Morgunblaðið - 31.12.1980, Blaðsíða 6
3 8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1980
Hvers er helzt að -| QOA^
minnast frá árinult/ÖU»
Eins og við undanfarin áramót sneri Morgunblaðið sér til nokkurra fréttaritara sinna úti um land og
bað þá að rifja upp minnisstæðustu atburði ársins. Fara svör þeirra hér á eftir, en þeir voru beðnir að taka
jafnt með í þetta uppgjör atburði úr heimabyggð sem af öðrum innlendum og erlendum vettvangi.
Sigrún
Sigfúsdóttir,
Hveragerði
• Af þjóðmálunum er mér minn-
isstæðust stjórnarkreppan og
stjórnarmyndun dr. Gunnars
Thoroddsens, forsetakosningarn-
ar, Heklugosið, Mývatnseldarnir,
Flugleiðamálið og 50 ára afmæli
Ríkisútvarpsins.
En af erlendum fréttum má t.d.
nefna stríðshörmungarnar í íran
og írak, innrásina í Afganistan,
verkföllin í Póllandi, forsetakosn-
ingarnar í Bandaríkjunum,
Ólympíuleikana í Rússlandi og nú
síðast morðið á John Lennon. Ég
hef aldrei verið neinn sérstakur
Bitlaaðdáandi þó mér finnist
mörg lögin þeirra falleg, en ég
harma það ætíð þegar friðelskandi
fólk, sem vill láta gott af sér leiða,
er ofsótt á einn eða annan hátt.
Árið 1980 sýnist mér, fljótt á
litið, hafa verið ágætis ár, svona
það sem að mér snýr og mínum
nánustu. Fjölskyldan mín hefur
verið við góða heilsu og allir haft
nóg að starfa. Að vísu var sonur
minn skorinn upp mikið veikur,
með sprunginn botnlanga og sjálf
gekkst ég undir stóran uppskurð í
sumarbyrjun. En það er gott að
vera í Ákranesspítala og við
hresstumst fljótt, þökk sé þeim
sem önnuðust okkur.
Við hjónin ferðuðumst að venju
mikið í ár og verða þær ferðir mér
sjálfsagt allar mér lengi í minni af
ýmsum ástæðum. Sú fyrsta var
sjóferð með Herjólfi til Vest-
mannaeyja í leiðinda veðri og urðu
margir sjóveikir. En alltaf er
gaman að koma til Eyja. Næst
fórum við með tvö hross í kerru
aftan í jeppanum okkar. Góðir
menn leigðu okkur kerruna á
fjórum hjólum. Sprakk á þeim
öllum áður en ferðinni lauk, en
hún tók 18y% klst. í ágúst fórum
við norður Kjöl og skoðuðum
hálendið, fórum svo norður á
Melrakkasléttu og Langanes og
Hellisheiði eystri upp á Hérað og
svo hringinn suður um. Var þetta
mikil og góð ferð. Að lokum fórum
við í berjaferð vestur í Vatnsfjörð
og tíndum heil ósköp af aðalblá-
berjum, en það hafði ég ekki gert í
30 ár.
Veðurbliða í sumar, fegurð
okkar blessaða lands, elskusemi
ættingja og vina, allt er þetta
ógleymanlegt.
Að lokum er það von mín, að á
næsta ári verði friðarhorfurnar
meiri í heiminum og óska lands-
mönnum öllum árs og friðar.
Matthías
Jóhannsson,
Siglufirði
• Af erlendum tíðindum á árinu
þykir mér frelsisbarátta pólsku
verkalýðshreyfingarinnar lang-
samlega athyglisverðasti atburð-
urinn. Myndin, sem nýlega var
sýnd í sjónvarpinu um innrás
Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu
1968 skýrði mjög hvaða vald
Pólverjar óttast. Þá mynd hefðu
sem flestir þurft að sjá, svo augu
manna opnuðust ógnarstjórninni í
Kreml.
Af innlendum atburðum ber
hæst á árinu svik ríkisstjórnar-
innar á öllum þeim loforðum, sem
hún hafði gefið í upphafi ársins.
Þessi ríkisstjórn er að mínu mati
sú lélegasta, sem setið hefur í
landinu.
Veðurfar hefur verið hagstætt
til landsins á þessu ári og fremur
snjólétt. Sá stórviðburður gerðist,
að síldin gekk á ný með Norður-
landinu og eykur það auðvitað
bjartsýni manna á betri tíma.
Þetta styður þá tilgátu margra, að
það sé visst árabil milli síldar-
gangna.
Albert
Kemp,
Fáskrúðsfirði
• Er litið er yfir helztu fréttavið-
burði á erlendum vettvangi ársins
1980, koma fyrst í hugann þeir
voðaatburðir, sem voru að gerast í
íran, en fyrri hluta ársins gekk
ekki á öðru en aftökum á aftökur
ofan. Erfitt er að gera sér í
hugarlund hvers konar þjóð bygg-
ir slíkt land og minnir þetta helzt
á aftökurnar á Hitlerstímanum í
Þýzkalandi. Síðan kemur stríðið á
milli íran og írak, sem mikil áhrif
hefur haft á Vesturlöndum.
Forsetakosningar í Bandaríkj-
unum voru mjög spennandi og
kom það dálítið á óvart, að
ríkjandi forseti skyldi ekki ná þar
endurkjöri. Ég hygg, að þar hafi
mjög blandast inn í gíslamálið í
íran og þó sérstaklega hin mis-
heppnaða tilraun bandaríska
hersins til að bjarga gíslunum og
hafi almenningur í Bandaríkjun-
um fundist sem lítið kæmi til
risaveldisins á sviði hertækni og
þjóðin verið smáð í því tilliti.
Hörmungarnar á Ítalíu, er nú
nýverið dundu yfir, eru umhugs-
unarverð og að slíkar hörmungar
skuli geta leitt til óhæfuverka
gagnvart slösuðum og látnum til
ágóða misyndismönnum er hreint
hörmulegt. Morðið á bítlinum
fræga, John Lennon, í Bandaríkj-
unum nú fyrir skemmstu, er ein af
þeim fréttum sem margir hafa
velt fyrir sér. Að slík voðaverk
geti endurtekið sig æ ofan í æ í því
ríki, þar sem lýðræði og frelsi er
talið standa hvað traustustum
fótum í heiminum!
Barátta pólskra verkamanna
fyrir almennum mannréttindum
hefur vakið mikla athygli og
afleiðingarnar, sem af því gætu
hlotist ef Rússar færu að blanda
sér í þau mál, krefjast umhugsun-
ar. Þær spurningar hljóta að
vakna, að sennilegast eru verka-
menn í sæluríkjum kommúnism-
ans ekki mjög mikils virtir af
ráðamönnum svo sem dæmin
sanna.
Af innlendum vettvangi bera
hæst þær hræringar, sem átt hafa
sér stað bæði í og á okkar ágæta
landi. Er þá fyrst að nefna hin
tíðu eldgos er komið hafa bæði í
Heklu og við Leirhnúk, þó eru þær
ekkert á við þær hræringar, er átt
hafa sér stað í íslenzkum stjórn-
málum, þar sem sundur hefur
verið skipt friðnum í stærsta
stjórnmálaflokki landsins. Færi
betur, að þar næðist eining sem
fyrst áður en öll stærstu fyrirtæki
landsmanna verða komin á gapa-
stokkinn. Svo finnst mönnum nú
að þeim sótt.
I sumar er leið var gerð, að áliti
Austfirðinga, mjög merkileg sam-
þykkt á aðalfundi SSA á Vopna-
firði um virkjun í Fljótsdal með
stóriðju við Reyðarfjörð í huga.
Virtist algjör einhugur ríkja um
þetta mál. Varla var blekið þó
þornað á undirskrift þessarar
samþykktar, er á öldum ljósvak-
ans fóru að berast fregnir af því,
að hagkvæmara væri að loka
álverinu í Straumsvlk, en að
standa í því að virkja fallvötn.
Þær ráðstafanir Byggðasjóðs að
verja verulegu fjármagni til bund-
ins slitlags á þjóðvegum landsins
eru einhver mestu gleðitíðindi,
sem spurzt hafa, þó svo að lítið
kæmi í hlut Austfirðingafjórð-
ungs. Við huggum okkur við það,
að ef áframhald verður á komandi
árum, kemur röðin að okkur, en
ekkert er brýnna en góðir vegir.
Forsetakosningarnar vöktu að
vonum mikla athygli, þar sem
kona var nú í fyrsta sinn í
framboði og fór með sigur.
Á Fáskrúðsfirði hefur árið verið
hagstætt íbúunum í flestu, vetur-
inn var mildur og sumarið allgott
og atvinnuástand mjög gott allt
árið. Aflabrögð á vetrarvertíð
voru góð, en ýmsir erfiðleikar
hrjáðu sjávarútveg á tímabili í
sumar. Síldveiðarnar í haust voru
í alla staði mjög athyglisverðar.
Segja má, að bátarnir hafi næst-
um getað háfað síldina úr nótum
sínum beint á færiband sölustöðv-
anna, en langt aftur í tímann þarf
að fara til að finna hliðstæður á
síldveiðum í fjörðum.
1980 var hér sem annars staðar
ár trésins og gaf höfuðstóll Spari-
sjóðs Fáskrúðsfjarðar, sem ávaxt-
aður er í Landsbanka íslands,
allmikla fjárhæð til trjáakaupa og
voru sett niður um 80 tré í opnu
svæði innan við bæinn. Aðal-
hvatamaður að þessu var Már
Hallgrímsson er var sparisjóðs-
stjóri og síðan fyrsti útibússtjóri
Landsbanka íslands, en hann lét
af því starfi í haust. Auk þess var
gefið fé til kaupa á girðingu
umhverfis garðinn, en af einhverj-
um ástæðum hefur staðið í ráð-
amönnum sveitarfélagsins, sem
þáðu gjöfina að koma girðingunni
upp.
Þórir Haukur
Einarsson,
Drangsnesi,
Ströndum
• Af erlendum vettvangi er minn-
isstæðast að hafa verið vitni þess
fyrir atbeina fjölmiðla hvernig
pólska þjóðin engist í þræla-
hlekkjum kommúnismans án þess
að frjálsar þjóðir eigi þess nokk-
urn kost að koma til hjálpar
sökum hins miskunnarlausa
valdajafnvægis vorra daga með
gjöreyðingarvopn og ógnir þeirra
að undirstöðu.
Af íslenzku þjóðmálasviði eru
forsetakosningarnar og úrslit
þeirra minnisstæðust. Kjör Vig-
dísar Finnbogadóttur til æðsta
embættis á íslandi var glæsilegt
afrek og óbrotgjarn minnisvarði
um örlagarikan áfangasigur í bar-
áttunni fyrir jafnrétti kynjanna
og afneitun gamalla fordóma.
Heiman úr héraði er minnis-
stæðastur annar áfangasigur í
jafnréttisbaráttunni er Hjördís
Hákonardóttir varð fyrst ís-
lenzkra kvenna til að axla emb-
ætti sýslumanns og gjörðist sýslu-
maður Strandamanna, þar sem
hún situr með sóma.
Úr eigin sveit er minnisstæðust
tenging sjálfvirks síma á
Drangsnesi hinn 3. nóvember sl.
Má með sanni segja að þar væri
bundinn endi á vissa afskekt í
íslenzkri þjóðarsveit, án þess að
gefinn væri eftir þumlungur
lands.
Ef mér leyfist að lokum að
þrengja hringinn til hins ítrasta
og hverfa til fjölskyldu minnar og
einkalífs þá fæddist okkur hjónum
fyrsti sonurinn sl. sumar í jómfrú-
blíðu og júlísól. Þessi Iitli maður
sér til þess að jafnvel nú í
svartasta skammdeginu ríkir
nóttlaus voraldarveröld hér á
þessu heimili.
Jón
Júlíusson,
Sandgerði
• Þegar ég lít til baka til ársins,
sem er að kveðja sýnist mér, að
margir atburðir þess verði mér
ásamt mörgum fleiri lengi minnis-
stæðir. Af erlendum viðburðum er
nýjast til að taka morðið á brezka
bítlinum John Lennon vestur í
Bandaríkjunum. Hann mun þó
sennilega ekki hljóta viðurkenn-
ingu á spjöldum sögunnar, sem
mikið stórmenni, en hinu verður
ekki neitað að fáir ef nokkrir hafa
reynzt gegnum tíðina meira leið-
andi og átt sér stærri fylgjenda-
hóp á jörðu hér en hann og félagar
hans í hljómsveitinni The Beatles
þear þeir voru upp á sitt bezta hér
á árum áður, en í þeim hópi var
John Lennon forystusauðurinn.
Atburðirnir í Póllandi, það er
vonlaus barátta verkalýðsins þar í
landi, sem nálgast að vera upp-
reisn gegn ríkjandi valdhöfum,
heldur einnig og þá kannski mikið
frekar fyrir frelsi, ætti að opna
augu fólks fyrir því hve frelsið
getur verið dýrmætt og þá ekki
síður hversu vandmeðfarið það
getur verið. Innrás Rússa í Afgan-
istan verður trúlega lengi í minni
fólks og sýnir bezt hve stutt getur
verið í skefjalaust ofbeldi nú á
þessum friðartímum að margra
áliti.
Af innlendum viðburðum er
nærtækast að nefna allan hama-
ganginn í sambandi við franska
piltinn Gervasoni. Öll þau læti þar
í kring eru löngu gengin fram af
venjulegu fólki að mér virðist. Ef
hann myndi nú verða valdur að
því, að ríkisstjórnin ylti úr stólun-
um yrði það tilkomumikið atriði
og sannaði rækilega málsháttinn
„oft veltir lítil þúfa þungu hlassi“.
Minnisstæðar forsetakosningar
fóru fram með pomp og pragt á
árinu með meiri tilþrifum fram-
bjóðenda og stuðningsmanna
þeirra en oftast áður. Þá var í
fyrsta sinn í sögu lýðveldisins
kosin kona sem forseti, sem vakti
heimsathygli. Ný ríkisstjórn var
einnig mynduð í upphafi ársins og
mun hún trúlega fyrir margra
hluta sakir verða mörgum minnis-
stæð, að minnsta kosti fyrir tilurð
hennar og samsetningu.
Mér persónulega mun sennilega
verða minnisstæðastur sá atburð-
ur ársins þegar Hekla byrjaði að
gjósa. Ég var þá staddur austur á
Laugarvatni og var fyrir tilviljun
að horfa á austurloftið þegar
gosmökkurinn steig upp fyrir
skýjabólsturinn, sem lá yfir fjall-
inu. Ég fór síðan austur í Þjórsár-
dal þann sama dag og mun mér
seint úr minni líða sú sjón, upphaf
gossins og eldstöðvarnar.
Gleðilegt nýár.