Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 27
59 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1980 skí öaferöir I Við bjóðum ódýrar og öruggar ferðir til ijfc allra helstu skíðastaða í Evrópu. Einstök skídaferd til Stumm Zillertal í Austurríki Brottför 15. janúar — Heimkoma 31. janúar — 14 nætur í Stumm 2 nætur í London — Verð aðeins gkr. 498.800 Samvinnuferðir-Landsýn fagnar nýju ferðaári með einstaklega ódýrri skíðaferð til Stumm Zillertal í Austurriki (örstutt frá Kitzbuhel). Innifalið: flug til Munchen, akstur til og frá Stumm, gisting með 'h fæði í Stumm og morgunverður í London, skíðapassi í 12 daga í Stumm. Sendum farþegum okkar og landsmönnum öllum bestu óskir um farsælt komandi ár Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SIMAR 27077 & 28899 J ass-söng’varinn Nafn á frummáli: The Jazz Singer. Sýningarstaður: Regnboginn A-salur. Leikstjóri: Richard Fleischer. Tónlist: Neil Diamond. Handrit: Herbert Baker. Byggt á leikriti eftir Samson Raphaelson. Eftir jólasteikina er tilvalið að skreppa í bíó og horfa á létta og skemmtilega mynd. Ekki veitir af eftir þá alvöruþrungnu stemmningu sem hér virðist ríkja á fæðingarhátíð frelsar- ans. Fyrir valinu varð hjá undir- rituðum í þetta skipti splunkuný mynd (frumsýnd næstum á sama tíma í Regnboganum og New York) er heitir á ástkæra ylhýra málinu: Jass-söngvar- inn. Yfir þessari mynd er léttur og ljúfur blær samt er efnið sjálft háalvarlegt enda löngu klassískt: Baráttan milli hins nÝja °g þess gamla. Milli þess sem er rótgróið og byggir á aldagamalli hefð og hins sem styðst við andartakið, æskuna í lífi mannsins og lífi þjóðanna. í Jass-söngvaranum er hinn gyðinglegi heimur tákn hins gamla en Hollywood heimurinn fulltrúi hins nýja. Hugmyndin að leiða saman akkúrat þessar tvær andstæðu veraldir er í sjálfu sér athyglisverð. Óvíða eru fornar hefðir haldnar jafn dyggilega í heiðri og í gyðinga- samfélögunum. Virðist manni þar allt svo til óbreytt hvað varðar gildismat og siðvenjur frá því Moses var og hét. Sannarlega er menning þessa kynstofns ekki byggð á sandi, þar býr eitthvað mikið á bakvið: Máski vonin um Messias sem við kristnir höfum þegar hlotið. Kemur mér hér í hug orð eins kennara míns er hann sagði að þjónninn myndi ætíð pöntunina þar til búið væri að borga. Hollywood heimurinn er hins vegar það gerólíkur að fáu er til að jafna. Þar um slóðir ríkir svo undarlegt andrúmsioft að menn verða eiginlega að fara á staðinn til að upplifa ósköpin. Robert Altman er sennilega eini kvik- myndasmiðurinn sem getur komið því til skila. í þessu andrúmslofti gildir aðeins ein regla: að njóta og nýta andar- takið hvað sem það hefur upp á að bjóða. Þar er ekki beðið eftir Messíasi. Þú ert sjálfur frelsari þinn, því þú ert í himnaríki. Mér sýndist myndin Jass- söngvarinn vera á leið inn í Skemmtilegar Faðir og sonur (Sir Laurence Olivier og Neil Diamond) ræðast við. Bragðið hefði kannski tekist ef atriðinu væri sleppt þar sem hinn ungi söngvari (Neil Dia- mond) sem freistar gæfunnar í Hollywood þvert ofan í óskir íhaldssams föður (Laurence Olivier) — fer á flakk eftir alvarlega rimmu við kallinn. Neil Diamond skortir tækni til að tjá þá tilfinningalegu ólgu sem fylgir útskúfun úr föður-) garði. Ekki er nóg að láta sér! vaxa skegg. Skeggvöxtur fylgir oft drykkjutúrum en fleira „flýtur" með. Hefði þessi þáttur myndarinnar heppnast betur er ég viss um sigur hennar því leikur Diamonds er næsta sann- færandi. Röddin hljómfögur og mikið öryggi í hverri hreyfingu. Diamond er jú súper-stjarna sem lifir við dálítið ólík kjör og hinn óþekkti byrjandi sem mót- aður var í handritinu. Sir Laur- ence leikur föðurinn með sömu yfirburðatækninni og fyrr þó heim hinnar fullkomnu listar þar til leikstjórinn tókst á við „himnaríki" vesturstrandarinn- ar. Meðan hann hélt sig við veröld gyðinganna í New York gekk dæmið upp en um leið og Kvikmyndlr eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON hvítur sandur Californiu blasti við myndauganu var eins og upplausn gripi um sig á tjald- inu. Ef til vill er þetta lúmskt bragð hjá leikstjóranum að sýna þennan heim upplausnar sem andstæðu við hinn njörvaða hefðbundna heim gyðingsins. finnst mér eitthvað skorta. Ein- hver örsmár vottur ósjálfráðra viðbragða líkt og endurnýjunar- hæfileikinn sé að þrotum kom- inn. Með Sir Laurence lýkur sennilega einum merkasta leik- ferli síðari tíma, vonandi njót- um við krafta hans um langa framtíð. Zucie Arnaz er þarna í hlutverki dæmigerðrar Holly- wood píu. Hún brosir ósköp sætt. Um tónlist þessarar myndar vil ég ekki dæma en margar ljúfar melodíur hljóma. Jass finnst þar þó hvergi. Hins vegar rís hátt af grunni minningar- innar voldugur söngur gyð- inganna á Sabbat hátíðinni þar sem fimmti ættliður Rabino- vitchanna kyrjar samkvæmt órofinni hefð forsönginn — ný- orðinn Hollywood stjarna — en faðirinn situr í fárra skrefa fjarlægð og hlustar með salt- vatnsdropa í auga. fræðslubækur Landabækur Bjöllunnar: Spánn land og þjóð Böfundur: Carmen Irizarry Þýðandi: Sonja Diego Bjallan hf. Reykjavík 1979 Frakkland land og þjóð Höfundur: Danielle Lifshitz Þýðandi: Friðrik Páll Jónsson Bjallan hf. Reykjavík 1980. Ég get hér um tvær landabækur Bjöllunnar. Þegar fyrsta bókin í þessum flokki kom út bar hún með sér bæði að efni og vandaðri útgáfu að fengur væri í síkum bókum fyrir heimili og skóla. Og sú hefur líka orðið reyndin á. Samt hygg ég að enn séu þessar bækur ekki eins mikið notaðar og efni standa til, svo vel sem þær hafa reynst. Kannski þekkja margir íslend- ingar Spán fremur öðrum löndum. Þekkja á þann hátt sem ferðamað- ur kemst í kynni við þjóð og það land er hann gistir. En þessi myndríka bók um Spán gefur víðtækari og ábyrgari upplýs- ingar, en ferðamaður getur á skömmum tíma og afmörkuðum stað veitt sér. Og þess er vert að minnast að auglýsingapésar gefa alltaf mynd- ir af ókunnum löndum og þjóðum í samræmi við hlutverk sitt. Því hljóta bækur eins og landa- bækur Bjöllunnar að verða ferða- mönnum sem öðrum mikils virði í fræðslu um framandi lönd og þjóðir, sem þær ná til. Þær eru fyrst og fremst fræðslubækur, aðgengilegar, stuttar settar fram á auðveldan hátt fyrir lesendur og afar ríkar af myndum. Með meiru líklegar til að vekja áhuga fyrir stærri og yfirgripsmeiri bókum um viðkom- andi lönd og bióðir. Frakkland er fjórða bókin í bókaflokki þessum. Hún er að efni til sett upp á sama hátt og hinar fyrri. Þrjátíu efnisatriði bera yfir- skrift í bókinni. Og þrír þjóðhöfð- ingjar liðinna tíma fá þar sérstakt rúm: Sólkóngurinn Loðvík 14. Napoleon og de Gaulle. Mjög greinilega er lýst þeim breytingum sem orðið hafa á fræðslukerfi Frakka, en tekið fram að skólakerfið sé gamaldags. Franska þjóðin fer ekki var- hluta af því að miklar breytingar hafa orðið á fjölskyldulífi og samheldni byrjuð að rofna þar á síðustu árum. Bðkmenntir eftir JENNU JENSDÓTTUR Þeir tímar eru liðnir að fransk- an, sem er móðurmál 70 milljón manna, sé alþjóðamál sendiráða víða um heim. Áhrif Frakka í stjórnmálum og efnahagsmálum Evrópu eru nú minni en áður. Hinn gamli menn- ingarorðstír Frakka er enn mikill. Franskur iðnaður hefur dafnað mikið, þótt hægt væri farið af stað í fyrstu. París er miðstöð stjórnsýslu og stjórnmála í Frakklandi. Þar býr einnig sjötti hver Frakki. Miðstöð tískunar, lista og menntastofnana er líka í höfuðborginni. Fleiri punkta mætti grípa til að kynna bókina, af nógu er að taka. En að lokum. Þessar bækur eru glæsilega útgefnar eins og hinar fyrri og þýðendur hafa unnið sín verk vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.