyrir hönd Listasafns íslands, að hafna þessari gjöf úr dánarbúinu? 2) Tók Listasafn ís- lands við hluta af dánargjöfinni (arfinum) og þá hverju og hverju var hafnað og á hvaða forsendu? 3) Er það rétt að málverk þau, sem hafnað var, séu nú á almennum sölumarkaði hér í höfuðborginni? 4) Hvaða listamö'nnum, sem skópu þessi 600 myndlistarverk, var hafnað af hálfu Listasafnsins? Ekki vel að verki staðið Steingrímur Ilermannsson, sjávarútvegsráðherra, svaraði í fjarveru menntamálaráðherra, sem er erlendis. Hann las upp bréf frá Listasafni íslands til Sveins Snorrasonar, hrl., f.h. dánarbús- ins. Þar segir að „safnráðsmenn hafi, ásamt einum safnverði, farið yfir skrá þá yfir gjöfina, sem þér senduð með bréfi yðar og hafa einnig skoðað meginhluta verkanna. Safnráðsmenn eru sam- mála um að meðal áðurnefndra málverka séu myndir, sem þeir vildu með þökkum þiggja fyrir hönd Listasafns íslands, en aðal- lega er þar um að ræða verk, sem safninu að þeirra dómi bæri ekki að varðveita ...“ Síðan segir að það hafi komið fram í einkavið- ræðum, að annaðhvort verði verkin öll þegin eða ekkert. „Af þeim sökum telur safnráð sér ekki fært að taka við fyrrnefndum verkum". Samkvæmt þessu bréfi, sagði ráðherra, er ákvörðunin safnráðs. Hinsvegar hefur það ákveðið að veita móttöku 25% af andvirði þess, sem dánargjafir þeirra hjóna spanna. Síðan mun safnráð hafa viljað breyta fyrri afstöðu, varð- andi málverkin, sagði ráðherra, en um síðir. Mér hefur verið tjáð, án þess að ég hafi þar um staðfest- ingu, að málverkin muni nú á sölumarkaði. Ráðherra fór viðurkenningar- orðum um þann stóra skerf til lista- og menningarmála, sem ekki ætti sinn líka í þjóðarsögunni, og fælist í umræddri dánargjöf. Hann sagði það persónulegt álit sitt að ekki hefði verið gætt að því sem skyldi að þiggja þessa lista- verkagjöf, og varasamt væri, þeg- ar svo stór mál kæmu upp', að hafa ekki samráð við menntamálaráðu- neytið um meðferð þess. Eins og fiskur á þurru landi Albert Guðmundsson (S) taldi svör sjávarútvegsráðherra þunn í roði; raunar hefði hann verið eins og fiskur á þurru landi í þeim. Ég óska þess að spurningarnar verði geymdar uns menntamálaráð- herra kemur heim, og þeim þá svarað, gjarnan skriflega. Hann sagði fullyrðingu um, að ákvörðun höfnunar væri safnráðs, stangast á við þau ummæli sem Dagblaðið hefði haft eftir safnráðsmanni 3. nóvember sl. Þá sagði hann það furðulegan hringlandahátt ef safnráð hefði hafnað gjöfinni formlega en síðan snúizt hugur eftir að verkin voru komin á sölumarkað. Þá ítrekaði hann að menntamálaráðuneytið léti í té fullnægjandi svör við fyrirspurn- um sínum og upplýsingar um gang þessa máls alls. Lágreist afstaða Halldór Blöndal (S) þakkaði Albert frumkvæði að þessum spurningum, sem leituðu á huga margra. Varla gæti það talizt rangt að safnið hefði undir hönd- um verk manns, sem svo stóran hlut eigi í viðgangi þess, með einhverri stærstu gjöf sem um gæti til menningarmála. Höfnun myndverkanna væri ekki stór í sniðum, frekar lágreist. Alþingi ætti heimtingu á undanbragða- lausum svörum menntamálaráðu- neytis. Þá spurði hann, hvern veg væri háttað listaverkakaupum Al- þingis og hverjir héldu þar um stjórnvöl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.