Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 67 LAUGARÁSBÍÓ XANADU Maður mun minnast Xanadu fyrst og fremst sökum þess að hún var fyrsta myndin sem sýnd var hérlendis með nýrri og fullkominni hljðmburðartækni — Dolby stereo. Það er merkur og ágætur áfangi sem nokkur önnur kvikmyndahús eru einnig að nálgast á á næstu vikum og mánuðum. Að öðru leyti gleymist filman fljótt. Efnisþráðurinn álíka beysinn og maður á að venjast i þeim ofast væmnu frænkum, söngva- og dansmyndum, ef ekki undir meðallagi, og er þá mikið sagt. En Xanadu á einnig sínar góðu hliðar. Þar ber hæst skemmtilega kóreografiu, búninga, hljóð- upptöku, þá er framtíðarleg tónlist ELO skemmtileg og fellur vel að efninu, og nýtur sin einkar vel i þessum byltingar- kennda tæknibúnaði. Hryllingur í háloftunum Eítirminnilegt atriði úr einni bestu mynd Roegs, Don’t Look Now. NÝJA BÍÓ ALIEN - ÓVÆTTURINN Aðalhlutverk: Tom Skerritt, Sigourney Weaver, Veronica Cartwright, Harry Dean Stan- ton, Yaphet Kotto, John Hurt, Ian Holm. Handrit: Dan O'Bannon. Leikmynd: Michael Seymour. Leikstjóri: Ridley Scott. og Eins og flestum er kunnugt sem fylgjast með kvikmyndum þá er uppgangur vísinda- _r hrollvekjandi mynda, með ólík indum síðustu misserin og er lítið lát á. Hvorki meira né minna en tæpur þriðjungur kvikmyndaframleiðslu Banda- ríkjamanna á þessu ári má skipa í þessa flokka. Það hlaut því að koma að því að einhverjum dytti í hug að skapa geimgrýlu á borð við þá sem ber fyrir augu í óvættinum. Söguþráðurinn er einfaldur. Sjö manna áhöfn risavaxinnar geimferju, sem stödd er í óra- fjarlægð í tíma og rúmi frá okkur, hvílist í dásvefni á milli áætlunarstaða. Hún er aðeins vakin, af stjórnendum, tölvunni „mömmu", ef eitthvað fer úr- skeiðis, og myndin hefst einmitt undir slíkum kringumstæðum. „Mamma“, tilkynnir skips- höfninni um dularfull hljóð- merki frá lítilli og ókunnri reikistjörnu, og ákveður að kannað skuli hvort þau berist frá vitsmunaveru. Leiðangur er gerður út til að kanna þetta dularfulla fyrirbrigði og verður einn af meðlimum hans fyrir árás af óhugnanlegri geimveru sem á eftir að þjarma að áhöfn- inni. Svo sem ekkert ýkja frumleg- ur söguþráður, það sem skiptir sköpum er að myndin er gerð af fjársterku fyrirtæki, sem hvorki hefur sparað fé né mannafla, því segja má að það sé valinn maður í hverju rúmi hvort sem er aftan eða framan við myndavélina. Ef þessa hefði ekki notið við, hefði blasað við á tjaldinu enn ein, gamalkunnug B-hrollvekjan. Ridley Scott, sem áður hefur aðeins gert eina mynd, hina undurfögru og gjörólíku mynd, The Duellists. tekst að halda uppi krassandi spennu svo um munar frá upphafi til enda. Til þess að halda athygli áhorf- andans fanginni notar hann mý- mörg ráð. Fyrst og fremst þenn- an ófélega ferðafélaga, svolítið blóðbragð, stórkostleg tækni- brögð og leikmyndir, oft angr- andi lýsingu og kvikmyndatöku. Og í bakgrunninum er sífellt drungaleg tónlist Jerry Gold- smith, sem bregst ekki frekar en fyrri daginn. Sjálfsagt finnst sumum óhugnaðurinn full mikill í Óvættinum en hann er svo einstaklega fagmannlega unninn að hann er afsakanlegur og hafinn yfir gagnrýni. Hins vegar byggir hann upp þá heiftar- legustu spennu sem undirr. hef- ur upplifað langa lengi í kvik- myndahúsi. Tæknilega er Óvætturinn, (nokkuð klúðursleg nafngift), einstaklega vel gerð, sem dæmi má nefna titlana og radartölvu- vinnsluna. Leikmyndin er frum- leg og oft óhugnanleg, auk þess sem lýsingin er mikið notuð til að undirstrika óttann og auka innilokunarkenndina. Og þessi vágestur, „alien", er sannkölluð meistarasmíð, enda hlutu höf- undar hans og tæknibrellnanna, Oscarsverðlaunin í ár. Leikurinn er jafn og góður og óhætt er að fullyrða að Óvætturinn er ein besta hrollvekja sem boðið hefur verið uppá um langa hríð, þrátt fyrir nokkur rauðleit atriði. Bókafrétt Internationai Film Guide 1981. Ritstj.: Peter Cowie. The Tantivity Press, London Bókaverslun S. Eymundsson. Þá er útkomin enn á ný þessi ágæta árbók, uppfull af fróðleik fyrir alla kvikmyndaunnendur Megininnihald hennar liggur i þeim fróðleik sem hún miðlai um kvikmyndagerð, allt frá fjar- lægustu heimshornum til stór- velda iðnaðarins. Þá er löngum forvitnilegt val Dowies á „leik- stjórum ársins", en kvintett hans í ár er Spánverjinn Louis G. Nerlanga, sem vægast sagt er lítt þekktur hérlendis, fæddur 1921 og kunnastur fyrir mynd- irnar Caiabuch (56) og Life Size, (73), Pólverjinn Krzysztof Kiesl- owski, Italinn Ermanno Olmi, sem ekki þarf kynningar við, en gaman væri að fara að fá að sjá eina merkilegustu mynd hans L’Albergo Degli Zoccoli, Bretinn Nicholas Roeg og landi hans Peter Yates sem er í .hópi útvaldra vegna þeirrar ágætu myndar Breaking Away, sem sýnd var hérlendis í sumar. Þá er greint frá helstu kvik- myndahátíðum ársins, kvik- myndaverslunum, -skólum, gagnrýndar bækur og upptalin nokkur blöð og tímarit um þessa listgrein. Margan annan fróðleik er að finna. Kaflinn um ísland er ágætur, líkt og við mátti búast frá Birni Vigni og Árna Þórarinssyni. Tilkynning til eigenda þjóðsagna Ólafs Davíðssonar 4. og síöasta bindiö er komiö út. Yfirgripsmikil nafnaskrá og atriö- isoröaskrá fyrir allt safniö, 160 blaösíöur. sími 13510. Volvo eigendur athugió Verkstæöi okkar aö Hyrjarhöföa 4, og Suöurlands- braut 16, veröa lokuö dagana 24., 31. desember og 2. janúar. Veltir hf. Mrzbera) Postulín GERMANY w AAFOSSBÚÐIN Vesturgötu 2, sími 13404.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.