Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1980 61 fr VELVAK ANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Á gamlárskvöld 1980 Kristinn Magnússon skrifar: „Við þessi áramót þakka ég þér af heilum huga, Velvakandi góður, fyrir svo margvíslegt umræðuefni, sem ber á fjörur þínar í fróðlegasta og fjölbreyti- legasta biaði landsins. Kristinn Magnússon Það er mála sannast, að Morgunblaðið, sem er lang- stærsta blað landsins eins og allir vita, kemur undantekn- ingalaust öllu lesmáli blaðsins vel ti) skila, en þar að auki Velvakandi leyfði sér að slá á þráðinn til Ragnars Júlíus- sonar skólastjóra, vegna áskorunar hans til mæðra í Safamýri, sem látið höfðu orð falla hér í dálkunum um vímu- gjafa, um að hafa samband við fyrir 50 árum UM hátiðarnar fyrir 50 árum hirti Mbl. samtal við Vigfús Sigurðsson Grænlandsfara, sem komið hafði ásamt Jóni Jónssyni frá Laug skömmu fyrir jól úr þriðja Græn- landsleiðangri sínum. sem prófessor Wegener stjórnaði. Ilöfðu þeir Vigfús og Jón farið héðan frá Reykjavík 8. apríl með Grænlandsfari til Holstcinsborgar. Þeir höfðu lagt af stað heim um Kaup- mannahöfn 12. nóvember, komu þangað 10. desember. Þriðji Islendingurinn í þess- um leiðangri Guðmundur Gíslason stud. med. varð eftir ásamt Wegcner, sem a>tlaði að hafa vetursetu á Græn- landsjökli. íslendingarnir i ieiðangrinum höfðu með höndum að flytja 120 tonna útbúnað leiðangursins frá botni Umanakfjarðar og upp á jökulinn upp í 400 feta hæð, en þar var komið upp bæki- stöð. Voru 25 isienskir hestar, sem hér voru keyptir notaðir til þessara flutninga. Vélsleð- ar sem miklar vonir voru bundnar við dugðu litt þegar á hólminn kom. í þessari bækistöð hafði Wegenerleið- angurinn vetursetu, og voru þar 9 menn og Guðmundur meðal þeirra ... sparar það heldur ekki hvers konar myndefni, sem heyrir lesmálinu til, auk þess sem það ósjaldan birtir litprentaðar myndir af listaverkum, innlend- um og erlendum, sem annars mundu sjaldan eða aldrei ná til augna lesandans öðru vísi. Les- bókina tel ég alveg tvímælalaust í sérflokki, því hún hefur alltaf verið burðarás hvað snertir víð- feðmt og listrænt efni sem hún býður upp á, og ber að þakka þeim sem henni ritstýra. Ef það fellur í kramið Ég læt svo þessa vísu fljóta hér með í lokin, sem ef vill má syngja með sama lagi og um hann Grím: Nú er úti veður vott — ef það fellur í kramið, þegar árið er að brenna út og ástin og efnahagsvandinn eru hvað við- kvæmust fyrir því að ganga í hjónaband. Óska ég svo Velvak- anda og öllum landsmönnum gleðilegs nýs árs. Vísan er svona: Á gamlárskvöld 1980 „Árið grátt sem ellin þreytt, enda klárt í staðinn: Nítján áttatíu og eitt; öldin brátt fullhlaðin." sig. Ragnar sagði að áskorunin hefði borið árangur og hefði þegar verið haft samband við hann. — En þetta er viðkvæmt einkamál sem sæmir að leysa í kyrrþey, með það eitt í huga að ná árangri. Þannig mun ég vinna að þessu máli, sagði Ragnar. Þessir hringdu . . . Stórhneyksli Þóra Stefánsdóttir hringdi og sagðist mótmæla harðlega flutn- Bubbi Morthens Ekki birtist Bubbi enn þá á skjánum 4913-1038 skrifar: „Var það ekki svolítið misráðið hjá sjónvarpinu að bjóða fólki upp á gamla útbrunna skailapoppara í afmælisdagskránni sl. laugardag? Hefði ekki verið nær að halda upp á daginn með ungu vinsælu poppstjörnunum? Vinsælasta stjarna poppsins í dag, Bubbi Morthens, hefur t.d. ekki ennþá sést á skjánum. Það hlýtur að teljast vera sjónvarpinu til skammar. Gömlu skallapoppar- arnir sem eyðilögðu kvöldið fyrir sjónvarpsglápurum á laugardag- inn hafa hins vegar verið fasta- gestir á skjánum í áraraðir (vegna persónulegs vinskapar við vissa starfskrafta sjónvarpsins). Þetta er ennþá asnalegra vegna þess að síðasti íslenski poppþáttur sjónvarpsins var með Hauki Mort- hens. Haukur er á svipaðri mús- íklínu og gömlu skallapoppararnir áðurnefndu. Munurinn er bara sá, að Haukur gerir þessari músíkteg- und miklu betri skil, þannig að maður hefði getað haldið að þessi músíktegund væri afgreidd í bili og röðin komin að nýbylgjunni." ingi á jólaefni eins og sjónvarpað hefði verið í gærkveldi (mánu- dagskvöld). — Þetta var eitthvert bull um Jesú Krist og skrumskæl- ingin á efni og framsetningu svo algjör, að þetta getur ekki kallast neinu öðru nafni en stórhneyksli. Ég er ekki ofsatrúarmanneskja, bara venjulegur þjóðkirkjuþegn, en ég hef alltaf borið virðingu fyrir kristinni trú og kristnum viðhorfum, einnig fyrir öðrum trúarbrögðum. Ef það er nokkuð sem getur hreinlega afkristnað þjóðina, þá er það hringavitleysa eins og þarna var á ferð, þar sem frelsarinn og allir viðkomandi sögu hans eru gerðir að skrípum og loddurum. Ég mótmæli svona vinnubrögðum. jr Askorunin bar árangur Tilkynning frá Fiskveiöasjóöi íslands Umsóknum um skuldbreytingalán samkvæmt reglu- gerö nr. 617/1980 skal skila á sérstökum eyöublöö- um fyrir 25. janúar 1981. Eyðublöö fást hjá Fiskveiöasjóöi og ýmsum bönkum og sparisjóöum. Fiskveiðasjóður ísiands. Körfuknattleiksdeild Vals heldur heljarmikla eld flaugasölu í nýju Valsskemmunni viö Laugardalshöll- ina í dag kl. 10—16. Fjölskyldupakkar á góöu veröi, blys, stjörnuljós, eldflaugar o.fl. Valsmenn léttir í lund Verslum við Val á góöri stund. Komiö í nýju Valsskemmuna í dag og styrkið okkur. Körfuknattleiksdeild Vals

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.