Morgunblaðið - 31.12.1980, Síða 10

Morgunblaðið - 31.12.1980, Síða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1980 Rafeindamynt Ekki veit ég, lesari minn góður, hvort þú heíir gert þér grein fyrir þvi, að um þessar mundir eru að verða kaflaskipti i sjálfri mannkynssögunni, ör- tölvubyltingin. Ég á von á þvi, að áhrifin verði jafn mikil, eða meiri, en í iðnbyltingunni forðum. En hvað verður þá um myntina og seðlana? Um það er að sjálf- sögðu erfitt að spá, en mér sýnist, að ekki hafi verið seinna vænna, að Seðlabankinn skipti um mynt nú um áramótin. Ef myntbreytingunni hefði verið frestað, eins og margir hafa lagt til. hefði hugsanlega komið upp sú staða, eftir nokkurra ára þóf, að engin þörf væri á mynt lengur! Þetta eru ekki hugarórar mínir, heldur blá- köld staðreynd. Árlega er haldin í París sýn- ing á hinu nýjasta í skrifstofu- tækni. Heiti þessarar sýningar er SICOB. Á sýningunni, sem haldin var í september síðast- liðnum, sýndu þrír aðilar nýja gerð greiðsluspjalda. Með þess- um spjöldum er ætlunin að minnka hina gífurlegu notkun á tékkum og seðlum. Greiðslu- spjöldin eru álíka stór og kredit- kortin, sem margir kannast við, eru úr plasti en í plastið hafa verið bræddir örsmáir rafeinda- minnisreitir, en í þá má skrá, með sérstökum útþúnaði, upp- hæðir. Ekki nóg með það. Spjaldið geymir líka upplýsingar um allar greiðslur inn og út og getur rakið þær langt aftur í tímann. Tækniundur þetta er svo vel á veg komið, að gera á tilraun með notkun þess og hefir borgin Lyon í Frakklandi verið valin. Á seinni hluta ársins 1981 verða því teknar í notkun þar í borg- inni 300 útstöðvar sem eigendur 150.000 greiðsluspjalda hafa að- gang að. Utstöðvarnar verða í bönkum, verzlunarmiðstöðvum, eftir RAGNAR BORG kjörbúðum og í ýmsum þjón- ustufyrirtækjum. Verða útstöðv- arnar ýmist sjálfstæðar eða tengdar beint við tölvur í bönk- um. Komi handhafi greiðslu- spjalds í kjörbúð og verzli þar, setur hann spjald sitt í sérstaka rauf við kassann. Slær hann síðan inn leynitölu spjaldsins, sem hann einn veit. Síðan tæm- ist sjálfkrafa af spjaldinu út- tektin sem lögð var saman á búðarkassann. Ennfremur skrá minnisreitir spjaldsins hvar, hvenær og hve mikið hefir verið tekið þarna út af spjaldinu. Útstöðin aftur á móti, ef hún er beintengd við bankatölvu, getur flutt greiðsluna af spjaldinu yfir á bankareikning kjörbúðarinnar. Þetta á sér allt stað á þúsund- ustu pörtum ,úr sekúndu og án þess að nokkur bankamaður komi nærri. Um þessi áramót höldum við inn á níunda áratuginn. Ég er viss um að á þessum áratug kemur viðbót við greiðsluspjald- ið eins og því hefur verið lýst hér að framan. Inn í greiðsluspjaldið verður nefnilega ásamt minnis- reitunum komið fyrir lítilli tölvu með rafhlöðu. Þá geta greiðslur milli manna farið þannig fram, að tvö greiðsluspjöld snertist, inn séu slegnar leynitölur og upphæðir og greiðsla hafi farið fram. Engir tékkar, engir seðlar, engin mynt. Stóröruggt kerfi fyrir þjófnaði og misferli. Hvað þá með okkur myntsafn- ara? Ja, við höfum úr nægu að moða i mynt og seðlum undan- farinna 2600 ára! Ilin nýju greiðsluspjöld, sem reynd verða í borginni Lyon á næsta hausti. Hvers er helzt að minnast frá árinu Eins og við undanfarin áramót sneri Morgunblaðið sér til nokkurra fréttaritara sinna úti um land og bað þá að rifja upp minnisstæðustu atburði ársins. Fara svör þeirra hér á eftir, en þeir voru beðnir að taka jafnt með í þetta uppgjör atburði úr heimabyggð sem af öðrum innlendum og erlendum vettvangi. Þrátt fyrir margvíslegar hörm- ungar, hungur, styrjaldir og smá- skærur úti í hinum stóra heimi eru mér efst í huga þær hrær- ingar, sem nú eiga sér stað austur í Póllandi. Þar reynir kúguð þjóð að sækja fram til frelsis í orði og athöfnum, en ég óttast samt, að sú „dirfska" að sækjast eftir meiri mannréttindum gæti orðið pólsku þjóðinni dýrkeypt. Meðal annarra prða, skyldi einhver frjálsborinn íslendingur hafa samúð með kúg- urunum og þeirra þjóðskipulagi? Þó fádæma árgæzka hafi verið til lands og sjávar er kjör Vigdísar Finnbogadóttur til forseta íslands án efa merkasti viðburðurinn á innlendum vettvangi enda hefur hann vakið alheimsathygli. Með forsetakjörinu var svipt burtu þeim viðjum vanans, að karlar skipi fiestar áhrifastöðqr þjóðfé- lagsins. Mér finnst að varla verði lengur framhjá því horft, að konum verði sköpuð aðstaða til aukinna áhrifa í þjóðmálum og stjórnsýslu. Heklugosið var stóratburður, fyrst og fremst fyrir þá náð og miskunn, að eimyrjan, sem upp kom skyldi að mestu leggjast yfir óbyggt land, en tugþúsundir landsmanna fengu að horfa á ægifagurt en ógnþrungið sjón- arspil, sem aldrei mun gleymast þeim. efst í huga hálfrar aldar afmæli Kaupfélags Árnesinga. Þetta merka félag hefur frá fyrstu tíð gegnt forystuhlutverki í verzlun og þjónustu og það ætla ég einsýna söguskoðun ef ekki kæmi fram hvílík lyftistöng félagið hef- ur verið héraðsbúum í marghátt- aðri uppbyggingu allt frá þorpun- um við ströndina út um breiðar byggðir sveitanna og kaupstaðar- ins unga og vinalega í miðju héraði þar sem félagið á heimili sitt og varnarþing. Ef ég svo að lokum hverf heim í sveitina langar mig að sýna fram á, að enn er bjástrað við það af fullum krafti út um byggðir þessa lands, þó ekki sé gert mikið veður út af því í fjölmiðlum, að viðhalda andlegum menningarverðmætum svo að lífið verði eilítið bjartara og brauðstritið léttara. í byrjun aðventunnar var haldin hér kirkjuvika þar sem um 150 manns lögðu fram margvíslegt efni í tali, söngvum og tónum, hundruðum manna, sem sóttu samkomurnar til uppþyggingar og ánægju. Það var á vordögum á liðnu sumri, að nokkrar ungar stúlkur héðan úr sveit stofnuðu félag sem ætlar að beita sér fyrir málhreins- un og réttri notkun móðurmálsins. Þetta hefur hlotið góðan hljóm- grunn og hefur félagið álitlegan hóp manna innan sinna vébanda, allt frá unglingum í vel metna háskólaborgara. Það er engin and- leg kreppa hjá æskufólki, sem vinnur að slíkum verkefnum. Ég óska landsmönnum farsæld- ar á komandi ári. Ríkisútvarpinu vil ég senda sérstakar kveðjur og árnaðaróskir á merkum tímamót- um. Það hefur verið vinur og félagi í öll þessi ár. Skák eftir Margeir Pétursson Ólympíuskákmótið, 7. umferð: Skotar héldu fast um sitt Skotum hafði tekist að ná sér vel á strik eftir 0—4 tapið ffyrir Ungverj- um í fyrstu umferð og í sjöundu umferð mættu þeir íslensku sveitinni. Svo sem kunnugt er hef- ur skák verið í miklum uppgangi á Bretlandseyj- um síðasta áratuginn og Skotar hafa ekki farið varhluta af þeirri þróun þó auðvitað standi þeir nágrönnum sínum Eng- lendingum ennþá mjög langt að baki. Lið þeirra á Möltu samanstóð af ung- um mönnum sem skorti greinilega reynslu miklu fremur en hæfileika. Báð- ir varamenn íslensku sveitarinnar, þeir Jóhann Gunnhildur Guðmundsdóttir Flateyri • Þegar litið er til baka og rifjaðir upp atburðir ársins, koma þeir atburðir efst í huga, sem gerast á þeim vettvangi, sem er næstur því að teljast heimavöllur. Þannig er til dæmis um kosningar farið. Þær koma nær í strjálbýli, verða tilefni aukinna samskipta, og að lokum hafa allir einhvern sigur. Forseta- kosningarnar voru þessi atburður ársins 1980. Heimsóknir fram- bjóðendanna, ræða þeirra og við- mót var, svo sýndist sunnudagur í miðri viku, og að lokum sigraði einn þeirra mest en hinir samt eitthvað. \ Flateyri 19. des.1980, Gunnhildur Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.