Morgunblaðið - 21.12.1980, Qupperneq 20
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980
Jólapósturinn til
íbúa á Hveravöllum
ÞYRLA Landhelgisgæzlunnar,
TF-RÁN, flutti í gær árlega
jólasendingu til íbúa Hvera-
valla, sem þar starfa við veður-
athuganir. Undanfarin ár hefur
Landhelgisgæzlan hlaupið und-
ir bagga og fært veðurathugun-
arfólkinu vistir og póst rétt
fyrir jólin.
Minni þyrla gæzlunnar hefur
annast verkið yfirleitt, en þar
sem hennar nýtur ekki við í bili
var stóra þyrlan fengin til verks-
ins. Sögðu þau Bergún Gunnars-
dóttir og Gunnar Pálsson, að þau
hefðu ekki búizt við neinni
sendingu í ár úr því litla þyrlan
væri úr leik, en ánægjan væri
jafnan mikil að fá jólapóstinn og
ný matvæli. Síðast fengu þau
heimsókn í október þegar
gangnamenn voru í eftirleitum
og er án efa alllangt í næstu
heimsókn, en gestkvæmt er þó
jafnan á Hveravöllum þegar
færð er góð yfir hásumarið.
Ragnar Axelsson ljósmyndari
Mbl. fékk að fljóta með í póst-
ferðinni í gær og tók þá með-
fylgjandi myndir.
Gunnar og Bergrún og hundurinn Lubbi kveðja gestina, en þau
segjast haida jól á venjulegan hátt þótt lítið sé e.t.v. um
fjölskylduboðin. i.jó»m. Rax.
Hjónin á Hveravöllum, Gunnar Pálsson og Bergrún Gunnarsdóttir taka hér við varningnum, sem
þeim barst i gær. Þyrlan í baksýn, en henni flaug Bjðrn Jónsson við annan mann.
Gestirnir þágu kaffiveitingar, en hinn stutti dagur leyfði ekki langa dvöl og er um klukkustundar
flug frá Reykjavik til Hveravalla.
Ko
Gjöfin sem
gleour strax!
Nýja gerðin af Kodak Instant myndavélinni
er komin. Fallegri og nettari.
Kodak Instant framkallar myndirnar um
leið í björtum og fallegum Kodak litum
— Engin bið og árangurinn af vel
heppnuðu „skoti“ kemur í Ijós.
HANS PETERSEN HF
BANKASTRÆTI AUSTURVER GLÆSIBÆR
S:20313 S:36161 S: 82590
Umboðsmenn um allt land
Kodak Instant
Ek 160-EF
Kr. 47.200.-
Nýkr. 472