Morgunblaðið - 06.11.1980, Side 5

Morgunblaðið - 06.11.1980, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980 5 Pétur H. Blöndal, tryggingafræðingur: Líf eyrisþegar f arnir að f á iðgjöld annarra sem lífeyri „NÚVERANDI forsendur líf- eyrissjóðakerfis landsmanna eru löngu brostnar,“ sanði Pét- ur II. Blöndal. tryKííinjíafræð- inKur. er MorKunblaðið spurði hann álits á fréttatilkynninKU Verzlunarráðs íslands. þar sem saKt var, að nokkrir lífeyris- sjóða landsmanna yrðu gjald- þrota fyrir aldamót. Pétur kvað forsendur lífeyrissjóðakerfisins vera jákvæða ávöxtun ok dánar- líkur 3. áratUKS aldarinnar. Ekki væri um að ræða slika ávöxtun nú ok dánarlíkur hefðu stórum minnkað. Pétur Blöndal kvað sjóðina því þegar farna að vinna með ákveðnu gegnumstreymi, sem þýddi að margir lífeyrisþegar væru þegar búnir að taka út sem lífeyri allan þann fjárstofn, sem upp hefði safnazt og þeir hafi átt í sjóðunum, þ.e.a.s. iðgjald sitt, atvinnurekandans og vexti. Líf- eyrisþegarnir eru þvi farnir að nota iðgjöld þess fólks, sem í dag vinnur og greiðir í sjóðina, sem lífeyri. Þetta gerist vegna þess að lífeyrir er í dag verðtryggður hjá flestum sjóðanna. „Það er auðvitað mjög mismunandi eftir sjóðum, hvað þetta er orðið almennt,“ sagði Pétur. „Þeir sjóðir, sem hafa hvað versta aldursdreifingu, búa nú við veru- legt vandamál og þeir munu þola þetta ástand verst og verða fyrstir gjaldþrota." Morgunblaðið spurði Pétur Blöndal, hvaða sjóðir það væru, sem verst stæðu að vígi í þessu tilliti. „Að óathuguðu máli, myndi ég telja það vera Lífeyr- issjóð Dagsbrúnar," sagði Pétur. „Þá er Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins mjög illa settur með aldursdreifingu, en ríkis- sjóður greiðir þar 80% lífeyris- greiðslnanna, sem sjóðurinn greiðir. Sjóðurinn er einn fárra sjóða, sem greiðir ekki verð- trygginguna sjálfur. Þetta ástand mun því ganga hjá sjóðn- um á meðan verðbólgan er svo hröð sem raun ber vitni. Hins vegar mun harðna á dalnum hjá þessum sjóði, ef verðbólgan dett- ur niður.“ Lífeyrissjóður verzlunar- manna stendur hins vegar mjög vel. Ungt fólk er hlutfallslega mjög margt í sjóðnum og því mun sjóðurinn standa hvað lengst allra sjóðanna. Þá eru sumir sjóðir, sem þetta kemur ekkert við, svokallaðir séreigna- sjóðir, en þeir taka heldur enga áhættu, heldur greiða út eign viðkomandi sjóðfélaga, þegar hann verður ellilífeyrisþegi, ör- orkulífeyrisþegi eða deyr, óháð því, hvort hann á erfingja eða ekki. Slíkur sjóður greiðir fram- lag viðkomandi út á 10 árum. Sem dæmi um slíka sjóði er Lífeyrissjóður lögfræðinga, Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Líf- eyrissjóður arkitekta. „Ef allir sjóðirnir væru í einu kerfi,“ sagði Pétur Blöndal, „þá myndu þeir hægt og sigandi nálgast hreint gegnumstreymi og það er það sem stefnt var að með frumvarpinu um Lífeyris- sjóð Islands, sem Guðmundur H. Garðarsson flutti á Alþingi fyrir nokkrum árum. En þetta kerfi, sem við búum nú við, mun brenna upp eignir sjóðanna áður en fullt gegnumstreymi kemst á. Þar með hverfur og sú láns- uppspretta, sem verið hefur í sjóðunum." í frumvarpinu um Lífeyrissjóð íslands var gert ráð fyrir að hlutfall lífeyris af launum yrði 60% miðað við brúttólaun, en iðgjöld til sjóðsins væru þá 12% af brúttólaunum. Þetta gæti jafnvel komið opinberum starfs- mönnum til góða, þeir gætu fengið betri lífeyri, en þeir fá nú, þar sem nú er miðað við dag- vinnulaun, en frumvarpið miðar við brúttólaun. Iðgjaldaprósent- an yrði þó í þessu kerfi að vera breytileg, þannig að ef þjóðin eltist mikið, yrði prósentan að hækka, en yngdist þjóðin, myndi hún lækka. Með hliðsjón af því var gert ráð fyrir að lífeyrissjóð- urinn greiddi fæðingarlaun til þess að hvetja til barneigna, en með því yrði tryggt að stofn sjóðsins, hinir vinnandi, héldu hlutfalli sínu, en fækkaði ekki. Þetta var talið nauðsynlegt, þar sem fólki er nú orðið í sjálfsvald sett, hvort það á börn eða ekki. Þróunin víða erlendis hefur orð- ið sú, að fjölmargir hliðra sér við þeirri fjárhagsbyrði að eignast börn og ala þau upp. Athugasemd í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær, þar sem sagt var frá styrk, sem Manuela Wiesler fékk frá Sonn- ing-sjóðnum danska, var þess get- ið, að Þorgerður Ingólfsdóttir söngstjóri og Einar Jóhannesson klarinettuleikari hefðu áður feng- ið slíkan styrk. Þess ber að geta að þessi upptalning var ekki að fullu tæmandi, þar sem Unnur Svein- bjarnardóttir, víóluleikari hefur einnig fengið þennan styrk, svo og Unnur María Ingólfsdóttir fiðlu- leikari og Hafliði Hallgrímsson sellóleikari. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á því að nöfn þessi skyldi vanta. Ökumaður P-bíls gefi sig fram Á ÞRIÐJUDAGINN, klukkan rúmlega 17, varð sá atburður á Bústaðavegi við Reykjanesbraut að ekið var aftan á græna Lada- fólksbifreið. I fyrstu var talið að engar skemmdir hefðu orðið á bifreiðinni en síðar komu í Ijós skemmdir og einnig munu hafa orðið minni háttar meiðsli á farþega í bifreiðinni. Slysarann- sóknadeild lögreglunnar þarf nauðsynlega að ná tali af öku- manni bifreiðarinnar sem ók aft- an á Löduna, en það var bifreið með P-númeri. Er bifreiðastjórinn beðinn að gefa sig fram við lögregluna. Sellóhljómleikar á Vestf jörðum, Akra nesi og í Reykjavík SÉRA Gunnar Björnsson selló- leikari og Jónas Ingimundarson pianóleikari halda ferna hljóm- leika á næstunni. Ilinir fyrstu verða í Alþýðuhúsinu á Ísafirði, föstudaginn 7. nóv. nk. kl. 20.30. Aðrir hljómleikarnir verða í fé- lagsheimili Bolungarvikur sunnudaginn 9. nóv. kl. 17, hinir þriðju i Norræna húsinu laugar- daginn 15. nóv. kl. 17 og fjórðu og siðustu á Akranesi sunnudag- inn 16. nóv. Hljómleikarnir á ísafirði, í Bol- ungarvík og á Akranesi eru á vegum Tónlistarfélaganna þar, en hljómleikarnir í Norræna húsinu á vegum Háskóla íslands. Á efnisskrá eru Sónata nr. 5 í e-moll eftir A. Vivaldi, einleiks- svita nr. 1 í G-dúr eftir J.S. Bach og Sjö tilbrigði eftir Beethoven við stef Mozarts úr Töfraflautunni. Eftir hlé eru tvö lög úr „Jewish Life“ eftir svissneska tónskáldið Ernest Bloch og lýkur svo hljóm- leikunum með Sónötu op. 38 í e-moll eftir Johannes Brahms. Ný gjaldskrá fyrir Lögbirtingablaðið BIRT hcfur vcrið gjaldskrá fyrir birtingu auglýsinga i Lögbirt- ingablaðinu. en nýja gjaldskráin öðlast gildi hinn 15. nóvcmbcr nk. Tekið er fast gjald fyrir hinar ýmsu tilkynningar og skulu hér ncfnd nokkur þcirra: Fyrir tilkynningu um skrásetn- ingu hlutafélaga og samvinnufé- laga kr. 35.600, fyrir tilkynningu um skrásetningu firma kr. 11.900, fyrir uppboðsauglýsingu, þrjár birtingar kr. 16.400, fyrir auglýs- ingu um óskilafénaö, fyrir hverja kind eða hross kr. 1.700. Fyrir dómsbirtingu skal greiða kr. 16.400 og fyrir tilkynningu um útdrátt í happdrætti, allt að 7 dálksentimetra, skal greiða kr. 9.300. Efni, sem ekki fellur undir neinn sérstakan flokk, skal greiða 1.400 kr. fyrir dálksentimetrann og myndamót, sem nota þarf skal auglýsandi leggja til sjálfur. LPTOFRA- DISKURINN Ryksugan sem svífur HOOVER Töfradiskurinn S 3005 er ryksuga sem vekur undrun. vegna þess hve fullkomlega einföld hún er. Sogstyrkurinn er ösvikinn frá 800 W mótor, og rykpokinn rúmar 12 litra. já 12 litra af ryki. HOOVER S 3005 er ennfremur lettasta ryksuga sem völ er á, hún liður um gólfiö á loftpúða alveg fyrirhafnarlaust fyrir þig. svo létt er hún. Verö kr. 139.900,- Egerléttust... búin 800 W mótor og 12 litra rykpoka. (Made in USA) HOOVER er heimilishjálp FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.