Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 5
FRETTAGETRAUN MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1980 3 7 37 • I sól og sumaryl höfðu iðnaðarmenn ærinn starfa við: a) ViðRerðir í Bernhöftstorfunni b) BygKÍngu Heilsugæzlustöðvar á Eskifirði c) Viðgerðir á sundlaugunum i Laugardal d) Niðurrif á Hótel Loftleiðum 38. Ákveðið hefur verið að ráðast í byggingu stórhýsis opinberrar stofnunar: a) Ríkisútvarpsins b) Kleppsspítaíans c) Framleiðsluráðs iandbúnaðar- ins d) Landsbókasafnsins 39. Sovézkur sjómaður stakk af í Reykjavík. Hann heitir: a) Kosygin b) Kowalenko c) Kowalzyk d) Kowalowski 40. Þessi vígalegi kappi lék í kvik- mynd, sem tekin var upp á árinu. Myndin heitir: a) Lénharður fógeti b) Gunnlaugur Ormstunga c) Hrafn Gunnlaugsson d) Snorri Sturluson c) Bannaði ofbeldismyndir d) Krafðist þess að hald yrði lagt á útsendingarbúnaðinn 18. Yíirlýstur forsetaframbjóð- andi hætti við framboð á síðustu stundu: a) Ólafur Jóhannesson b) Rögnvaldur Pálsson c) Rögnvaldur Sigurjónsson d) Jónas Kristjánsson 19. Nýr togari bættist í flota Bæj- arútgerðar Reykjavíkur á liðnu sumri. Hann heitir: a) Hannibal Valdimarsson b) Jón Baldvin Hannibalsson c) Jón Baldvinsson d) Bryndís Schram 20. Söngvari frá Akureyri gerði garðinn frægan á ttalíu á árinu og söng meðal annars í Scala- óperunni. Hann heitir: a) Kristján Jóhannsson b) Jóhann Konráðsson c) Helgi Bergs d) Haukur Jóhannsson 21. Mikið var rætt um kvikmyndir á liðnu sumri og mikii gróska var í innlendum kvikmyndaiðnaði. Ein erlend sjónvarpskvikmynd var þó meira umrædd en aðrar og að lokum var ákveðið að sýna hana ekki í íslenzka sjónvarpinu. Myndin heitir: a) Veldi tilfinninganna b) Dauði prinsessu c) Eldrautt sólarlag d) Caliguia gengur aftur 22. Fréttnæmt uppboð fór fram í Reykjavík i júlíhyrjun: a) Konur voru boðnar upp á Bernhöftstorfunni b) Ríkissjóður bauð upp Víðishús- ið c) Bifreið samgönguráðherra lenti fyrir misskilning á upp- boði hjá borgarfógeta d) Sjónvarp Alþingis var boðið upp vegna ógreiddra afnota- gjalda 23. Grískt skip. sem sigldi á bryggjur Patreksfirðinga. vakti sérstaka athygli heimamanna: a) Enginn skipstjóri var um borð b) Skipið var ómálað og götótt c) Skipverjar urðu að róa síðasta spölinn á bryggjurnar vegna vélarbilunar d) Enginn Grikki var í áhöfninni 24. Fóðurba-tisskatturinn hafði ýmsar afleiðingar: a) Stefán Valgeirsson hætti við Rússlandsför b) Mörg býli lögðust í eyði c) Gunnar Guðbjartsson ávítaði Pálma Jónsson d) Pálmi Jónsson ávítaði Gunnar Guðbjartsson 25. Upplýst var óvenjulegt fíkni- efnasmygi á árinu: a) I stéli Boeing-þotu b) Ung stúlka faldi eitt kg af hassi í brjóstahöldurunum c) Ungur maður gleypti og smygl- aði verjum með hassolíu d) Þekktur diplomat tekinn með heróín 26. «Hér er um óvenju skemmtileg- an fornleifafund að ræða“. voru orð Kristjáns Eldjárns, fyrrver- andi forseta íslands. eftir að forngripir höfðu fundizt síðasta dag ágústmánaðar. Þarna var um digran silfursjóð að ra>ða. sem fannst að: a) Miðhúsum við Egilsstaði b) Framhúsum við Eiðar c) Miðhúsum í Reykhólasveit d) Bakhúsum við Eyrarbakka 27. Á Ileimilissýningunni í Laug- ardalshöllinni hauð Morgunblað- ið upp á sérstakt skemmtiatriði. þar sem var leikur líflegrar hljómsveitar. Nafn hennar var: a) Styrmir og strákarnir b) Ferdinand og félagar c) Högni og kattabandið d) Fjörugu frímúrararnir 28. Flugfreyjur Flugleiða fengu óvæntan liðsauka i „starfsald urslistamálinu“ í byrjun október: a) Flugmenn kröfðust þess að starfsaldurslistinn yrði brenndur b) Flugumferðarstjórar kröfðust þess að fá að vera með flug- freyjum á starfsaldurslista c) Eiginkonur flugmanna lýstu stuðningi við endurráðningar elztu flugfreyjanna d) Neytendasamtökin höfnuðu því fyrir hönd farþega, að farið yrði eftir starfsaldurslistanum við endurráðningar 29. Síldarafli nótabátsins Faxa komst i fréttir: a) Hann fékk síðustu síldarnar b) Hluti aflans var reyktur c) Aflinn dugði til að fylla fjóra aðra báta d) Fékk ekkert nema demantssíld 30. Alþýðusamhand íslands boðaði til dagsverkfalls: a) Á afmælisdegi sáttasemjara ríkisins b) Á afmælisdegi forseta ASÍ c) Á afmælisdegi framkvæmda- stjóra VSÍ d) Á afmælisdegi félagsmálaráð- herra 31. Kyrkislangan í Sa'dýrasafninu gat ekkert étið fyrst eftir kom- una þangað: a) Hún hló stöðugt að Hafnfirð- ingabröndurum og kom engu niður b) Hún nennti ekki að drepa rotturnar, sem settar voru inn í búrið til hennar c) Hún fastaði á meðan hún skipti um ham d) Henni fannst íslenzkur matur vondur 32. íslenzk b«'»k var keypt við ha>sta verði sem sögur fara af: a) Seðlabankinn keypti Jobsbók á 15 milljónir b) Jón Sólnes keypti Guðbrands- biblíu á 10 milljónir c) Höfundar Valdatafls í Valhöll keyptu dagbók Sverris Her- mannssonar á 9 milljónir d) Bandarískur auðmaður keypti Morkinskinnu á uppboði í London fyrir 23 milljónir 33. Verkfall bankamanna í des- ember hafði í för með sér: a) Mikið gengissig b) Seðlaþurrð í mörgum banka- stofnunum c) Peningakeðjubréf d) Svartamarkaðsbrask 34. Siglingar islenzkra skipa með síld til Danmerkur ollu miklum deilum hér á landi og ástæðan var: a) Smygl á litsjónvörpum og á skinku til landsins m>) Lágt verð fyrir síldina ytra c) Hráefnisskortur íslenzkra fyrirtækja d) Svindl í vigtun síldarinnar ytra Lausn á Innlendri fréttagetraun er birt á bls. 51

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.