Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980 19 Nýir menn og framboð PÉTUR Rafnsson. formaður Ueimadallar. hefur óskað eftir þvi, að Morcunbiaðið birti i heild kafla úr álitsgerð um framboðsmál Sjálfstæðisflokks- ins, sem samin var af honum. sem fulltrúa i nefnd á vegum stjórnar Sambands un«ra sjálf- stæðismanna. þar sem frásögn á Umhorfssiðu 30. október sl. Kefi ekki rétta mynd af þessum kafla álitsgerðarinnar. Kaflinn fer hér á eftir í heild: Hlutur ungra manna á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins Eins og öllum sjálfstæðis- mönnum er kunnugt af reynslu undanfarinna áratuga, á sér stað mjög hæg endurnýjun í þingliði flokksins. Þessi hæga endurnýj- un er að vissu leyti eðlileg í svo stórum flokki sem Sjálfstæðis- flokknum. Auk þess eru engar reglur viðhafðar í þingliði svo og á öðrum stöðum innan hans. Prófkjör í núverandi mynd hefur frekar litla hvatningu til endur- nýjunar í för með sér, vegna lakari stöðu nýrra manna í mikilli keppni prófkjörs. 1978 komst aðeins einn ungur sjálf- stæðismaður (36 ára eða yngri) á þing, þ.e. fyrir Reykjavík. Fyrir þessar kosningar komu alþýðu- flokksmenn fram með marga nýja menn og þar af nokkra úr röðum ungra jafnaðarmanna. I kosningunum 1978 unnu jafnað- armenn mikinn sigur. Að lokn- um kosningum 1979 var staða ungra sjálfstæðismanna sú, að einn ungur sat enn á þingi fyrir Reykjavík, einn var orðinn vara- þingmaður Vestfirðinga og ann- ar varaþingmaður Norður- landskjördæmis vestra. I þessum kosningum komu framsóknarmenn fram með nýja menn í flestum eða öllum kjör- dæmum og af þeim nokkrir ungir framsóknarmenn. Framsóknarmenn unnu mikið á í kosningunum 1979, þrátt Pétur Rafnsson. fyrir að þeir væru að fara frá völdum við lítinn orðstír. Ofantaldar staðreyndir eru glögg vísbending til flokksins um hversu stöðug endurnýjun er mikilvæg til að viðhalda eða auka fylgi flokksins. Öllum kem- ur saman um að aukning fylgis flokksins sé mikilvægari en að viðhalda völdum einstakra manna innan hans. Möguleiki til að fjölga ungum mönnum á fram- boðslistum flokksins Á meðan prófkjör eru viðhöfð í núverandi mynd, hlýtur hlutur ungra sjálfstæðismanna í fram- boði fyrst og fremst að byggjast á samstöðu þeirra sjálfra. Ungir sjálfstæðismenn verða að sýna fram á það í ræðu og riti innan flokksins að ósamræmj er orðið í stefnu flokksins annars vegar og hugmyndum og störf- um forystuhóps hans hins vegar. Við getum ekki barist fyrir frelsi einstaklingsins og einkafram- taki einn dagin og hálfvelgju sósíalisma hinn daginn. Ungir sjálfstæðismenn verða nú þegar að stilla saman krafta sína og framboðsáform um allt land. Með því móti einu geta ungir hjálpað ungum í öðrum kjördæmum. Forystu Sjálfstæðisflokksins er þegar orðið ljóst, að háttvirtir kjósendur vilja ákveðnar breyt- ingar á hinni breiðu forystufylk- ingu flokksins. Ungir sjálfstæðismenn mega ekki aðeins vitna tii orða Jó- hanns heitins Hafsteins, þegar hann sagði: „Enginn maður er svo merkiiegur, að flokkurinn sé ekki merkilegri", heldur hefjast handa um samstillingu ungra sjálfstæðismanna. Lýðræði Is- lands, frelsi einstaklinganna, virk andspyrna gegn allri sósí- alseringu kommúnista byggist fyrst og fremst á þessum neista ungra sjálfstæðismanna. Ákveðin lág- marksframlög til almenn- ingsbókasafna AUGLÝST hefur verið í Lögbirt- ingablaðinu hver skuli vera lág- marksframlög sveitarfélaga til almenningsbókasafna, en lág- marksframlög þessi eru endur- skoðuð árlega og færð til sam- ræmis við verðlag í landinu samkvæmt útreikningum Ilag- stofunnar. Framlög þessi eru sem hér segir: Til bæjarbókasafns greiði bæj- arsjóður kr. 1.300 á hvern íbúa kaupstaðarins, til bæjar- og hér- aðsbókasafns greiði bæjarsjóður 1.300 kr. á hvern íbúa hreppsfé- lagsins. Önnur sveitarfélög í um- dæminu greiði 130 kr. á hvern íbúa og stendur sýslysjóður skil á þessari greiðslu. Til héraðsbóka- safns greiði sveitarsjóður þar sem safnið er kr. 1.300 á hvern íbúa hreppsfélagsins. Önnur sveitarfé- lög í umdæminu greiði 130 kr. á hvern íbúa og stendur sýslusjóður skil á þessari greiðslu. Til hrepps- bókasafns greiði viðkomandi hreppssjóðir 1.000 kr. á hvern íbúa hreppanna. Akranes: Mikil vinna í fiskvinnslu, síldarsöltun og loðnubræðslu Akranesi. 5. nóvember. AKRANESTOGARARNIR þrir lönduðu afla sínum hér i vikunni, Ilaraldur Böðvarsson 140 lestum, Krossvíkin 150 lestum og óskar Magnússon 160 lestum. Aflinn var mestmegnis þorskur og ýsa. Bjarni ólafsson landaði hér 1000 lestum og Vikingur 1300 lestum af loðnu i vikunni. Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- an hf. er nú þegar búin að taka á móti 12.000 lestum af loðnu á þessari vertíð. Loðnunni er nú landað með nýjum tækjum, sem flytja hana í lokuðum rörum beint úr skipunum í þrærnar og er loðnan vegin um leið. Mikill þrifn- aður fæst með þessari hagræð- ingu. Reynir AK kom hingað í dag með 120 tonn af síld af miðunum austanlands og fer síldin til sölt- unar hjá Heimaskaga hf. og Þórði Óskarssyni hf. — JúHun Þrekvirki tveggja manna FRÁ ÞVÍ var greint í laugardags- blaði Morgunblaðsins, að þrír menn hefðu verið hætt komnir i vatnavöxtum í Kelduá í Fljótsdal. í fréttinni sagði, að björgunar- sveitarmenn hefðu brotizt á ýtu til hjálpar mönnunum, en hið rétta er, að það voru tveir starfsmenn Vegagerðarinnar, sem þrekvirkið unnu, samkvæmt frásögn eins mannanna, sem bjargað var. Það voru þeir Ármann Magnússon, ýtumaður frá Egilsstöðum, og Þórhallur Ólafsson, tæknifræð- ingur á Reyðarfirði, sem fóru á ýtu í vatnselginn og tókst að koma kaðli til mannanna, sem voru á þaki gröfu úti í ánni. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRETI I - SlMAR: 17152- 17335 Frábær hljómflutningstæki með tæknilega yfirburði og hönnun fyrir fagurkera ATH.: Greiðsluskilmálar eóa staógreiöslukjör HLJÓMTÆKJADEILD tifcjil KARNABÆR LAUGAVEG 66 SIMI25999 Útsölustaðir: Karnabær Laugavegi 66 — Karnabær Glæsibæ Eplið Akranesi — Eplið ísafirði Álfhóll Siglufirði —Cesar Akureyri Hornabær Hornafirði — Eyjabær Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.