Morgunblaðið - 06.11.1980, Side 44

Morgunblaðið - 06.11.1980, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980 GRANI GÖSLARI Er þos.si hiksti ekki svo alvar- leKur aA þú ættir aA leita læknis? Ast er... ... ad lofa honum ar) eyda sídasta hcnsíndropanum. TM Reg U S Pat Off — all rights reserved ® 1979 Los Angetes Times Syndicate I»á erum viA i stjórn fyrirtækis- ins hingaA knmnir. til aA hlusta á þÍK Kera Krein fyrir ársreikn- inKnum! Með morgnnkaffínu Kvikmyndin um Fjalla-Eyvind: Er í vörslu sænska kvikmyndasafnsins „Af skrifum um kvikmyndina Fjalla-Eyvind í dálkum Velvak- anda 26/10, 28/10 og 2/11 sl„ virðist mega ráða, að vitneskjan um þessa kvikmynd hafi fallið í gleymsku hér á landi. Sömuleiðis er látið í veðri vaka, að íslend- ingar hafi ekki hugmynd um að um þessa kvikmynd sé fjallað í kvikmyndasöguritum og þessi vanþekking heimfærð upp á Kvik- myndasafn íslands. Með þriggja dálka fyrirsögn er Kvikmyndas- afnið hvatt til þess að hefja leit að myndinni, þar sem hér sé um svo merka mynd að ræða, sem tengist Islandi þó að hún sé gerð af Svíum (E.Pá., 2. nóv.). Frumsýnd á annan páskadag árið 1919 Kvikmyndasafn íslands hefur að sjálfsögðu ekkert við það að athuga, þótt fólk leiti til Velvak- anda með fyrirspurnir um allt milli himins og jarðar, enda kom á daginn, að Velvakandi brást ekki Aðalheiði Helgadóttur, sem hringdi 26/10 út af spurningunni um það hvort kvikmynd um Fjalla-Eyvind hefði verið gerð. Tveimur dögum síðar hafði Pétur Pétursson útvarpsþulur svarað spurningunni vel og skilmerkilega. Ef ekki hefðu komið t.il skrif E.Pá., 2. nóv., hefði Kvikmynda- safnið tæplega séð ástæðu til að auka frekar við upplýsingar Pét- urs, þótt því hefði gjarnan mátt bæta við, að myndin var frumsýnd hér á landi á annan dag páska á því herrans ári 1919. Hitt segir sig sjálft, að kvikmynd, gerð af einum fremsta kvikmyndaleikstjóra sög- unnar eftir leikriti íslendingsins Jóhanns Sigurjónssonar, hlýtur að vera eftirsóknarverð hjá Kvik- myndasafni Íslands og óvarlegt að hvetja safnið til að hefja leit að myndinni án þess að ganga fyrst úr skugga um, hvaða vitneskju safnið hefur í fórum sínum um myndina. Kvikmyndasafn íslands metur mikils hjálpsemi fólks í sambandi við upplýsingaöflun og leit að gömlum kvikmyndum. Að gefnu tilefni vill safnið hvetja fólk til að hafa samband við safnið beint í síma 10940 ellegar starfs- mann þess, Erlend Sveinsson, í heimasíma 50959. Undirritaður gerir sér fullkom- strb Iti að leita uppt ™'t“K . llmen .* Jóh»nn. S- mré nænium, n ' *nn með bumn sonar Se»t»r n „íkviVmJtaK" »» rftir »«a 4*1«»"«* iar kum lil umra*‘ vakanda '* * ve» kvil nyndii veglegl una. kei kunnas l(i Frakk. kvikmynn r á nokk. úr henni t. ilómaakeiA agerAar ef» - rom. *»m undir nafninu ,.\fur Kara. • -vnir islenikan m,6 ,«w» »'“1« „a mrð >»">»«»«■ « . ,m .« *í “» lí«»t»"" i rk húsfreyjunnar «« I óónuttuíólkaina. »uA- ' '^tinmlmttm* , án þ«»» »6 I*?’ i .i«»nnáttöruly»- . dram.tínka tr»m- ■Jí nna El.k.ndurmr *!> ti»ll». “m lt»to ,vburðará»»na me« _____ -u ainni Þe«ar punkti. þurrkasl Vu mannsins og ■rfur landslW'ti (“ <tri»tu hr'i'*' ikjurnar einar. Irei íyrr hafA» danna 'er»A asan hatt ynd um *o*u ’.adoul. »A ..Irlltndi Hvað er það sem allir vilja verða — en enginn vera? II.P.Þ. skrifar: „Sá hópur í þjóðfélagi okkar, sem á samúð mína óskipta, er gamla fólkið. Mér er það gjörsamlega óskiljanlegt, hvernig ráðamenn okkar geta fengið af sér að láta sem þeir sjái ekki hversu hrikalegt ástandið er í málefnum þess. Neyð- aróp þeirra sem að öldrunarmálum starfa heyrast ekki á réttum stöðum. Og menn líta til himins og fara að ræða efnahagsástandið, kreppu og peningaleysi þegar þetta ber á góma. Vandinn hleður sífellt utan á sig og þeir sem gefa sig í fórnarstörf á þessu sviði eru að missa þolinmæðina vegna sinnu- levsis stjórnvalda. RauÖi krossinn ojj Hjálparstofnun kirkjunnar Ég treysti aðeins tveimur aðilum til að breyta þessu: Rauða krossin- um og Hjálparstofnun kirkjunnar. Sameinist þessir aðilar um að gera málefni gamla fólksins að sínum. gera þau að algeru forgangsverkefni meðan þörfin krefur, þá er ég sannfærður um, að árangurinn verður stórkostlegur. Söfnuðir hér á Reykjavíkursvæðinu gætu líka lagt fram ómetanlegan skerf í sjálfboða- liðsstarfi og aðstoðað þannig fyrr- nefndar stofnanir. Öllum þessum aðilum ykist þróttur í slíku starfi. Þakklátur ævilangt Á mínu foreldraheimili voru tvö gamalmenni, tvær ömmur. Þær áttu athvarf hjá foreldrum mínum til dauðadags. Auðvitað var þetta oft þungur róður, sérstaklega fyrir móður mína, og enga utanað kom- andi hjálp að fá í þá daga, eða litla. En ég er þakklátur fyrir minning- una um þær báðar og verð það ævilangt. Einnig um afann sem ég eignaðist um leið og konuna mína. Maður skynjaði alla þá reynslu sem þau höfðu gengið í gegnum, allt starfið, alla gleðina, sorgina, von- brigðin. Og söguna, þau sáu svo langt aftur og tengdu saman fortíð og samtíð. Og svo horfðu þau líka ódeig með manni til framtíðarinnar. Afar og ömmur Mér finnst það alveg óbærileg tilhugsun að vita af öllum þessum ömmum og öfum, sem búa við niðurlægjandi aðstæður í hjálpar- leysi og kröm, einmana útlagar mitt á meðal okkar. Ég man eftir gátu sem ég heyrði sem barn: Hvað er það sem allir vilja verða en enginn vera? Og svarið var auðvitað gaml- ir. Eigum við ekki að sameinast um að breyta þessu? Gera svo myndar- legt átak í málefnum aldraðra að við viljum bæði verða gömul og vera það.“ CSESSrnandi heimahjiupar ^ Veruleg brotalöm i öldrunar- málum á höfuðborgarsvæðinu | Kolbrún Ágústsdóttir forstöðu maður heimahjúkninar Síðast liðið ár fjölgaði vitjun-l lum um 3.140 og f jölgar enn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.