Morgunblaðið - 21.12.1980, Side 30

Morgunblaðið - 21.12.1980, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 70 5. umferð Ólympíumótsins: Naumur sigur yfir skæðri sveit Mongóla EFTIR mótlætið í íjórðu um- ferð voru meólimir islensku sveitarinnar að vonum feKnir því að fridagur var fyrir fimmtu umferð, hinn fyrsti á mótinu. Ilann var notaður til þess að slappa af í veðurbiíð- unni, því fyrstu vikuna, sem skákmótið stóð yfir. var oft sólskin og hlýtt í veðri. Þrátt fyrir að við værum nú komnir töluvert frá toppnum, voru andstæðingar okkar i fimmtu umferð þó engir ný- græðingar. Það voru Mongólar, sem hafa um langa hríð verið seigir skákmenn. í umferðinni áður höfðu þeir lagt Braziliu- menn óvænt að velli, 3—1, og hugðust nú áreiðanlega höggva fleiri skörð í raðir andstæðinga sinna eins og Gengis Khan til forna. Rússar hafa sem kunnugt er mikil ítök í Mongólíu og hafa m.a. gert skáklistina fremur vinsæla þar. Ekki hefur þeim þó tekist að kenna Mongólunum réttu aðferðirnar við hægfara stöðubaráttu, en hins vegar eiga þeir það sameiginlegt með grönnum sínum Kínverjum að nýta sér hvert tækifæri til að flækja taflið. Helgi - Mjagmasuren 0-1 Jón - Tumurbaatar 1-0 Jóhann - Zigzidsuren '/i-'/2 Ingi - Lhagva 1-0 Þegar upp var staðið vorum við mjög ánægðir með að sigur hafði þrátt fyrir allt unnist, því lengi leit út fyrir að staða Jóhanns væri töpuð. Fyrsta áfallið dundi yfir eftir að aðeins hafði verið teflt í rúma þrjá tíma. Helgi hafði saumað jafnt og þétt að andstæðingi sínum, alþjóðameistaranum Mjagmasuren, en eins og á móti Búlgörum var hann of bráður á sér. I þessari stöðu hefur svart- ur, sem sjá má, „eilífðarveik- leika" á c6 sem hann losnar aldrei við. Hvítum liggur því ekkert á, en ætti t.d. einfaldlega að vinna að því að skipta upp á liði. Svart: Mjagmasuren Hvítt: Helgi Ólafsson 26. IIb6?! (Öruggast og bezt var 26. Ra4 og síðan Racð.) — Dc7, 27. Ra4? (Nú var 27. Db3 nauð- synlegt.) — Bxd4! (Nú hefði hvítur átt að sætta sig við 27. Hxc6 — Da7, 28. Hxe6 — Hxe6, Skák eftir Margeir Pétursson 29. exd4 — Dxd4, því þeirri stöðu tapar hann a.m.k. ekki.) 28. exd4 - Rxd4. 29. Dc5 - Re2+, 30. Khl — He4! (Hótun Mongólans er einfaldlega 31. — Dxh2+, 32. Kxh2 - Hh4 mát.) 31. Hb4 - Hxb4, 32. Rxb4 - He4!, 33. g3 (33. h3 veitti eitthvað meiri mótstöðu.) — Hc4, 34. Ra6 — Dc8, 35. Da5 - Dh3, 36. Del - Hh4! og hvítur gafst upp. Þessi skák sýnir mjög vel hve stór- hættulegir Asíubúarnir eru þeg- ar þeir ná sóknarfærum. A öðru borði hagnýtti Jón sér vel með svörtu ráðleysislega byrjanataflmennsku andstæð- ingsins og vann örugglega. And- stæðingur Inga R. á fjórða borði dreymdi greinilega stóra drauma um sókn lengst af skák- arinnar, en er hann vaknaði var mikið lið farið fyrir lítið sprikl. Öruggur sigur hjá Inga. Jóhann Hjartarson lék af sér peði í jöfnu endatafli og er skák hans fór í bið virtist ekkert annað en tap blasa við. Jóhann bjargaði aftur á móti sigri ís- lensku sveitarinnar í höfn með snjallri vörn. Þannig var staðan, er skákin fór í bið: Svart: Zigzidsuren Hvítt: Jóhann Hjartarson 47. — Kf5? (Biðleikur Mongól- ans. Betra var 47. — Rc7, sem heldur hvíta kóngnum frá peð- unum á drottningarvæng og ætti að tryggja auðveldan sigur.) 48. Kd5 - Kg4, 49. Kc6 - Rc5, 50. Rc3! (Að sögn Mongólanna litu þeir aðeins á 50. a5 í rannsókn- um sínum, en því ætlaði svartur að svara með 50. — bxa5. Nú fær hvítur aftur á móti meiri tíma.) - Rxa4, 51. Rxa4 — Kxh4, 52. Kxb6, 53. Kxa6 - Kf4, 54. Kb5 - g5, 55. Kc4 - Ke3, 56. Rc3 - f5, 57. Rd5+ - Ke2, 58. Kd4 - f4, 59. Ke4 - f3, 60. Rc3+ - Kf2, 61. Rdl+ — Kg3. Jafntefli. Þar með var íslenska sveitin komin í 18.—19. sæti með 12 v. ásamt V-Þjóðverjum og stefndi enn um skeið upp á við. Frændur okkar Norðmenn voru kampakátir eftir fimmtu umferðina, því þeir sigruðu öfl- uga sveit Svisslendinga 3 'A — '/2 og komust þannig upp fyrir okkur í fyrsta sinn. Ungverjar juku forskot sitt i einn og hálfan vinning með því að sigra Bandaríkjamenn 3—1. Stutt skák úr þeirri viðureign á milli tveggja stórmeistara: Hvítt: Ribli (Ungverjal.) Svart: Seirawan (Bandar.) Nimzoindversk vörn 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - b6, 4. Rc3 - Bb4, 5. Bg5 - h6, 6. Bh4 - g5, 7. Bg3 - Re4, 8. Dc2 - Bb7, 9. e3 - f5, 10. Bd3 - Bxc3+, 11. bxc3 - d6, 12. d5 - e.xd5, 13. cxd5 - Bxd5, 14. Rd4 - Df6, 15. f3 - Rc5, 16. Bxf5 - Rbd7. 17. Rb5 — 0-0-0 (Skákin Gheorghiu- Speelman í London í vor tefldist þannig frá þessari stöðu: 18. Rxa7+ - Kb7, 19. Rb5 - Hde8, 20. 0-0 - Bc4, 21. Bxd7 - Rxd7, 22. Da4 - Bxb5, 23. Dxb5 - Rc5, 24. e3 — Dxc3 og svartur náði undirtökunum og vann. Ribli hafði auðvitað séð þessa skák og hafði endurbót á reiðum hönd- um:) 18. Hdl! - Be6,19. Be4 - Kb8, 20. Hxd6! - Rc5, 21. Hxd8+ - Hxd8, 22.0-0 - Bd7, 23. Rd4 - Ba4?, 24. Bxe5! og svartur gafst upp. Staðan í toppnum eftir fimm umferðir: 1. Ungverjaland 16 v. 2.-4. Búlgaría, England og Sví- þjóð 14'/i v. 5. Sovétríkin 14 v. Enda hafði kaupandinn glöggt auga fyrir listrænuni munum og vissi hvað hentaði best við aðra húsmuni. T.d. við bron- spottinn undir blómið frá ömmu, stvttuna frá starfsfélögunum og málverkið sem keypt var fyrir stuttu. Já, konan keypti svo sannarlega inn fyrir heimilið. Ekki hara latvæli. Hún hafði aldrei velt því fyrir sér fyrr en daginn sem hún sá EVRÓPUEFNIÐ á vegg við hliðina á litríku málverki og fögrum munum, hve þýðingarmikið það er að hafa allt í sam- ræmi. „Glöggt er gests augað“ segir máltækið. EVRÓPUEFNIÐ er nýja línan sem hentar flestum heimilum og býður valmöguleika í útfærslum á rofum, tenglum og Ijósastillum. EVRÓPUEFNIÐ er auðvelt í meðförum og hannað með það fyrir augum að vera vndisauki á vegg. EVRÓPUEFNIÐ fæst hjá rafverktökum og í flestum raf- tækjaverslunum. Næst þegar innkaup eru gerð fyrir heimilið ættu flestir að hafa á bak við eyrað: „Það nýtur sín í fallegu umhverfi EVRÓPUEFNIÐ frá Johan Rönning hf.“ HF. 51 Sundaborg Sfmi 84000 - 104 Raykjavfk „Það nýtur sín í fallegu umhverfi EVRÓPUEFNIÐ frá Johan Rönning hf.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.