Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1980 35 23 íslenzkir verkfræð- ingar eru nú við fram- haldsnám í Danmörku Fyrir sex árum voru í fyrsta sinn útskrifaðir verkfræðingar frá Uáskóla íslands. Enn er þó nokkuð um að verkfræðimennt- unar sé leitað erlendis og fer yfirleitt um helmingur útskrif- aðra verkfræðinga frá Háskóla íslands ár hvert til framhalds- náms erlendis. Danmarks Tekn- iske Hejskole er sá skóli sem hefur tekið við flestum verkfræð- ingum sl. tvö ár, alls 23. Fram til 1970 var aðeins kennt til fyrrihluta í verkfræði á ísiandi og fóru þá flestir íslenskir verk- fræðinemar til Danmerkur til að ljúka seinni hluta verkfræðináms- ins. Það er því ekki ný bóla að íslenskir verkfræðingar leiti til Dana. Danmarks Tekniske Hejskole var stofnaður árið 1829 að frum- kvæði danska eðlisfræðingsins Hans Christian 0rsted, sem varð fyrsti rektor skólans. Eins og margar gamlar stofnanir hefur DTH oft orðið að flytja vegna útþenslu Kaupmannahafnar og breyttra kennsluhátta. Skólinn er nú staðsettur í Lyngby, u.þ.b. 15 km fyrir norðan miðborg Kaup- mannahafnar. Svæði það sem skólinn hefur til umráða er liðlega 1 km2 að flatarmáli og var byggt upp á árunum 1959—1973. Heildar gólfflatarmál byggnga á DTH- svæðinu er nú um 320.000 m2. Hver sérgrein innan verkfræðinn- ar hefur aðstöðu í stofnunum á svæðinu, en alls eru um 60 bygg- ingar ætlaðar til kennslu og rann- sóknarstarfa. Á skólasvæðinu er einnig stúdentagarður með um 400 herbergjum. Eins og áður kom fram var DTH- svæðið skipulagt og byggt áður en hin svokallaða olíukreppa skall yfir Vesturlönd, með tilheyr- andi tali um verri tíð. Þetta má glöggt sjá þegar byggingarnar á DTH-svæðinu eru skoðaðar því ekkert virðist hafa verið til sparað til að gera vel við verkfræði- menntunina sem verður að teljast undirstaða tækniframfara í Dan- mörku. Það sem íslenskir verkfræð- ingar, nýsloppnir úr húsakynnum Verkfræði- og raunvísindadeildar Háskóla íslands, meta hvað mest við nám hér er sú frábæra aðstaða sem fyrir hendi er til allrar verklegrar kennslu og tilrauna; bæði húsakynni og tæki. Þeir Islendingar sem hér eru, sækjast því oft á tíðum eftir fögum sem byggja á tilraunum, eða fögum sem ná fræðilega lengra en í verkfræðikennslunni heima. Það framhaldsnám sem íslensk- um verkfræðingum er boðið upp á við Danmarks Tekniske Hojskole tekur tvö ár og fá þeir þá prófgráðu sem samsvarar „Master of Science" í enskumælandi lönd- um. Auk verkfræðinganna 23 munu um 10 Islendingar nú vera í námi við DTH í vetur. Kaupmannahöfn í nóv. 1980, Þ.Á. Frá Danmarks Tekniske Hejskole. Frá DTH. Gjaldmiðilsskipti 2. janúar Bankamir og útibú þeirra verða opnir eingöngu vegna gjaldmiðilsskipta föstu- daginn 2. janúar 1981 kl. 10-18. Komið og kynnist nýja gjaldmiðlinum með því að skipta handbærum seðlum og mynt í Nýkrónur. Viöskiptabankarnir snfiip

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.