Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1980 39 Einar Gunnlaugsson, Höfn, Hornafirði • Jarðskjálftarnir á Ítalíu og í Alsír koma fljótlega upp í hugann þegar atburðir ársins eru skoðað- ir. Vestraen ríki hafa látið til sín taka við að aðstoða hið sárþjáða fólk, sem varð fyrir barðinu á þessum náttúruhamförum. Hörm- ungar og hamfarir hafa einnig gengið yfir fleiri þjóðir, en gagn- vart þeim getum við, sem búum í vestrænum lýðræðisþjóðfélögum, lítið gert annað en lýst óbeit okkar á því, sem þar hefur gerst. Eru þær hörmungar því á sinn hátt alvarlegri en hinar fyrrnefndu. Með þessu á ég við innrásar- og drottnunargirni Sovétríkjanna gagnvart Afganistan — svo ekki sé nú talað um þær hörmungur sem fyrri innrásar Sovétmanna hafa valdið öðrum þjóðum á und- anförnum tveimur áratugum. Ef til vill er ekki langt í það, að Sovétmenn sýni enn einu sinni sitt rétta, en ógeðfellda andlit í Pól- landi. Elli og hrörnun virðist ráða ríkjum í Kreml eins og dæmin því miður sanna. Gjaldmiðilsbreytingin nú um áramót er tilraun stjórnvalda til lítils háttar andlitslyftingar bless- aðrar krónunnar og á að vera liður í baráttunni gegn hinni geigvæn- legu verðbólgu. Hún er nú helm- ingi meiri en stjórnvöld höfðu áætlað, en áætlunin hljóðaði upp á hægfara hjöðnun bólgunnar. Því má draga þá ályktun, að ef ekki verður breytt um aðferð úr hæg- fara hjöðnun yfir í hreina árás á bölvaldinn, má búast við því að andlitslyfting krónunnar verði farin að láta verulega á sjá eftir ár eða svo. Má reikna með, að litlu „nýkrónu-hlunka-búddurnar", sem nú fást í bönkum verði að stækka verulega fyrr en seinna. Nema þá eigi aö koma til nýr uppskurður á krónunni. Síldin fór illa með okkur Horn- firðinga fram eftir síðustu vertíð, en þó rættist úr þegar fór að líða að lokum hennar. Má nú segja, að hún hafi verið þokkaleg og bætti þar um afli nótabáta, sem er heldur óvenjulegt hjá okkur Horn- firðingum. Ástæðurnar fyrir því, að síldin kom ekki á okkar hefð- bundnu mið eru vafalaust margar, en síldin hefur sjálfsagt meiri „sjarma" við Austfirðina því þar var hún inni á gafli alla vertíðina. Eg vona að síldin vitkist á næsta ári og komi heim, því heima er bezt. Gleðilegt ár. Karl Sigurgeirsson, Hvammstanga • Af minnisverðum atburðum erlendum, tel ég að mest hafi snert okkur Islendinga átök þjóða við Miðjarðarhaf og í Austurlönd- um nær. Þessar þjóðir má segja, að styðji á slagæð fjölmargra þjóða þar sem þær ráða yfir olíuframleiðslu heimsins að stór- um hluta. Er það verðugt verkefni íslenzkra stjórnvalda að auka inn- lenda orkuframleiðslu svo íslend- ingar verði ekki eins háðir inn- fluttum orkugjöfum og raunin er. Aðrir erlendir atburðir, sem koma í hugann er náttúruhamfar- irnar á Ítalíu og þær hörmungar, sem fylgdu í kjölfarið. Innrás Rússa í Afganistan, átökin í Pól- landi, forsetakosningar í Banda- ríkjunum eru einnig minnisstæðir atburðir. Af innlendum atburðum er minnisstæð kosning forseta lýð- veldisins þar sem kona var í fyrsta sinn valin þjóðhöfðingi íslenzka lýðveldisins. Þá telst ríkisstjórn- armyndun Gunnars Thoroddsen meiri háttar atburður á pólitísk- um vettvangi. Allar tilraunir til stjórnarmyndunar höfðu reynzt árangurslausar, vandamálin hlóð- ust upp og alþjóð beið eftir að þingmenn öxluðu þær byrðar, sem þeir höfðu tekið að sér, þ.e. stjórnun landsins. Stjórnarmynd- unin varð svo með sögulegum hætti, sérstaklega fyrir okkur sjálfstæðismenn, braust þar upp á yfirborðið áralangur ágreiningur forystumanna í flokknum. Hér i sýslu eru engir stórvið- burðir. Minnisstæðust er hin geysilega mikla uppbygging, sem hefur átt sér stað á Hvammstanga á árinu. Nýtt fiskverkunarhús var tekið í notkun, Meleyri hf., verzl- unar- og iðnaðarhús VSP og Drífu hf., Sláturhús hjá KVH, allt byggt með undraverðum hraða og þá hefur fengizt leyfi stjórnvalda til að hefja byggingu heilsugæzlu- stöðvai' eftir margra ára baráttu. Ég tel, að við Vestur-Húnvetn- ingar þurfum ekki að kvíða kom- andi ári, atvinnuleysi hefur ekki herjað á okkur. Ég vil að lokum óska öllum landsmönnum gleði- legs nýs árs. Séra Sverrir Haraldsson, Borgarfirði eystri • Þegar Morgunblaðið mæltist til þess við mig, að ég minntist þeirra atburða — innlendra og erlendra — er ég teldi merkilegasta á árinu, sem senn er að líða, þá gerði ég mér það ljóst, að slík greining hlyti ávallt að verða ærið handa- hófskennd, þar sem fréttir berast okkur daglega um mikla atburði og þá er erfitt að dæma um hvaða viðburður sé merkilegri en annar. Við slíkar vangaveltur kemur mér óðar í hug innrás Rússa í Afganistan — enn eitt dæmi um óbilgirni og ofbeldi hins austræna stórveldis, sem ekki virðir rétt þeirra er minna mega sín, en treður sjálfstæði þeirra undir járnhæl sínum, þrátt fyrir fögur slagorð um frelsi, jafnrétti og frið. Einnig er byltingin — því að bylting er það — í Póllandi merkileg kaflaskipti í sögu Pól- verja. Alþýða landsins rís upp gegn kúgun og ófrelsi og krefst réttar síns. Og nú bíður heimurinn þess í ofvæni, hver viðbrögð hús- bændanna í Kreml verða. Ráðast þeir inn í landið til að berja niður réttlætiskröfur hinna aðþrengdu Pólverja og úthella blóði þeirra? Slíkar aðgerðir gætu stofnað heimsfriðnum í hættu. Framtíðin geymir svör við þessari spurningu, hver svo sem þau verða. Enn veit enginn hverjar verða afleiðingar hinna nýlegu afstöðnu forsetakosninga í Bandaríkjunum. En hætt er við að hinn nýkjörni forseti USA stuðli ekki að bættum friðarhorfum í heiminum, þar sem helsta stefnumál hans virðist vera aukinn vígbúnaður og efldur herstyrkur. Hér á landi hefur margt það gerst, sem í í frásögur er færandi á árinu 1980. Má þar nefna stjórnarmyndun dr. Gunnars Thoroddsens, eftir langa stjórnar- kreppu og uppgjöf margra flokks- leiðtoga við að mynda stjórn. Hér skal enginn dómur kveðinn upp yfir þessum aðgerðum dr. Gunn- ars. Framtíðin gerir það, en grun- ur minn er sá, að slíkt afrek muni auka hróður hans sem stjórnmála- manns þegar tímar líða. I sögu Islands gerðist sá ein- staki atburður í sumar, að kona var kjörin forseti lýðveldisins. Með þeim kosningum brutu ís- lendingar algerlega blað í sögu sinni. Með því að kjósa konu í hið veglega forsetaembætti höfum við kveðið niður þá fordóma, að konur séu ekki jafn hæfar til opinberra starfa og karlar. Þarna höfum við stigið stórt jafnréttisspor á undan mörgum öðrum þjóðum, enda vöktu úrslit forsetakjörsins hér, heimsathygli að vonum. Og að lokum gerðist það hér á landi ekki alls fyrir löngu, að ungur Frakki leitaði hér hælis og baðst landvistar. Hann hafði flúið föðurland sitt sökum þess, að hann vildi ekki gegna þar herþjón- ustu og þannig lýst sig andvígan hernaði og vopnaburði. Þótt ótrú- legt sé, þá virðist íslenski dóms- málaráðherrann hafa litið á þetta athæfi Frakkans sem meiriháttar afbrot, þar sem hann neitaði honum um landvist. Nú fæ ég ekki séð, að dvöl þessa unga manns geti á nokkurn hátt ógnað menningu íslands eða efnahagslífi þess. Hér var aðeins leitað eftir mannúð og skilningi hins íslenska _ valds- manns. Nú fara jólin í hönd og ég held að þá verði manni oftar hugsað til Jesú frá Nazaret en ella. Væri þá nokkuð úr vegi, að velta því fyrir ser, hvað hann myndi hafa sagt ef til hans hefði komið ungur maður og mælt eitthvað á þessa leið: „Meistari, ég vil ekki bera vopn eða beita þeim gegn náunga mín- um“. Varla hefði hann sakfellt unga manninn og rakið hann frá sér. Þess vegna held ég, að það væri meira í anda Jesú Krists að sýna bágstöddum náunga mannúð og skilning, en að leggja allt kapp á að fá honum refsað fyrir eitt- hvað, sem vafasamt er að kalla sakir. Sveinn Guðmundsson, Miðhúsum, A-Barð. • Þegar ég set kertaljós ársins 1980 í mælistikuna þá koma fram ýmsar myndir. Fjölmiðlaupp- drættina þekkið þið og þar er ekki viðbætandi af minni hálfu. Ég hef engan boðskap að flytja ykkur, sem þið hafið ekki heyrt áður frá margfalt snjallari mönnum. í staðinn ætla ég að segja ykkur frá náunga sem heldur á þessum fréttaritarapenna og þar sem þeir reynna saman í eitt mun ég tala um hann 11. persónu. Áhugamálin eru mörg og mis- jöfn og árið sem er að líða hefur verið mér velviljað. í eðli mínu ann ég bæði sveit og þéttbýli og kann að meta kosti hvoru tveggja. Ég veit að þetta hneykslar ein- hvern, en það verður að hafa það. Mér þykir vænt um umhverfið, fuglana, blómin, steinana og dýrin en er þó lítið gefinn fyrir mýs. Mér finnst ennþá, ég vera ungur, en það er nú bara karlagrobb. Stundum er ég forvitin og þegar ég heyrði svo ótal marga tala um það hve örninn væri vondur fugl þá langaði mig að kynnast kon- ungi fuglanna betur. Sagt er að hæg séu heimatökin því að hann ríkir yfir æðavarpinu á þessum bæ. Arnarhjónin hafa komið upp 14 prinsum og prinsessum og þar af tveimur í ár. Æðarfuglinum hefur fjölgað í þessu konungsríki, en það vill oft verða, að hagnað- arvonin ráði oft of miklu í sam- skiptum' okkar við náttúruna. Ég hef gaman af búskap en er þó lélegur bóndi. Mér líður vel innan um börn og unglinga, ef þau eru ekki of óþæg við mig. Ég hef allríka trúarþörf og fer oft í kirkju. Blómin í haganum eru vinir mínir og þegar fegurð sumarsins er hvað mest langar mig að geta eytt öllum tíma mínum úti í náttúrunni. Einvera er líka allstór þáttur í eðli mínu. Ef ég væri skáld, þá myndi ég yrkja ljóð um fegurð sumarsins. Ég hef ánægju af að tala við fólk af öllum stéttum og með margbreytileg lífsviðhorf og finn oft til smæðar minnar gagnvart velmenntuðum mönnum úr skóla lífsins. Ég á fáa vini, en þeir eru mér mikils virði og nú er best að hætta því að þetta átti ekki að vera allsherjar mannlýsing heldur persónuleg kveðja til ykkar allra. Þeir sem þekkja þennan sérvitr- ing verða að láta sér þetta nægja, en þið sem þekkið hann ekki getið málað myndir ykkar að eigin vild og það er kosturinn við að búa í frjálsu landi. Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Sveinn Guðmundsson. Miðhúsum, 13. des. 1980. Emil Magnússon, Grundarfirði • Þegar ég léði máls á því við blaðamann Morgunblaðsins, að láta eitthvað á blað, sem mér væri efst í huga í lok þessa árs, þá varð mér fljótt ljóst, að sá var vandinn mestur að velja og hafna, því að úr svo miklu væri að moða. Leiti hugurinn ut fyrir land- steinana verða fljótt ofarlega í huga manns ýmsir alvarlegir at- burðir, svo sem í íran, afdrif keisara þess lands og handtaka hinna bandarísku sendiráðs- manna. Þessi atburðir allir settu mjög svip á allan fréttaflutning fjölmiðla á fyrri hluta þessa árs. Nær manni í tímanum er hin ógnvekjandi innrás Ráðstjórnar- ríkjanna í Afganistan og svo síðar allt það, sem gerst hefur og er að gerast í Póllandi. Sú er trú mín, að þeir atburðir svo og það sem enn á eftir að gerast í því landi, eigi eftir að hafa afdrifarík áhrif í náinni framtíð. Og ennþá næst manni er hið óhugnanlega morð á hljómlist- armanninum John Lennon. Ekki verður sagt, að þeir at- burðir, sem hér hafa verið upp taldir séu af hinu góða og gera mann satt að segja ekki mjög bjartsýnan á mannleg samskipti úti í hinum stóra heimi. „Friður á jörðu, er allt, sem ég vil“, eitthvað á þessa leið söng John heitinn Lennon og galt fyrir með lífi sínu. Er hann einmitt ekki hér, að ítreka á einfaldan og eftirminni- legan hátt, þúsund ára gamla bæn mannkynsins og velur til þess óvenjulega einfalda og elskulega leið. Velti maður fyrir sér hinum innlenda vettvangi hafa einnig þar gerst eftirminnilegir atburðir. Flestum mun lengi í minni for- setakosningar, sem lyktaði með þeim sögulega hætti, að æðsti höfðingi landsins er nú kona, vel menntuð og vænleg til góðra afreka. — Þá verður vafalítið mörgum minnisstæðir mánuðirnir fyrst eftir áramótin, þegar alþing- ismenn virtust ætla að víkjast undan þeirri skyldu sinni, að skapa þjóðinni þingræðisstjórn. Hver um annan þveran gengu forystumenn flokkanna á fund forseta og tilkynntu um árang- ursleysi sitt í umræðum um stjórnarmyndun. Loks gerist það, að elsti og reyndasti maðurinn í hópi þingmanna, dr. Gunnar Thoroddsen, tilkynnir forseta myndun nýs ráðuneytis og þótti þá mörgum, sem hann hefði rétt nokkuð við sæmd Alþingis. Þessi stjórnarmyndun olli miklu fjaðrafoki þegar í upphafi og sýndist sitt hverjum. Vera má, að undirritaður eða aðrir sýslungar hans verði trauðla taldir mark- tækir um afstöðu til þessarar stjórnarmyndunar, þar eð einn ráðherra hennar er virtur þing- maður kjördæmisins og forsætis- ráðherra um mörg ár þingmaður Snæfellinga við vaxandi vinsældir fyrr á árum. Ekki er því að neita, að allt orkar tvímælis þá gert er. Þetta á ekki síst við um stjórnmál og þær ákvarðanir, sem stjórn- málamenn verða að taka. En efst í mínum huga í þessu samhengi, er sú sannfæring mín, að sá tími sé ekki langt undan, að sjálfstæðis- stefnunni vaxi svo ásmegin, að í annan tíma hafi ekki fleiri sam- einast undir merkjum hennar. Líti ég svo í lokin enn nær mér, það er til þess byggðarlags, sem ég lifi og hrærist í, er þar og af ýmsu að taka. Bæði samfélagið og hinir einstöku íbúar eru alltaf að byggja og bæta aðstöðu sína og búa í haginn fyrir framtíðina. — Mér finnst stundum, að samborgarar mínir hafi á því mikla trú, að Guð hjálpi þeim, ef þeir hjálpa sér sjálfir — og svo sannarlega sýnist mér, að þeim verði að trú sinni. Undir lok ársins var því svo laumað í eyra mér, að áður en liðinn væri fyrri helmingur næsta árs, væru á því sterkar líkur að ég yrði langafi. Þetta fundust mér harla góðar fréttir og fátt gleður mig meira, en viðhaldist nokkur einkenni ættarinnar. Björn Erlendsson, Skálholti • Þegar festa skal á blað í stuttu máli þá atburði ársins, sem er að líða og upp úr standa í minning- unni, gætu þeir allt eins verið þess eðlis að vera tengdir einkalífi og ^þvi ekkert erindi eiga fyrir al- menningssjónir. Það var nú ekki svo með mig, en lífið gekk sinn vanagang þetta ár og yfir því er ekki að kvarta. Sjá niðurlag á bls. 42

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.