Morgunblaðið - 24.12.1980, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980
51
Geturðu hjálpað kanínunni
að finna holuna sína?
Lítil þraut, teiknuð af Áslaugu Jónsdóttur, 12 ára.
Frúin: Ég er hrædd um
að Kata á loftinu hafi
fengið sér nýja ryksugu!
Frúin: Kæri jólasveinn,
getur þú ekki tekið af þér
skeggið, því hún Jóna litla
er svo hrædd við skeggjaða
menn.
Hver er leikinn?
Klippið og límið saman nokkra pappír-toppa, eins
konar lítil kramarhús eins og sýnt er á myndinni,
Setjið örlítinn leir, eða álkúlur í odd hvers topps.
Síðan skerið þið eða klippið göt á pappakassa eins og
sýnt er, búið til vegasalt úr blýanti, teygju og
reglustiku. Hver skyldi nú vera leiknastur í að láta
toppana lenda ofan í götum kassans?
Silki-
ormur
„Silkiormur" spinnur
hýði sitt við að hreyfa
höfuðið til sitt hvorrar
hliðar aftur og aftur. Því
er haldið fram, að hann
hljóti að þurfa að fram-
kvæma þessar hreyfingar
um 300.000 sinnum, áður
en hýðið er tilbúið. Silki-
þráðurinn, sem hýðið er
ofið úr er um 135 metra
langur!
Jólasveinninn: Og hvers
óskar þú þér í jólagjöf?
Drengurinn: Ég óska
mér ekki neins, ég settist
bara hjá þér af því að ég
var orðinn svo þreyttur í
fótunum af að róla hér um
í öllum þessum látum.
Frúin: Við hefðum ekki
átt að senda kort til fjöl-
skyldunnar á efri hæðinni,
því hún sendi okkur ekkert.
Aðfangadagskvöld á nú-
tíma heimili.
Aéfanga-
dagur
Eftir Agúst Magnússon, 14 ára.
Það var 24. desember í dag og klukkan var 10 að
morgni. Ég sat glaðvakandi í rúminu mínu og horfði
út um gluggann! Enn var nokkuð dimmt úti og
snjónum kyngdi stöðugt niður.Ég var sá eini í
fjölskyldunni, sem var vakandi. Ég gekk að jóladag-
atalinu og opnaði rúðu 24! Þar var mynd af Maríu
mey með Jesú-barnið. Nú greip mig strax mikil
hátíðartilfinning. Ég vissi ekki, hvað ég átti að gera,
allir voru sofandi, enginn úti til að leika sér við. Loks
ákvað ég að fara að sofa aftur. Ekki gekk það of vel,
því að mér var stöðugt hugsað til kvöldsins. Samt
sofnaði ég að lokum og vaknaði aftur klukkan tólf. Þá
voru allir vaknaðir, pabbi, mamma, Óli og Magga. En
enginn var úti. Mamma kallaði á mig og sagði, að nú
væri kominn matur, og ég fór að borða.
Eftir matinn fór ég að lesa teiknimyndabók.
Skömmu síðar kom pabbi til mín og spurði hvort ég
vildi koma með honum og Möggu til þeirra, sem áttu
að fá jólapakkana. Ég sagði já við því og við fórum af
stað.
Við fórum til Óla, Bóbóar og Siggu Jóns, Ásthildar
og fleiri krakka og síðast fórum við til ömmu og afa.
Klukkan var brátt hálf fimm og nú fóru menn að
klæða sig í jólafötin. Klukkan sex fórum við í kirkju.
Hún var alveg full. Presturinn talaði um fæðingu
Jesú og mennina þrjá, sem leituðu hans. Klukkan sjö
fórum við heim að borða jólamatinn, sem var
hangikjöt.
Nú þegar við höfðum lokið við matinn fóru pabbi
og mamma að þvo upp. Þegar því var lokið fórum við
að taka upp pakkana, en þá var klukkan orðin hálf
níu.
Ég fékk skólaúr frá mömmu og pabba og bækur frá
Óla og Sigga, Bóbó og Siggu. Frá ömmu, afa og
Möggu fék ég bílabraut og einnig fleiri gjafir. Nú var
klukkan orðin tíu og kominn tími til að fara að lesa
jólakortin. Pabbi gerði það og nóg var af þeim.
Þegar því var lokið komu þau Anna systir og
maðurinn hennar í heimsókn eins og hafði verið
ákveðið. Á eftir var farið að taka upp pakkana þeirra,
það er að segja, sem við gáfum þeim og þau okkur.
Þau gáfu mér bók. Skömmu síðar fórum við
mamma að leika okkur með bílabrautina og héldum
því áfram til klukkan tvö um nóttina, en þá fóru allir
að sofa.
Hvert ætlar ferðalangurinn?
Eins og þið sjáið á þessari mynd, er ferðamaðurinn
ákveðinn í að sjá allar byggingar og líkneski, sem fram
koma á myndinni. En áður en hann leggur af stað, er eins
gott að athuga í hvaða löndum þessi mannvirki eru! Getur
þú hjálpað honum? Ef ekki, þá skaltu spyrja einhvern í
fjölskyldunni af því að við ætlum ekki að birta lausnina.