Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1980 • Hrefnuveiðar voru stundaðar frá nokkrum stöðum á landinu síðastliðið sumar. Á þessari mynd sést einn hrefnubáturinn við bryggju, nýkominn að með þrjár hrefnur. Myndin er tekin í/á: a) Hveragerði b) ólafsfirði c) Egilsstöðum d) Brjánslæk á Barðaströnd íslenzk stúlka sló í gegn í fegurðarsamkeppni ungra stúlkna á Filippseyjum sl. sumar, hún heitir: a) Inger Sveinsson b) Henný Hermanns c) Unnur Steinson d) Elísabet Traustadóttir 1. Varðskipsmenn hlupu víða undir bagga með flutninga í byrjun ársins. í fréttum var getið um, að varðskipsmenn hefðu: a) Flutt ísbirni Sædýrasafnsins í orlof norður i höf b) Flutt hrút til þurfandi áa í Geirþjófsfirði c) Flutt Grímseyingum nýja árið d) Flutt dómsmálaráðherra í ferð hans um kjördæmi sitt 2. íslenzka krónan varð heims- fræg í ársbyrjun: a) Astralskir siglingakappar lof- uðu flothæfni álkrónunnar b) Upp komst um falska krónu- framleiðslu starfsmanna í ítölsku álveri c) Júgóslavi var handtekinn á Spáni fyrir að greiða þarlend- um vændiskonum með íslenzk- um krónum d) Álsteypa í Frakklandi keypti óhemju magn af krónupening- um vegna þess að þeir væru ódýrasta hráefnið, sem völ væri á í heiminum 3. Svavar Gestsson fékk umboð forseta íslands til stjórnarmynd- unar um miðjan janúar: a) Enginn annar þingmanna Al- þýðubandalagsins vildi það b) Sigraði Ragnar Arnalds í spurningakeppni á þingflokks- fundi c) Meirihluti þingflokksins vildi að hann fengi umboðið d) Vann umboðið á hlutkesti 4. tslenzka lopapeysan komst í sviðsljósið á árinu: a) 40.000 peysur, sem seldar voru til Finnlands, voru með einni ermi b) Carter Bandaríkjaforseti keypti íslenzka lopapeysu, þeg- ar kólna fór í þíðunni milli hans og Breshnevs c) Andófsmenn í Moskvu gerðu hana að eins konar einkennis- fatnaði d) Sovétmenn keyptu stóra send- ingu fyrir innrásina í Afganist- an Fjármálaráðherra breytti reglugerð þannig að öllum var heimilt að kaupa bjór í Fríhöfn- inni. Einn aðili átti hér stærstan hlut að máli: a) Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli b) Carlsberg-verksmiðjurnar c) Jón Kjartansson forstjóri ÁTVR d) Davíð Scheving Thorsteinsson 6. Sauðkræklingar komust í fréttirnar í febrúar þegar þeir: a) Pöntuðu heilu sýningarnar á kvikmyndinni Landi og sonum b) Voru með mikil ólæti í mið- bænum c) Ráku bæjarstjórann d) Vildu taka við Gervasoni 7. Miklar deilur urðu um það hvort SVR ætti að kaupa strætis- vagna af ákveðinni gerð: a) Volvo b) Ikarus c) Mercedes Benz d) Trabant 8. íslenzkur lagmetisiðnaður beið álitshnekki, þegar í Ijós kom, að í sendingu til Bandaríkjanna var: a) Síld í humardósunum b) Ivoðna í síldardósunum c) Mestmegnis vatn í hörpudisks- dósunum d) Ekkert í öllum dósunum 9. Mikið þing var haldið fyrri hluta ársins og þótti við hæfi, að það færi fram í Þjóðleikhúsinu. Hér var um að ræða: a) Alþingi íslendinga b) Fiskiþing c) Þing Norðurlandaráðs d) Ársfund Alþjóðasambands leikara 10. „Fjörefni fryst í Eyjum“ segir í fyrirsögn í Morgunblaðinu í marzmánuði. Eyjaskeggjar unnu við: a) Frystingu á fýlseggjum b) Framleiðslu á vítamínum c) Æfingar á nýju leikriti d) Frystingu á loðnuhrognum 11. Meðal „nýjustu frétta“ ársins var ein um að gosið mikla í Eldgjá hafi orðið árið 935. Þessa niðurstöðu sina fundu menn eftir að hafa skoðað: a) Asbestryk í grennd við hita- veitulagnir b) Kjarna úr Grænlandsjökli c) Mýrarrauða í Eldgjá d) Samtímaheimildir, sem fund- ust í Ingólfshöfða 12. Fréttamaður Kitzau-fréttastof- unnar dönsku hér á landi var mjög í sviðsljósinu eftir að hann sendi fréttir héðan um: a) Vændi tizkusýningarstúlkna b) Hundaæði í minkum í húum á Svalbarðsströnd c) Heimsmet í brennivíns- drykkju d) Fallegustu stúlkur i heimi 13. Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra, fann í april upp nýyrði yíir gengisfellingu: a) Gengisaðlögun b) Gengisvirkni c) Gengissig í einu stökki d) Sígandi gengislukka 14. Ileimsfrægur listamaður skemmti íslendingum i siðari hluta apríl: a) Jessie Owens b) Ivan Rebroff c) Frank Sinatra d) Helmut Schmidt 15. Íslenzkt ál verður notað í auknum mæli hérlendis á næst- unni: a) Ákveðið hefur verið að setja upp álsteypu í Straumsvík b) Það mun flytja orku frá Hrauneyjafossvirkjun c) Á1 verður sett á þakið á nýja húsinu hans Hjörleifs Gutt- ormssonar d) Gerð listaverka úr áli mun stóraukast 16. Pétur Pétursson endaði keppn- istimabilið með tilþrifum í Hol- landi: a) Skoraði tvö mörk í úrslitaleik hollenzku bikarkeppninnar b) Skoraði mark með skalla frá miðju í síðasta leiknum c) Þrumaði boltanum í dómarann svo hann rotaðist d) Lék á 10 menn og skoraði stöngin inn 17. Rikissaksóknari hafði á árinu afskipti af innanhússsjónvarps- sendingu í fjölbýlishúsum: a) Vildi auka úrval klámmynda b) Fannst of lítið sýnt af menn- ingarefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.