Morgunblaðið - 18.12.1980, Síða 13

Morgunblaðið - 18.12.1980, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 45 stjóri: — Foreldrar kynnast líka vel innbyrðis og það skapar sam- stöðu í hverfinu. Slík samvinna hefur áhrif út í hverfið og skapar tilfinningu fyrir því að fólk til- heyri þessu hverfi. Til dæmis settum við saman niður í hverfinu plöntur í vor. Ef krakkarnir eru með í að setja niður slíkar plöntur, þá fá þau það á tilfinninguna að þetta séu þeirra plöntur í þeirra hverfi. Allir á skíði og í dansinn Það kemur fram í spjalli okkar, að í tilefni 5 ára afmælis skólans var hann opinn foreldrum í eina viku. Gátu þeir þá komið og hlustað á lcennslu. Margt foreldra kom, en reynt var að haga svo til að ekki væru of margir í einu, til að trufla ekki kennsluna. Sagði Áslaug skólastjóri að á þennan hátt tækjust betri kynni milli skóla og heimila, og foreldrarnir gætu þá betur áttað sig á skóla- starfinu, góðum hliðum þess og hinum verri. í ölduselsskóla hefur verið fitj- að upp á fleiri nýjungum. T.d. er alltaf að vorinu íþróttahátíð, sem stendur í tvo daga, og þykir mikill viðburður. Þar sem ekkert leik- fimihús er við skólann, hefur fram undir þetta þurft að skera niður leikfimi og senda þau í leikfimisali í öðrum hverfum. Núna er þeim ekið í hið nýja og glæsilega Ármannshús og sögðu þau Áslaug og Sigurður að það gengi vel. Er áformað að næsti áfangi í skóla- byggingum í hverfinu — eftir að seinni byggingin í Ölduselsskóla er upp steypt, sé að ráðast í byggingu leikfimihúss við Selja- skóla, sem nýtist báðum skólun- um. Hefur verið orðað að e.t.v. væri heppilegra að fá síðar litla kennslusundlaug við Öldusels- skóla í stað íþróttahúss. Sigurður sagði, að áhugi væri hjá foreldrafélaginu að athuga eftir áramótin hvort það gæti ekki komið á skíðaferðum. Þar sem nemendur eru á svo mismunandi aldri og sumir vilja vera í brekk- um meðan aðrir ganga, þá þyrfti mikið lið fullorðinna til aðstoðar, meira en skólinn réði yfir. Gætu foreldrar því farið í skíðaferðir með börnunum ef nemendum yrði skipt í 3 hópa. Þetta væri í athugun og ýmislegt fleira. Til dæmis að foreldrarnir tækju þátt í diskódansinum með unglingunum engu síður en öðru félagslífi. En það er til siðs, eins og t.d. þegar 12 ára börnin voru með skemmtun sem endaði á diskódansi, að allir fullorðnir fara heim, þegar dans- inn byrjar. Þetta telur Sigurður eitt af því sem stuðlar að rofnu sambandi Áður hefðu allir aldurs- ' flokkar dansað saman, svo sem á sveitaböllunum. En um leið og foreldrar og börn hætti að geta skemmt sér saman, þá rofni sam- bandið. Allir ættu að geta haft gaman af að skemmta sér þannig saman í dansi. Foreldrafélagið hefur semsagt ýmislegt á prjónunum. Fyrst og fremst viljum við auðvitað stuðla að því að ekki bregðist að þetta hús, sem er verið að byggja komist í not fyrir haustið 1981 og veita skólanum það lið sem við megum, sagði Sigurður. Óhætt er að segja að ef ekki er góður skóli, þá sé ekkert foreldrafélag og ef ekkert foreldrafélag, þá enginn skóli, þetta er svo samtvinnað, sagði hann. Það er erfitt að reka skóla öðruvísi en að samvinna sé milli hans og heimilanna. Foreldrafélög eru nú víða að komast á í skólum landsins og hefur komið til orða að stofna landssamtök þeirra. Sigurður taldi það of fljótt, þar sem for- eldrafélög væru ekki alls staðar. Betra að byrja á samstarfi til dæmis skólanna í Breiðholti, enda gott fyrir félögin að hafa stuðning hvert af öðru, þar sem um sömu vandamálin væri að ræða. Hann taldi réttara að leyfa þessu að þróast, byrja með samtökum nærliggjandi skóla, færa sam- bandið svo yfir borgina og síðan í samband á landsvísu. En það er greinilega rösklega riðið úr hlaði í ölduselsskóla. — E.Pá. Klcippa'stig 44 Reykiovik simi 11783 Jólagjöf sem gleður Listskautar Stæröir 30—35. Verö gkr. 31.100, nýkr. 321,00 Stæröir 36—41. Verö gkr. 34.120, nýkr. 341,20 Stærðir 42—47. Verö gkr. 34.475, nýkr. 344,75 Hvítír: Stærðir 30—42. Svartir: Stærðir 32—47. Póstsendum samdægurs. $ SUZUKI Höfum til afgreiðslu strax SUZUKI TS50 og GT50E létt vélhjól. Hagstætt verð. — Hagstæöir greiðsluskilmálar. Suzuki-umboöiö Ólafur Kr. Sigurösson. Tranavogi 1. sími 83499. * I * * W J1 skápar og kommóður. Góð jólagjöf. Bíásícó Símar: 86080 og 86244 f 1 ar Athyglsivert verö Höfum einnig stereobekki á mjög góöu verði gerðum. Hentugar og smekklegar jólagjafir. ma- m Fyrir þá sem hafa áhyggjur af því að geta ekki látið sér líöa vel eða slappað ærlega af eftir jólahátíö, höfum viö hjónarúm og einstaklingsrúm í miklu úrvali á mjög hagstæðum verðum. Opið til kl. 18 i kvöld og n.k. mánudags- kvöld til kl. 19, föstudag og laugardag til kl. 22 og til kl. 23 á Þorláksmessu. Sími 77440. 1Q Nú geta allir eignast vegghillusamstæður þvi veröiö er ekki eins ótrúlegt heldur hreint og beint hlægilega ódýrt. Veröið á þessum vegghillusam- stæöum er aöeins kr. 319.700.- nýkr. 3.197.-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.