Morgunblaðið - 06.11.1980, Síða 11

Morgunblaðið - 06.11.1980, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980 mfm ^ ^ 5 M Kk*OtSr.-! MBL Þessi mynd var tekin í Sarajevo 28. júní 1914 oj? sýnir flakið af va«ni Franz Ferdinands erkihertojía erfðaprins Ilahshorgra ok konu hans Sófiu herto«a- ynju. eftir að þau höfðu verið myrt af Gavrilo Prin- cip. atvinnuhryðjuverkamanna. Þótt bylting æskulýðsins sé ef til vill í dvala nú um stundir, er engin trygging fengin fyrir því, að hún blossi ekki upp að nýju, þegar fram líða stundir. Við lítum allt öðrum augum á fátækt en gert var um aldamótin. Þrátt fyrir alþjóðahyggju marx- ismans, litu forfeður okkar fyrst og fremst á fátækt sem vandamál einstakra þjóðlanda. Á síðari tímum hefur hugur okkar beinst æ meir að fátæktinni í þriðja heiminum og áhrifum hennar á skipan alþjóðamála. Mannúð okkar hefur fest i sessi við þá uppgötvun, að riki þriðja heims- ins ráða yfir stórum hluta þeirra hráefna, sem nauðsynleg eru til að iðnrekstur okkar stöðvist ekki. I samanburði á þessum tvenn- um tímum vekur það mestan óhug að sjá hve viðhorfið til vígbúnaðar er líkt þá og nú — og þar með erum við komnir að kjarnanum í orðum Helmut Schmidts. Á síðari hluta 19. aldar mótaðist hugarfar er stefndi að afvopnun. Ymsir einstaklingar börðust fyrir henni, þeirra á meðal Alfred Nobel, en ríkis- Er þriðja heimsstyrjöldin óhjákvæmileg? eftir JOHN C. AUSLAND Undanfarna mánuði hefur mátt sjá vangaveltur um það í blöðum, einkum í Vestur-Þýskalandi, að þróun alþjóðamála síðustu misseri minni óhugnanlega mikið á upplausnartímana, sem fyrri heimsstyrjöld- in spratt upp úr. Helmut Schmidt kanslari Vestur- Þýskalands notaði þessa samlíkingu einnig í ræðu fyrir nokkru. Og nú hefur verið sagt, að styrjöldin milli íraka og írana fyir botni Persaflóa geti verið Sarajevo-athurður okkar tíma. í meðfylgjandi grein fjallar John C. Ausland um árin á undan fyrri heimsstyrjöldinni. í blöðum hefur það verið haft eftir Helmut Schmidt, kanslara Vestur-Þýskalands, að rangt sé að bera saman erfiðleika líðandi stundar og það, sem gerðist á þriðja áratugnum. Sjálfur segist hann óttast, að ástandið nú líkist meira því, sem var að gerast á árunum fyrir fyrri heimsstyrj- öldina. Þessi ummæli vöktu áhuga hjá mér á því að rannsaka gildi þeirra nokkru nánar. Að hve miklu leyti erum við að setja að nýju á svið harmleikinn, sem gerðist upp úr aldamótunum? Til þess að glöggva mig á því, sem gerðist á þessum árum, tók ég bók Barböru Tichman The Proud Tower úr bókahillunni. Sú hrífandi bók fjallar um margt af því, sem var að gerast um alda- mótin. Þótt hað snerti ekki allt orð Helmut Schmidts, er nauð- synlegt að hafa mikið af því í huga. Þegar líðandi stund er borin saman við áratugina fyrir fyrri heimsstyrjöldina verða menn að hafa í huga, að allir sögulegir tímar eiga eitthvað sameiginlegt. Mannkynssagan úir og grúir af styrjöldum, efnahagsvandræðum og átökum milli þjóðfélagshópa. Hvað sem þessu líður, vekur það undrun, hvað margt er líkt með því, sem nú er að gerast, og hinu, sem gerðist fyrr á árum. Eftir síðari heimsstyrjöldina vöndumst við í Evrópu og Amer- iku fljótt á svo mikinn innri aga í löndum okkar, að glæpaöldin, sem nú ríður yfir okkur, kemur eins og köld gusa. Hún ætti hins vegar ekki að koma okkur á óvart. Við aldamótin gegndu „anark- istarnir", stjórnleysingjarnir, því hlutverki, sem hryðjuverkamenn- irnir gegna nú á dögum. Stjórn- leysingjarnir voru á móti öllum tilraunum til að koma haldgóðu skipulagi á þjóðfélögin. Hefðu þeir látið sér nægja að kveðja sér hljóðs á götuhornum, hefði verið litið á þá sem meinlausa sérvitr- inga. Sumir þeirra trúðu því hins vegar, að sigur „hugsjónar" þeirra krefðist „afreksverka". Þau fólust í því að koma fyrir sprengjum á almannafæri og myrða stjórnmálamenn. Sprengjutilræðin voru mörg og listinn yfir hina myrtu stjórn- málamenn hefur að geyma mörg þekkt nöfn. Þeirra á meðal eru Carnot Frakklandsforseti á árinu 1894, Canovas forsætisráðherra Spánar 1897, Elisabet keisara- ynja Austurríkis 1898, Humbert Italíukonungur 1900, McKinley Bandaríkjaforseti 1901 og Canlej- as forsætisráðherra Spánar 1912. Öll þessi morð voru tilgangs- laus grimmdarverk, en dauði Elísabetar keisaraynju kald- hæðnislegastur. Hún var óhamingjusöm og taugabiluð og ráfaði um í þrá eftir dauðanum. Ósk hennar rættist loks á strönd Genfarvatns, þegar hún féll fyrir hendi Luigi Lucheni, ítalsks stjórnleysingja, sem aðeins vildi „drepa einhvern". Mikilvægur munur er þó milli stjórnleysingja fyrri tíma og hryðjuverkamanna nútímans. Stjórnleysingjarnir urðu að sjá fyrir sér sjálfir. Margir hryðju- verkamannanna — þó ekki allir — njóta stuðnings ríkisstjórna. Fáir hryðjuverkamenn eru í sömu aðstöðu og Luigi Lucheni, sem varð að smíða sér rýting úr þjöl, af því að hann hafði ekki ráð á að kaupa sér morðvopnið. Þessi munur kemur ekki síst til álita, þegar til þess er litið, að vonir manna um að hryðjuverkaaldan hjaðni eins og ódæði stjórnleys- ingjanna, kunna að verða að engu fyrir þá sök, að starfsemi hryðju- verkamanna er orðin viðurkennd- ur þáttur stjórnlistar. Hver sá, sem heldur, að kven- réttindabaráttan sé eitthvert ný- næmi, ætti að kynna sér sögu „suffragettanna", baráttumanna fyrir jafnrétti kynjanna á Bret- landi. Markmið þeirra var hið sama og baráttukvennanna nú á tímum, en „suffragetturnar" hneigðust til lögbrota sem ekki tíðkast nú. Þótt mér sé ekki fyllilega ljóst af hverju þetta stafaði, má að minnsta kosti að nokkru rekja lögbrotin til þess, að karlmennirnir, sem voru skelf- ingu lostnir yfir aðförinni að valdi sínu, beittu lögunum sam- kvæmt ýtrasta bókstaf þeirra gegn „suffragettunum": Nú á tímum eru margir karlmenn skilningsríkari á málstað kven- réttindakvennanna, þó ekki sé það nema af þeirri ástæðu, að þeir gera sér grein fyrir því, hvaða verð þeir þurfa að greiða fyrir ójafnréttið. Þeir, sem skort- ir skilning, eru yfirleitt útsmogn- ari í andstöðu sinni en fyrri tíðar menn. Bylting æskulýðsins gerir að engu þá huggun, sem friðsam- legri baráttu kvennanna fylgir. Sum verk unglinga má raunar bera að öllu saman við glæpi stjórnir sýndu málinu lítinn áhuga. Þær voru ekki aðeins hræddar við að leggja frá sér vopnin, heldur naut stríðsrekstur nokkurra vinsælda. Þýskalands- keisari var ekki eini leiðtoginn, sem var hrifinn af styrjöldum. Theodore Roosevelt, Bandaríkja- forseti, var til dæmis öflugur talsmaður þess, að stríð hefði mikið gildi til að efla þjóðar- metnað. (Með þetta í huga má segja, að það sé napurt, að hann skuli hafa hlotið friðarverðlaun Nóbels fyrir hlut sinn í lyktum styrjaldar Rússa og Japana.) Ekki er unnt að segja, að stríð sé alls staðar óvinsælt nú á tímum, þótt menn geri sér al- mennt grein fyrir hættunni af kjarnorkustyrjöld. Eins og Louis J. Halle bendir á í sumarhefti tímaritsins Foreign Affairs er líklegt, að Bandaríkin og Sovét- ríkin hefðu reynt með sér kraft- ana fyrir löngu, ef kjarnorku- vopnin væru ekki komin til sög- unnar. Þetta kann að vera lítil huggun fyrir smáríkin, sem af og til grípa til vopna eða dragast inn í hernaðarátök, en við verðum að fagna öllu, sem róar hugann á þessum síðustu og verstu tímum. Sérfræðinga greinir á um það, hve lengi við getum treyst því, að kjarnorkuvopn komi í veg fyrir allsherjarstríð. Sumir eru þeirrar skoðunar, að Sovétmenn búi sig undir kjarnorkuátök við Banda- ríkin. Aðrir telja, að Ronald Reagan verði „byssuglaður" nái hann forsetakjöri. Þótt ég hafi áhyggjur af auknum sovéskum hernaðarumsvifum og vaxandi hörku í Bandaríkjunum, tel ég, að leiðtogar beggja ríkja átti sig á afleiðingum kjarnorkustríðs. í þessu felst engin trygging fyrir því, að til þess komi ekki en andrúmsloftið er þó annað og betra en um aldamótin. Þá voru margir þeirrar skoðunar, að stríð væri spennandi ævintýri. Þess vegna seig Evrópa auðveldar inn í fyrri heimsstyrjöldina. (Birtist einnig i Morg- enhiadet í Oslo) 11 SKIPTILYKLAR RÖRTENGUR VÍR- OG BOLTAKLIPPUR ÞJALIR - RASPAR ÞJALIR — RASPAR SKRÚFSTYKKI margar gerðir EMI STJÖRNULYKLAR TOPPLYKLAR LYKLA-SETT TENGUR fjölbreytt úrval RIDGID. RÖRSNITTITÆKI RÖRTENGUR RÖRHALDARAR RÖRSKERAR RÍMARAR ÖFUGUGGAR AXIR — SLEGGJUR MURHAMRAR RYÐHAMRAR KULUHAMRAR PENNAHAMRAR SMÍÐAHAMRAR BRUNAAXIR ÞJALIR mikið úrval. Opið föstudag til kl. 7, laugardag kl. 9—12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.